Þjóðviljinn - 05.01.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.01.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. janúar 1984 Tíðindi að norðan Meðal verkefna Fjórðungssam- bands Norðlendinga hefur verið að stuðla að því, að norðlenskir aðilar á sviði menningarmála bindist sér- stökum samtökum. Nokkrar efa- semdir voru um það í byrjun, að samtökin gætu starfað án beins stuðnings frá Fjórðungssamband- inu. Reynslan hefur nú leitt í Ijós, að þau eiga sér fullkominn tilveru- rétt og eru þess megnug að standa á eigin fótum. Þótt aldur þeirra sé ekki hár dylst ekki, að þau hafa orðið aflvaki í norðlensku menn- ingarlífi. Framtak Menningarsamtakanna f sambandi við aðalfund Sam- takanna í haust gengust þau fyrir samsýningu 22 myndlistarmanna. Rithöfundafélag er starfandi innan Samtakanna. Er það þegar farið að gæta hagsmuna norðlenskra rithöf- unda, bæði gagnvart almennri út- hlutun listamannafjár til höfunda á Norðurlandi og varðandi tengsl við hina nýju útvarpsdeild á Norður- landi. Hreyfing er meðal tónlistar- manna innan fjórðungsins. Meðal baráttumála þeirra er að norð- lenskum tónlistarmönnum verði gefinn kostur á að nýta krafta sína á höfuðborgarsvæðinu til jafns við aðra. Iðnaðarfundir í haust hélt Félag íslenskra iðn- rekenda tvo fundi á Norðurlandi, í samráði við Fjórðungssamband Norðlendinga. Var annar þeirra á Akureyri en hinn á Sauðárkróki. Á fundunum mætti Hafþór Helga- son, fulltrúi. Báðir voru fundir þessir vel sóttir, einkum Akur- eyrarfundurinn. Var þetta í annað sinn sem Fjórðungssambandið og Félag íslenskra iðnrekenda gangast fyrir svona fundum norðanlands. Mannafli í almennum iðnaði á Norðurlandi Á fundunum kynnti Hafþór Helgason stöðu iðnaðar og hlut- deild hans í mannafla á Norður- landi. Á árabilinu 1975-1981 hefur mannafli í iðnaði á Norðurlandi vestra næstum tvöfaldast. Á Norð- urlandi eystra hefur hann hinsveg- ar vaxið um 17% á sama tíma. í þessum samanburði er ekki tekinn með byggingaiðnaður og fiski- ðnaður. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu á Norðurlandi vestra er hlutur al- menns iðnaðar þó aðeins 14,5% í mannafla. Á Norðurlandi eystra er hlutfallið 20% af vinnuafli en aukningin mun minni, enda iðnað- urinn rótgróinn eins og t.d. á Akur- Iðntæknistofnun ■ I íslands óskar eftir aö ráöa starfsmann í röntgen- myndun og prófanir (NDT) við Málmtæknideild frá og meö 1. mars n.k. Meðal núverandi verkefna má nefna: • röntgenmyndatöku á suðum • sprunguleit í málmum • ýmiskonar efnisprófanir Eftirfarandi kröfur eru geröar til væntanlegs starfsmanns: aldur 25-35 ár, stundvís og á- reiöanlegur, eigi auðvelt meö að umgangast fólk, hafi starfsreynslu úr málmiðnaöi, sé iön- fræöingur eöa hafi sambærilega menntun. Viö bjóðum þér fjölbreytilegt starf í nýjum húsakynnum meö áhugasömum samstarfs- mönnum. Umsóknum á þar til gerðum eyöublööum, skal skilað til löntæknistofnunar íslands, Keldnaholti, 110 Reykjvík, fyrir 15. þessa mánaðar, merkt Málmtæknideild. Umsókn- areyöublöö fást hjá Iðntæknistofnun, Keldnaholti, sími 85400. Hlutverk Iðntæknistofnunar (sland er að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni í tslenskum iðnaði með því að veita iðnaðinum sem heild, einstökum greinum hans og iðnfyrir- tækjum sérhæfða þjónustu á svið tækni og stjórnunar og stuðla að hagkvæmari nýtingu íslenskra auðlinda til iðnaðar. ,.i7 , IÐNSKOLINN I REYKJAVIK Stundaskrár vorannar veröa afhentar í skóla- num föstudaginn 6. janúar kl. 13.00-16.00, gegn greiöslu skólagjalda, hafi þau ekki verið greidd áöur. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánu- daginn 9. janúar. Kennarafundur verður haldinn í matstofu kennara kl. 16.00, föstudaginn 6. janúar. Iðnskólinn í Reykjavík eyri. Á Norðurlandi vestra voru árið 1981 um 45% mannaflans í al- mennum iðnaði í Húnavatnssýsl- um en á Sauðárkróki 35,5% mannaflans. Á Norðurlandi eystra voru 80% mannaflans á Akureyri í almennum iðnaði, o,3% á Húsavík og 9,7% í Þingeyjársýslum. Vinnu- afl í almennum iðnaði á Húsavík er minna en heildarhlutfall iðnaðar í kjördæminu og minna en á Sauðár- króki og Siglufirði, ef miðað er við Norðurlandskjördæmi vestra. Atvinnuþróunar- og orkumálanefnd Á síðasta fjórðungsþingi Norð- lendinga var kosin milliþinga- nefnd, er fjalla skal um atvinnu- þróun og orkumál. Á fyrsta fundi nefndarinnar, sem haldinn var snemma í nóvember, var meðal annars rætt um ráðningu annars iðnráðgjafa, störf núverandi iðn- ráðgjafa að athugun á nýjum atvinnumöguleikum og kynningar- fundum um iðnþróun. Var ákveðið að ganga fra skipulagi þeirra nú í janúar. Rætt var og um iðnþróun- arsjóði. Nauðsynlegt er að nefndin og stjórn Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar ræði sín á milli um þau verkefni, sem skarast á milli félags- ins og Fjórðungssambandsins. Hagi hf. hættir störfum Eitt af stærri innréttingafyrir- tækjum á landinu, Hagi haf. á Akureyri, hefur nú ákveðið að hætta rekstri innan skamms. Á Akureyri starfa 25 manns við fyrir- tækið og 5 í Reykjavík. Hefur þeim öllum verið sagt upp. En ekki er öll sagan þar með sögð. Margir hafa notið atvinnu af ýmiss konar þjónustu í tengslum við starfsemi Hagamanna. Má þar nefna flutninga framleiðslunnar á markað, sem eru umfansmiklir því um 90% hennar seldir utan Akur- eyrar. Ástæðan fyrir því að Hagi hf. hættir er samdráttur í sölu á sl. ári og fyrirsjáanlegt framhald hans á þessu ári. Fjármagn hefur ekki fengist til að mæta rekstrarhalla. Haukur Árnason, framkvæmda- stjóri Haga hf., segir það og hafa komið til að ekki hafi fengist fyrir- greiðsla til að útfæra hugmyndir um útflutning þrátt fyrir góðan grundvöll fyrir útflutningi á innréttingum. Haukur segir fram- leiðsluna standa á sporði innflutt- um innréttingum en markaðurinn of þröngur þegar svo mikið væri um innflutning sem nú. Hagi hf. getur framleitt fastar innréttingar í 2 íbúðir á dag og auðvelt er að auka framleiðsluna um meira en helming. -mhg Deílt um skósmið Séð yfir hluta miðbæjarins og til Ingólfsbrekku 1852. Árið 1853 átti bæjarstjórn Reykjavíkur í miklum útistöðum við fátækrastjórnina í Kaup- mannahöfn. Var um það deild, hvar danskur skósmiður, J. J. Bill- enberg, sem dvalið hafði í Reykja- vík í 10 ár, ætti framfærslusveit. Billenberg þessi var hálfgert hörslumenni þó að hann hafi kannski smíðað sæmilega skó. Hafði hann misþyrmt sjúkri éigin- konu sinni og verið sektaður fyrir. Nú var hann kominn til Hafnar og hafði ekkert fyrir sig að leggja. Fá- tækrastjórnin í Höfn hélt því fram, að Reykjavík bæri að framfæra Billenberg, en niðurstaðan varð þó sú, eftir árlangt þref, að Danir sátu uppi með sinn skósmið. Þetta ár kom til Reykjavíkur enskur peningamaður og heldur betur færandi hendi. Afhenti hann latínuskólanum að gjöf 1000 sterl- ingspund. Skyldi fjárhæðinni varið til þess að koma upp bókhlöðu fyrir skólann. Þeirri hugmynd var þó ekki hrint í framkvæmd fyrr en eftir 13 ár eða árið 1866. En söm var gerð hins breska. - mhg Hár og fegurð Út er komið 4.tbl., 3. árg. af tímaritinu Hár & fegurð. Mikið er að ske í hártískuheiminum. Kynntar eru nýjar herralínur frá Hár & fegurð og meistarafélagi hárskera, nýjar tískulínur frá Stuhr í Danmörku. Grein um skíði og þjálfun eftir Hannes Kristjánsson. Intercoiffure vinnur úr síðu hári. Stílhreinar línur frá Bruno í París. Allsráðandi í herralínunni virðast vera strípur og permanent. Fatnaðurinn var valinn í sam- ræmi við herralínuna, en hann var fenginn að láni úr eftirtöldum verslunum: Flónni, Kjallaranum og Tískuhúsi Stellu. Hár &fegurö Forsíðan er frá Stuhr í Dan- mörku, sérstaklega gerð fyrir Hár & fegurð. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.