Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Friðrik Ólafsson (t.h.) var ekki jafn harðskeyttur á jólamóti Útvegsbankans nú eins og tveimur fyrstu mótunum. Hann varð í 5-7. sæti, hlaut 12 vinninga. Hér teflir hann við fulltrúa norðurhjarans Áskel Örn Kárason sem hlaut 7 vinninga. Áhorfendur fylgjast spenntir með skákinni sem lauk með jafntefli. 3. Jólahraðskákmót Útvegsbankans Helgi og Jóhann efstir Flestir bestu skákmenn landsins tóku þátt í þriðja jólahraðskákmóti Útvegsbankans sem haldið var í samkomusal bankans á 2. degi jóla. Keppendur voru alls 20 og tefldu allir við alla. Var baráttan um efstu sætin geysihörð og lyktaði með því að Helgi Ólafsson og Jóhann Hjart- arson urðu efstir og jafnir hlutu 16 vinninga af 19 mögulegum. í þriðja sæti varð svo Jón L. Árnason með 15 vinninga. Keppnin var frá upphafi til enda afar tvísýn og spennandi. I fyrstu náði Róbert Harðarson forystunni og hélt hann fram undir mitt mót eða þar til hann tapaði fyrir Jóni L. Árnasyni. Margeir Pétursson stóð einnig vel að vígi eftir fyrstu um- ferðirnar en þegar líða tók þótti sýnt að Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson myndu berjast um efsta sætið. Jón L. Árnason gat einnig blandað sér í baráttuna. Lengi vel hafði Jóhann 7: vinning fram yfir Helga en í einni af lok- aumferðunum tapaði hann fyrir Margeiri Péturssyni á sama tíma og Helgi gerði jafntefli við Jón L. Jafnaðist þá munurinn. Lokaniðurstaðan varð þessi: L- 2. Helgi Ólafsson og Jóhann Hjart- arson 16 v. (af 19 mögulegum). 3. Jón L. Árnason 15 v. 4. Margeir Pétursson 127: v. 5.-7. Friðrik Ól- afsson, Dan Hansson og Bragi Kristjánsson 12 v. 8. Elvar Guð- mundsson 11 v. 9.-10. Karl Þor- steins og Róbert Harðarson 10 v. 11. Sævar Bjarnason 97: v. 12. Ing- var Ásmundsson 87: v, 13.-15. Jón- as Þorvaldsson, Benedikt Jónasson og Áskell Ö. Kárason 7 v. 16. Ás- geir Þ. Árnason 67: v. 17. Magnús Sólmundarson 18.-19. Jóhann Þ. Jónsson og Gunnar Gunnarsson 5 v. 20. Leifur Jósteinsson 27: v. Mótstjórar voru Ólafur Ás- grímsson og Ólafur H. Ólafsson og Adolf Björnsson. í lok mótsins af- henti Albert Guðmundsson verð- laun. - hól. „Kjötsmyglið“ í fréttum útvarpsins Óveðrið á annan dag jóla: Elding kveikti í íbúðarhúsi • Þórdunur í Borgarfirði • Skruggur hrelldu héraðsbúa • Eldingavörnum áfátt í landinu Miklar skemmdir urðu á Val- bjarnarvöllum í Borgarfirði á ann- an dag jóla, cftir að cldingu laust niður í reykháf íbúðarhússins og kveikti í. Hljóp eldingin í rafmagns- töflu hússins og varð af mikill hvell- ur, risið brann mikið og neðri hæð- in skemmdist einnig töluvert. Þetta er eina óhappið sem vitað er til að óveðrið, sem gekk yfir landið á annan, hafi valdið, en því fylgdu miklar skruggur um vestan og suð-vestanvert landið. Mest voru lætin í Borgarfirði á Mýrum síðdegis, en þegar leið á kvöldið varð einnig vart eldinga í Vest- mannaeyjum, Reykjavík, Suður- nesjum og nágrenni. Slæmt veður var í Borgarfirðin- um í gær, mikil snjókoma og ófærð. Ekki reyndist unnt að ná sambandi við Sigurjón Jóhannsson bónda á Valbjarnarvöllum sem fór snemrna í gær til að hirða um skepnurnar, en heimilisfólkið á Valbjarnarvöllum býr nú í Borgarnesi. íslendingar hafa lítt sinnt eld- ingavörnum vegna þeirrar trúar að þrumur og eldingar væru mjög sjaldgabfar hér á landi, en erlendis eru víðast eldingavarar á hverju húsi og hverjum bíl. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er tilkynnt um eldingar tvo til þrjá daga á ári hverju og tjón af völdum eldinga er talið verða á tíu ára fresti. Bcrgur Jónsson, rafmagnseftir- litsstjóri sagði í gær að eftir að lín- ukerfið þandist út, hefðu menn þó orðið þess varir að eldingar yllu mun fleiri truflunum en þá hefði grunað. Hann taldi þó ekki ástæðu til að kosta miklu til eldingavarna á húsum almennt, það væri mjög kostnaðarsamt og kæmi að tak- mörkuðu gagni og taka yrði mið af því hvaða tjóni eldingar yllu, sem væri tiltölulega lítið. „Pað er ekki til nein örugg vörn gegn elding- um“, sagði Bergur, „en hins veg- ar eru til ýmsar leiðir til að minnka eyðileggingarmátt þeirra." Hann sagði það misskilning að járna- bindingar í húsum leystu nokkurn vanda í þessu sambandi, þvert á móti þekkti hann dæmi þess að elding hefði hlaupið í járn og sprengt steypuna. Pó taldi Bergur ástæðu til að huga betur að þessum málurn á afmörkuðum stöðum á landinu sem eru sérlega útsett fyrir eldingum, svo sem eins og á Síð- unni og ennfremur á ýmsurn verð- mætum mannvirkjum. í íniacy ðsla að kanna gömul mál Segir vararann- sóknarlögreglu- stjóri ríkisins Þórir Oddsson vararannsóknar- lögreglustjóri, sagði í viðtali við út- varpið fyrir jólahelgina það „ó- raunhæft að eyða tíma og vinnu í að rannsaka sjö eða átta ára gamalt mál“. Útvarpið hafði einnig eftir Þóri að „nær væri fyrir lögregluna að vinna að því að koma í veg fyrir afbrot“. í sömu útvarpsfregn var haft eftir Jóni Helgasyni, að „sem dómsmálaráðherra gæti hann ekki skipt sér af þessu máli þar sem Rannsóknarlögreglan og saksókn- ari væru ekki hluti af dómsmála- ráðuneytinu". Hann hefði hins vegar sem landbúnaðarráðherra áhuga á að komist yrði til botns í smyglmálinu. Einsog kunnugt er af fréttum í Þjóðvilja, fékk Jón Helgason dómsmálaráðherra og landbúnað- arráðherra, bréf frá Framleiðslu- ráði landbúnaðarins í september sl. með beiðni um að ráðherrann fylgi málinu eftir. Landbúnaðarráð- herra/dómsmálaráðherra hefur ekki kannast við að hafa fengið þetta bréf í hendur í viðtölum við fjölmiðla. Rannsóknarlögreglan hefur í- El Salvador-söfnunin Ttigir þúsunda söfnuðust Fjásöfnun E1 Salvadornefndar- innar á íslandi nú fyrir jólin gekk afar vel að sögn forráðamanna hennar og sögðu þeir að um 45.000 krónur hefðu safnast í jólagjöf handa skólabörnum á frelsuðu svæðunum í EI Salvador. Á Þorláksmessu söfnuðust 40.000 krónur en laugardaginn þar á undan höfðu safnast 5000 krónur. Ætlunin er að gefa þessa upphæð skólabörnum í E1 Salvador eins og áður sagði. Formaður nefndarinn- ar, Björk Gísladóttir bað Þjóðvilj- ann koma þakklæti á framfæri við þann fjölda manna sem hefði lagt þessari söfnun lið. Hún benti þeim sem enn hefði ekki gefist kostur á að gefa í söfnunina að enn væri hægt að leggja peninga á gíró 303- 25-59957. " - v. trekað fengið beiðni um að rann- Fyrst í apríl á síðasta ári, ér Pálmi saka meint kjötsmygl til landsins. Jónsson þáverandi landbúnaðar - Sigríður Ella og Kristinn Sigmundsson hafa í ýmsu að snúast þessa dag- ana. ráðherra fór fram á slíka rannsókn. -óg Óperan œfir af fullum krafti Rakarinn s 1 Sevilla Um þessar mundir standa yfir hjá íslensku óperunni æfingar á gamanóperunni Rakarinn í Sevilla eftir Rossini. Verður hún frumsýnd þann 6. janúar næstkomandi. Það er Marc Tarudue sem annast hljómsvcitarstjórn og er jafnframt æfingastjóri. Lcikstjóri er Fra- nsesca Zambello og um leikmynd, lýsingu og búninga sjá Michael De- egan og Sarah Conly. Aðstoðarl- eikstjóri er Kristín S. Kristjáns- dóttir. Einsöngvarar eru: Kristinn Sig- mundsson, Sigríður Ella Magnús- dóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristinn Hallsson, Jón Sigur- björnsson, Elísabet F. Eiríksdóttir og Guðmundur Jónsson. Auk þeirra eru í sýningunni kór og hljómsveit íslensku óperunnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.