Þjóðviljinn - 05.01.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 05.01.1984, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 5. janúar 1984 ÞJPÐVILJINN - SÍÐA 15 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. 'Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Léikfimi 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðuriregnir. Morgunorð - Torfi Ólafsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Nú er glatt hjá álfum öllum“ Umsjónarmaður: Gunnvör Braga. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.15Suður um höfin Umsjón: Þórarinn Björnsson 11.45 Tónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Brynjóifur Sveinsson biskup" eftir Torfhildi Þorsteinsdóttur Hólm Gunnar Stefánsson les (8). 14.30 Á frívaktinni Margrét Guömunds- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.40 Síðdegistónleikar Yvo Pogorelich leikur Píanósónötu nr. 2 í b-moll eftir Frédéric Chopin / Maria de la Pau, Yan Pascal og Paul Tortelier leika Píanótríó í F-dúr op. 18 eftir Camille Saint-Saéns. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Af stað með Tryggva Jakobssyni. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Erlingur Sigurðarson flytur. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Guðlaug Maria Bjarnadóttir og Margrét Ólafsdótt- ir. 20.00 Halló krakkar! Stjórnandi: Jórunn Sigurðardóttir. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í Háskólabiói; fyrri hluti Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einleikari: Gisli Magnússon. a. „Concerto breve" eftir Herbert H. Ágústsson. b. Ungversk fantasía eftir Franz Liszt. - Kynnir: Jón Múli Árnason. 21.25 „Svanurinn", smásaga eftir Gest Pálsson Arnhildur Jónsdóttir les. 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. Fimmtudagsumræðan Umsjón: Erna Indriðadóttir og Gunnar E. Kvaran. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Jórunn Sigurðardóttir stjórnar barnaþættinum „Halló krakk- ar“. Þetta er hálftíma þáttur, frá kl. 20,00 til 20,30. RUV 2 Rás 2 er útvarpað á FM-bylgju, 99,9 mhz, mánudaga-föstudaga kl. 10-12 og 14-18 fyrst um sinn. Meðan dagskráin er á tilraunastigi verður hún ekki gefin út fyrirfram. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.45 Munkarnir þrir Kínversk teiknimynd. 21.05 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn Ingvi Hrafn Jónsson og Ögmundur Jónasson. 22.10 Loftsiglingin (Ingenjör Andrés luftfárd) Ný, sænsk bíómynd gerð eltir samnefndri heimildaskáldsögu eftir Per Olof Sundman. Leikstjóri og kvikmyndun: Jan Troell. Aðalhlutverk: Max von Sydow, Göran Stangertz og Sverre Ank- er Ousdal. 11. júl í árið 1897 sveif loftskip- ið Örninn frá Spitzbergen með þrjá menn. Áfangastaðurinn var norðurheim- skautið. Árið 1930 fannst siðasti dvalar- staður leiðangursmanna og líkamsleifar þeirra ásamt dagbók fararstjórans And- rées verkfræðings. Myndin er um að- draganda og atburði þessarar feigðarfar- ar og mennina sem hana fóru. Þýðandi Þorsteinn Helgason. 00.30 Dagskrárlok frá lesendum Um afla- kvóta Ebba skrifar: Nú er mikið talað um aflakvóta og að skipin verði að koma með betri og verðmætari fisk að landi. Þegar svo er komið að skipunum er skammtaður afli er þá ekki mjög mikil hætta á að menn taki sig bara til og hendi lélegum fiski í hafið aftur, til dæmis tveggja til þriggja nátta netafiski og of smáum fiski til þess að svo lélegt og verðlítið hráefni fylli ekki upp í kvótann hjá þeim? Freistingin er örugglega mikil og sjálfsbjargarviðleitnin segir til sín ef að líkum lætur. Það er jú mannlegt að reyna að bjarga sér eins og best gengur. Er þessi kvóti þá ekki orðinn ein hringavitleysa og að veitt _ verði mikið meira af fiski, sem hent verður og kemur hvergi fram á aflaskýrslum? Er þá ekki skynsamlegra að hafa þetta eins og Jón Magnússon skipstjóri á Patreksfirði benti á í útvarpinu um daginn, að hafa heldur lengri frí kringum hátíðarnar, jól og páska, og kannski mánaðarfrí eða meira að sumrinu, ef þurfa þykir? Ég held að fiskvinnslu- fólki og sjómönnum veiti ekki af lengra fríi frá sínu erfiða starfi. Kennurum er borgað kaup á sumrin og held ég að fáir telji það eftir. Því getur þjóðfélagið alveg eins borgað þessu fólki kaup að Er ekki betra að hafa fyrirfram ákveðin frí en kvótafvrirkomulag? — spyr Ebba. hluta þegar það hefur ekki vinnu vegna stöðvana flotans. Svo hafa fiskvinnslustöðvarnar kannski vinnu fyrir sitt fólk við hitt og þetta þótt enginn afli berist að landi stuttan tíma að sumrinu. Það er líka betra fyrir fólk að vita hvenær það má búast við fríum heldur en hafa atvinnuleysisvof- una hangandi yfir sér hvenær sem er. Þetta fólk vinnur að undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar og hvar stæði þjóðarbúið ef ekki væru sjómenn og fiskvinnslufólk. Þá er ansi hætt við að þjóðar- skútan maraði fljótlega í hálfu kafi ef hún þá sykki bara ekki alveg, og hvar fengi velferðar- þjóðfélagið þá peninga til að eyða? Maður heyrir nú reyndar í seinni tíð að peningar verði bara til í bönkum svona af sjálfu sér. Og kannski yrði bara nóg að gefa út kreditkort. Það virðist vera lausnin nú til dags. Gísli Magnússon leikur einleik á píanó. Sinfóníu- tónleikar í kvöld Á efnisskrá sinfóníutónleika í kvöld verða Concerto breve, op. 19 eftir Herbert H. Ágústsson, Fantasía um ungverk þjóðlög fyrir píanó og hljómsveit eftir Franz Liszt og Sinfónía nr. 9 í Es-dúr, op. 70 eftir Dmitri Shost- akovich. Hljómsveitarstjóri tón- leikanna er Páll P. Pálsson og ein- leikari á píanó Gísli Magnússon. Þetta eru sjöundu áskriftartón- leikar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands á þessu starfsári. Páll P. Pálsson hljómsveitarstjóri. Rás 2 kl. 17-18 7. áratugurinn í hávegum Kl. 16-17 á rás 2 verður leikin sænsk músík ai ýmsu tagi með talmálsí- vafi. Adolf E. Emilsson verður við hljóðnemann. Hann er að nema fjölmiðlafræði hjá sænskum og hefur unnið við Islendingaútvarpið í Gautaborg. Rás kl. 16-17 Bogi Ágústsson. Sænsk músík Fréttamenn sjónvarpsins, Bogi Ágústsson og Guðmundur Ingi Krist- jánsson, fara í gömlu hippastellingarnar kl. 17 og rifja upp gömlu og góðu lögin frá blómatímabilinu. Útvarp kl. 22.35 ÉR ario liðið? í kvöld verður endurtekinn sá hluti áramótaskaupsins sem útvarpað var fyrst eftir mið- nætti ánýjársnótt. HelgaThor- berg og Édda Björgvinsdóttir hringja m.a. í nokkra ráðherra í leit að honum Eila. Stein- grímur, Albert og Ragnhildur eru full samúðar en vita ekki um Ella, enda von því hann hélt víst til á veðurstofunni. Ýmsir fleiri koma fram í skaupinu, m.a. Auðhringurinn. - jp. Útvarp kl. 21.25 „Svanurinn“ eftir Gest Pálsson Gestur Pálsson er höfundur smásögunnar sem er á dagskrá útvarpsins kl. 21,35. Gestur var einn atkvæðamesti boðberi raunsæisstefnunnar í íslenskum bókmenntum, á árunum kring- um 1880. Amhildur Jónsdóttir les söguna, sem ber heitið „Svanurinn". bridge Mörgum spilaranum leiöist alveg ó- skapiega í vörn. Þeir sem heyra undir þann hóp, gaetu eitthvaö lært af eftirfar- andi spili: Á10642 D5 KDG6 D52 KG52 G87 43 10972 K93 G1074 D73 106 K93 Á85 Á86 Á984 Suöur var sagnhafi í 3 gröndum. Og hvað er svo merkilegt við það, gæti ein- hverjum dottiö í hug? Eru ekki alltaf 10 slagir i spilinu, fjórir á hjarta, fjórir á lauf og einn á hvorn hinna litanna? Nei, þetta er ekki alltaf svona auðvelt, allavega ekki fyrir þá sem hafa menn í vörninni, sem ekki leiðist í vörninni. Útspil Vesturs var smár spaði og drottning átti slaginn. Nú spilaði Suður smáu laufi og Austur setti Tfuna. Nú, sagnhafi drap á ás og þorði ekki að svína laufi, tók hjartaslagina sína (Vestur henti tveimur tíglum í þá...), lagði niður laufa- kóng og spilaði sfðan spaða. Vestur tók þá sína fjóra spaðaslagi og laufadrottn- inguna. Einn niður. Eigum við ekki að enda þetta spil með því að lýsa samúð okkar með spilaferð Suðurs og aðdáun okkar á laufatíunni hjá Austri? Tikkanen Búið til pillur við valdafíkn. Það myndi hreinsa andrúm- sloftið. Gœtum tungunnar Ýmist er sagt: láta í ljós eða: láta í ljósi. Hvorttveggja er rétt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.