Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 28. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
RUV 1
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum
degi.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurlregnir.
Morgunorð - Sigríður Pórðardóttir talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna: „Jola-
sveinar einn og átta“ Umsjón: Sigrún Sig-
urðardóttir (RÚVAK)..
9.20 Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.).
10.45 islenskir einsöngvarar og kórar
syngja.
11.15 Ur ævi og starfi íslenskra kvenna.
Umsjón: Björg Einarsdóttir.
11.45 Tónleikar.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. Tónleikar.
13.30 islenskt popp.
14.00 „Brynjólfur Sveinsson biskup" eftir
Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm. Gunnar
Stefánsson les (2).
14.30 Miðdegistónleikar. Manuela Wiesler
og Helga Ingólgsdóttir leika saman á llautu
og sembal Sónðtu i e-moll eftir Johann Se-
bastian Bach.
14.45 Popphólfið.-PéturSteinnGuðmunds-
son.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. Thomas Blees og
Kammersveitin í Pforzheim leika Sellókons-
ert í G-dúr eftir Niccolo Porpora; Paul Anger-
er stj./ Nýja fílharmóníusveitin í lundunum
leikur Sinfóniu nr. 104 i D-dúr eftir Joseph
Haydn; Otto Klemperer stj.
17.10 Síðdegisvakan.
18.00 Snerting. Þáttur Arnþórs og Gísla Helg-
asona.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
20.00 „Grenitréð", jólaævintýri eftir H.C.
Andersen. Þýðandi: Steingrímur Thor-
steinsson. Knútur R. Magnússon les.
20.40 Kvöldvaka. a. Kristin fræði forn. Stef-
án Karlsson handritafræðingurtekursaman
og flytur. b. „Jólasaga". Ásgeir R. Helga-
son les frumsamda smásögu. Umsjón:
Helga Ágústsdóttir.
21.10 Einsöngur: Nicolai Ghiaurov syngur
tvær aríur úr „Boris Godunov", óperu eftir
Modest Mussorgský með Fílharmóniu-
sveitinni i Vinarborg; Herbert von Karajan
stj., og rússnesk þjóðlög með kór og hljóm-
svejt undir stjórn Atanas Margaritoy.
21.40 Útvarpssagan; „Laundóttir
hreppstjórans" eftir Þórunni Elfu Magn-
úsdóttur. Höfundur les (12).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Við - Þáttur um fjölskyldumál. Um-
sjón: Helga Ágústsdóttir.
23.05 Djass: Bop - 3. þáttur. Lok fyrri hluta
djass-sögu. - Jón Múli Árnason.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
RUV0
18.00 Söguhornið. Hvernig kokið á hvaln-
um varð þröngt. Sögumaður Björn Karls-
son. Umsjónarmaður Hrafnhildur
Hreinsdóttir.
18.10 Bolla. Finnskur teiknimyndaflokkur.
Þýðandi Trausti Júliusson. Sögumaður Sig-
rún Edda Bjðrnsdóttir. (Nordvision -
Finnska sjónvarpið).
18.20 Mýsla. Pólskur teiknimyndaflokkur um
litla mús og ævintýri hennar.
18.30 Lífið i Filamýri. Bresk náttúrulifsmynd
frá Malawí i Suð-austur-Afríku um fjðlskrúð-
ugt dýralil á votlendissvæði. Þýðandi og þul-
ur Bogi Arnar Finnbogason.
19.00 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Ego og Bubbi. Frá hljómleikum Ego og
Bubba Morlhens í Tónabæ i desember 1982
á vegum SATT - Sambands alþýðuskálda
og tónlistarmanna. Framleiðandi: SATT og
Framsýn.
Hvað fer inn í tölvuskrá erfdafrœðinefndar um œttir íslendinga?
Aðeins nöíh og dánarmein
segir Ólafur Jensson,
lœknir, einn nefndarmanna
.Mér vltanlaga hafa Banda-
rfkjamann ekkl fenglð að-
gang að þeaaum tölvu-
'tyrirþéð'.SA
nátturulega
akf rsl avarlö fyrlr þ,
mögulelkl er náttur_____
fyrfr hendl að teknar hafl
verfö tölvuutí krlftlr af
taoknlfólkl aam brotlö héfur
trúnaö, avona aöfn aru
aldrel örugg'. Þetta aagöl
Olafur Jenaaon Inknlr I
aamtall vlö Þjóövlljann I
atrfðið, vér>ukk(a I tenplum við
fnði. Þcui áhu(i tcngdnt m.i aþ
leiðingum áráurínnar á litrm-
mikið lí í þcuir rinruóknir vlðl
18 ár hefur unnlö aö þvl
aötengjaálla lalendlnga.
Kveikt á jólaljósinu í minningu hans sem hafði „hálm fyrir sæng“.
Minningar
Magnús frá Hafnarnesi:
Minningar dœgranna
eru mér leiðarljós
á þeirri þyrnibraut
sem ég hef valið mér.
Þau munu verða vísir
um langan veg
framhjá hvassyddum kaktusum
gegn um myrkvið
þar sem Ijón bíða mín
og híenur vœla eftir bráð
sem þœr geta ekki hremmt
dægranna
vegna stjörnunnar
sem ég fékk í tannfé,
stjörnunnar sem lýsir mér
að peningshúsunum
þar sem faðir öreiganna fœddist
meðal ásauða
með hálm fyrir sœng
af því foreldrar hans
fengu ekki inni á vertshúsum
vegna átvagla
og ölkærra miljónera.
Útvarp kl. 14.00
Roluháttur
S. S.-dóttir skrifar:
Ég á tæplega orð til yfir rolu- og
hengilmænuhátt ykkar gagnvart
erfðafræðinefnd. Þið Iátið t.d.
Ólaf Jensson komast upp með út-
úrsnúninga (um landnáms-
menn?). Hittgetég sagt ykkur að
jafnvel áhugamenn um erfða-
eiginleika hrossa myndu ekki
leyfa sér að skipa sjálfa sig í nefnd
þarað lútandi, þótt erlendurfjár-
styrkur væri í boði.
En e.t.v. væri rétt að minna
ykkur á eitt atriði: Þið hafið oft
gagnrýnt sendiráð Ameríkana
hér fyrir tregðu (jafnvel neitan-
ir), í sambandi við vegabréfsárit-
anir. Eitt af því sem sendiráðið er
að reyna að passa er að geðbilað
fólk fái ekki áritun. Þetta, ásarnt
fleiru, hefur komið fram í blaði
ykkar, og verið haft beint eftir
sendiráðinu. En hvar skyldi
sendiráðið fá upplýsingar um
geðheilsu fólks? Það atriði er
vonandi ekki komið á tölvuskrár í
USA?
Pennavinir
„Salik Ahmed, Indverji, sem
býr i Saudi-Arabíu, leitar eftir
pennavinum, ungum íslenskum
stúlkum. Áhugamál: Frímerkja-
söfnun, dans, valsar, músík,
skíðaiðkun, ferðalög, skáld-
sagnagerð, sund, ensk ljóðagerð,
trimm, o.fl.. Starf: bankamað-
ur.“
Heimilisfang:
Salik Ahmed
c/o Satidi American Bank
P.O. Box 490
Jeddah
Saudi Arabia.
21.15 Dalias. Bandariskur framhaldsmynda-
flokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.00 Sveaborg. Finnsk heimildarmynd um
viggirta eyju í hafnarmynni Helsinki en hluti
mannvirkja þar hefur nú verið gerður að
menningarmiðstöð og dvalarstað lista-
manna af Norðurlöndum. Fjallað er um sögu
virkisins og sænskan herforingja, Auguslin
Ehrensvárd, sem lét reisa það um miðja
átjándu öld. Þýðandi Borgþór Kjærnested.
(Nordvision - Finnska sjónvarpið).
23.00 Dagskrárlok.
RUV 2
Ftás 2 er útvarpað á FM-bylgju, 99,9
mhz, mánudaga-föstudaga kl. 10-12 og
14-18 fyrst um sinn. Meðan dagskráin er
á tilraunastigi verður hún ekki.gefin út
tyrirfram.
Brynjólfur Sveinsson biskup
•Skáldkona úr Suðursveit hefur orðið
Gunnar Stefánsson hefur nú
byrjað lestur á sögu Torfhildar
Þorsteinsdóttur Hólm: „Brynjólf-
ur Sveinsson biskup“. Gunnar
hóf lestur sögunnar í gær. Annar
lesturinn verður í dag en alls
verða þeir 20.
Torfhildur Hólm var fædd
1845, dáin 1918. Hún var ættuð
úr Suðursveit eins og fleira gott
fólk. Hún dvaldi um eitt skeið
vestan hafs og þar samdi hún
Brynjólf biskup, sem er hennar
fyrsta skáldsaga og jafnframt
fyrsta sögulega skáldsagan, sem
íslendingur hefur samið. Síðar
samdi Torfhildur fleiri sögur í
sama dúr: Jón Vídalín, Jón Ara-
son og Eldingu, en einnig smá-
sögur, barnabækur og gaf auk
þess út tímarit.
Torfhildur Hólm var með fleiri
en einum hætti brautryðjandi í ís-
lenskri bókmenntagerð. Hún
samdi ekki aðeins fyrsta sögulega
skáldverk okkar. Hún var einnig
fyrst íslenskra kvenna til að
semja skáldsögu og hún var með-
al hinna fyrstu íslensku barna-
bókahöfunda. Alls þessa mætti
minnast oftar en gert er.
-mhg
Gunnar Stefánsson.
skák
Karpov að tafli - 257
Karpov náði tveggja vinninga forskoti í
einvíginu um heimsmeistaratitilinn i Me-
rano þegar hann vann skák nr. 2 í einvíg-
inu. Kortsnoj tefldi illa í miötafli og Karp-
ov gekk á lagið. Fleimsmeistarinn virtist
a allan hátt vera í betra formi, byrjana-
fræðilega og sálfræðilega. Hann lék
hratt rétt eins og hann væri öruggur með
sigur sinn í einvíginu. Við komu að vendi-
punktinum í skákinni. Kortsnoj er í krapp-
ri vörn og leikur illilega af sér:
8 * I i. *
7 ■ mm kk
6 mk', ■
5 fi I n p
4 S - : n ií
3 úð Al,A
2 ahab sa
1 • w &
abcdefgh
Karpov - Kortsnoj
34. .. f6??
(Karpov svaraði að bragði...)
35. Hxa7!
(Vinnur peð og skákina með tímanum.
35. - Dxa5 strandar á 36. Dxe6+ og 37.
Dxc8. Kortsnoj gafst upp eftir 57. leik
Karpovs: 35. - Dd5 36 Ha5 Dd7 37. Ha7
Dd5 38. Ha5 Dd7 39. De4 Bf7 40. Df5
He8 41. Kh2 Db7 42. a3 Hd8 43. h4 h5
44. Rf2 Dd7 45. Ha6 De8 46. Da5 Bg8
47. Rd3 Kh7 48. Db6 He8 49. a4 Bf5 50.
a5 c5 51. bxc5 Bxd3 52. cxd3 Rxc5 53.
Ha7 Dg6 54. Hc7 Hxc7 55. Bxc7 Rxd3
56. Dxd4 Re5 57. Bxe5.
bridge
Hér er lítið spil frá EM i Ostende 1973,
úr leik milli fslands og Finnlands:
ÁD105 KG76
ÁKG9 875
ÁG3 D8
K10 Á654
Bæði pörin í leiknum komust i 6 spaða
á þessi spil. Og hvaö er svo fréttnæmt
við það? „Plain" spil, eöa hvað? Finninn
tapaði því, þó að tigulsvíning gengi og
hjartað væri 3-3. Útspiliö var smár spaði
frá Suðri, tekið heima, tíguldrottningu
gluðrað út, kóngur og drepið á ás. Nu tók
Finninn laufakóng (?) og inn á laufaás,
spilaði hjarta og svinaöi gosa. Norður
drap á drottningu, og spilaði laufi og
sagnhafi varð að trompa, en Suður átti
ekki meira lauf og henti hjarta í laufið.
Spilið er nú alltat tapað fyrir sagnhafa.
Ath.
Ásmundur Rálsson var ekki í ýkja mikl-
um vandræðum með þetta spil. Hann
einfaldlega hreyföi aldrei laufiö fyrr en í
lokin, og þá til að ná í 12. slaginn (sagn-
hafi verður að varast að styttast ekki
báðum höndum í trompinu i 4-1 legunni í
trompi. Það er nú allur galdurinn). Island
vann leikinn með 124-40 eða 20 mínus
3. Okkar menn höfnuðu i 14. sæti í mót-
inu með 221 stig af 440 mögulegum.
Tikkanen
Hefndin er eilífðarvél ofbeldis-
ins.
Gœtum
tungunnar
Hvorugkynsorðið prósent
merkir: hundraðasti hluti;
áhersla er að sjálfsögðu á fyrra
atkvæðið: þrjú prósent.
Kvenkynskorðið prósenta
merkir: fjöldi hundraðshluta.
(T.d. þrjú prósent eru ekki há
prósenta, þegar um fólksfjölg-
un er að ræða.)