Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 16. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Flugbjörgunarsveitin illa styrkt af borginni. Fjárveiting borgarinnar til Flugbjörgunarsveitarinnar Fer á einum óveðursdegi björgunarsveitin væri ávallt reiðu- búin til aðstoðar hvar sem væri en þyrfti að eiga til peninga til að standa straum af venjulegum út- köllum. í Flugbjörgunarsveitinni eru 140 virkir félagar. Þeir eiga 5 bíla, 4 snióbíla og 2 vélsleða. Af þessum tækjum þurfa þeir að greiða trygg- ingar og viðhald. í átökum eins og í óveðrinu 4. janúar er ávallt eitthvað um kostnað vegna slita á keðjum og annarra smáóhappa. Öll vinna er hins vegar unnin af sjálfboðaliðum. segir talsmaður sveitarinnar „Það átti að setja okkur út á kald- an klakann hjá ríkinu í haust. Þjóð- viijinn vakti fyrstur athygli á því máli. Upp úr því fóru hjólin að snú- ast og eftir mikla vinnu komumst við inn á fjárlög fyrir árið 1984,“ sagði Ingvar F. Valdimarsson hjá Flugbjörgunarsveitinni í samtali við Þjóðviljann. „Styrkveiting borgarinnar til okk- ar er mjög lág, ekki nema 40 þús- und krónur. Sú upphæð fer á ein- um óveðursdegi, eins og nú um daginn, aðallega í bensín á stóru bílana okkar.“ Ingvar sagði að rekstrarkostnaður væri mestur í bensíni. Hann benti á að Flug- Ingvar sagði að mikilvægt væri að skilningur á starfseminni ríkti hjá borgaryfirvöldum og ríki. Reksturinn hefur verið fjármagn- aður af þessum aðilum og hliðholl- um einstaklingum. Merkjasala er einnig mjög mikilvægur liður í fjár- öfluninni. „Kraftar okkar nýtast ekki nema við getum notað tækin og rekið þau„. -ÍP- Safn til sögu Reykjavíkur ekki styrkt á þessu ári Safn til sögu Reykjavíkur er rit- röð sem Sögufélagið hefur séð um útgáfu á. Styrkir hafa verið veittir til þessa verks af borginni. Nú hefur sú breyting orðið á að þeir hafa verið felldir niður. Þjóðviljinn hafði samband við Einar Laxness forseta Sögufélags- ins út af þessu máli. Hann sagði okkur að samstarf félagsins og borgarinnar hafi varað frá árinu 1968. Síðan hafa 5 bindi komið út í ritröðinni Safn til sögu Reykjavík- ur. Sagði hann að í haust hefði ver- ið beðið um áframhaldandi styrk Einar Laxness forseti Sögufélags- ins. vegna ákveðinna fræðirita sem þá yrði farið að vinna. Síðasta verkið í ritröðinni var fá- tækrasaga Reykjavíkur 1786-1907 „Ómagar og utangarðsfólk“. Fyrir- huguð var útgáfa tveggja fræðirita enn, annað um konur í reykvísku atvinnulífi, eftir Sigríði Erlends- dóttur, og hitt um jarðrækt og landbúnað í Reykjavík, eftir Þór- unni Valdimarsdóttur. „Svona rit seljast hægt því þau byggja ekki á jólasölunni. Það þarf því að koma styrkur frá opinberum aðilum til heimildarita sem þess- ara“, sagði Einar Laxness. Hann benti á að Sögufélagið gefur mörg söguleg og fræðileg rit út á ári hverju, ýmist með eða án styrk- veitinga. -jp. Skilaboð til Söndru flytja í Regnbogann í dag hefjast í Regnboganum sýn- ingar á nýjustu íslensku kvikmynd- inni „Skilaboð til Söndru“, sem undanfarið hefur verið sýnd í Háskólabíói. Myndin verður sýnd á öllum sýn- ingum, þ.e. kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Myndin sem gerð er eftir sam- nefndri skáldsögu Jökuls Jakobs- sonar, hefður hlotið bestu viðtökur áhorfenda og m.a. eftirfarandi blaðaummæli: „Tvímælalaust merkasta jóla- myndin í ár.“ (FRI-Tíminn). „Skeinmtileg kvikmynd, full af notalegri kímni og segir okkur jafnframt þó nokkuð um okkur sjálf og þjóðfélagið sem við búum í.“ (IH-Þjóðviljinn). „Skemmtileg og oft bráðfalleg mynd.“ (GB-DV). „Heldur áhorfanda spenntum og flytur honum á lúmskan en hljóð- látan hátt erindi sem margsinnis hefur verið brýnt fyrir okkar gráu skollaeyrum, ekki ósjaldan af höf- undi sögunnar sem fiíman er sótt í, Jökli Jakobssyni." (PBB-Helgar- pósturinn). „Bessi vinnur leiksigur í sínu fyrsta stóra kvikmyndahlutverki.“ (HK-DV). „Getur Bessi Bjarnason ekki leyft sér ýmislegt sem við hin þorum ekki einu sinni að stinga uppá í ein- rúmi?“ (ÓMJ-Morgunblaðið). Aðalhlutverkið, rithöfundinn Jónas, leikur Bessi Bjarnason, Ásdís Thoroddsen leikur Söndru, og í öðrum hlutverkum eru m.a. Bryndís Schram, Benedikt Árna- son, Þorlákur Kristinsson, Bubbi Morthens, Jón Laxdal, Rósa Ing- ólfsdóttir, Andrés Sigurvinsson, Birna Þórðardóttir og Elías Mar. Leikstjóri er Kristín Pálsdóttir. Tónlist myndarinnar er eftir Gunn- ar Reyni Sveinsson og Bubba Þorlákur (Þorlákur Kristinsson) handtekinn af lögreglunni undir stjórn Birnu Þórðardóttur rannsóknarlögreglumanns. Jónas (Bessi Bjarnason) horfir hjálpar- vana á. Morthens, en lokalag myndarinn- ar, Maður hefur nú... eftir Gunnar Reyni sem Bubbi syngur hefur þeg- ar náð verulegum vinsældum. Auk sýninga í Regboganum í Reykjavík verða „Skilaboð til Söndru" sýnd víða um land á næst- unni. 27 stiga gaddur í Mývatnssveit Orkureikningarnir sliga menn, segir Starri í Garði Frá Starra í Garði: Hér í Mývatnssveit hafa verið stillur og hörkufrost undanfarna daga, ekki undir 20 stigum nokkra stund og allt uppí 27-28 stig. í morgun var 27 stiga frost og 25 nú um miðjan daginn, snjór yfir allt, allmikill, en oft sést þó meiri. Eiginlega er þetta ekki snjór, held- ur harðfrosið hjarn yfir öllu, hestfæri, ef ekki bílfæri á gaddin- um. Sluppum betur en margir við fárviðri á dögunum, vegir allir greiðfærir, heilsufar dágott, enda allar bakteríur og veirur steindauðar eins og á heimskautinu, en þessar frost- hörkur hafa marga margvíslega erfiðleika í för með sér, vatn frýs í útihúsun, bílar og vélar geta allt eins átt það til að fara alls ekki í gang og þar fram eftir götum. Hér eru öll hús hituð með raf- magni, utan Reykjahlíðar og Vogahverfis, sem hafa hitaveitu. I þessum hörkum verður þar engum sparnaði viðkomið og allt kynt í toppi. Það þýðir víst ekki að nefna tölur yfir slíkan feiknakostnað við þá sem búa við hitaveitu, svo sví- virðilegt er það rafmagnsverð sem við verðum að greiða til að halda lífi í húsum okkar. Þó menn hefðu 15 þúsund króna tekjur til jafnaðar á mánuði, sem menn hafa engan veginn allir, en það er sú upphæð sem ríkisstjórnin hefur yfirlýst að sé hreinn lúxus fyrir almenning, þá myndu fáar krónur verða eftir þeg- ar rafmagnsreikningurinn fyrir þetta kuldatímabil væri greiddur. Annars gengur mannlíf hér sinn vanagang og er tíðindalítið að öðru leyti. Mannréttindanefnd E1 Salvador þarf aðstoð Mannréttindanefnd El Salvador er nú undir auknum þrýstingi stjórnvalda og verður æ erfiðara fyrir hana að starfa að sínum verk- efnum. Nefndin hefur haft aðsetur á biskupsskrifstofunum í San Sal- vador og notið þar nokkurar frið- helgi. Nú hefur crkibiskupinn í San Salvador í þriðja sinn óskað eftir því að mannréttindanefndin rými skrifstofur sínar, en í hvert sinn sem slík ósk hefur komið fram hef- ur alþjóðlegur gagnþrýstingur orð- ið þess valdandi að ekkert hefur orðið úr hótunum um að kasta nefndinni út á götu. Fulltrúar Mannréttindanefndar E1 Salvador á Norðurlöndum hafa farið þess á leit við félög og einstak- linga að hlutast verði til um þetta mál og reynt að hafa áhrif til þess að tryggja stöðu mannréttinda- nefndarinnar. Hvatt er til þess að símskeyti og bréf verði send til biskupsins í San Salvador þar sem þess er farið á leit að hann haldi áfram að skjóta skjólshýsi yfir nefndina og hið merka starf henn- ar. Texti símskeytis gæti hljóðað svo: „Mons Arturo Rivera Y Damas Arzopispado de San Salvador Uno Calle Poniente 3412 San-Salvador El-Salvador Please do not press the Human Rights Commission of El Salvador til leave the Archibishops Premises in San Salvador. -Undirskrift-" Framkvœmdastjórn ísal Krafan um hækkun er Framkvæmdasíjórn íslenska ál- félagsins í Straumsvík hefur scnt út dreifibréf til starfsmanna fyrirtæk- isins þar sem m.a. eru gerðar at- hugasemdir við fréttabréf Trún- aðarráðs verkalýðsfélaganna í fyrirtækinu. Þar segir að fullyrð- ingar starfsmanna um að laun þurfi nú að hækka um 40% til að mæta kaupmáttarskerðngunni, séu rang- ar. Laun í álverinu hafi hækkað verulega umfram almenna kauptaxta frá mcðaltali ársins 1982 til ársloka 1983. Sé því útilokað að 40% kaup- fráleit verða við kröfum um kauphækk- un. í dreifiriti framkvæmdastjórnar- innar er fullyrt að nýtt bónuskerfi þýði ekki Iækkun tekna starfs- manna eins og þeir hafa fullyrt. Þá er tekið vel í hugmyndir Vinnuveit- endasambandsins um 4-5% kauphækkun til launþega með sk. hliðarráðstöfunum og talið eðlilegt að reyna þá leið. Samningaleiðin sé ekki fullreynd því aðeins hafi verið haldnir 4 viðræðufundir við verka- lýðsfélögin. ■ -v. Laus staða Verölagsstofnun óskar að ráöa starfsmann til aö annast vélritun á íslensku, dönsku og ensku og fl. Starfið krefst góörar kunnáttu í vélritun. Umsókn meö upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störí sendist Verölagsstofn- un, Borgartúni 7,105 Reykjavík, fyrir 20. jan- úar n.k. Upplýsingar um staríið eru veittar í síma 27422. Verðlagsstofnun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.