Þjóðviljinn - 30.12.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.12.1983, Blaðsíða 15
Föstudagur 30. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUV 1 7.00 Veðurlregnir. Fréttir. Bœn. A virkum degi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Erl- ings Sigurðarsonar trá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurtregnir. Morgunorð - Soffia Eygló Jónsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: 9.20 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00. Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 11.00 „Mér eru fornu minnin kær“. Einar Kirstjánsson frá Flermundarfelli sér um þátt- inn (RÚVAK). 11.30 „Engin eftirmæli". Anna G. Bjarnason les frumsamda smásögu. 11.45 Ljúð eftir Sigurð Skúlason magister. Höfundur les. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. ar. Tónleikar. 14.00 „Brynjólfur Sveinsson biskup" eftir Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm. Gunnar Stefánsson les (4). 14.30 Miðdegistónleikar. Blásarar i Sinfóniu- hljómsveit Vínarborgar leika Divertimento nr. 13 í F-dúr K.253 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 14.45 Nýtt undir nálinni. Hildur Eiríksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sfðdeglstónleikar. Ludwig Streicher og Kammersveitin i Innsbruck leika Konsert í D-dúr fynr kontrabassa og kammersveit eftir Johann Baptist Vanhal; Othmar Costa stj./ Henryk Szeryng og Sinfóníuhljómsveit Lundúna leika Fiðlukonsert nr. 2 í g-moll op. 63 eftir Sergej Prokofjeff; Gennady Roz- destvensky stj. 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Vlð stokkinn. Stjórnendur: Guðlaug María Bjarnadóttir og Margrét Ólafsdóttir. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöidvaka. a. „Óskin", saga eftir Ein- ar H. Kvaran. Rafnhildur Björk Eiríksdóttir les. b. Jólaljóð séra Matthíasar. Úlfar K. Þorsteinson les úr Ijóðmælum séra Matthí- asar Jochumssonar. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.10 Hljómskálamúsik. Guðmundur Gils- son kynnir. 21.40 Vlð aldahvörf. Þáttaröð um brautryðj- endur í grasafræði og garðyrkju á Islandi um aldamótin. IV. þáttur: Stefán Stefánsson. Umsjón: Hrafnhildur Jónsdóttir. Lesari með henni Jóhann Pálsson (RÚVAK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Traðir. Umsjón: Gunnlaugur Vngvi Sig- fússon. 23.15 Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar í Bústaðakirkju kvöldið áður. Stjórnandi: Kurt Lewin. Einieikarar: Þorkell Jóelsson, Laufey Sigurðardóttir, Elisabet Waage og Martial Nardeau. Einsöngvari: Jón Þor- steinsson. a. „Lýrisk svita" fyrir hljómsveit eftir Maurice Karkoff. b. „Andante" fyrir horn og strengjasveit eftir Herbert H. Ágústsson. c. „Fantasía" fyrir picoloflautu og hljómsveit eftir Antonio Vivaldi. e. „Nocfurne" op. 60 fyrir tenórsöngvara og hljómsveit eftir Benj- amin Britten. f. Nokkrir jóla- og áramóta- söngvar. Söngsveitin Fílharmónía leiðir fjöldasöng við undirleik Islensku hljóm- sveitarinnar. - Kynnir: Ásgeir Sigurgests- son. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00 RUV 2 Rás 2 er útvarpað á FM-bylgju, 99,9 mhz, mánudaga-föstudaga kl. 10-12 og 14-18 fyrst um sinn. Meðan dagskráin er á tilraunastigi verður hún ekki gefin út fyrirfram. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Á döflnni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir 21.00 Skonrokk. Umsjónarmaður Edda And- résdóttir. 21.30 íþróttahátið ISl 1980. Kvikmynd um iþróttahátíð Iþróttasambands Islands, sem haldin var á iþróttasvæðinu i Laugardal í Reykjavík sumarið 1980. Á hátiðinni var saman komið íþróttafólk af öllu landinu og keppt var i öllum iþróttagreinum sem iðkað- areru innan vébanda Isl. Framleiðandi: Lif- andi myndir, 22.05 Kóngulóarvetur. (Spider's Web) Ný sakamálamynd frá breska sjónvarpinu gerð eftir sógu Agolhu Chrislie. Leikstjóri Basil Coleman. Aðalhlutverk Penelope Keith ásamt Robert Flemyng, Thorley Walters, David Yelland og Elizabeth Spriggs. Sögu- heljan nyfur þess að gefa imyndunaraflinu lausan tauminn, en gamanið fer að grána þegar hun situr uppi með lik i stofunni og er sjálf grunuð um morðið. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.55 Dsgskrárlok. frá lesendum Fimm og hálfur tími varð að tuttugu Ferðalangur hringdi og sagði sínar farir ekki sléttar. Við vorum að koma frá Banda- ríkjunum á Þorláksdag og að sjálfsögðu með flugi. Gert var ráð fyrir að ferðin taeki SVá klst. en hún tók 20 klst. Við eigum heima í Baltimoor og áttum að mæta þar á flugvell- inum kl. 5. Þegar þangað kom var tilkynnt að flugi yrði frestað til kl. 8.45, og þarna urðurn við að híma þangað tiL Síðan var flogið til Chicago. Á leiðinni þangað var borinn fram matur ýmiss konar og kaffi en maturinn reyndist all- ur harðfrosinn. Engan heyrði ég þó kvarta en ég lét mér nægja kaffið. Enginn hiti var í vélinni og var því líkast sem maður sæti inni í frystiklefa. Það var nú ekki beinlínis álitlegt að vera þarna á ferðinni með 6 mánaða gamalt barn. Þegar til Chicago kom var flug- stöðin að vísu opin, en þangað þurfti að fara með rútu. En þá kom í ljós, að bílar olíufélagsins, sem annast þjónustu á vellinum, voru ekki gangfærir vegna frosta utan þrír, en þeir voru uppteknir við að sinna fólki, sem kom á undan okkur. Engar veitingar var þarna að fá nema te. Loks var komið með heitt kaffi, ég held einhversstaðar utan úr bæ og var það vel þegið. Á leiðinni frá Chicago til Islands var hinsvegar borinn fram heitur matur í vél- inni. Mér finnst þetta nú hálfgerð hrakningasaga og eiginlega væri eðlilegt að gefa afslátt á fargjaldi þegar svona kemur fyrir, þó að vel megi vera að ekki sé maklegt að saka flugfélagið fyrir neitt. En heim erum við þó komin þó að þessir fimm og hálfi klukkutími yrði að tuttugu. Því ekki að opna girðingarhólfið?‘ yy K.G. hringdi: Ekki þarf orðum að því að eyða sem alkunna er, hversu mjög vantar bílastæði í miðbænum svo að þar horfir oft til hreinna vand- ræða. Menn verða að hringla þarna fram og aftur í leit að Syrtir í álinn K. segir, og er fremur svart- sýnn á þessum síðustu og verstu tímum: Góðir landar, okkur er œrinn vandi á höndum. En verst er að granda sjálfum sér, sekur í fjandans böndum. stæði, sem svo kannski aldrei finnst eða þá einhversstaðar úti í buskanum. Hrckkur þá oft ekki tíminn til að ganga þangað, sem reka á erindið, sinna því og arka til baka, án þess að á mann falli stöðumælasekt. Bankar eru með bflastæði fyrir sitt starfsfólk en það eru engin stæði fyrir við- skiptavinina. Horfandi upp á þetta finnst mér það fráleitt að bílastæði al- þingismanna skuli harðlokað þó að þar sé enginn bíllinn og allir alþingismenn í fríi. Væri nú ekki ráð að leyfa mönnum afnot af þessu stæði á meðan þingmenn þurfa ekki á því að halda, í stað þess að láta það standa autt? Ekki hef ég trú á því að þetta ágæta „girðingarhólf* spilltist til mikilla muna þó að mér og mín- um líkum yrði hleypt þar inn. Útvarp kl. 11.00 Slarksöm sjóferð Einar frá Hermundarfelli er á sínum stað í dagskránni með hinn vinsæla þátt sinn „Mér eru fornu minnin kær“. Og nú fáum við að heyra sjóferðarsögu. Haustið 1915 lét erlent hafskip Columbia úr höfn á Akureyri og sigldi vestur um land til Reykja- víkur. Hinn erlendi skipstjóri var ókunnugur þeim höfnum, sem komið skyldi á, og fékk því hinn annálaða skipstjóra og sægarp Sæmund Sæmundsson skipstjóra sér til halds og trausts. Skipið hreppti hið versta veður og varð þetta hin mesta Bjarmalandsför. Sjór reið í sífellu yfir skipið og tók hann mönnum í mitt læri á fyrsta plássi. Má nærri geta um líðan farþega í þesskonar ferðalagi. Allur varningur hristist saman í einn graut og sumt af honum Einar frá Hermundarfelli. skemmdist stórlega. Þessa ævintýralegu sjóferðar- sögu, seni nú verður flutt í þætti Einars, er að finna í Virkum dögum, æviminningum Sæmund- ar skipstjóra sem Guðmundur Óttar Einarsson. Hagalín skráði, og út komu fyrir æði mörgum árum í tveiniur stór- um bindum, ef rétt er munað. - Lesari með Einari er Óttar Ein- arsson. - mhg. skák Karpov að tafli - 259 Kortsnoj náði sér nokkuð á strik í ein- viginu í Baguo þegar hann vann 6. ein- vígisskákina og minnkaði þar með mun- inn niður í tvo vinninga. Síðar hefur Karp- ov sagt að þessi skák hafi haft þau áhrif að Kortsnoj hafi fengið þá ranghugmynd að hann ætti möguleika á sigri í einvíg- inu. Staðreyndin er nefnilega sú að jafnvel þó svo Kortsnoj hafi teflt af mikilli hörku og útsjónarsemi missti Karpov af leið sem hefði fært honum vinnings- stöðu: wm i mkm ■iíb m, i m.m m' ** S A H JL f ip Wt A A I abcdefgh Karpov - Kortsnoj 39. .. Dd5?? (Kortsnoj leikur gróflega af sér og gefur Karpov kost á geysisterkum leik. Karpov er ekki vanur að misnota tækifærin þeg- ar þau bjóðast en hvað gerist?) 40. Rf1?? (Svarar í sömu mynt. Það merkilega við þennan lélega leik er það að Karpov átti u.þ.b. 1/2 klst. aflögu til að ná 40 leikja markinu. Að sjálfsögðu átti Karpov aö leika 40. Re2f! og seinni tíma rannsóknir hafa sýnt að svartur er með allt að því tapað tafl vegna hótunarinnar 41. Rf4.) 40. .. Be4! 41. Bf4 (Hér fór skákin í bið. Blindleikur Korts- nojs var:) 41. .. Bxg2 - og Karpov kaus að gefast upp án þess að tefla frekar. Framhaldið gæti orðið: 42. Re3 Df3 43. Rxg2 He2! eða 43. Dd1 Dxh3 44. Rxg2 Rd4! o.s.frv. Staöan eftir þessa skák: Karpov 4 - Kortsnoj 2 (3:1). bridge Siðasta spil ársins er ekki af verri endanum. Sannkölluð spilamennska: Á43 K10874 65 764 stórmeistara- 98 DG1076 652 ÁK109874 D2 G K52 ÁDG93 G3 ÁK8 D109532 Vestur opnaði i 1 hendi á 3 tíglum og Suður varð sagnhafi í 4 hjörtum. Vestur tók tvo hæstu í tígli og skipti síðan yfir í spaðaníu. Sérðu einhverja leið fyrir Suður í spilinu? Ekki? Mig skal ekki undra það. Það er engin leið... En samt. Suður drap á spaðaás, bað um hjartasjö, Austur henti laufi, drap á gosa heima. Ásinn í hjarta fylgdi á eftir Qg af stakri nákvæmni bað sagnhafi um áttuna í borði. Nú tók sagnhafi á ásinn í laufi, sá gosann koma frá Vestri og lá nú aðeins yfir spilinu. Vissi að Vestur átti 7 tigla, 3 hjörtu, búinn að sýna 1 spaða og 1 lauf. Hvað var 13. spilið? Sagnhafi hitti á það, tók spaðakónginn og Vesturvarmeð. Nú var sviðið sett, Suður spilaði Vestri inn á hjarta (hafði geymt hjartafjarkann í þeim tilgangi) og Vestur átti bara tígul eftir, sem hann spilaði út. Staðan var þá þessi: 4 K104 6 109874 76 5 D93 K8 G10 G1095 Suður sþilaöi hjarta og Vestur lenti inni. Hann spilaði tigli og laufi var kastaö úr blindum, trompað heima og inn í borð á tromp og þau tekin i botn. I þriggja spila endastöðu þegar hjartakóng er sþilað, er Austur í óverjandi „púkapressu", með gosann í spaða og gosa-tíu í laufi. Slétt staðið. Sá einhver vörnina í spilinu? Jabb, henda „háu" hjörtunum í Vestri og geyma tvistinn. En það er nú efni í aðra skáldsögu. Gœtum tungunnar Oft er sagt: að stemma stigu við einhverju. Betra þykir: að stemma stigu fyrir eitthvað (eða einhverju).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.