Þjóðviljinn - 05.01.1984, Side 5

Þjóðviljinn - 05.01.1984, Side 5
Fimmtudagur 5. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Afghanskir flóttamenn kvitta fyrir peningum í Nasir Bagh-flóttamannabúðunum í Pakistan. Á 4. miljón flóttamanna Nú munu yfir þrjár miijónir afghanskra flóttamanna vera í flóttamannabúðum í þeim landa- mærahéruðum Pakistan sem snúa að Afghanistan. Flótta- mannastraumurinn heldur enn áfram og er talið að að meðaltali fari um 15.000 manns yfir landa- mærin á mánuði. Þessi flótta- mannastraumur hefur gert það að verkum að nú er um sjötti hver íbúi í Baluchistan og Norð- vcsturhéruðunum svokölluðu afghanskur flóttamaður og víða eru þeir orðnir í meirihluta. Flóttamannastraumurinn yfir til Pakistan á sér lengri sögu en sovéska innrásin í Afghanistan. Fyrstu flóttamennirnir komu fyrir 10 árum þegar konungnum var steypt af Muhammed Daoud í valdaráni í júlí 1973. Ný bylgja ■. flóttamanna kom síðan eftir að Taraki, leiðtogi Lýðræðisbanda- lagsins (kommúnistaflokksins) steypti Daoud í byltingu og ógn- aði þar með völdum hinnar gömlu yfirstéttar fyrir alvöru. Þegar Taraki var síðan myrtur af Amin flokksbróður sínum magn- aðist flóttamannastraumurinn enn meira og þegar Sovétmenn réðust síðan inn í landið og steyptu Amin í desember 1979 magnaðist flóttamannastraumur- inn um allan helming og varð að mestu fólksflutningum 4 okkar dögum. Afghönsku flóttamönnunum er séð fyrir uppihaldi af flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóð- anna annars vegar og af stjórnvöldum í Pakistan hins veg- ar. Segir fréttaritari Dagens Ny- heter að flóttamannaaðstoðin kosti um 35 miljónir íslenskra króna á dag og greiða stjómvöld í Pakistan helming þeirrar upp- hæðar. Er þetta að vonum þung- ur baggi á þjóðinni auk þess sem flótamennirnir hafa þrengt að íbúum landamærahéraðanna með beitilönd og lífsviðurværi, en flóttamennirnir hafa flutt með sér yfir 3 miljónir sauðfjár og bús- mala. Hafa þær kröfur nú orðið æ háværari í Pakistan að flóttafólk- ið verði rekið til baka, ef ekki með góðu, þá með illu. Hafa stjórnvöld í Pakistan nú viður- kennt að flóttamannavandamálið er farið að ógna innra öryggi landsins. Þær óeðlilegu aðstæður sem flóttafólkið í Pakistan hefur mátt búa við hafa einnig orðið til þess að efla pólitíska vitund flótta- fólksins um leið og það losnar undan viðjum ættasamfélagsins og prestaveldisins. Óttast yfir- völd í Pakistan að upp komi skipulögð skæruliðasamtök á borð við PLO á pakistönsku landsvæði og gera það sem í þeirra valdi stendur til að styrkja ættarhöfðingjana og flokkadrætt- ina innan andspyrnuhreyfingar- innar. Telja sumir flóttamanna- vandamálið í Pakistan muni geta leitt til valdatöku afla í Pakistan sem snérust á band með stjóm- inni í Kabúl og leituðu eftir sam- vinnu við hana um lausn flótta- mannavandans, en slík lausn væri mjög gegn vilja Bandaríkjanna. ólg. Nýting á fiskúrgangi Seinni grein Aðal vandamálið og jafnvel það eina við nýtingu á fiskúrgangi þ.e.a.s. lifur, öðrum innyflum, tindabikkju, skrápkola o.fl. sem til fellur við veiðar, er það hve lítið fæst fyrir úrganginn til skipta, þótt segja megi að margt smátt geri eitt stórt, þá virðist það smáa vera hlutur sjómanna en það stóra hlutur þjóðarbúsins. Útgerðarmönnum er lítill akkur í að láta hirða fiskúrganginn, því þegar búið er að greiða hluti, auka- hluti, launatengd gjöld, löndun og skapa aðstöðu um borð í skipunum þá kemur lítið í þeirra hlut, jafnvel ekkert. Þeir sem halda að lagasetningar dugi einar sér til að allur fiskúrang- ur komi á land, vaða í villu, því það er tómt mál um að tala, og á meðan ekki þarf nema eitt handtak til að opna lensportin, þá verður það gert á meðan sjómenn fá lítið sem ekkert í sinn hlut, jafnvel þótt út- gerðarmaður vildi láta hirða fiskúr- gang, verður það ekki gert nema með hangandi hendi, nema að samþykkti sjómanna komi til og þó fyrst og fremst þeirra sem þurfa að hafa fyrir hlutunum. Sjómenn sjá sér lítinn hag í úr- ganginum og halda því fram að vinnuaukningin svari ekki kostn- aði. . Víöa í þessu landi er ekki að- IStSÍá til að taka á móti fiskúrgangi, vegna þess í hve litlu magni hann hefur verið til staðar. Verðlagning á fiskúrgangi hefur oftast verið miðuð við þarfir vinnslunnar og ætti það því ekki að standa í vegi fyrir nýtingu fiskúrgangs. Hægt er að láta hirða svo til allan fiskúrgang með hærri verðlagn- ingu, 1974 þegar bræðsluverð var sem best, var jafnvel gert út á sand- kola. Millifærsluleiðin er möguleg og hafa oft verið millifærðir fjármun- ir, sem litlu eða engu hafa skilað, en í þessu dæmi er sýnilegur ávinn- ingur. Ég benti á í grein minni um nýt- ingu undirmálsfisks að vinnslan getur fengið hráefni fyrir aðeins 15% af meðalbrúttóverði þorsks, mismuninn á því og raunvirði væri hægt að millifæra og er það ekki óeðlilegt að verðmæti sem myndast við nýtingu á undirmálsfiski, sem hent er í dag, væru notuð til að stuðla að nýtingu annarra verð- mæta, sem ekki eru nýtt. Millifærsluleiðin er eitur í beinum margra og aðrar leiðir eru til. Meltuvinnsla er mjög fýsileg, þótt sú leið yrði farin, þá eykur það lítið vinnu sjómanna, þess vegna gætu þeir sætt sig við lítið sem ekk- ert í sinn hlut, en meltu-leiðin kost- ar mikla fjárfestingu um borð í fiskiskipunum og því er ekki óeðli- legt að útgerðin fengi þau verð- mæti framhjá skiptum til að gera meltu framleiðslu eftirsóknarverða í hennar augum. í landi þyrfti sum- staðar umtalsverða fjárfestingu og markaðsmöguleikar eru óvissir og til að nota meltuna innanlands sem fóður, þarf skipulagsbreytingar í landbúnaði og mikla fjármuni. Hægt er að gera það fýsilegt fyrir sjómenn að hirða fiskúrgang með því að lofa þeim að halda skipta- verðinu óskiptu eða brúttóverð- inu, jafnvel að skipta eingöngu milli háseta, ef þess þarf til að þeir sjái sér hagnaðarvon. Ef þannig væri að staðið ætti út- gerðin ekki að greiða aukahluti né launatengd gjöld. Útgerðin mundi að sjálfsögðu skaðast en samtvinn- un útgerðar og vinnslu myndi í mörgum tilvikum bæta útgerðinni skaðann aftur, með betri afkomu bræðslanna. Ef sjómenn ættu fiskúrganginn einir, myndu þeir þrýsta á um að- Mestu þjóð- flutningar áokkar dögum hafaáttsér staðfrá Afghan- istan til Pakistan Brynjólfur Oddsson sjómaður Dalvík skrifar Hægt er að láta hirða svo til allan fiskúrgang með hærri verðlagningu. stöðu urr^ borð í skipunum og fiskúrganginn qg siðleysi hvemig manna og útgerðarmanna er alltaf vinnslumöguleika í landi. hefur verið að staðið fram að verið að breyta, millifærslur eru Það er þjóðarnauðsyn að hirða þessu. Hlutaskiptum milli sjó- álltaf í gangi, milli útgerðarmanna og sjómanna, saltfisks og frysting- ar, togara og báta, vinnslu og út- gerðar, milli fisktegunda, milli þjóðfélagshópa. Hvað er í veginum nú, þegar litlu þarf til að kosta, bara breyta eða millifæra?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.