Þjóðviljinn - 30.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. desember 1983 Hvaða þýðíngu hafa nýju launþegasjóðimir í Svíþjóð? Eftir langa og stranga umræðu f sænska þinginu sam- þykktu sósíaldemókratar lög um svonefnda launþega- sjóði rétt fyrir jói. Borgaraflokkarnir þrír höfðu ham- ast mikið gegn sjóðum þessum og hafa heitið því, að ekki verði þeir fyrr komnir til valda aftur en þeir muni afnema þessi lög. VPK, Vinstri flokkurinn - kommúnistar, sat hjá við atkvæða- greiðsluna á þingi, vegna þess að sá flokkur telur að lögin breyti ekki í alvöru gildandi valdakerfi né held- ur skerði með umtalsverðum hætti einkaeignarrétt á fyrirtækjum. 77/ hvers? Sósíaldemókratar og Alþýðu- sambandið sænska, LO, höfðu ekki uppi stór orð í áróðri sínum fyrir launþegasjóðunum - en til þeirra á að renna hluti af arði fyrir- tækja, sem notaður verði til að fjárfesta í sænskum iðnaði. í raun og veru hafa helstu talsmenn hinna nýju laga verið einkar fámálugir um áhrif þeirra til lengri tíma. í umræðunni fór áður allmikið fyrir því, að launþegasjóðirnir ættu að tryggja vald verkafólks yfir fram- leiðslutækjunum. Nú er meiri áhersla lögð á það, að launþega- sjóðirnir séu nauðsynleg leiðrétt- ing á eignarréttinum í lýðræðisátt. Og í fyrstu umferð er meira rætt um efnahagsmál en atvinnulýðræði og verklýðsvöld. Því er haldið á lofti að með hinum nýju sjóðum verði til fjármagn, sem hægt sé að nota til að hressa upp á atvinnulíf sem nú er þungt um andardrátt fyrir kreppu sakir. Það er látið að því liggja, að jákvæðar aukaverk- anir verði þærað verkalýðshreyf- ingin verði hófsamari í launakröf- um en ella þegar hún hefur nú feng- ið vilja sínum framgengt í þessu máli. Byltingin dulbúin! En því er ekki að neita að það er meira sprengjuefni í hinum sænsku lögum um launamannasjóði en þessi málflutningur bendir til. Það verður hverjum manni Ijóst sem fylgst hefur með hinni heiftarlegu og rándýru áróðursherferð sem sænskir atvinnurekendur hafa lagt út í gegn þessum sjóðum. Hvorki hafa verið sparaðar sænskar krón- ur né stóryrði til að útmála hinar skelfilegu afleiðingar launþega- sjóðanna. Vilji menn trúa þeim áróðri, þá eru launamannasjóðir ekki annað en sauðagæra sem hinn forljóti úlfur sósíalismans felur sig undir og muni þeir leiða til þess á skömmum tíma að Svíþjóð verði eins og hvert annað Pólland eða Tékkóslóvakía. Þetta hljómar að sönnu nokkuð hlálega þegar lögin um launa- mannasjóði eru skoðuð nánar. Þar er gert ráð fyrir því, að hinir fimm svæðisbundnu sjóðir sem stofna skal muni um árið 1990 eignast um átta prósent af skráðu verðgildi sænskra hlutabréfa. Þeta þýðir að sjóðirnir verða stærstu hlutafjár- eigendur Svíþjóðar en bylting er það að sjálfsögðu ekki. Stjórn að ofan Andstæðingar launþegasjóð- anna halda því óspart á lofti að skoðanakannanir sýni að sjóðir þessi séu almenningi ekkert hjart- ans mál. Því er svarað m.a. með því, að lögin séu, tæknilega séð, flókin og ekki gott að átta sig á þeim. En þeir sem gagnrýna lögin frá vinstri benda líka á það, að ekki er gert ráð fyrir neinu beinu á- kvörðunarvaldi verkafólks td. um það hver á að stjórna til fjárfesting- ar þeim miljörðum króna sem í sjóðina munu koma. Það er ríkis- stjórnin sem ætlar að útnefna sjóðsstjórnirnar. Þó er gert ráð fyrir því að fimm af níu meðlimum hverrar sjóðsstjórnar séu fulltrúar hagsmuna launafólks. Sjóðirnir geta afhent hálfan atkvæðarétt sinn í fyrirtæki viðkomandi verka- lýðsfélagi. Olof Palme hafði að sönnu lofað því fyrir kosningarnar 1982 að kos- ið yrði beinum kosningum til stjórna launamannasjóðanna. En að sögn danska blaðsins Informati- on var það of stór biti í háls fyrir Alþýðusambandið sem helst vildi halda í alla þræði sjálft. Sú skipan sem nú er upp tekin fær andstæð- ingum sjóðanna þau vopn í hend- ur, að hægt er að nota hana til að saka hina sósíaldemókratísku verkalýðshreyfingu um valdafíkn og forræðishyggju. Merkileg tilraun En hvað um það: hér er um mjög merkilega tilraun að ræða sem sjálfsagt er að vinstriflokkar og verkalýðssamtök fylgist sem best með. Svíar eru fyrstir til að fara þingræðisleiðina til að hrófla við því valdi sem eignarhaldi á fyrir- tækjum fylgir. Ef hægt verður að koma í veg fyrir að borgara- flokkarnir snúi við þróuninni eða spilli fyrir að ráði, þá er áformað að endurskoða lögin um launamanna- sjóði árið 1990. Þá getur gefist tækifæri til að nota þann grundvöll sem skapast hefur á sex árum til að stíga nýtt skref til atvinnulýðræðis. ÁB byggði á Info. S Avarp Andropofs í ræðu sem flutt var í nafni Júrís Andropofs á fundi mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna nú í vikunni var það tekið fram að sú herferð sem farin hefur verið í landinu undanfarna mánuði til að bæta stjórnun efnahagslífsins hefði geflð jákvæðan árangur í fram- leiðni og vöruvali. Um leið er þess getið í ræðunni, sem Andropof ekki flutti sjálfur vegna veikinda, að mikið sé óunnið í því að nýta til fulls mannafla og tæknibúnað, útrýma töfum á fram- kvæmdum og misræmi í tækniþró- un milli einstakra atvinnugreina. Andropof gagnrýndi og ábyrgð- arleysi gagnvart sjónarmiðum nátt- úruverndar við ýmsar fjárfesting- ar, sem hafi þegar upp var staðið valdið miklu tjóni. Hann vék og að vöruskortinum á ýmsum sviðum og tók dæmi af því að um leið og skortur ríkti á mörgum vöruteg- undum hefðu sölusamtök ríkisins á þessu ári neitað að taka við miklu magni af vöru vegna lélegra gæða þeirra. Nefndi hann til dæmis hálfa miljón sjónvarpstækja og 160 þús- und ísskápa sem enginn vildi sjá. Undir lokin lagði Andropof áherslu á mikilvægi þess að hver og einn sýndi gott persónulegt for- dæmi í starfi. (byggt á apn). Okjf Palme horfir dasaður á enn einn þingmann borgaraflokkanna sænsku hamast gegn launamannasjóðum. Að lifa á von hinna dauðvona Af „undralœkni“ sem heldur því fram að krabba- mein eigi sér sálrœnar ástœður Hamer læknir brosir blftt við konu sem hann kveðst hafa læknað. Nokkrum mánuðum síðar var hún látin. Það eru lítil takmörk fyrir því hvað menn gera sér að féþúfu. Kannski eru þeir einna verstir sem lifa á því að gefa dauðvona fólki falskar vonir. Einn slíkur er Ryke Geerd Hamer og kall- arsig undralækni sem með „sálrænum lækningum“ kveðst geta læknað menn af krabbameini. Til eru af honum ljósmyndir ársgamlar með sjúkiingum sem hann lýsti heiibrigða vegna Iækn- inga sinna - þeir eru allir látnir nú. Og undralæknirinn heldur áfram - í fyrra hafði hann heilsu- hæli í Suður-Þýskáiandi - nú er hann kominn til þorps eins nálægt Bremen í norðurhluta landsins. Hamer þessi er reyndar læknir, en alls ekki sérfræðingur í krabbameini. Hann á að baki sér allskrautlegan feril sem læknir, hefur það gjarna á lofti að hann sé meiriháttar fræðimaður og uppfinningamaður á sviði lækna- vísinda, en njóti ekki viðurkenn- ingar vegna þess að mafían eða aðrir óvinir hans blási tíl samsæris gegn honum. Syngjum saman ■ Kenning hans um krabbamein og lækningu þess er næsta ein- föld. Hamer heldur því fram að á bak við hvert tilfelli krabbameins búi einhverjar sálrænar flækjur. Þegar búið sé að grafast fyrir um þær, þá hverfi hið illkynja æxli, einnig læknist mein þeirra sem dauðvona voru taldir. Engir upp- skurðir, engar geislalækningar - svo einfalt er það. Hamer víll ekkert af því vita, að krabbamein búi um sig árum saman áður en einkennin koma í ljós. Hann segir að allt gerist á skömmum tíma, fáeinum mánuð- um. Um þetta hefur hann búið til töflur sem og nákvæman lista yfir það hvaða sálrænar þrautir valda t.d. magakrabba og hvaða flækj- ur lungnakrabba. Hamer kveðst einna helst líkj- ast ítalskri móður, sem þarf að leysa öll vandræði í fjölskyld- unni. Og hann heldur því fram að með því að tala við sjúklingana eins og félagi og vinur geti hann leyst hvaða vanda sem er á þrem stundum. Konasemhefurstarfað hjá honum segir, að „lækningin" hafi mestmegnis verið fóigin í því að menn átu saman og sungu. Hamer heldur. því fram, að hann hafi læknað um 50 manns með aðferð sinni - en aðeins sjo hafi látist af sjúklingum hans. Staðreyndir eru þó allt aðrar. Vikuritið Stern sem hefur fylgst með skottulækni þessum veit til þess, að af fimmtíu sjúklingum sem blaðið hefur nöfn á eru að- eins sjö á lífi. Og þessir sjö eru allsekki heilbrigðir, langt því frá. Læknirinn reynir sem best hann má að vísa slfku frá sér. Jú, hann viðurkennir að einhverjir sjúklingar hafi látist. En það er þá vegna þess að þeir voru komn- ir úr hans höndum og aftur til „skólalæknanna" sem hann svo kallar. Eða vegna þess að ekki var með öllu búið að útrýma sál- rænum vanda þeirra. Eða vegna þess að þeir hafi á ný orðið fyrir andlegu áfalli og þar með hafi nýtt krabbamein farið af stað. Stern furðar sig á að Hamer þessum skuli leyft að halda áfram starfsemi sinni - en meðan engin læknasamtök láta til skarar skríða verður ekkert að gert. Og á meðan lifir Hamer á von hinna dauðvona, sem finna til nokkurr- ar hressingar eftír að hann hefur talað vinsamlega við þá og sýnt þeim röntgenmyndir sem eiga að sýna hvernig illkynja æxli skruppu saman t fyrri sjúk- lingum. (Byggt á Stern).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.