Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN
Heimsóknir á
vinnustaði og
margir fundir
á Akurevri um
helgina.
janúar 1984
þriðjudagur
49. árgangur
13. tölublað
Starfsmannafélag sjónvarps og hljóðvarps
Hyggið að baráttuleiðum!
Launafólk!
Sláið ekki striki yfir
kj araskerðinguna
Mörg verkalýðsfélög og starfsmannafélög þrýtur nú þolinmœðina gagnvart ríkis-
valdinu og atvinnurekendavaldinu sem skert hefur kaupmátt launa á rúmu hálfu ári
um þriðjung. Askoranir og yfirlýsingar þessara félaga endurspegla það ástand, að
fjölmörg heimili ílandinu ramba á barmigjaldþrots. Starfsmannafélag sjónvarps og
h Ijóðvarps hefurþannig sentfrá sér auglýsingu í kjölfar ályktunar sem félagið sendi
frá sérfyrir helgiþarsem segði m.a.: „Kjör okkar eru orðin verri en svo að við verði
unað. Launamenn hafa sýnt langlundargeð gagnvart þeim efnahagsráðstöfunum
sem gripið hefur verið til. Þessar ráðstafanir hafa nœr allar verið á kostnað þeirra
einna. Ríkisvaldið boðar áframháldandi kjaraskerðingu.(í Þjóðviljinn leitaði álits
nokkurra starfsmanna Ríkisútvarpsins. - óg.
Dóra Ingvarsdóttir Starfsmannafélagi útvarpsins f—
^nafólk,
: 'v'&st **»Ví
’fyfQ/St Lfaa/
Vaxandi óróa og
óánægju gætir vegna kjaraskerðina _
ríkisstjórnarinnar í þjóðfé laginu og fjöldi fólks er að
gefast upp á að reka heimilin á lánum. Þessi auglýsing birtist í
síðdegisblaðinu í gær þarsem skorað er á .fólk að hugsa sér til
hreyfings.
Þuríður Magnúsdóttir skrifta
hjá sjónvarpinu
Menn eru að verða örmagna
„Ég held að menn séu að byrja að taka við sér í kjarabaráttunni. Menn
eru að verða örmagna af því að reyna að lifa á launum sínum eins og þau
eru orðin ■ dag. Ég finn það að fólk vill fara að taka alvarlega á þessum
málum og við hvetjum fólk til að fylgjast vel með og taka þátt i barátt-
unni“, sagði Dóra Ingvarsdóttir formaður Starfsmannafélags útvarpsins í
samtali við Þjóðviljann.
„Það lifir enginn maður á þeim launum sem opinberum starfsmönnum
er boðið uppá í dag. Hér á stofnuninni er margt fólk sem hefur undir 15
þúsund krónur á mánuði í tekjur, líklega um' helmingur starfsmanna.
Hinn helmingurinn hefur 15 - 20 þúsund krónur. Þetta fólk hefúr ekkert
annað til að lifa af og þetta fólk er allt virkilega illa statt í dag. Dæmið
gengur einfaldlega ekki upp.“
Er mikill einhugur í mönnum að taka á í kjarabaráttunni?
„Já það var mikill einhugur á fundinum á dögunum og fundurinn
fjölsóttur. Menn eru að vakna til vitundar um hi’ernig staðan er orðin í
kjaramálunum. Við verðum öll að starfa saman ef einhver árangur á að
nást, þetta er ekki einungis starf forystunnar og ég vona að launafólk
almennt taki nú við sér í þessum málum“. -Ig.
Sverrir Kr. Bjarnason hjá sjónvarpinu
Fólk verður að standa upp
„Við erum að reyna að vekja launafólk. Það er megintilgangurinn með
okkar auglýsingum og ályktunum. Launafólk fari að rísa upp gegn ríkis-
valdinu sem leggur síhækkandi birgðir á okkur þannig að stór hluti manna
býr við hrein eymdarkjör“, sagði Sverrir Kr. Bjarnason tæknimaður hjá
sjónvarpinu í samtali við Þjóðviljann.
„Það er mikill einhugur orðinn í okkar félögum um að rísa nú upp en
það hefur skort á baráttuandann hjá ýmsum öðrum sem mættu betur gera.
Það eru til fleiri baráttuleiðir en verkföll. Menn eru búnir að þegja allt of
lengi og við getum ekki unað þessu langlundargeði Iaunafólks öllu lengur
eins og við orðum það í samþykkt okkar sagði Sverrir.
Hvers vegna hefur fólk ekki tekið við sér fyrr en nú?
„Vonleysi þjakar fólk. Það er bundið á skuldklafa og búið að keyra það
svo mikið niður með stórfelldu kjararáni að það hefur ekki haft mátt til að
standa upp. En fólk verður að skilja það að það verður að standa upp ef
það ætlar ekki að láta troða sig niður“, sagði Sverrir Kr. Bjarnason.
-le.
abÉta bdwssd imbmmi m<mw
m 115H •mmm swsda
JQBQyiSa-i
JBQBQQÍ
Sjá einnig viðtal við
Svavar Gestsson
um stemninguna
á Akureyri á bls. 2
og viðtöl við for-
ystumenn verkalýðs-
félaga á bls. 7
Kjarabætur í stað vonleysis
„Launaskerðingin er orðin það mikil að fólk er að verða alveg vonlaust
og horfir með skelfíngu fram á þetta ár. Það er alveg ótrúlegt hvað
launafólk er búið að sýna mikla biðlund hingað til. Ég held þó að fólk sé að
fara að átta sig að svona getur þetta ekki gengið lengur, við verðum að fá
okkar kjör bætt“, sagði Þuríður Magnúsdóttir skrifta á fréttastofu sjón-
varpsins í samtali við Þjóðviljann í gær.
„Það var mikill einhugur á fundi starfsmannafélaga útvarps og sjón-
varps á dögununum og þar kom fram að menn eru ekki tilbúnir að standa
einir undir þessari kjaraskerðingu sem þegar er orðin, að ekki sé talað um
það áframhald á kjaraskerðingu sem stjórnvöld hafa boðað á þessu ári.
Kjararýrnunin er þegar orðin það mikil að dæmið gengur ekki upp hjá
fólki lengur. Þetta er orðið svona almennt hjá fólki eins og okkur sem
störfum há útvarpi og sjónvarpi og vinnum vaktavinnu. Ég get ekki skilið
hvernig fólk sem er með laun undir okkar kjörum getur lifað af.
Þið biðjið fólk að hyggja að baráttuleiðum. Hvað er átt við?
„Fólk virðist hafa tekið þessari launaskerðingu þegjandi hingað til, en
það er greinilegt að margir eru að vakna til vitundar þessa dagana um að
svona getur þetta ekki gengið lengui. Byrjunin hjá okkur er að vekja þá
sem eru næst í kringum okkur og berjast fyrir bættum kjörum", sagði
Þuríður Magnúsdóttir.
-Ig-
Ólafur Þórðarson útvarpsmaður
Þetta gengur ekki lengur
„Það er almenn óánægja meðal launafólks með það hvernig ráðist hefur
verið á kjörin, og þetta gengur ekki lengur svona. Forysta BSRB lætur
Albert segja sér að ekkert sé hægt að borga og þar við situr. Þetta cr alveg
ótækt. Fólk verður að láta til sín heyra“, sagði Ólafur Þórðarson útvarps-
maður í samtali við Þjóðviljann.
„Almenningur hefur verið alveg steinsofandi til þessa og ekki látið í sér
heyra þrátt fyrir að kaupið hafi verið stórlega skert. Ég held að menn séu
þó að átta sig núna að svona getur þetta ekki gengið til eilífðar. Við erum
að reyna að ýta við fólki, vekja það og koma því af stað í baráttunni. Það
var mikill einhugur á fundi starfsmannafélaganna á dögunum og við
verðum að fylgja þessu vel eftir“, sagði Ólafur Þórðarson.
,-lg-
LANDHELGISGÆSLAN:
Hættulegur sparnaður
Varðskipin fá aðeins 100 tonn af olíu þegar
þau leggja upp í 2ja vikna ferðir
Vegna fjárskorts landhelgis-
gæslunnar hefur verið tekin upp
strangur olíusparnaður á varð-
skipunum. Þannig eru settir 100
til 120 þúsund lítrar á olíutanka
varðskipanna þegar þau leggja af
stað í ferð sem vanalega tekur
tvær vikur og er þeim ætlað að
eyða ekki nema 30 þúsund lítrum
í ferðinni, ef ekkert óvænt keinur
uppá. Þess má geta að tankar
skipanna taka 250 þúsund lítra.
Margir gagnrýna þetta mjög og
benda á að ef varðskip væri kall-
að til aðstoðar í lok ferðar, svo
sem til aðstoðar loðnuveiðiskipi
langt út í hafi, þá hefur það ekki
nema 70 til 80 þúsund lítra uppá
að hlaupa, en skipin eyða á
venjulegri keyrslu við góð skil-
yrði 18 lítrum á sjómílu og sú
eyðsla margfaldast ef keyra verð-
ur á fullri ferð eða sigla í vondurn
sjó. Þá hafa ýmsir haft áhyggjur
af sjóhæfni skipanna með svona
lítið olíumagn innanborðs, en
Gunnar Bergsteinsson, forstjóri
landhelgisgæslunnar segir það
óþarfa, því botntankar séu fylltir
með vatni, séu þeir ekki notaðir
undir olíu.
Gunnar Bergsteinsson sagði,
að taka hefði orðið upp olíu-
skömmtun á síðari hluta liðinsárs
til skiptanna vegna fjárhagsstöðu
landhelgisgæslunnar. Hann sagði
að svona skömmtun yrði að sjálf-
sögðu til þess að dregið er úr sigl-
ingu skipanna eins og frekast er
unnt. Skömmtun á borð við þetta
væri í sjálfu sér ekki nýtt fyrir-
bæri, það hefði áður orðið að
grípa til hennar.
Sumir af eldri starfsmönnum
landhelgisgæslunnar eru afar ó-
ánægðir með þetta ástand og telja
varðskipin ekki geta sinnt hlut-
verki sínu sem skyldi undir þess-
um kringumstæðum. Þeir benda
á að setja eigi 250 þúsund lítra á
tankana, til öryggis, en það sé
hægt að halda sig við að eyða ekki
nema 30 þúsund lítrum í 2ja vikna
ferð ef ekkert óvænt kemur uppá.
Sumir kveða svo sterkt að orði að
kalla þetta hættulegan sparnað.
-S.dór