Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.12.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. desember 1983 •C--É Ný verslun við Vesturgötu Nýlega var opnuð ný verslun við Vesturgötu 23. Hún ber það nýstárlega nafn Zhita og verslar mcð gjafavörur. A boðstólum cru baðvörur ýmiss konar, unnar úr náttúruefnum, þar er hægt að láta gera fyrir sig skrautsk- rift og áhugasamir um poppsögu geta fcngið Stuðmannabókina keypta, svo eitthvað sé nefnt. ,jSvif‘ í Portúgal Um svipað leyti og forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, var stödd í Portúgaí, tókust samningar á milli Skífunnar og portúgalska fyrirtækisins Promusix um útgáfu á plötu Björns Thoroddsen, „Svifí Portúgal. „SviP‘ er plata í jass-fusion stíl. Höfundur allra laga á plötunni er Björn Thoroddsen fyrir utan eitt lag, sem er eftir Mikael Berglund. Um umsjón á upptöku plötunnar sá Jónas R. Jónsson, en honum til aðstoðar var Sigurður Bjóla. (Fréttatilkynmng) Móðir okkar, tengdamóðir og amma Þorvalda Hulda Sveinsdóttir Hellisgötu 21 Hafnarfirði veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag miðvikudag 28. desember kl. 13.30. Baldur Guðmundsson Gylfi Guðmundsson Helgi Guðmundsson Kristín Guðmundsdóttir og barnabörn Alda Vilhjálmsdóttir Guðrún Jónsdóttir Ragnheiður Benediktsdóttir Bjarni Hauksson Utför föður okkar Ástþórs B. Jónssonar Kleppsvegi 28 fer fram frá Fosvogskirkju miðvikudaginn 28. desember kl. 10.30. Þeir sem vilja minnast hans eru vinsamlegast beðnir að láta SÍBS njóta þess. Ester Rut Astþórsdóttir Reynir Ástþórsson Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Sveinborg Björnsdóttir, Austurbrún 4, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 28. desember kl. 3. Þeir sem vildu minnast hennar vinsamlega láti Krabba- meinsfélagið njóta þess. Jónsteinn Haraldsson Halldóra Kristjánsdóttir Borgar Jónsteinsson Hafdís Jónsteinsdóttir Halldóra Ólafsdóttir. Móðursystir mín Vilborg Björnsdóttir verður jarðsungin frá Nýju-Fossvogskapellunni miðviku- daginn 28. desember kl. 15. Hallgerður Pálsdóttir. Minning Guðjón Eggert Einarsson Stokkseyri Fœddur 1. mars 1966 Dáinn 16. des. 1983. Óumræðanlega var fréttin sár föstudagskvöldið 16. þ.m. að Guðjón frændi minn væri dáinn, hefði látist í bílslysi þá um kvöldið. Hann, sem var svo ungur, aðeins 17 ára, hlaðinn starfsorku, lífsgleði og björtum framtíðarvonum. Guðjón var fæddur 1. mars 1966 næst elsta barn hjónanna Hólm- fríðar Hlífar Steinþórsdóttur og Einars Páls Bjarnasonar skrifstofu- stjóra Hraðfrystihúss Stokkseyrar. Á Stokkseyri átti hann sín fáu ævi- ár. Strax í barnæsku var þessi káti og aðlaðandi drengur hugljúfi allra, sem hann umgengust. Að skyldunámi loknu stundaði hann nám við Kvennaskólann í Reykja- vík og síðan við Fjölbrautaskólann á Selfossi. Skólaslit fyrir jólafrí höfðu farið fram á föstudag, og um kvöldið ætl- uðu skólasystkinin að hittast og skemmta sér. í þá ferð var Guðjón að fara, ásamt unnustu sinni og fleiru ungu fólki, þegar slysið hörmulega skall yfir. Guðjón var mikill efnispiltur, reglusamur, prúður og vammlaus í umgengni allri og framkomu. í fé- lagsstörfum og íþróttum var áhug- inn. I störfum Ungmennafélagsins og á íþróttavellinum var tómstund- unum varið. Hjálpsamur var hann og viljugur. Ávallt tilbúinn að rétta hönd til liðsinnis, hvenær, sem eftir var leitað. Foreldrum sínum og systkinum var Guðjón sannkallað- urgleðigjafi öll sín hérvistarár. I félags- og íþróttamálum ungs fólks á Stokkseyri er stórt skarð ófyllt. Þar er góður félagi og ötull liðsmaður genginn. - En dýpst er sárið og höggið þyngst fyrir hans nánustu, foreldra, systkini og unnustuna ungu, sem nú liggur slösuð á sjúkrahúsi og fylgir í hug- anum ástvininum síðasta spölinn. Þeim votta ég djúpa samúð. Hér skal ekki getum leitt um til- gang lífs og dauða. Örlögin eru oft svo miskunnarlaus. Oftar bónar Guðjón ekki bílinn fyrir frænda sinn. Oftar léttir hann ekki undir með mömmu sinni og pabba í dagsins önn. En minningarnar eigum við eftir, - bjartar ylríkar minningar um drenginn góða og hjálpsama. Þær hugljúfu minningar létta syrgj- endum sorgina þungu og lyfta hug- um til hæða. Þessi fátæklegu orð við leiðarlok frænda míns hefi ég ekki fleiri. Blessuð sé minning Guðjóns Eggerts Einarssonar. Björgvin Sigurðsson, Stokkseyri. Minning Vilborg Bjömsdóttir í dag verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu, ömmusystir okkar Vilborg Björnsdóttir. Vilborg eða Bogga frænka eins og við kölluðum hana, var fædd að Narfastöðum í Viðvíkursveit þann 23. janúar árið 1901. Hún var dóttir hjónanna Björns Gunnlaugssonar og Hall- dóru Magnúsdóttur og næst yngst 6 barna þeirra og þau systkinin nú öll látin. Fyrstu æviárin var hún með foreldrum sínum, en eftir að þau brugðu búi og fóru í húsmennsku, var hún sett í fóstur til móðursystur sinnar að Miðgrund í Akrahreppi og ólst þar upp. Strax og kraftar leyfðu varð hún að vinna fyrir sér og kynntist snemma óblíðum lífskjörum ís- lenskrar alþýðu á fyrri hluta þess- arar aldar. Hún gat ekki unað kjörum, sem misbuðu bæði sjálfs- virðingu hennar og réttlætiskennd. Því gekk hún snemma til liðs við verkalýðshreyfinguna, var meðal stofnfélaga Sóknar og sat þar í stjórn um árabil. Tæplega þrítug að aldri veiktist Boggá af berklum og fór þá sem sjúklingur að Vífilstöðum. Eftir stutta legu fór hún að vinna á hæl- inu. Þar vann hún óslitið til ársins 1969, ef undan er skilinn smátími, sem hún starfaði hjá Ölgerðinni. Vorið 1969 hætti hún störfum vegna veikinda en dvaldi áfram á Vífilstöðum fram til ársins 1980 þá sem sjúklingur. Eftir 50 ára dvöl á Vífilstöðum varekki lengurplássfyrir hanaþar. Þrjú síðustu æviárin var hún á Grund og naut þar góðrar aðhlynn- ingar. Það sem okkur er minnisstæðast í fari Boggu var lífsgleðin og ör- lætið. Hún var að jafnaði kát og hress, upplífgandi meðan hún hélt fullri heilsu. Hún var alltaf kær- kominn gestur og það var alltaf ein- hver sérstök tilfinning, sem fylgdi því að heimsækja hana suður að Vífilstöðum. Bogga var í senn fé- lagslynd og einræn. Hún gat verið hrókur alls fagnaðar, en kunni oft best við sig í fámenni. Hún var mik- ill vinur vina sinna, en það var ekki allra að eignast vináttu hennar. Þó Bogga ynni hörðum höndum svo lengi sem heilsan leyfði, eignaðist hún aldrei neitt. Hún var sérlega örlát og nutu þess margir. Það sem hún ekki gaf hirti verð- bólgan, en hún hafði engar áhyggj- ur af því. Svo lengi sem hún gat fullnægt sínum litlu þörfum, þjök- uðu peningaáhyggjur hana ekki. Ekki vitum við hversu kirkju- rækin Bogga var, en hitt er víst að fyrir henni var dauðinn ekki annað en ferð yfir á annað tilverustig. í dag kveðjum við Boggu. Við þökkum ánægjulega samfylgd og þær hlýju minningar, sem hún skilur eftir. Palli, Ásta, Ella og Ólöf. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Árshátíð og þorrablót Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugardaginn 28. janúar 1984. Þegar eru bókanír farnar að berast og eru menn hvattir til að skrá sig fyrir miðum sem allra fyrst. í fyrra komust færri að en vildu. Dagskrá og skemmtiatriði auglýst síðar. - Skemmtinefnd ABR Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Skrifstofan opin Alla þriðjudaga og fimmtudaga verður skrifstofa Æskulýðsfylkingar- innar opin frá kl. 17-18.30, í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Áhugafólk er hvatt til að Ifta við eða hringja, síminn er 17500. Stjórnin. Notum ljós ' í auknum mæli — í ryki, regni,þoku og sól. i MÍUMFOtOAR wRÁC______________/

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.