Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. janúar 1984
MOOVIUINN
Málgagn sósíaíisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Ðaldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson,
Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Valþór Hlöðversson.
íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent hf.
Nýjar og
óvœntar kenningar
Viðteknar kenningar þurfa ekki að vera réttar. Sag-
an kennir okkur að vísindakenningar sem mótað hafa
hugmyndaheim manna er oftar en ekki kollvarpað af
nýjum sem einnig verða nýjum kenningum að bráð er
tímar líða. Flestir íslendingar hafa fengið innprentaða
þá mynd í kollinn að með ofsókn í helstu fiskistofna
okkar séum við að skerða afkomumöguleika þjóðar-
innar í framtíðinni, að éta útsæðið. Hafrannsóknar-
stofnun hefur haldið því að landsmönnum að til þess að
geta haft hámarksafrakstur af þorskstofninum þurfi að
halda hrygningarstofni hans í ákveðinni stærð.
Líffræðingar sem hafa farið yfir rannsóknargögn
fiskifræðinga telja sig hafa sannað að þau bendi ekki til
neins sambands milli stærðar hrygningarstofns og
fjölda þorskfiska sem komast í veiðanlega stærð úr
hverjum árgangi. Þannig hafi fiskifræðingar beint sjón-
um ráðamanna og hagsmunaaðila í sjávarútvegi í ranga
átt. Það sem úrslitum ráði að stærð nýrra árganga sé
árferði í sjónum, vorkoma, þörungagróður, æti,hitastig
og fleiri vistfræðilegir þættir. Að sjálfsögðu hafa fiski-
fræðingar aldrei gert lítið úr því að klak og uppvaxtar-
skilyrði ráðist af ástandi sjávar, en þeir sitja uppi með
það að hafa beint sjónum manna frá þeirri spurningu
sem mestu skiptir: Getum við haft áhrif á lífkeðjuna í
sjónum og uppvaxtarskilyrði helstu nytjastofna okkar?
Þeirri spurningu hafa nokkrir líffræðingar svarað ját-
andi. Þeir benda á að í köldu sjávarárferði geti verið
varasamt að vernda smáfisk því þá megi gera ráð fyrir
að of margir fiskar verði um takmarkaða fæðu og veru-
lega dragi úr vaxtarhraða. Færa megi rök að því að við
þær aðstæður gildi hið sama og um vatnafisk og að þörf
geti verið á grisjun til þess að skapa hagstæðustu upp-
eldisskilyrðin.
Að hluta til hefur þetta verið viðurkennt af hálfu
fiskifræðinga. Einn þeirra hefur bent á að loðna sé
uppistaðan í fæðu þorsks af stærðinni 40 til 50 senti-
metra og í stað grisjunar á smáfiski megi auka vaxtar-
hraða með þvf að draga úr loðnuveiðum til þess að
tryggja nóg æti. Þá sé ekki hægt að horfa fram hjá því að
um sjálfsútrýmingu geti verið að ræða hjá þorskinum
þegar lítið er um æti en mikið af smáfiski. Þessar upp-
lýsingar gætu vísað á þá niðurstöðu að friðun á smáfiski
ætti rétt á sér á einu tímaskeiði en ekki á öðru.
Þessi nýju viðhorf munu hafa áhrif á
rannsóknaráherslur og umræðu um ákvörðunartöku í
fiskveiðum þó að menn taki þeim með varúð til að byrja
með. Það leiðir af sjálfu sér að til þess að sterkir ár-
gangar geti náð sér á strik þarf hrygningarstofn. Spurn-
ingin sem nú leitar á, snýst um það hvar séu hin neðri
mörk. Þeirri spurningu hljóta fiskifræðingar að svara úr
því að kenningu þeirra um samband stofnstærðar og
nýliðunar hefur verið kollvarpað. í annan stað hlýtur
að verða að taka stefnuna í loðnuveiðum til endurskoð-
unar úr því að leiða má rök að því að hafa megi áhrif á
viðgang fjórum sinnum verðmeiri stofns með því að
gæta hófs í loðnuveiðum. í þriðja lagi hlýtur að verða
að því stefnt að þróa upp módel sem hægt er að nota til
þess að tengja saman sjávarskilyrði og friðunaraðgerð-
ir. Friðunin virðist ekki einhlít ráðstöfun í öllu árferði. í
fjórða lagi vakna spurningar um það hvort fiskifræðing-
ar geti notað sama módel við torfufisk og botnfisk sem
dreifist um allan sjó.
Vísindin efla alla dáð og þær deilur sem upp eru
risnar um líffræðilegar forsendur fyrir fiskveiðistefnu
okkar ættu að verða tilefni til hollrar endurskoðunar á
viðteknum kenningum. Hinar nýju kenningar ber að
skoða með opnum huga og nota þær til þess að endur-
bæta hinar gömlu.
klippt
TlAUGARDAGUR 14, JANÚAR 1984
TASS-frétt —
rógur um
ísland
TASS-frétUstofan rnssn-
eslu sendi f fyrradag
„frétt“ til beimspressann-
ar, sem byggð er á skrífum
Þjððriljans um fram-
kvæmdir á KeflaTÍkur-
flugrelU. Þar segir að
Bandaríkjamenn dragi (s-
land stöðugt lengra inn f
árásarfyrirætlanir sfnar
með stækkun beraaðar-
mannvirkja á íslandi
TASS leggur sérstaka
áberzlu á þau ummæli,
sem böfð eru eftir Þjóðvilj-
aaum, þess efntK, að
Bandarfkjamenn stefni f
ankin beraaAarumsvif á Is-
landi og að málefni er
Tarða öryggi íslands séu
rædd á Bandaríkjaþingi án
þeas að Uenzka ríkis-
stjórnin riti nokkuð um
þau-
Tass sendir út „ftéttir" úr Þjóðviljanum:
Svikamylla byggð á
óstaðfestum fréttum
og villandi ályktunum
— aegir Geir Hallgrfmsson, utanrfkisráðherra
UUnrlkisráðhfrra tagði
ennfrcmur
»1 TASS-fréttinni er aðallega
r*tt um tvennar frarokvKmdir,
þ.e. ollugeyma i Helguvfk og
atjórnstoð fyrir varnarliðið. la-
lenak atjórovOid hafa fjailað um
TASfWrétU^Wa* aæréxka æadi í
per át JrétT, mm byggá er á
aártfM mm fra»
kvaeaadir á KeflavikarfhagvellL
Segtr TaMTrétOMUf am. U Bamdæ
rftjtmemi dngi laéaad alMaft
leagra imm I árimrtyrkxúmmk
hafa ekki farið fram á neinar
þ*r framkvsmdir aem ekki eru
innan þesa raroma.
Engar framkvaemdir eða við-
búnaður aem ógnað getur öðrum
þjóöum hefur átt aér alað eða er
ráðgerður hár á landi.*
I TASS-fráttinni aagir ra.a.:
rittttiiua
„Hvaö varöar okkur um þjóöarhag?“
Þjóöviljinn hefur fœrzt í aukana vlö „fréttafölsunarhlutverk“ sitt
í þágu TASS-fréttastofunnar rússnesku. Gangur mála er á þessa
leið: 1) fyrst sýöur Þjóðviljinn saman lygabrigzl um hlutverk Is-
lands í „árásarfyrirætlunum Bandarikjanna", 2) stöan matbýr
Pjóbhollustan
Morgunblaðið hefur látið mik-
inn vegna þess að TASS-
fréttastofan hefur birt fréttir um
hernaðarbrölt Bandaríkjamanna
á fslandi - með sfnu lagi einsog
enginn þyrfti að vera hissa á.
Morgunblaðið segir
„TASS leggur sérstaka áherslu á
þau ummæli sem höfð eru eftir
Þjóðviljanum þess efnis, að
Bandaríkjamenn stefni í aukin
hernaðarumsvif á íslandi og að
málefni er varða öryggi Islands
séu rædd á Bandaríkjaþingi án
þess að íslenska ríkisstjórnin viti
nokkuð um þau.“
Síðan ruglar Mogginn í fram-
haldinu um það að Þjóðviljinn sé
hér í „fréttafölsunarhlutverki" og
að„það auðmýkjandi þjónshlut-
verk í þágu sovésks áróðurs, sem
Þjóðviljinn lcikur, þarf að mæta
fyririitningu alls heiðarlegs og
þjóðholls fólks.“
Hvað hefur nú Þjóðviljinn gert
rangt? Þjóðviljinn hefur einfald-
lega sagt frá því sem stendur í
opinberum bandarískum
gögnum um áform bandaríska
hersins um framkvæmdir í Kefla-
vík. Þá hefur komið fram að
beiðni um rammgera stjórnstöð,
þarsem mikið er um ústrikanir í
þingskjölum, hefur ekki komið
fyrir íslensk stjórnvöld. Þjóðvilj-
inn hefur upplýst lesendur um
þessi mál einsog honum ber
skylda til. Og allar þær upplýsing-
ar sem Þjóðviljinn hefur birt eru
úr opinberum gögnum banda-
rískunt og frá hérlendum emb-
ættismönnum.
Lygifréttin
Hvers vegna er þá Morgun-
blaðið að tala um lygafrétt í þessu
sambandi? Staðreyndin er sú að
ævinlega þegar utanríkismál ís-
lands ber á góma þá verður blað-
ið einsog flokkurinn sem að því
stendur lítilla sanda og sæva. Það
sem verra er, það er einsog þetta
stóra dagblað vilji ekkert vita unt
þennan málaflokk hvað þá að
upplýsa lesendur sína um það
sem er að gerast.
Morgunblaðið hefur
einnig skyldur
Margir hyllast til þess að líta
einfaldlega á Morgunblaðið og
segja; þetta eru auðvaldsbullur
og ekkert að marka hvað þeir
segja og skrifa. En auðvitað er
Morgunblaðið ýmislegt fleira.
Morgunblaðið hefur haft nokk-
urn metnað sérstaklega í inn-
lendum fréttum, þarsem hags-
munum ættarauðvaldsins á Is-
landi og í Sjálfstæðisflokknum er
ekki stefnt í hættu, að skýra satt
og rétt frá og nefna fleiri sjón-
armið en eitt.
Sem stærsta dagblaðið í
landinu hefur Morgunblaðið fjöl-
margar skyldur. Ein er sú að veita
lesendum sínum upplýsingar um
það sem varðar landið og þjóð-
ina. Morgunblaðið hefur ekki
sagt lesendum sínum frá því sem
talað er um ísland og áform
bandaríska hersins hér á landi á
bandaríkjaþingi. Af hverju
bregst Morgunblaðið þeirri
skyldu sinni að veita lesendum
sínum upplýsingum um jafn
mikilsverð málefni?
Andstœðingur
upplýsingar
Morgunblaðið lét sig líka hafa
það í síðustu viku að kvarta
undan því að herforingjar og op-
inberir aðilar í Bandaríkjunum
létu vitnast um hugleiðingar sínar
er varða ísland. Ætli það sé ekki
einsdæmi í fjölmiðlaheiminum,
allténd á Vesturlöndum, að fjöl-
miðill skuli kvarta úndan og
gagnrýnt að upplýsingum sé
komið á framfæri.
Og skárri en það nú þjóðholl-
ustan og framkoman gagnvart
heiðarlegur fólki sem einnig les
Morgunblaðið, að neita því unt
upplýsingar sem varða svo ekki
verður á móti mælt öryggishags-
munum þjóðarinnar og landsins.
Og óneitanlega votta þau um-
mæli Morgunblaðsins að Þjóð-
viljinn sé að þjóna sovéskum ár-
óðurshagsmunum með því að
segja frá því sem stendur í opin-
berum bandarískum gögnum, um
ótrúlegan skort á sjálfsvirðingu.
Og þegar svo er komið að þögn
um öryggismál íslands er talin
réttlætismál í stærsta dagblaði
þjóðarinnar, þá má fara að spyrja
hvort ekki fara að kostast frétt-
irnar í Mogganum um önnur tíð-
indi. _ óp.
Orðaleikur
Alþýðublaðinu virðist vera
mjög í nöp við Sighvat Björgvins-
son þessa dagana, en Sighvatur er
aðalendurskoðandi blaðsins.
Alþýðublaðið er einsog kunn-
ugt er málgagn Alþýðuflokksins
en sá flokkur var í óformlegum
tengslum við Kommúnistaflokk
ráðstjórnarríkjanna á árunum í
kringum 1920. Hvort sem það er
arfur frá þeim tíma eða öðrum
ástæðum, þá lætur blaðið áður-
nefnda afstöðusínatil aðalendur-
skoðandans í Ijósi með Kremlar-
aðferðinni þ.e. í uppsetningu efn-
is og á milli lína.
Leiðari sl. þriðjudagsins hófst
tilaðmynda með þessum orðum:
„Nokkur skrif hafa orðið hjá
þeim fjandvinum á Þjóðvilja og
Morgunblaði undanfarna daga
um stöðu og störf Alþýðuflok-
ksins. Hvati þeirrar umfjöllunar
eru tilskrif í Skutii málgagni Al-
þýðuflokksmanna á Vestfjörð-
um.“
Til að skilja þessa þulu. þarsem
lykilorðið er í upphafi síðari setn-
ingarinnar, þurfa nienn að vita að
Sighvatur er stundum kallaður
Hvati í kunningjahópi.
-óg.