Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. desember 1983 Sigurður Karlsson (Hallgrímur Pétursson) dr. Jakob Jónsson frá Hrauni og Steinunn Jóhannesdóttir (Guðríður Símonardóttir) taka á móti þökkum leikhúsgesta í lok frumsýningar á Tyrkja-Guddu í fyrra- kvöld. - Ljósm. eik. Tyrkja- Guddu var vel fagnað Tyrkja-Gudda eftir Jakob Jónsson frá Hrauni var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu annan dag jóla. Sýningunni var ákaflega vel tekið og stóðu frumsýningargestir upp í lokin til að hylla höfundinn og aðstandendur sýningarinnar. f leikskrá segir svo um leikrit Jakobs Jónssonar: „Tyrkja-Gudda er metnaðarfyllsta leikrit dr. Jak- obs. Allt frá því hann var að alast upp austur á Djúpavogi hefur Tyrkjaránið verið honum hug- leikið, því sögur úr ráninu voru enn lifandi í munnmælum þar, en pláss- ið og nærsveitirnar voru á sínum tíma meðal þeirra staða sem urðu illa fyrir barðinu á ránsmönnum og frásagnirnar af atburðunum drakk hann í sig. Síðar, þegar hann fór að þjóna í Hallgrímspretakalli í Reykjavi'k, hlaut fræðimaðurinn í honum að kynna sér ýmislegt það sem varðaði Hallgrím Pétursson og hans skáldskap og varð m.a. til þess að hann skrifaði bókina um Hallgrímssálma og höfund þeirra (Rvík, 1972). Og einhverntíma skömmu eftir að hann kom í em- bætti við söfnuðinn, sagði Helgi Pálsson, tónskáld, við hann: „...Þú átt að skrifa um eitthvað stórkost- Iegt, Hornafjarðarós eða Tyrkja- Guddu.“ Og það nægði til þess að neisti hljóp milli fræðimannsins og skáldsins og leikritið varð til. í ný- legu viðtali við Illuga Jökulsson, sonarson sinn, í Lesbók Morgun- blaðsins, segir Dr. Jakob m.a.: „..Það er fremur lítið til um Guðríði í beinhörðum heimildum; hún hefur frekar komið til mín gegnum þjóðsögurnar um hana. Þjóðsögurnar geta verið bæði skemmtilegar og fróðlegar á sinn hátt þó þær séu ekki í stíl sagnfræð- innar. Helgisögn um dauða Hall- gríms Péturssonar segir okkur alls ekki svo lítið. Það sem vakti athygli mína í þjóðsögunum um Tyrkja- guddu var fyrst og fremst eitt. Hún er kona sem auðsjáanlega berst við að komast að niðurstöðu um sína lífsskoðun og trú. Svo kemur nátt- úrlega til kasta skáldsins, hvort sem það er ég eða einhver annar, að mynda þá skáldlegu atburði sem þessi barátta birtist í.“ Tyrkja-Gudda Dr. Jakobs var frumsýnd hér í Þjóðleikhúsinu á tveggja ára afmæli stofnunarinnar í apríl 1952, eða fyrir röskum 30 árum. En höfundurinn var ekki þar með laus við Guðríði Símonardótt- ur, því fyrir nokkrum árum fór hann enn á ný að skoða sitt gamla leikrit, endurmeta með hliðsjón af tækni- og aðferðarþróun í leikhúsi undanfarið, og semja upp á nýtt. Og í þeirri nýju gerð sem verkið nú kemur fyrir sjónir íslenskra leikhúsgesta liggur nærri að um nýtt verk sé að ræða.“ Leikstjóri sýningarinnar á Tyrkja-Guddu er Benedikt Árna- son. Tónlist samdi Leifur Þórarins- son, höfundur leikmyndar og bún- inga er Sigurjón Jóhannsson og lýs- ingu annaðist Ásmundur Karlsson. Guðríði Símonardóttir leikur Steinunn Jóhannesdóttir, Randver Þorláksson leikur Eyjólf mann hennar, Sigurður Karlsson leikur Hallgrím Pétursson seinni mann Guddu, Baldvin Halldórsson Ieikur síra Jón Þorsteinsson, Hák- on Waage leikur ólaf, Jón S. Gunnarsson leikur Jón Ásbjarnar- son, Sigmundur Örn Arngrímsson Brynjólf Sveinsson konrektor í Hróarskeldu, Andri Örn Clausen leikur Hassan, serkneskan víking, og Bríet Héðinsdóttir móður hans. Árni Tryggvason leikur Slöttólf og Hrannar Már Sigurðsson Söl- mund, son Eyjólfs og Guðríðar. Leikurinn er í tólf atriðum og hefst í .Vestmannaeyjum árið 1627 og gerist síðan í Algeirsborg, Kaupmannahöfn og á íslandi, og lokaatriðið á sér stað í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd árið 1674. -óg Steinunn Jöhannesdóttir og Hákon Waage í framkallinu í lok sýningarinn- ar á Tyrkja-Guddu á öðrum degi jóla. - Ljósm. eik. Jakob Jónsson, höfundur Tyrkja-Guddu, og Þóra Einarsdóttir kona hans fallast í faðma í hófi að lokinni sýningu í fyrrakvöld. Að baki þeirra eru Gísli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri og Sigurjón Jóhannsson sem gerði lcik- mynd og búninga við sýninguna að óska hvor öðrum til hamingju. - Ljósm. eik. Miðvikudagur 28. desember 1983 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9 Algengt var að foreldrar væru með börn sín f blysförinni. Háskólakórinn og Hamrahlíðarskórinn sungu nokkur lög við upphaf göngunnar frá Hlemmi. - Ljósm. eik. „Þegar þeir fremstu í blysförinni voru komnir að Lækjartorgi voru þeir síð- ustu að leggja af stað frá Hlemmi og því var óslitin röð blysbera niður allan Lauga- veginn. Ég áætla að 4-5000 manns hafi tekið þátt í að- gerð okkar fyrir friði og við hljótum að vera ánægð með þátttökuna sem raunar var framar öllum vonum“, sagði Högni Óskarsson í Sam- tökum lækna gegn kjarnork- uvá, en þau voru ein tíu friðarhreyfinga sem stóðu fyrir blysför í Reykjavík á Þorláksmessu. í boðskap göngumanna segir ma.: „Við trúum á umburðarlyndi og samninga í samskiptum manna og þjóða, en höfnum ofbeldi og ofstæki. Við vonum að „gjörvöll mannkind“ eigi sér framtíð, en ótt- umst tortímingu alls lífs. Við biðj- um leiðtoga þjóðanna að leggja niður vopn. Við trúum á afvopnun en höfnum ógnarjafnvægi ger- eyðingarvopna. Við vonum að stöðva megi framleiðslu kjarn- orkuvopna en óttumst hernaðar- hyggju stórvelda.". Oll blys sem voru til sölu við upphaf göngunnar, 700 að tölu, seldust upp. Göngumenn voru á öllum aldri og var algengt að for- eldrar væru þar með börn sín. Talsmenn friðarhreyfinganna telja að 4-5000 manns hafi tekið þátt í blysför fyrir friði á Þorláksmessu. Sjö hundruð blys seidust áður en lagt var upp og fengu færri blys en vildu Hamrahlíðarkórinn og Háskólak- órinn sungu nokkur lög við upphaf og endir blysfararinnar auk þes sem sungið var fullum hálsi á leiðinni niður Laugaveginn. Að þessari velheppnuðu blysför á Þorláksmessu 1983 stóðu sem fyrr segir tíu friðarhreyfingar, þess- ar: Friðarhópur einstæðra for- eldra,, Friðarhópur fóstra, Friðar- hópur þjóðkirkjunnar, Friðar- hreyfing íslenskra kvenna, Samtök lækna gegn kjarnorkuvá, Friðar- samtök listamanna, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök herstöðvaandstæðinga og Samtök eðlisfræðinga gegn kjarn- orkuvá. Við látum nokkrar myndir tala. - v. 4-5000 manns tóku þátt í baráttu fyrirfriði á Þorláksmessu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.