Þjóðviljinn - 30.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. desember 1983 Bandaríkin segja sig úr UNESCO_ Kemur á óvart segir Andri ísaksson, fulltrúi Norðurlanda í stjórn UNESCO Úrsögn Bandaríkjanna úr UNESCO, Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna, kemur mér mjög á óvart, því hún er ekki í samræmi við afstöðu sendi- nefndar Bandaríkjanna á UNESCO-þinginu, sem hald- ið var í haust, sagði Andri ísaksson, fulltrúi Norður- landanna í stjórn UNESCO, í samtali við Þjóðviljann í gær. Andri ísaksson fulitrúi Norðurlandanna í stjórn UNESCO - Á þinginu í haust var gert sam- komulag um öll viðkvæmustu deilumálin, þar á meðal fjölmiðl- amálið, og stóðu Bandaríkin að því samkomulagi með öðrum aðildar- ríkjum. Einasta málið sem þau gerðu ágreining út af var fjárhagsá- ætlunin, en sendinefndin tók það fram að atkvæði hennar gegn fjár- hagsáætluninni bæri ekki að túlka sem fordæmingu á störfum og stefnu stofnunarinnar, heldur væri með mótatkvæði verið að sýna Með tiikomu nýrra eignaraðila í Lagmetisiðjuna Siglósíld sem upp úr áramótum mun bera nafnið Sigló hf. verða gerðar umtalsverð- ar breytingar á starfsemi verk- smiðjunnar. Með endurskipulagn- ingu á gaffalbitaframleiðslu verk- smiðjunnar verður tekin inn rækj- uvinnsla. Þeir aðilar sem kaupa fyrirtækið greiða 18 miljónir króna með útgáfu skuldabréfa verðtryggt miðað við lánskjaravísitölu og ber ábyrga stjórnarandstöðu innan stofnunarinnar. Hverjar telur þú vera helstu á- stæðurnar fyrir því að Bandaríkin segja sig nú úr samstarfi innan stofnunarinnar? Ég er nú eiginlega að bíða eftir nánari fréttum af þessu máli, og reyndar er búist við yfirlýsingu frá Reagan Bandaríkjaforseta í dag sem væntanlega mun skýra málin frekar. Á þessu stigi málsins er því ekki mikið um þetta að segja annað hæstu leyfilega vexti af verðtryggð- um lánum. Auk kaupverðs þurfa hinir nýju eignaraðilar að leggja fram umtalsverðar upphæðir til að standa straum af kostnaði við enduruppbyggingu fyrirtækisins. Þeir sem kaupa Siglósíld eru fimm einstaklingar á Siglufirði: Sæ- mundur Árelíusson framkvæmda- stjóri Þormóðs ramma, Björn Jón- asson sparisjóðsstjóri, Ómar Hauksson og Daníel Baldvinsson en að á bak við þetta kann að liggja annars vegar ágreiningur um fjár- hagsáætlun stofnunarinnar og hins vegar samþykktir stofnunarinnar um alþjóðasamvinnu í fjölmiðlun. I hverju er ágreiningurinn um fjölmiðlun fólginn? Málið á sér þá forsögu að á árun- um 1974-76 stóð meirihluti að- ildarríkja að UNESCO að sam- þykkt um alþjóðasamvinnu í fjöl- miðlun sem fól í sér ýmiskonar ábendingar til fjölmiðla um að þeir ættu að skýra frá atburðum í öðrum ríkjum með öðrum hætti en tíðkast hefði til þessa. Mátti rekja sam- þykkt þessa til óánægju margra þróunarríkja og sósíalískra ríkja með það hvernig alþjóðlegar fréttastofur og voldugustu fjöl- miðlarnir fjölluðu um málefni þessara ríkja. Að samþykkt þessari stóð meirihluti þróunarríkjanna og voru arabaríkin þar framarlega í flokki. Auk þess var samþykktin studd af sósíalísku ríkjunum. Sam- þykktin var hins vegar gerð í and- stöðu við vilja Bandaríkjanna og flestra V-Evrópuríkja á þeim for- eigendur frystihússins ísafoldar og Guðmundur Skarphéðinsson starfsmaður Þormóðs ramma. Aðrir eignaraðilar eru Niðursuðu- verksmiðjan hf. á ísafirði og Mar- bakki hf. sem er sölufyrirtæki Niðursuðuverksmiðjunnar. í dag stóð til að ganga endanlega frá sölu ríkisins á fyrirtækinu og þá með fyrirvara um samþykki alþing- is, en frumvarp verður lagt fram að loknu jólaleyfi um sölu þess. Sam- sendum að hér væri verið að hefta frjálsa fjölmiðlun. Síðan gerðist það á UNESCO- þinginu 1978 að gert var samkomu- lag um þetta mál, sem fólst í því að ákvæði í samþykktinni um ríkis- þykki stjórnarflokkanna mun liggja fyrir um sölu Siglósíldar. Samkvæmt upplýsingum sem Þjv. aflaði sér í gær stendur til að gera miklar breytingar á allri gaff- albitavinnslu Siglósíldar, enda vinnulínan orðin eldgömul og úr- elt. Rækjuvinnslan er ný grein á vegum Sigló, en ekki mun vera ráð- gert að bæta við öðrum vinnugrein- um innan fyrirtækisins. forsjá í fjölmiðlun voru tekin út. Síðan hefur verið samkomulag um þetta mál meðal aðildarríkja stofn- unarinnar, og hafa bæði Bandarík- in og Sovétríkin dregið sínar til- lögur til baka, þar sem þær nutu augljóslega ekki meirihlutafylgis. Það hefur síðan gerst í þessu máli að m.a. Norðurlöndin hafa átt frumkvæði að því að hrinda af stað áætlun er miðar að því að styrkja og efla fjölmiðlun í þróunarríicjun- um. Áætlun þessi nefnist Internat- ional Program for the Develop- ment of Communication (IPDC) og hefur hún borið góðan árangur. Fé til þessarar áætlunar er veitt með frjálsum framlögum og er það notað til menntunar fréttamanna og uppbyggingar fréttastofa í þró- unarríkjunum. Hvaða afleiðingar mun úrsögn Bandaríkjanna hafa fyrir UN- ESCO? Ef af þessu verður munu ekki nema 75% koma inn af því fé sem fjárhagsáætlun stofnunarinnar hljóðar upp á. Við munum því þurfa að skera niður framkvæmdir og spara. ólg. Lögreglufélag Reykjavíkur Krefst rannsóknar á áburði Þorgeirs Stjórn Lögreglufélags Reykja- víkur hefur falið lögfræðingi sínum að krefjast þess að ríkissaksóknari láti fara fram opinbera rannsókn vegna greina Þorgeirs Þorgeirsson- ar rithöfundar í Morgunblaðinu um iögreglumenn, 7. og 20. des- ember sl. í bréfi lögfræðinga Lögreglufé- lags Reykjavíkur segir að í báðum greinum Þorgeirs, einkum þeirri sem á undan kom, komi fram grófur áburður, dylgjur og æru- meiðandi aðdróttanir í garð lög- reglumanna. Alvarlegasti áburður greinahöfundar sé sá að unguf maður hafi slasast svo af völdum lögreglu að hann hafi hlotið af mikla og varanlega örorku. Telur stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur að hér sé um svo alvarlegar ásakan- ir að ræða í einu víðlesnasta dag- blaði landsins að brýna nauðsyn beri til að mál þetta verði rannsakað til hlítar svo að stétt lög- reglumanna verði hreinsuð af áburði þessum. Stjórn félagsins leggur þunga áherslu á það að leiði rannsókn í ljós að ásakanir Þor- geirs séu réttmætar verði þeim seka eða seku stefnt til fullrar ábyrgðar á verkum sínum. —v. -hól. ALLT í ÁRAMÓTAMATINN Jli Hringbraut 121 til kl. 10 - ZJCIuJ'kl ____: - ..luuucia H,; ------JU'JOJjlj* fHgl'UI'f ^ Simi 10600 Ríkið selur Siglósíld á 18 miljónir: Greiðist á tíu árum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.