Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. janúar 1984
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Söfnum fyrir leikföngum
Félagið okkar í Reykjavík er nú komið í nýja og glæsilega aðstöðu að
Hverfisgötu 105. Stórátak meðal félaganna hefur gert drauminn um
gott húsnæði að veruleika og skapaö góða aðstööu til starfs og leikja.
En ennþá vantar fé. Meðal þess sem foreldr-
ar hafa rekið sig á að sárlega vanhagar um er
leikaðstaða barna. Leikföng eru fá til í
flokksmiðstöðinni enn sem komið er.
Nú er hafin söfnun meðal flokksfólks og vel-
unnara Alþýðubandalagsins til að bæta úr
i þessú. Allt verður vel þegið hvort sem það
eru fjárframlög eða gömul nothæf leikföng.
Ef þið lúrið á einhverju vinsamlegast látið Kristján Valdimarsson vita í
síma 17500 eða Auði Styrkársdóttur í síma 81333 (heimasími 79017).
Framlög verða sótt heim ef óskað er.
Svavar
Steingrímur Sigríður
Heimir
Akureyringar
Almennur stjórnmálafundur
verður haldinn þriðjudaginn 17. janúar i Alþýðuhúsinu kl. 20.30.
Fundarefni:
Stjórnmálaviðhorfið, efnahags- og atvinnumál.
Frummælendur: Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins,
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður og Sigríður Stefánsdóttir bæjar-
fulltrúi.
Fyrirspurnir og umræður verða eftir framsögur.
Fundarstjóri: Heimir Ingimarsson.
Alþýðubandalagið Akureyri.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Félagsfundur
verður haldinn miðvikudaginn 18. janúar í Þinghól kl. 20.30.
Dagskrá: 1. Endurskoðun stefnuskrár flokksins, Hjalti Kristgeirsson
kynnir. 2. Viðhorf verkalýðshreyfingarinnar til skattamála. Hólmgeir
Jónsson hagfræðingur ASÍ hefur framsögu. Mætið vel og stundvís-
lega. - Stjórn ABK.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Árshátíð og þorrablót ABR
Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugar-
daginn 28. janúar.
Hátíðin verður haldin að Hverfisgötu 105 og hefst borðhald kl. 20.00.
Veislustjóri: Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi. Skemmtiatriði auglýst
síðar.
Aðgöngumiðarnir eru komnir og eru þeir sem þantað hafa miða hvattir
til að vitja þeirra á skrifstofu ABR við tækifæri.
Alþýðubandalagsfélagar fjölmennið og tryggið ykkur miða á hátíðina í
tíma. Þegar eru komnar fleiri pantanir en tala þeirra sem sóttu hátíðina
í fyrra. Þá komust færri að en vildu.
Aðgöngumiðar og miðapantanir á skrifstofu ABR. Síminn er 17500. -
Skemmtinefnd ABR.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Árshátíð
ABK heldur árshátíð sína í Þinghóli laugardaginn 4. febrúar nk.
Skemmtiatriði og hressandi veitingar. Miðaverð aðeins 200 krónur.
Allt stuðningsfólk velkomið. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABK.
Alþýðubandalagið á Akureyri
Árshátíð
Árshátíð Alþýðubandalagsins verður haldin laugardaginn 21. janúar
nk. í Alþýðuhúsinu og hefst með boröhaldi kl. 20.00.
Að vanda verður glæsileg skemmtidagskrá þar sem gleði, andríki,
söngur og hljóðfærasláttur skipa öndvegi. Ræðumaður kvöldsins
verður Vilborg Harðardóttir varaformaður Alþýðubandalagsins. Félagi
Steingrímur og félagi Stefán munu verða gestir hátíðarinnar ef guð
lofar. Hin gamalkunna hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir
dunandi dansi mest alla nóttina.
Miðaverð kr. 450,- Börn yngri en 12 ára fá ókeypis aðgang en aldurs-
hópur 12-15 ára greiðir 200 krónur.
Félagar, undirbúningsvinna er nú í fullum gangi. Auðveldið okkur hana
með því að láta skrá ykkur til þátttöku sem allra fyrst; hjá Ragnheiði í
síma 23397, Óttari í síma 21264 eða Guðlaugi í síma 23909. -
Skemmtinefndin.
Fundur í hreppsmálaráði AB á Héraði. Frá v.: Sigurjón Bjanason, formaður ráðsins, Dröfn Jónsdóttir,
Guðrún Aðalsteinsdóttir, Vigfús Eiríksson, Friðjón Jóhannsson, Sveinn Jónsson, Kristinn Arnason, Einar
Pétursson og Guðlaug Ólafsdóttir.
Austfj ar ðafréttir
Seyðfirðingar hafa mátt vera án
bakarís allt frá því 1975, þar til nú í
sumar sem leið. Þá tók bakarí til
starfa þar á ný. Starfar það í hús-
næði gamla bakarísins en húsa-
kynnin hafa verið endurbætt mjög
og vélakostur að nokkrum hluta
nýr.
Hið nýja bakarí er í eigu Jóns
Ársælssonar kaupmanns en bakari
er Marinó Birgisson. Reksturinn
hefur gengið vel og Seyðfirðingum
þykja heimatökin hæg.
Nýtt skip
til Norðfjarðar
í októberlok bættist Norðfirð-
ingum nýtt skip. Nefnist það Fylkir
NK-102. Aður hét það raunar
Pálmi BA-30.
Fyikir þykir gott skip þó að
nokkuð sé kominn til aldurs. Hann
var smíðaður í Slippstöðinni á Ak-
ureyri 1966. Eigendurnir eru þeir
Garðar Lárusson og Gísli Garðars-
son og sér Gísli um skipstjórnina.
Fylkir fór á togveiðar en ætlunin
er, þegar frá líður, að útbúa hann
til veiða á djúprækju.
Sauðfjárslátrun
hjá Kf. Héraðsbúa
í haust var 60.370 kindum slátr-
að hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Þar
af voru dilkar 54.565 og fullorðið fé
5.805. Slátrun hjá Kaupfélaginu
fer fram á fjórum stöðum: Egils-
stöðum, Reyðarfirði, Fossvöllum
og á Borgarfirði. Meðalfallþungi
dilka var svipaður og í fyrra haust
eða 13.53 kg.
/ ábúð á ný
Þó að jarðir fari í eyði öðru
hvoru þá ber það einnig við að þær
byggist á ný. Það gerðist t.d. austur
í Njarðvík í haust. Þar hafði önnur
jörðin verið í eyði í nokkur ár þar
til nú að þangað fluttist Andrés
Hjartarson og fjölskylda hans.
Hyggst reka þar sauðfjárbúskap.
Riðuveikivarnir gerðu að verkum,
að Andrés varö að fá féð að.
Keypti hann 150 lömb í ríki Vil-
hjálms, Mjóafirðinum.
Og nú hefur birt yfir bæjunum
tveimur í Njarðvík. í sumar var raf-
lína lögð þangað frá Snotrunesi yfir
Njarðvíkurskriður.
Hitt er svo lakari fréttir að bú-
skapur lagðist niður á einum bæ í
Borgarfjarðarhreppi í haust,
Grund. Ábúendurnir þar, Hannes
Árnason og Sigríður Sveinsdóttir,
fluttu í Egilsstaðakauptún.
Hreppsmálaráð
á Héraði
Alþýðubandalag Héraðsbúa
hefur nú kosið hreppsmálaráð.
Gerðist það á fundi félagsins í
haust. í hreppsmálaráðinu sitja:
Björn Ágústsson, Laufey Eiríks-
dóttir, Guðlaug Ólafsdóttir,
Sveinn Jónsson, Sigurjón Bjarna-
son, Friðjón Jóhannsson, Arndís
Þorvaldsdóttir, Guðrún Aðal-
steinsdóttir, Oddrún Sigurðardftir,
Dröfn Jónsdóttir, Árni Halldórs-
son, Einar Pétursson, Kristinn
Árnason, Páll Sigbjörnsson, Vig-
fús Eiríksson, Magnús Magpússon,
Harpa Höskuldsdóttir, Ármann
Halldórsson, Sveinbjörn Guð-
mundsson og Bergþór Gunnars-
son.
Megin verkefni ráðsins er að
fylgjast með störfum hreppsnefnd-
ar og vera ráðgefandi fyrir hrepps-
nefndarfulltrúa félagsins. Fundir
hreppsmálaráðs eru opnir öllum
félagsmönnum.
Ákveðið hefur nú verið að ráðast
í stækkun og endurbætur á Hótel
KEA á Akureyri og verða fram-
kvæmdir hafnar við það nú á næst-
unni. Að sögn Vals Arnþórssonar
kaupfélagsstjóra er hugmyndin að
Ijúka þeim á næstu tveim til þrem
vikum.
Jafnframt er áformað að stofna
félag, sem standi að uppbyggingu
hótelsins. Mun Kaupfélag Eyfirð-
inga verða þar fyrirferðamest en
fleíri samvinnusamtök koma vænt-
anlega við sögu.
Stækkunin verður í því fólgin, að
Trésmíðaverkstœði
í Vopnafirði
Fyrir nokkru var tekið í notkun
nýtt trésmíðaverkstæði hjá
Kaupfélagi Vopnfirðinga. Verk-
stæðishúsið er 420 ferm. Hér er þó •
aðeins um að ræða fyrsta áfanga
byggingarinnar. Ætlunin er að
þarna verði einnig byggt vélaverk-
stæði, rafmagnsverkstæði og vara-
hlutaafgreiðsla.
Það telst til nokkurra nýjunga,
(því lurkakatlar mega teljast ný-
jung), að ketill sá, sem hitar upp
húsið, brennir timbri og ýmsum úr-
gangi, sem til fellur. Ef svo sýnist er
einnig hægt að nota rafmagn og
olíu sem hitagjafa. - mhg
húsnæði það, sem Brauðgerð KEA
og Stjörnuapótek hafa haft, verður
innréttað fyrir hótelið en að auki
byggð hæð ofan á austur-vestur
álmu hússins. Nú eru í hótelinu 28
herbergi en verða 59 eftir breyting-
una og er það ærin viðbót. Veiting-
asalir koma til með að taka 230-250
manns og gestamóttaka hótelsins
verður rýmri og hentugri. Ráð-
stefnusölum verður auðvelt að
skipta niður í smærri sali eftir hent-
ugleikum. Áætlað er að þessar
framkvæmdir kosti um 45 milj. kr.
- mhg
Hótel KEA Akureyri.
Hótel KEA stækkar