Þjóðviljinn - 05.01.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.01.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN'Fiimntudagur 5. janúar 1984 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviijans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson. Útllt og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Hin nýja fátœkt Stefna ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar felst í því aö láta almenning greiða niður verðbólguna og þegar kemur fram á þetta ár hafa launamenn lagt fram þriðjung launa sinna í þann herkostnað. Sjálfsagt kemst stór hópur manna ekki á vonarvöl þó að þannig sé gengið á launin, en sá hópur er einnig stór sem finnur nú fyrir fátækt í fyrsta sinn. Sú leiftursókn sem ríkis- stjórnin stendur fyrir miðar að því að brjota niður stolt og sjálfsvirðingu verkafólks, fylla það vonleysi og víli, þannig að allur dugur verði úr því til þess að standa á rétti sínum til mannsæmandi lífskjara. Þjóðviljinn birti í gær bréf frá einstæðri móður úr kennarastétt, sem er með tvö skólabörn á framfæri sínu. Það er sannur vitnisburður um það ástand sem stjórnarstefnan hefur framkallað. Þrátt fyrir ýtrustu útsjónarsemi verður þessi kona að neita sér og börnum sínum um það sem síðustu áratugi hefur þótt heyra til sjálfsögðum mannréttindum á Islandi. Það er ekki lengur sjálfsagður hlutur að fjölskyldur á íslandi geti klætt sig, fætt og kynt híbýli sín, hvað þá að þær geti tekið þátt í menningarlífi. Það er sá veruleiki sem bréf hinnar einstæðu móður birtir okkur. „Þegar ég legg þessa reikninga saman ásamt matar- reikninga, vantar mig nokkur þúsund krónur uppá. Ég er allan mánuðinn að bíða eftir næstu mánaðamótum í von um að þá komi færri eða lægri reikningar, og þá verði hægt að borga einhverjar smáskuldir, t.d. lán af afmælispeningum barnanna, eða lán úr flöskusjóði heimilisins,“ segir m.a. í bréfinu. ...,,Ég á ekki bíl, og hef oft ekki efni á að kaupa strætisvagnakort. Ég hef ekki lengur efni á að fara í leikhús eða bíó, hvað þá annan lúxus, sem ætti ekki að þurfa að vera lúxus. Það ættu að vera sjálfsögð mannréttindi fyrir hvern og einn, fyrir utan mat og húsaskjól, (sem ekki þykir lengur sjálfsagður hlutur), að geta fylgst með því sem er að gerast í menningarlífi borgarinnar. Hvernig er með sumarfrí? Er það sjalfsagt og eðlilegt að geta ekki boðið börnum sínum í smá sumarfrí?“, spyr bréfritari. Hún spyr einnig hvort ráðamenn viti hvað þeir eru að fara framá við almenning í landinu. Þeir eru að fara fram á að láglaunafjölskyldur borði enn minni og einhæfari mat, noti minna rafmagn og minna af heitu vatni til ljósa og hita í húsakynnum sínum og sleppi fata- kaupum. Móðirin einstæða neitar þessum ráðleggingum ríkis- stjórnarinnar um sparnaðarleiðir: „A meðan ég vinn fullan vinnudag á ég rétt á að geta veitt mér og börnum mínum nægan og hollan mat, hlýtt húsaskjol og hlýjan fatnað, ásamt því að leyfa þeim að kynnast svolitlu af því sem er að gerast í menningarlífi borgarinnar. Þá á ég við að geta boðið þeim í bíó eða leikhús endrum og eins, og síðast en ekki síst að geta leyft mér að vera stund og stund með börnum mínum, án þess að vera með samviskubit yfir því að vera ekki að vinna fyrir peningum. Ég veit að það er hægt að spara með ýmsu öðru móti en að lækka laun almennings. Ég hef líka augu og sé að það eru ýmsir hópar í þjóðfélaginu sem hafa miklu meira en nóg fyrir sig. Það hljóta allir að sjá sem ekki hafa bundið fyrir augun. Einstæðir foreldrar og börn þeirra hafa fullan tilverurétt, og ef ekki verður bundinn endir á þessa eymd og lítillækkun, þá þori ég ekki að hugsa um framhaldið, og hvernig árið ’84 verður hjá okkur láglaunafólki.“ Með bundið fyrir augun hefur núverandi ríkisstjorn framkallað gróða hjá einkarekstrinum í landinu og fá- tækt hjá lægstu tekjuhópunum í landinu. Þar á milli er beint samband og á sama tíma og ráðherrar þrýsta almenningi niður fyrir fátæktarmörkin spara þeir fyrir ríkið með kaupum á Blazer-jeppum. - ekh klippt Brements sendiherra við aðmírálaskiptin á hervellinum í Keflavík sl. sumar. Brements er fyrsti stjórnmálamaðurinn í sendiherraembætti hérlendis. Enginn bandarískur sendiherra hefur haft meiri afskipti af innanríkismálum Islands og enginn sendiherra hefur haft jafn mikil áhrif á íslenska ráðamenn. En það hafa heldur aldrei jafn margir ráðherrar setið í einu, jafn áhrifagjarnir gagnvart Bandaríkjaher og þeir sem nú sitja. í baksýn er AVACS ratsjárvél sem Halldór Asgríms- son er ekki ennþá orðinn ráðherra yfir. (Ljósmynd: Leifur). Halldór Ásgrímsson og herinn Mikla athygli vakti á dögunum er Halldór Asgrímsson sjávarút- vegsráðherra lýsti yfir þeirri skoðun sinni hjá sjómannasam- tökunum að Landhelgisgæslan ætti ekki að kaupa björgunar- þyrlur, heldur ætti hún að fá af- not af þyrlum herliðsins á Kefla- víkurvelli. Þegar Þjóðviljinn spurði ráðherrann hvort hann teldi að hugmyndin fæli í sér að herinn tæki yfir starfsemi sem Landhelg- isgæslan hefði hingað til haft með höndum, svaraði ráðherrann af- dráttarlaust neitandi. Hins vegar er ekki kunnugt um að það svar hafi sannfært nokkurn mann. Ljóst er að kostnaður og verð tækjanna er óheyrilega hátt, og það er ekki um það að ræða neins konar þjóðnýtingu einsog mætti skilja af sumum svörum ráðherr- ans. Steingrímur og Brements Það kom enda í ljós, að Hall- dór varaformaður Framsóknar- flokksins var heldur ekki að höndla uppá eigin spýtur, né varpa fram hugmynd sem kallast mætti „orginal“. Steingrímur for- sætisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins hafði nefnilega sjálfur farið af stað með þessa hugmynd, skrifað Brements sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi bréf þarsem imprað er á hugmyndinni og rætt við hann persónulega. Forsætisráðherra hefur ekki upplýst frekar um efn- isinnihald þessa bréfs né frá við- brögðum sendiherrans. Forsætis- ráðherra hefur sagt við Morgun- blaðið: „Það er alltaf spurningin hvort Atlantshafsbandalagið leggur til tækin og íslendingar sjá um reksturinn“. Það er með öðrum orðum ver- ið að ræða þessa hugmynd á grundvelli þess að ísland á illu heilli aðild að Nató. Það er einkar athyglisvert í því sambandi hve bandaríski sendiherrann er kom- inn í sérkennilega valdastöðu. Þegar forsætisráðherra íslands vill tala við Nató, ræðir hann við bandaríska sendiherrann. Brem- ents sendiherra er fyrst og fremst pólitíkus hér á landi - og sem slík- ur næta öflugur. Ekki síst vegna þess hve hnjáliðamýktin er mikil meðal málvina hans úr Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokki. En hugmyndin var semsagt ekki í upphafi Halldórs, heldur er hún frá þeim Steingrími og Brem- ents komin. Þórarinn varar við Það er alveg óhætt að hafa leiðara Þórarins Þórarinssonar sem hér var tilvitnað í gær, í huga þegar þessi hugmynd Framsókn- arleiðtoganna ber á góma. „Þá er mikil hætta á að farið verði um of að leita aðstoðar erlendra aðila á einn eða annan hátt, skrifaði Þór- arinn. Og „það getur verið frcistandi ef slík aðstoð stendur til boða“, segir Þórarinn Halldóri og Steingrími til varnaðar. „Ég vil ekki hugsa... “ Hætt er við að þeir kumpánar lesi ekki Tímann og allavega bendir fátt til að þeir skilji þau örfáu spaklegu orð sem þar kunna að standa. Halldór Ásgrímsson svarar spurningu Morgunblaðsins um það hvort íslendingar eigi að taka að sér þau hernaðarverkefni sem björgunarþyrlurnar á herstöðinni í Keflavík hafa hingað til haft á sinni könnu, með þessum hætti: „Ég vil ekki hugsa málið út frá því“. Og bætir því við að hann sé ekki svo svartsýnn að álíta að það geti komið til styrjaldar. Og nú er að kynna sér málin Geir Hallgrímsson utanríkis- ráðherra er í vandræðum þegar Framsóknarleiðtogarnir ganga svona á undan honum til Nató og bandaríska hersins. Þegar Mogg- inn spyr hann álits segir Geir: „Eg hef ekki kynnt mér málið það vel að ég geti kveðið upp úr með það, en mér finnst sjálfsagt að kanna málið“. Það var og. Morgunblaðið hefur vit fyrir ríkisstjórninni í leiðara Morgunblaðsins sem fjallað hefur nokkuð ýtarlega í fréttum um þetta mál, segir í gær að margt mæli á móti tillögum sjávarútvegsráðherra og forsætis- ráðherra. Þetta segir Morgun- blaðið eftir að hafa kannað mál- in. Það segir að tillögur þeirra Framsóknarmanna séu „ekki leiðin til að losa um tengslin“ við herinn, en einmitt það höfðu þeir Halldór gefið í skyn. í öðru Iagi segir Morgunblaðið, að það myndi draga úr björgunar- og ör- yggisþjónustu á íslandi ef sjálf- stæð starfsemi Landhelgisgæsl- unnar legðist niður. Og í þriðja lagi segir Mogginn að það sé ekki rétta leiðin að Landhelgisgæslan verði með einum eða öðrum hætti hluti af bandaríska hernum (,,varnarliðinu“), „miklu brýnna er að styrkja sjálfstæða stöðu Landhelgisgæslunnar á sem flest- um sviðum“. Segir sitt Það segir sitt um ríkisstjórnina að Morgunblaðið geti haft vit fyrir henni. Og það eru dapurleg örlög fyrir stjórnmálaflokk sem átti rætur í ungmennafélagshreyf- ingu og þjóölegri vakningu, að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið skemur á brautinni vestur um haf. Hitt er og sérstakt umhugsuna- refni, að Brements sendiherra Bandaríkjanna skuli líka vera með puttana oní Landhelgis- gæslu íslendinga. Og hversu sjálfstæð er sú þjóð, sem vill af- henda hernaðarbandalagi brýn- ustu öryggismál sjómanna sinna? -óg og skoriÖ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.