Þjóðviljinn - 30.12.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. desember 1983 Lára V. Júlíusdóttir lögfrœðingur ASÍ skrifar Atvinnuleysi er ástand sem viö íslendingar höfum slopp- ið við að mestu leyti á undan- förnum árum. Samanborið við nágrannalöndin hefur vart verið hægt að tala hér um atvinnuleysi. Atvinnu- leysi sem verið hefur á ís- landi hef ur fyrst og f remst verið staðbundið og vertíð- arbundið, en ekki stöðugt eins og er víða annars stað- ar. Margt bendir þó til að þetta ástand sé að breytast. Hverjir eiga bótarétt? Samkvæmt lögum um atvinnu- leysistryggingar eiga þeir félagar í stéttarfélögum, sem verða atvinnu- lausir, rétt á bótum úr atvinnuleys- istryggingasjóði. Þó þarf viðkom- andi að uppfylla eftirfarandi skil- yrði: 1. hafa náð 16 ára aldri 2. dvelja hér á landi 3. vera fullgildur félagsmaður í stéttarfélagi 4. hafa á síðustu 12 mánuðum unn- ið samtals a.m.k. 425 dagvinnu- stundir í tryggingarskyldri vinnu 5. sanna með vottorði vinnumiðl- unarskrifstofu að hann hafi ver- ið atvinnulaus 3 eða fleiri heila vinnudaga Ekki er það eitt nægilegt að hafa náð 16 ára aldri til að eiga bótarétt. Hafi maður stundað samfellt vinnu fyrir og eftir að hann náði 16 ára aldri öðlast hann rétt til bóta, ef hann hefur unnið í tryggingar- skyldri vinnu a.m.k. þriðjung til- skilins dagvinnutíma. eftir að hann varð 16 ára. Ella verður vinnufram- lag fyrir lóáraaldurekkimetið. Lögin taka ekki til félagsmanna í samtökum opinberra starfsmanna, lækna, lögfræðinga, endurskoð- enda, verkfræðinga né annarra sambærilegra aðila. Ekki er nauðsynlegt að stéttarfélagið sé meðlimur heildarsamtakanna, og eiga félagsmenn í verkstjórafé- lögum t.d. rétt á atvinnuleysisbót- um. Félagi í stéttarfélagi, sem auk þess að stunda vinnu hjá gjald- skyldum atvinnurekanda stundar sjósókn á eigin fari, á rétt til bóta úr atvinnuleysistryggingasjóði, ef hann óskar þess í skattframtali sínu og gerir örugga grein fyrir tíma- lengd sjósóknar sinnar. Fjárhæö bóta Fjárhæð bóta miðast við unnar Til að öðlast bótarétt verður umsækjandi að láta skrá sig vikulega hjá vinnumiðlun, annars missir hann bótaréttinn Atvinnuleysisbætur — hverjir fá þær? T ekj ur atvinnuley sistr y ggingasj ó<5s: • iðgjöld atvinnurekenda, sem er 1% af útborguðu kaupi fyrir dagvinnu innheimt með skatti • framlag frá sveitarfélögum, sem er jafnhátt framlagi atvinnurekenda til sveitarfélaganna • framlag úr ríkissjóði, sem er tvöfalt hærri fjár- hæð en heildariðgjöld atvinnurekenda • vextir af innistæðufé sjóðsins og verðbréfum. Þessir fá engar atvinnuleysisbætur: • Þeir sem taka þátt í verkfalli eða verkbann tekur til • Þeir sem njóta slysa- og sjúkrapeninga skv. lögum um almannatryggingar • Þeir sem sviptir eru frelsi sínu með dómi • Þeir sem hafa sagt starfí sínu lausu án gildra ástæðna, eða misst af vinnu af ástæðum sem þeir sjálfír eiga sök á, missa hluta bótaréttar • Þeir sem ófærir eru til vinnu af heilsufarsástæð- um • Þeir sem neita starfí sem þeim býðst án gildra ástæðna fyrir synjuninni • Þeir sem stunda vinnu í eigin þágu, sem gefur þeim tekjur eða tekjuígildi er samsvarar 8. taxta V erkamannasambandsins • Þeir sem firrt hafa sig bótarétti með því að hafa reynt að afla sér bóta með því að gefa rangar eða villandi upplýsingar um hagi sína. dagvinnustundir í tryggingar- skyldri vinnu á síöustu 12 mánuð- um. Hámarksbætur greiðast þeim, sem unnið hafa 1700 dagvinnu- stundir eða fleiri. Lágmarksbætur greiðast þegar dagvinnustundir eru 425. Annars greiðast bætur í hlut- falli við dagvinnustundafjölda. Hámarksdagpeningar atvinnu- leysistrygginga jafngilda launum fyrir 8 klukkustunda dagvinnu samkvæmt efsta starfsaldursþrepi 8. launaflokks Verkamannasam- bands íslands. Lágmarksdagpen- ingar eru 1/4 hluti sömu launa. Að auki er bótaþegum sem hafa börn sín yngri en 17 ára á framfæri greitt 4% af framangreindum launum með hverju barni. Vinnuskeröing bætt í 24. gr. laganna er að finna ákvæði um bætur vegna skerðingar vinnu. Beri nauðsyn til að skerða dagvinnutíma starfsmanna vegna samdráttar í starfsemi fyrirtækis skal greiða starfsmönnum þann hluta þeirra atvinnuleysisbóta, sem þeir eiga rétt á, sem svarar til skerðingar dagvinnutímans, enda taki ráðstafanir þessar almennt til starfsmanna fyrirtækisins eða starfsmanna í einstökum greinum starfsemi þess, ef um fleiri en eina er að ræða. Ennfremur segir að hafi umsækj- andi, sem hefur áunnið sér bóta- rétt, auk þess stundað skólanám á síðustu 12 mánuðum í ekki skemmri tíma en 6 mánuði og lokið námi eða einsýnt þykir að hann hafí hætt námi skuli reikna honum 502 dagvinnustundir vegna náms- ins til viðbótar vinnustundum hans að námi loknu. Þetta kemur þá til viðbótar þeim rétti sem skólanem- ar annars kunna að eiga, en hafi þeir unnið a.m.k. 425 dagvinnu- stundir í tryggingarskyldri vinnu á sl. 12 mánuðum og uppfylla að öðru leyti þau skilyrði, sem sett eru í lögunum um bætur, njóta þeir bótaréttar til jafns við aðra. Bótarétt má geyma Áunninn bótarétt er einnig hægt að geyma sér undir ákveðnum kringumstæðum: Sá sem fullnægirskilyrðum bóta- réttar skv. lögunum, en tekur starfi sem ekki er tryggingarskylt skv. lögunum og stundar það allt að 24 mánuðum, heldur að loknu því starfi þeim bótarétti sem hann hafði áunnið sér. Sama gildir um þá sem taka að stunda nám eða heimilisstörf, allt að 24 mánuðum. Ef sá sem hefur áunnið sér rétt til bóta verður að hverfa frá vinnu vegna veikinda, heldur hann þeim bótarétti þegar hann verði vinnu- fær á ný. 180 dagar hámark Til þess að öðlast bótarétt verður umsækjandi að láta skrá sig viku- lega hjá vinnumiðlun, annars miss- ir hann bótaréttinn. Ef viðkomandi getur ekki látið skrá sig vegna veikinda, skal hann láta skrá sig næsta dag, sem honum er unnt, að viðlögðum missi bótaréttar. Sá sem á rétt á bótum fær bætur fyrir þá daga sem hann er atvinnu- laus frá og með fyrsta skráningar- degi. Atvinnuleysisbætur greiðast fyrir alla daga nema laugardaga og sunnudaga. Enginn fær bætur fyrir fleiri en 180 dagar á 12 mánuðum. Félagsgjald undirstaðan Úthlutunarnefnd hefur á hendi úthlutun bótafjár fyrir hvert félag eða félagasamband. Úrskurðar hún um umsóknir, en skrá yfir á- kvarðanir er síðan send Trygging- astofnun, sem sendir nefndinni nægjanlegt fé til greiðslu bóta. Hægt er að áfrýja ágreiningi úthlut- unarnefndar bóta til stjórnar At- vinnuley sistryggingasj óðs. Stjórn Atvinnuleysistrygginga- sjóðs skipa 7 menn, tveir tilnefndir af Alþýðusambandi fslands, einn tilnefndur af Vinnuveitendasam- bandi íslands og fjórir kosnir af sameinuðu Alþingi með hlutfalls- kosningu. Að lokum skal brýnt fyrir launafólki að gæta að því að það sé fullgildir félagsmenn í stéttarfélögum og að atvinnu- rekendur skili félagsgjaldi reglulega þar sem félagsaðild að stéttarfélagi er megin forsenda fyrir rétti til atvinnuleysisbóta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.