Þjóðviljinn - 05.01.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.01.1984, Blaðsíða 16
uODViuiNN Fimmtudagur 5. janúar 1984 Aðalsími Þjóðviljans er 61333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra startsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn Aóalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öil kvöld. 81333 81348 81663 Jóhanna Kristjónsdóttir formaður Félags einstœðra foreldra „Afkoma einstæðra mæðra aldrei verið eins slæm og nú“ „Við hjá Félagi einstæðra foreldra höfum orðið vör við erfíðleika einstæðra foreldra, einkum mæðra, í vaxandi mæli. Þá bendir útkom- an hjá Mæðrastyrksnefnd nú fyrir jólin, til hins sama, það er sorgleg staðreynd“, sagði Jóhanna Kristjónsdóttir formaður Félags ein- stæðra foreldra í samtali við Þjóðviljann í gærdag. Félagið er að hefja könnun á vinnuálagi einstæðra foreldra. GuðmundurÁrnason framkvœmdastjóri Kennarasambands Islands: „Ég þekki fleiri svipuð dæmi“ Þolinmœði kennara almennt á þrotum „Þessi lýsing einstæðrar móður úr kennarastétt í Þjóðviljanum kemur mér ekki á óvart, ég þekki fleiri svipuð dæmi“, sagði Guð- ntundur Árnason framkvæmdastjóri Kennarasambands Islands er Þjóðviljinn ræddi við hann í gær. 'Guðmundur benti á að laun kennara með full réttindi væru að- eíns tæplega 15 þúsund krónur á mánuði á fyrsta ári. Eftir eitt ár eru iaunin komin í 15.843 kr. og eftir 5 ár 16.900 krónur. Og eftir 25 ára starf hefur kennari 19.538 krónur. „Þessi laun bjóða auðvitað uppá það að fólk taki alla þá eftirvinnu sem býðst og ég veit að kennarar gera það, hvað þá ef um einstæða foreldra er að ræða. En nú í seinni tíð hefur yfirvinna hjá kennurum minnkað til muna“, sagði Guð- mundur. Hann sagði að þolinmæði kenn- ara væri á þrotum vegna þessara lágu launa og ekki bætti úr skák þegar yfirvinnuframboð minnkaði. - S.dór ítalskt sólskin íslenska óperan frumsýnir óper- Sigmundsson, Júlíus Vífill Ingvars- una Rakarinn í Sevilla eftir Gioc- son, Kristinn Hallsson, Jón Sigur- hino Rossini n.k. sunnudag. í sýn- björnsson og fleiri. „Fólk mun fara ingunni taka þátt söngvararnir Sig- brosandi af þessari sýningu með ít- ríður Ella Magnúsdóttir, Kristinn alskt sólskin í hjarta og sinni og er í hríðarkófinu ekki vanþegið í skammdeginu,“ þá Jón Sigurbjörnsson og Kristinn segir hljómsveitarstjórinn Marc Hallsson í hlutverkum sínum.1 Tardue í viðtali við Þjóðviljann í ---- opnu blaðsins í dag. Myndin, sem n •' . tekin er á æfingu í fyrrakvöld sýnir ‘A/ét OjpYlVÍ Hún sagði ennfremur að vinnuálag á einstæðar mæður hefði vaxið óhugnanlega mikið á síðustu mánuðum og þess væru mörg dæmi að konur störfuðu á 3 stöðum til að sjásér og sínum farborða. Konur sem störfuðu til dæmis í verslunum eða skrifstofum, tækju að sér að skúra vinnustaði eftir vinn- utíma og störfuðu svo á veitingastöðum 3 til 4 kvöld í viku, þær sem þar fengju störf, annars væri öll vinna gripin, sem lægi á lausu. „Það er sorgleg staðreynd að fólk verður að leysa þessa eymd með meiri vinnu og því fylgir svo að börnin sjá ekki þetta eina foreidri nema stund og stund í einu, með öllum þeim alvarlegu afleiðingum sem það getur haft fyrir þau. Vissulega hefur afkoma einstæðra for- eldra verið svo slæm á liðnum árum, en samt aldrei eins og nú“,sagði Jóhanna. Hún bætti því við að Félag einstæðra foreldra væri að hefja könnun á vinnuálagi félaga þess, en sem kunnugt er gerði félagið könnun á framfærslu- kostnaði barna sem birt var í öllum fjölmiðlum. - S.dór Þarf 41% kaup- hækkun 1. janúar 1984 þurfti 41% kauphækkun til að ná meðaltals- kaupmætti ársins 1982. Kaupmátt- arskerðingin á árinu 1983 var um 30%. Friðar- ganga á Akranesi Samstarfshópur um friðarmál, skipaður konum úr öllum starfandi stjórnmálaflokkum, á Akranesi, stendur fyrir friðargöngu á þrett- ándanum 6. janúar. Gangan hefst kl. 19 við Akraneskirkju og verður farin blysför um aðalgötur bæjarins að sjúkrahúsi Akraness þar sem göngunni lýkur. Samstarfshópur- inn hvetur alla Akurnesinga til að sýna hug sinn í verki með því að fjölmenna í gönguna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.