Þjóðviljinn - 30.12.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. desember 1983' ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
1983 - Ár at vinnur ekenda
Þjóðviljinn leitaði á dögunum til forráða- þessa menn vörðuðu fyrst og fremst hag fyrir-
manna nokkurra stórfyrirtækja á íslenskan tækja þeirra í lok árs. Þetta eru þeir Sigiirður
mælikvarða og forsvarsmanna kaupmanna í Helgason forstjóri Flugleiða, Erlendur Ein-
landinu. Spurningar sem lagðar voru fyrir arsson forstjóri SÍS, Sigurður Haraldsson
formaður Kaupmannasamtakanna og Páll
Bragi Kristjónsson fjármálastjóri Hafskips.
Svör þeirra fara hér á eftir:
Sigurður Haraldsson
formaður Kaupmannasamtakanna:
Afkoma versl-
unarinnar góð
„Það er ekkert grín að gera grein
fyrir stöðu verslunarinnar nú á
þessum tíma þegar reikningsyfirlit
liggja ekki fyrir. Það gefur hinsveg-
ar auga leið að þegar tekist hefur að
halda verðlagi stöðugu og jafn-
framt lækka vexti að þá styrkist
hagur verslunarinnar. Hér á árum
áður þurftu kaupmenn oft á tíðum
að taka á sig gengisfellingar upp á
tugi prósenta og það gat reynst dýrt
spaug ef verðhækkanir fengust
ekki á móti,“ sagði Sigurður Har-
aldsson formaður Kaupmanna-
samtakanna sem jafnframt rekur
verslunina Elfur þegar Þjóðviljinn
ræddi við hann um stöðu versiun-
arinnar við áramót.
„Það kom okkur nokkuð á óvart
og hefur reyndar allt að því bjargað
við mörgum greinum verslunarinn-
ar hversu mikil verslun var yfir jól-
in, hún stórjókst frá því sem var í
fyrra, jafnvel þó svo menn tali nú
um minni kaupmátt. Tilkoma
greiðslukortanna þarf ekki að vera
skýringin þar sem hlutur þeirra í
versluninni var tiltölulega lítill,
eitthvað um 15%, þó svo maður
hafi heyrt um allt að 30% hlut-
deild.“
Mikil fjárfesting er í verslunar-
húsnæði. Bendir þetta ekki til þess
að staða verslunarinnar sé mjög
góð?
„Eg er ekki viss um að útþensla á
því sviði sé af þvf góða. í mörgum
tilvikum er hér um að ræða til-
færslu á fjármunum. Ég nefni
Miklagarð sem dæmi. Maður
heyrir oft talað um Hús verslunar-
innar sem dæmi um gróðann, en
hafa verður í huga að þarna leggja
fjölmargir aðilar saman, og ekki
aðeins þeir sem standa í beinum
verslunarrekstri."
Þrjú ár eru síðan myntbreyting
tók gildi, og því löngum haldið
fram að kaupmenn hefðu grætt
stórkostlega á breytingunni. Hvert
er þitt álit á þeim fullyrðingum?
„Ég kannast ekki við það í mín-
um verslunarrekstri að myntbreyt-
ingin hafi orðið þess valdandi að
við færum að græða einhver ósköp.
Ég geri hinsvegar ráð fyrir því að
þeir kaupmenn hafi fundist sem
laumuðu ýmiss konar smávöru upp
í verð sem ekki var í neinu sam-
ræmi við almennar verðhækkanir.
Þetta mál snertir raunar það sem
við kaupmenn verðum varir við á
hverjum degi: fólk hefur ekkert
verðskyn lengur. Jafnvel þó svo að
það sé allt að því helmingsverð-
munur á sömu vörutegund þá tekur
fólk ekki eftir þvf. Þannig hefur
verðbólguþjóðfélagið leikið okk-
ur. Að því viðbættu að fólk treystir
um of á verðlagseftirlitið í landinu
sem verður býsna vanmáttugt þeg-
ar verðbólgan æðir áfram.“
Sigurður Haraldsson formaður
Kaupmannasamtakanna: Verslun-
in stórjókst yfir jólin.
Hver er hugur ykkar kaup-
manna til þeirrar ríkisstjórnar sem
nú situr að völdum?
„Nú ertu að leggja gildru fyrir;
mig. Ég ætla ekki að skrifa uppáj
víxil fyrir þessa ríkisstjórn. Stund-
um kemur það nú fyrir að við kaup-
menn fáum stuðning úr óvæntustu
áttum talsvert umfram það sem við
megum búast við frá þeim sem við
ætlum að séu okkur vinveittir. En
þegar allt er saman tekið þá held ég
að kaupmannastéttin þurfi ekki að
örvænta þegar litið er fram á veg-
inn, til næsta árs. Svo framarlega
sem það verði ekki stórkostlegur
aflabrestur og almennur samdrátt-
ur í þjóðfélaginu öllu, þá er ástæða
til bjartsýni tel ég. Ég þakka bætt-
an hag verslunarinnar því, að tekist
hefur að ná verðbólgunni niður.“
- hól.
Erlendur Einarsson forstjóri SÍS:
Útflutningsgreinar
hafa spjarað sig
„Þó ýmsar blikur séu á lofti í
þjóðlífinu, þá held ég megi segja að
staða SÍS í árslok sé nokkuð góð.
Við höfum náð allverulegum ár-
angri í ýmsum útfiutningsgreinum.
Ef ég tek t.d. fyrstu 10 mánuði árs-
ins þá varð aukning í sölu fiskaf-
urðadeildar Sambandsins til
Bandaríkjanna um 26% og þakka
ég það kraftmikilli sölustarfsemi
vestan hafs. Þá varð einnig talsverð
magnaukning á útflutningi fiska-
furða til Bretlands. A öðrum svið-
um hefur orðið samdráttur og við
höfum orðið að bregðast þannig
við í sumum tiivikum með því að
fækka starfsfólki. Það hefur þó
ekki orðið nein veruleg fækkun á
mannskap hjá Sambandinu á þessu
ári; þó fækkað hafi verið í einni
deild er aukið við mannahaid í ann-
arri,“ sagði Erlendur Einarsson
forstjóri SÍS þegar Þjóðviljinn
ræddi við hann um stöðu Sam-
bandsins við áramót. Líkt og hjá
öðrum viðmælendum blaðsins gat
Erlendur ekki tíundað cinstaka
rekstraliði nákvæmlega. Arsupp-
gjör liggur ekki fyrirfyrr en þegar
nokkuð er liðið á næsta ár.
Hvernig virkuðu aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar á rekstur SÍS?
„Aðgerðir ríkisstjórnarinnar frá
því í vor, hvað varðar launaá-
kvæðin hafa sjálfsagt gert eitthvað
til að rétta við hag Sambandsins, en
ég tel þó meira um vert að með
lækkun vaxta og stöðugu gengi hef-
Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða:
Hagnaður af
rekstrinum
i ar
,JÉg á fastlega von á því að rekst-
ur Flugleiða á árinu 1983 verði hag-
stæður. Því þakka ég ýmsum þátt-
um í efnahagsbúskap okkar sem
reynst hafa hagstæðir. Olíuverð
hefur lækkað um 15% frá því sem
var í fyrra, fjárhagskostnaður hef-
ur stórlækkað, og vaxtakjör hafa
reynst viðráðanlegri en mörg und-
anfarin ár. Þá hefur gengið vel á
nokkrum flugleiðum í millilanda-
fluginu,“ sagði Sigurður Helgason
forstjóri Flugleiða í samtali við
Þjóðviljann.
Það er einkum Ameríkurútan
sem er farin að skila sér aftur og
taldi Sigurður að stefnubreytingar
sem gerðar hefðu verið í Ameríku-
fluginu yllu því. „New-York-flugið
hefur nokkurn veginn staðið í stað,
en við höfum hinsvegar haslað
okkur völl á flugleiðum þar sem
samkeppnin er ekki jafn hörð.
Þetta er flug til Chicago og Baltim-
ore og reynslan af flugi þangað gef-
ur okkur tilefni til þess að reyna
nýja flugleið Luxemburg - Baltim-
ore,“ sagði Sigurður. Hann bætti
því við að 40 þús. fleiri farþegar
hefðu verið í Ameríkufluginu nú í
ár frá því sem var í fyrra.
Rekstrarlega séð var árið 1982
nálægt því að vera í járnum en
Cargolux-málið varð til þess að
rekstrarhallinn varð um 60 miljón-
ir.
Tap á
innanlandsfluginu
Þrátt fyrir að Flugleiðir hafi
fengið verðhækkanir á gjaldskrám
í innanlandsflugi langt umfram al-
mennar launahækkanir er innan-
landsflugið rekið með halla. „Svo
virðist sem fólk taki bflinn umfram
flugið í mun fleiri tilvikum en áður.
Bágur efnahagur gerir þetta að
verkum og hann kemur líka fram í
því að fólk ferðast minna. í fyrsta
sinn í langan tíma höfum við fengið
fram hækkanir í samræmi við
aukinn tilkostnað og það hefur
orðið til þess að þrátt fyrir allt hef-
ur innanlandsflugið gengið betur
en undanfarin ár,“ sagði Sigurður.
Endurnýjun
flugvélaflotans
Nýlega undi'rrituðu Flugleiða-
menn leigusamning á tveim DC-8
vélum sem notaðar verða í milli-
landafluginu á næsta ári. Raddir
hafa heyrst um að endurnýjun flug-
vélaflotans stæði fyrir dyrum og
kæmi sú endurnýjun til fram-
kvæmda þegar á næsta ári. Sigurð-
ur sagði að verið væri að kanna
þessi mál en ekkert hefði verið
ákveðið með flugvélakaup þó
skoðaðar hefðu verið vélar til nota
í millilandaflugi jafnt sem innan-
landsflugi. „Ég á ekki von á að árið
1984 verði ár mikilla breytinga hjá
Flugleiðum. Það stendur ekki til að
opna neina nýja skrifstofu og
starfsmönnum verður ekki fjölgað.
Þeir eru nú um 1100 talsins, en
voru flestir um 1600.“ _
Sigurður Helgason forstjóri Flug-
leiða: Minni fjármagnskostnaður,
lækkun olíunnar og bætt staða
Ameríku-flugsins hefur styrkt
stöðu Flugleiða verulega.
Erlendur Einarsson forstjóri Sam-
bandsins: Nokkur fækkun á starfs-
liði hjá SÍS.
ur fjármagnskostnaður minnkað
verulega. Launakostnaður á þessu
ári, að starfsmönnum verksmiðj-
anna slepptum, er 57,8% hærri
heldur en á árinu 1982.“
Nú starfa hjá ykkur, einkum í
verksmiðjunum, stórir hópar lág-
launafólks. Hvernig er atvinnuör-
yggi þessa fólks háttað nú þegar
kreppueinkennin hafa gert vart við
sig?
„Hvað varðar lágu launin þá vil
ég benda á að í verksmiðjum er
unnið eftir launahvetjandi kerfi
sem gerir það að verkum að launin
eru oft langt umfram það sem
samningar segja til um. Mér sýnist
atvinnuöryggið vera meira en hjá
mörgum aðilum þó svo við höfum
orðið að gera skipulagsbreytingar
sem hafa þýtt fækkun starfsfólks.
Atvinnuöryggið er auðvitað best í
þeim deildum þar sem vel gengur.
Þannig hefur skinnaiðnaðurinn
gengið vel, við höfum getað sýnt
fram á 40% aukningu í framleiðslu
á Mokkakápum og reyndar hefur
aukning verið veruleg í þeim grein-
um sem stunda útflutning. Staða
fataiðnaðarins á innlendum mark-
aði er hinsvegar heldur bágborin
hjá okkur, en við höfum fylgt þeirri
stefnu hingað til að láta fram-
leiðslugreinarnar ganga með ein-
um eða öðrum hætti.“
Hvernig horfir árið 1984 við
Sambandsmönnum?
„Ég get nú ekki verið mjög bjart-
sýnn. Gengi þjóðarbúsins veltur á
þeim fjölda fiska sem við drögum
úr sjó og ef marka má spár manna
um vetrarvertíðina þá sýnist mér
ástandið vera harla alvarlegt. Hvað
Sambandið áhrærir höldum við
áfram á okkar braut, reynum að
gera okkar besta.“ _ j^j
Hafskip hf.:
Reksturinn skilar sér drjúgum
„Það er auðvitað alltaf erfitt að
gefa nákvæma skýrslu um stöðu
fyrirtækisins við áramót þegar árs-
uppgjör liggur ekki fyrir, en okkur
hjá Hafskip þykir sýnt að árið 1983
verði ekki lakara en síðasta ár sem
var eitt hið besta í sögu félagsins, en
þá var rekstrarafgangur um fjórar
miljónir,“ sagði Páll Bragi Krist-
jónsson fjármálastjóri Hafskips um
stöðu fyrirtækisins við áramót.
Páll sagði að við gerð rekstrará-
ætlunar fyrir þetta ár hefði verið
gengið út frá spám um almennan
samdrátt í viðskiptum; þegar í upp-
hafi árs þótti mönnum sýnt að inn-
flutningur yrði heldur minni, en út-
flutningur með svipuðum hætti.
„Það hefur ekkert í rekstrinum
beinlínis komið okkur á óvart og
sumir rekstrarliðir hafa verið mun
hagstæðari en oft áður. Ég minni á
lækkun olíukostnaðar, vaxtalækk-
un og stöðugt gengi. Á móti því
hversu bandaríkjadollar hefur
reynst sterkur, þvert ofan í spá-
dóma manna, hefur slaknað nokk-
uð á Evrópugjaldmiðlunum. Ytri
aðstæður hafa semsagt hjálpað til í
rekstrinum.
Launakostnaður hefur verið í
mjög svipuðu hlutfalli og áður. Við
höfum verið að færa út kvíarnar á
þessu ári, opnað skrifstofur í New
York, Kaupmannahöfn, Hamborg
og Ipswich. Þá hefur einu skipi
fjölgað í flotanum sem þýðir 13
manna fasta áhöfn. Við höfum náð
að lækka milliliðakostnað um tug-
miljónir þannig að þegar allt er
samanlagt þá hljóta menn að áætla
að rekstur Hafskips skili sér drjúg-
um,“ sagði Páll Bragi að endingu.
- hól.