Þjóðviljinn - 05.01.1984, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Um
greinar-
höfund
Arthúr Björgvin Bollason
sem skrifar um Svívirta áhorf-
endur er þýskmenntaður
heimspekingur og bók-
menntafrœðingur. Hann hefur
að undanförnu kennt við
menntaskóla og Háskóla ís-
lands. Arthúr hefur og komið
nálœgt skáldskapargyðjunni.
Heimspekilegur orðaleikur
Stúdentaleikhúsið
Svívirtir áhorfendur
eftir Peter Handke í þýðingu Bergljótar
Kristjánsdóttur
Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir.
Leikrit Peters Handke, Svívirtir
áhorfendur, er um margt afskap-
lega sérstætt leikhúsverk. Þegar í
upphafi, áðuren tjöldin eru dregin
frá, býður sýningargestum í grun,
að þeir eigi óvenjulega leikhús-
reynslu í vændum. A meðan þeir
eru að tínast í salinn og korna sér
fyrir í sætunum berast þeim alls-
kyns „annarleg" hljóð til eyrna:
verið er að hvíslast á og hreyfa til
leikmuni að tjaldabaki. Og það er
að öllum líkindum fyrsta spurning-
in, sem verkinu er ætlað að keikja í
hugum leikhúsgesta, hvers vegna
þetta brambolt á sviðinu, sem er
aðeins eðlilegur undanfari leiksýn-
ingar, skuli láta svo annarlega í
eyrum.
Þegar menn hafa komið sér fyrir
í sætunum dofna ljósin í salnum og
áhorfendur umvefjast þessu nota-
lega og róandi myrkri, sem jafnan
fylgir á undan hverri hefðbundinni
leiksýningu. En þetta ljúfa sælu-
stand varir þó ekki lengi. Skömmu
eftirað tjöldin hafa verið dregin frá
og fjórar manneskjur hafa komið
sér fyrir á auðu og málmgráu sviði,
kvikna Ijósin í salnum á ný og eftir
það eru áhorfendur baðaðir í skæru
ljósi allt til loka sýningarinnar. Og
fljótlega komast þeir reyndar að
því, að þeir þurfa ekki aðeins að
sætta sig við glannalega birtuna í
salnum, heldur mega þeir jafn-
framt láta sig hafa það að vera sjálf-
ir „aðalpersónur" leiksins, sem
þeir komu tilað sjá. f stað þess að
geta látið fara makindalega um sig í
rökkvuðum sal og „lifað sig inní“
einhverskonar fjarlæga atburðarás
á upplýstu sviði, sitja þeir hvíldar-
laust undir samblandi af svívirðing-
um og.heimspekilegum orðræðum
um sína eigin tilvist þær rúmlega
tvær klukkustundir, sem sýningin
stendur.
Af öllu þessu má ljóst vera, að
hér er um óvenjulega leiksýningu
að ræða. Það þarf heldur engan að
undra, að þessi frumraun austur-
ríska rithöfundarins Peters Hand-
ke á sviði leikritunar, hafi vakið.
umtal og mergjaðar deilur, allt frá
því verkið var frumsýnt í „Turn-
leikhúsinu" (TAT) í Frankfurt, í
júníbyrjun 1966. Hvað sem líður
réttmæti þeirra misjöfnu dóma,
sem menn hafa löngum fellt um
þetta sérstæða verk, þá er tilgangur
höfundarins með samningu verks-
ins engu að síður ótvíræður. Ætlun
hans er í stuttu máli sú að vekja
áhorfendur til umhugsunar og
andófs gegn þeirri „blekkingu“,
sem hann telur lífæð þeirrar fornu
leiklistarhefðar, er löngum hefur
verið kennd við gríska spekinginn
Um sýningu
Stúdenta-
leikhússins
á Svívirtum
áhorfendum
Arthúr B. Bollason
skrifar um
leiklist
Aristóteles. Snar þáttur hinnar
svonefndu aristótelísku leiklistar-
hefðar er sú ríka áhersla, sem lögð
er á það, að sjónleikurinn feli í sér
heillega atburðarás, sem áhorfend-
ur geti „lifað sig inní“ eða sam-
lagast. Á leiksviðinu er öllum
brögðum beitt tilað leiða áhorfend-
ur inní einskonar „gerviheim“, -
með hugsun sinni og tilfinningum
eiga þeir að öðlast um stund hlut-
deild í „veruleika", sem er af allt
öðrum toga spunninn en „raun-
veruleiki" þeirra sjálfra. Peter
Handke var síður en svo fyrstur
höfunda tilað semja leikhúsverk
gagngert í þeim tilgangi að andæfa
hinni fornu aristótelísku leiklistar-
hefð. En það sem skilur hann þó
frá öðrum lagsmönnum sínum í því
tilliti, svosem Beckett. Brecht eða
nafna sínum Weiss, er sú staðr-
eynd, að gagnrýni hans ristir snög-
gtum dýpra og gengur nær rótun-
um sjálfum. I grein sinni „Ég er
íbúi fílabeinsturnsins", sem prent-
uð er í leikskrá, bendir hann m.a.
á, að aðferð þessa fyrsta leikrits
hans hafi verið að „afneita öllum
þeim aðferðum, sem beitt hafi ver-
ið til þessa“. Þar segir hann enn-
fremur: „Aðferðin fólst í því, að
ekki var lengur gefin nein mynd af
veruleikanum, að veruleikinn var
ekki lengur leikinn eða sýndur með
sjónhverfingu, heldur að leikið var
með orð og setningar úr veruleik-
anum“. Það er einmitt þungamiðja
í allri þessari sýningu, að verið er
að leika með orð og setningar úr
veruleikanum.
„Svívirtir áhorfendur“ er í
tvennum skilningi heimspekilegur
orðaleikur: annarsvegar er um að
ræða heimspekilegan leik að orð-
um, hinsvegar eru orðin sjálf, geta
þeirra og vanmáttur, merking
þeirra og merkingarleysa, eitt af
mikilvægustu viðföngum leiksins
sjálfs.
Það er ekki gerlegt í stuttri um-
sögn um slíkt verk að hætta sér útí
umræðu um þau heimspekilegu
vandamál, sem höfundur bryddar
uppá í textanum. Slík umræða
hlýtur að heyra öðrum vettvangi
til. í því sambandi læt ég nægja að
benda á það eitt, að í verkinu
bregður fyrir einræðum um ýmis
hugtök, sem verið hafa í brenni-
depli heimspekinnar um langt
skeið, svosem hugtökin veruleiki/
raunverulciki og tímahugtakið, að
ógleymdri þeirri spurningu uin
inntak og merkingarsvið orðanna,
sem fyrr var getið. Varðandi síð-
astnefndu spurninguna þóttu mér
hugleiðingar Peters Handke, sem
fram komu í textanum, bera nokk-
urn keini af heimspekilegri málrýni
samlanda hans Wittgensteins, án
þess að nánar verði farið útí þá
sálma að sinni.
Um þýðingu Bergljótar Krist-
jánsdóttur get ég fátt eitt sagt, þar-
eð mér lánaðist ekki að fá frum-
textann í hendur. Hinsvegar þótti
mér þessi fræðilegi texti hljóma
eins lipurlega úr munni leikend-
anna og unnt er að ætlast til af slík-
um texta.
Að endingu vil ég geta þess, að
leikendurnir fjórir, sem fluttu
þennan margslungna og erfiða
„orðaleik", stóðu sig allir með ein-
stakri prýði. Það er reyndar um-
deilanlegt, hvort þau ýmsu
ieikrænu tilþrif, sem leikstjóranum
hefur hugkvæmst að flétta utanum
orðaleikinn, eru öll til bóta. Inn-
taki verksins samkvæmt hefðu þau
að minni hyggju mátt vera einfald-
ari og fábrotnari í sniðurn.
Að sj á og skynj a
alla sorg og villu
Elísabet Þorgeirsdóttir.
Salt og rjómi - eða blanda af göddum og
dún.
Iðunn 1983.
Eins og gefið er til kynna á bók-
arkili hafa þessi ljóð að geyma
minnilegar svipmyndir frá hvers-
degi ungrar konu, reynslu hennar,
þrám og úrlausnarefnum. Kannski
má segja að svoddan nokkuð gætu
allir gert, hversdagsleikinn sé ekki
áhugaverður, hér sé ekkert nýtt á
ferð. En nú vill svo til, að hér er
einmitt eitthvað nýtt á ferð. Svo
áreynslulaust yrkir Elísabet um
lífsbaráttuna, jafnvægisleysið milli
kynjanna og óréttlæti stéttarskipt-
ingarinnar, að maður fyllist af því
sem einkennir ljóð hennar: djúpri
kyrrð og rósemi. Það er eins og
ólgan og spennan á yfirborði Ijóð-
anna standi utan þeirra, því hvergi
er rofið það jafnvægi sem í þeim
felst. Hégómleika er hafnað og
hæst ber kröfuna um heiðarlega
sjálfsrýni og leit að manngildi í
miðjum járnskarkala og kapp-
hlaupi nútímans. Vanmáttur ein-
staklingsins gagnvart því samfé-
lagi, sem ákvarðar líf hans kernur
einkar vel fram í niðurlagi ljóðsins
„Ef ekki berklaveiki þá innan-
mein“:
En tímaskekkjan fœst ekki leiðrétt
því í œsku
datt skáldið út úr hringekju
tilverunnar
og lýtur síðan
sínum með fæddu
vöggugjafarlögmálum
að sjá og skynja
alla heimsins sorg og villu
án þess
að fá rönd við reist.
Bókinni er skipt upp í fjóra
þætti. f þeim fyrsta - „Einu sinni
var lítil stelpa“... er yrkisefnið að
mestu sótt í líffræðilegt hlutskipti
konunnar og myndmál ljóðanna
Súsanna Svavarsdóttir
skrifar um
bókmenntir
einkennist af því. í öðrum þætti -
„sem fór út í heim“ - er yrkisefnið
það félagslega hlutskipti konunnar
í sambandi við karlmenn sem ein-
kennist af þessu: frumkvæðið er
hans, hann er gerandinn og ríkir
því yfir öllum samskiptum, hún er
sú sem bíður. í þriðja þætti „Utan
um kvikuna óx skurn" eru ljóðin
höfð til að hafna viðteknu mati á
réttu og röngu í samskiptum fólks,
mestu skiptir að persónuleiki hvers
og eins fái að njóta sín, fram kemur
sterk samstaða með konum og í
niðurlagi ljóðsins „Ef sverð þitt er
stutt“ eru þær hvattar til dáða:
Stattu í báða fœtur
hvar sem þú erl stödd
vertu enn meiri kona -
stígðu svo eitt skreffram
ef sverð þitt er of stutt...
í fjórða þætti bókarinnar, „hörð
skurn er brothætt og gegnsæ“, eru
ýmis ljóð til vina svo og tækifær-
isljóð. í Ijóðinu „f myndskreyttri
sænskri kalksteinskirkju frá 13.
öld“ kemur styrkur Elísabetar sem
ljóðskálds hvað best fram þegar
hún lýsir óbreytanlegri sekt mann-
kynsins og lífsins andspænis trúnni.
Elísabet Þorgeirsdóttir.
sem er hrein og saklaus með öllum
sínum dauðu táknum.
Ljóð Elísabetar eru kraftmikil
og sterk í yfirlætisleysi sínu og
heiðarleika, stíllinn hreinn og
beinn og er full ástæða til að hlakka
til að sjá meira eftir hana í framtíð-
inni.
Súsanna Svavarsdóttir.