Þjóðviljinn - 30.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNÍ Föstudagur 30. desember 1983
Viðtal við
Jón Orm Halldórsson hjá
Hjálparstofnun kirkjunnar
Hjálparstofnun kirkjunnar á
íslandi er þekkt viða um
heim fyrir að fylgja vel eftir í
verkefnum sínum og fyrir
gott dreifingarkerfi, sagði
Jón Ormur Halldórsson hjá
Hjálparstofnun kirkjunnar í
viðtali við Þjóðviljann um
verkefni á vegum Hjálpar-
stofnunarinnar, en Jón
Ormur er nýkominn f rá Pól-
landi og á förum til Eþíópíu
á vegum Hjálparstofnunar-
innar. Við spurðum Jón
Orm fyrst um Póllandsferð-
ina.
- Þetta var tíu daga ferð, sem
við Sigurjón Heiðarsson fórum í.
Við tókum á móti farmi að
heiman í Gdansk, gengum frá
pappírsvinnu og þess háttar og
fylgdum síðan farminum eftir til
dreifingarstöðvar í Varsjá og
skiptingu hans á vörubíla til dreif-
ingar í Póllandi. Hér var um að
ræða 60 tonn af síld og á fimmta
tonn af fatnaði ýmiss konar.
- íslenska síldin hefur fallið
Pólverjum einkar vel í geð og hún
er hentug til dreifingar. Og þar-
sem Hjálparstofnun kirkjunnar
hefur fengið á sig gott orð fyrir að
vanda vel til dreifingar og fylgja
- Varla er hægt að snúa sér við
sem útlendingur öðruvísi en
verða beðinn um að skipta er-
lendum gjaldeyri og það á tíföldu
skráðu gengi. Þessi svartamark-
aðsverslun fer ekkert dult heldur
gerist hún fyrir opnum tjöldum.
Og þegar við komum í banka til
að skipta gjaldeyri, hváði bank-
astarfsmaðurinn og ætlaði ekki
að trúa sínum eigin eyrum.
- Ég varð því lítið var við Soli-
darnosc. í Gdansk stóð fólk með
blaðabunka, en undir bunkanum
voru dreifibréf sem vegfarandur
fengu. Mig minnir þetta hafi ver-
ið sama dag og Walesa voru af-
hent friðarverðlaun Nóbels. Við
komum að Lenin skipasmíða-
stöðvunum, en þeim var lokað og
gætt einsog um herstöð væri að
ræða.
Sósíalistar
gegn ríkisstjórninni
.- Mikið bar á lögreglu og her
þarsem við fórum. Þegar við fór-
um um iðnaðarhéraðið Nova
Huta urðum við varir við mikla
leit og vegfarendur voru stöðvað-
ir og leitað í bílunum. Yfirleitt
sluppum við í gegn, þarsem við
vorum á bíl með útlendu númeri
en landsmenn urðu svo sannar-
lega fyrir barðinu á þessu eftirliti.
Besta þróunarhjálpin
er réttlátt efnahagsketfi
Jón Ormur með Pólverjum á dreifingarstöðinni í Varsjá. (Ijósmynd
Sigurjón Heiðarsson).
sendingum sínum vel eftir, þá
höfum við fengið verkefni frá
Alkirkjuráðinu af þessum toga.
Farmurinn er keyptur í gegnum
Alkirkjuráðið af íslenskum fram-
leiðendum, sem fá greitt í er-
lendum gjaldeyri og við sjáum
um og kostum dreifinguna.
- Sendingar okkar til Póllands
hafa veríð til kaþólsku kirkjunn-
ar, mótmælendakirkna og lítils
háttar í gegnum stjórnvöld í
landinu. Einsog áður sagði fylgd-
um við sendingunni til Varsjár
þarsem farminum var deilt á
vörubíla og innsiglaður. Vörubíl-
arnir fara síðan með varninginn í
kirkjur í fátækrahverfunum, til
elliheimila og víðar þar sem þörf-
in er mikil
Þjóðinni
skipt í tvennt
- Ástandið í landinu er skelfi-
legt. Mest rann manni til rifja sú
persónulega niðurlæging sem
fólk virðist búa við. Fólki er sagt
að það búi við sósíalisma sem sé
réttlátari og betri en kapitalism-
inn. En hins vegar er svo komið
að dollarinn virðist ráða lögum
og lofum í daglegri verslun.
- í búðunum innlendu er áber-
andi vöruskortur. Hins vegar úir
og grúir af dollarabúðum við allar
verslunargötur og á hótelunum.
Þar getur fólk einna helst keypt
það sem við köllum nauðsynja-
vörur, einsog t.d. kaffi og sykur.
Þar fást einnig lúxusvörur sem
sumir virðast hafa efni á að
kaupa. Algengt er að sjá langar
biðraðir fyrir utan verslanir bæði
þær sem taka við innlendum
gjaldeyri og dollarabúðirnar.
- Þetta hlýtur að vera afskap-
lega niðurlægjandi fyrir fólk. í
rauninni er verið að skipta þjóð-
ini í tvennt; þá sem geta keypt
fyrir erlendan gjaldeyri og hina
sem verða að notast við innlenda
gjaldeyrinn.
- Óánægjan með ástandið og
vonleysið var alls staðar áber-
andi. Ekki get ég ímyndað mér
annað en flestir séu í andstöðu
við ríkisvaldið. Við hittum t.d.
mann sem sagðist vera sósíálisti
og kristinn maður, og einmitt
þess vegna berðist hann af alefli
gegn ríkisstjórninni.
- Næsta sending til Póllands
verður í marsmánuði og verður
hún hliðstæð sendingunni í des-
ember.
Sinnuleysi
íslenskra stjórnvalda
- Hjálparstofnun kirkjunnar
mun vera eina stofnun meðal
hliðstæðra á Norðurlöndum, sem
nýtur ekki neinna styrkja frá
stjórnvöldum. Algengt er að
80% rekstrar sé kostaðir af við-
komandi ríkisstjórnum. Hér á
landi er semsagt enginn styrkur
til stofnunarinnar. Og það sem
lakara er, að þróunaraðstoðin er
að minnka. Þróunarsamvinnu-
stofnun íslands fær nú samkvæmt
fjárlögum á næsta ári sömu
krónutölu og á árinu sem er að
líða. Þannig fer aðstoðin í raun og
veru minnkandi og það er í engu
samræmi við þær þarfir sem eru
fyrir hendi.
- Hjálparstofnun kirkjunnar
hefur hleypt þessari skreiðar-
töfluframleiðslu af stokkunum af
eigin rammleik og rekur þetta
uppá eigin spýtur. Um 250 þús-
und skreiðartöflur eru þegar
komnar áleiðis til Eþíópíu.
Reyndar hefur aðeins frést af lít-
illi prufusendingu og lofa við-
brögðin góðu. Að vísu er við það
vandamál að etja að á þurrka-
svæðunum er ekkert vatn né eldi-
viður til að sjóða töflurnar en þær
koma vonandi að gagni samt
þarna.
- Við höfum einnig sent lýsi til
Eþíópíu, en A-vítamínskortur
segir alvarlega- til sín þar. Það
þarf ótrúlega lítinn skammt til að
koma í veg fyrir lífstíðarblindu og
lýsið er ríkt af A-vítamínum.
- í Eþíópíu starfar Haraldur
Ólafsson og hefur gert í ein 15 ár.
Hann er þarna á vegum hjálpar-
stofnunar norsku kirkjunnar og
er öllum hnútum kunnugur.
Hann hefur hingað til séð um
dreifingu fyrir okkur en það er
einna mikilvægast við slíka hjálp.
Og nú í janúarmánuði munum
við fara til Eþíópíu tveir frá
Hjálparstofnún kirkjunnar og
kynnast þessu af eigin raun. Við
munum þar taka þátt í dreifingu
matvælasendinganna frá okkur
og kynna okkur staðháttu og
reynsluna af skreiðartöflunum.
- Hjálparstofnuninni berast
beiðnir í tugavís. Þannig bárust 5
beiðnir í morgun. Við getum
sinnt minnstu af þessu og reynum
þess í stað að einbeita okkur að
fáum stöðum, -og fylgjum hjálp-
ini eftir. Okkur hefur borist
beiðni frá 24 Afrfkulöndum, 4
Mið- og Suður-Ameríkulöndum,
nokkrum Asíulöndum og Por-
túgal og Póllandi í Evrópu. Við
höfum á þessu ári aðallega sinnt
Eþíópíu, Súdan og Póllandi og
munum halda áfram á næsta ári í
þessum löndum - máske bæta
einu við.
- Þá er einnig áformað að
senda íslendinga út til að sinna
starfinu í auknum mæli. Nú verð-
ur vonandi einn maður á okkar
vegum við vatnsboranir í Uganda
á næsta ári, annar er á leiðinni til
Kína þarsem hann hefur verið
áður til að sinna fiskeldi. Þá
munu tveir menn fara til Eþíópíu
til að kenna fiskveiðar og tveir
eru nú í Súdan og verða þar
eitthvað áfram. Þeir sinna verk-
efnum sem við gerum í samvinnu
við Alkirkjuráðið og Lútherska
heimssambandið.
Getum mikið gert
- Það er mikill kostur, að við
íslendingar eigum á að skipa fólki
sem hefur reynslu og menntun
sem kemur mjög til góða í hinum
fátækari löndum. Menn þurfa
ekki að vera hámenntaðir í
skólum til slíkra verkefna. Hér er
um að ræða fagmenn við boranir,
fiskveiðar og ýmislegt sem ís-
lendingar hafa þróað í sínum at-
vinnuháttum og innbyggjarar í
viðkomandi löndum þekkja ekki.
Víða eru ónýttir landkostir og
möguleikar til að draga fram
h'fið. Það er því mikilvægara að
aðstoða þjóðirnar til að afla sér
sjálfar matbjargar, í stað þess að
stunda matarsendingar svo árum
skiptir. Þær eru algert neyðarúr-
ræði. Við munum því leggja
aukna áherslu á þennan þátt
hjálparstarfsins í framtíðinni.
- En samt sem áður held ég að
orsök vandans sé fyrst og fremst
óhugnanlega óréttlátt efnahags-
kerfi í heiminum. Kerfi sem býð-
ur uppá að lítill hluti heimsins lifi
í alsnægtum og rúmlega það á
meðan meirihluti mannkynsins
býr við og undir hungurmörkum.
Misskipting heimsins gæða er
undirrót vandans og ný efnahags-
skipan sem deilir gæðum jarðar-
innar þannig á milli mannsins
barna að allir fái nóg er áreiðan-
lega besta þróunarhjálpin, sagði
Jón Ormur Halldórsson að lok-
um. - óg