Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Búnaðarbankinn heldur alþjóðlegt skákmót: Fimm erlendir þátttakendur Sænska skákdrottningin Pia Cramling etur kappi við 11 karla Búnaðarbanki Islands gengst fyrir alþjóðlegu skákmóti í Reykja- vík, dagana 27. janúar til 10. febrú- ar n.k. Þátttakendur eru 12, þar af fimm útlendingar. Mótið er í 9. styrkleikaflokki og þarf 8 vinninga af 11 til að ná stórmeistaratitli, en 5 Sendiráð fari að íslenskum lögum um útlit húsa, segir Magnús Skúlason bygginganefndar- maður í Reykjavík „Það er ekki alls kostar rétt með farið um afstöðu bygginganefndar Reykjavíkur til viðbygginga á sendiráðum Rússa og Bandaríkja- manna í Skráargati síðasta Sunnu- dagsblaðs Þjóðviljans“, sagði Magnús Skúlason arkitekt og bygg- inganefndarmaður í Reykjavík í samtali við blaðið. Magnús sagði að í sinni for- mannstíð í bygginganefnd hefðu Bandaríkjamenn sótt um að fá að byggja blómaskála við sendiráð sitt og hefði það mál verið afgreitt þannig að hann væri löglegur í bak og fyrir. Hins vegar hefðu Rússar staðið sig illa í þessum málum og t.d. reist í óleyfi alls konar skúra við sendiráðsbygginguna við Garðastræti og síðast biómaskála við hús sendiráðsins við Túngötu sem passaði alls ekki á svalir þess. Þess vegna hefur bygginganefnd krafist þess að hann verði fjar- lægður. Þá sagði Magnús að bygginga- nefnd hefði gert athugasemd við loftnet Hljómbæjar eftir að það var sett upp og krafist þess að sótt yrði um leyfi fyrir því ellegar yrði það fjarlægt. Þess sama hefur nú verið krafist af Rússum enda væri stað- setning loftnetsins mjög slæm á húsi þeirra. Erlend sendiráð á íslandi verða að fara að íslenskum lögum og reglugerðum varðandi útlit og byggingu húsa en á því hefði orðið nokkur misbrestur í ýmsum tilfell- um. Einna versta dæmið frá liðnum árum var þegar hús v-þýska sendi- ráðsins var augnstungið en það var á sínum tíma teiknað af Guðjóni Samúelssyni. Þá hefði bygginga- nefnd skrifað bréf til sendiráðsins og því hefði ekki einu sinni verið svarað. Magnús nefndi einnig að Bandaríkjamenn hefðu nýverið reist girðingu út að Þingholtsstræti sem ekki væri leyfi fyrir. - GFr. Leiðrétting í viðtali Þjóðviljans við Maríu G. Sigurðardóttur hjá íslensku óperunni s.l. föstudag kom fram misskilningur í túlkun á leik- listarlögunum. Hið rétta er að rík- inu ber að styðja óperustarfsemi, en óljósara er með skyldur sveitar- stjórna í þeim efnum. Þetta leiðréttist hér með. -JP. og 1/2 dugir í alþjóðlegan titil. Meðal þátttakenda er Lev Al- burt frá Bandaríkjunum en hann sigraði á síðasta Reykjavíkurmóti og er stigahæsti keppandinn með 2570 stig. Þá keppir Pia Cramling, sænska skákdrottningin við ellefu karla, en hún hefur 2405 stig. Aðrir gestir eru: De Firmian, ungur bandarískur meistari sem er næst stigahæsti maður mótsins með 2520 stig. Hann hefur ekki náð til- skildum áfanga til stórmeistaratit- ils í lokuðu móti, en fær nú tækifæri til þess. Þriðji bandaríkjamaðurinn er Shamkovic, 2460 stig og frá Júgóslavíu kemur Knezevic sem hefur 2435 stig. íslensku þátttakendurnir eru: Friðrik Ólafsson, Margeir Péturs- son, Guðmundur Sigurjónsson, Jón L. Arnason, Helgi Olafsson, Jóhann Hjartarson og Bragi Krist- jánsson. Mótið hefst föstudaginn 27. janúar n.k. að Hótel Hofi við Rauðarárstíg. 1. í vöruafgreiðslu notar EIMSKIP tæki til að flytja vörur á milli staða. Þessi tæki heita a) Flytjarar b) Slakarar c) Lyftarar Hvað vinna margir hjá EIMSKIP? a) b) c) 700 200 1500 EIMSKIP lestar og losar skipin og hefur vöruafgreiðslu í Reykjavík í nýlegri höfn. Hún heitir a) Nýhöfn b) Sundahöfn c) Friðarhöfn , Hvað er EIMSKIP með mörg skip í siglingum? a) 5 b) 20 c) 40 4. Fyrsti formaður EIMSKIPS varð síðan fyrsti forseti lýðveldis Islands. Hann hét_ a) Sveinn Björnsson b) Ásgeir Ásgeirsson c) Jón Sigurðsson , Á einu ári sigla skip EIMSKIPS samtals 1.068.000 sjómílna vegalengd sem v jafngildir a) Siglingu frá Reykjavík til Japan b) Ferð 7 sinnum kringum hnöttinn c) Siglingu 5 sinnum til tungslins 7. Hvað hét fyrsta skip EIMSKIPS? a) Dettifoss b) Gullfoss c) Fyrstifoss 9. Mikið af vörum sem EIMSKIP flytur er flutt í sérstökum geymslum. Þær eru kallaðar a) Hámar b) Gámar c) Tankar EIMSKIP veitir viðskiptavinum sínum margs konar þjónustu. Það sem vakið hefur sérstaka athygli er a) Heimakstur á vörum til viðskiptavina - Flutningur heim í hlað. b) Sérstakar skyndiferðir með hraðbátum milli landa. c) Hnattferðir fyrir farþega með geimskutlu. 10 • Halldór Laxness kom með bókmenntaverðlaun Nóbels til íslands með Gullfossi árið EIMSKIP býður börnunum í spennandi spurnlngalelk Þriöjudaginn 17. janúar eigum viö í Eimskip stórafmæli. Þann dag höfum við annast farsælar siglingar og flutningsþjónustu fyrir íslensku þjóðina í sjö áratugi. Eins og venja er á merkum tímamótum bryddum viö upp á ýmsu skemmtilegu til hátíöabrigöa, bæöi fyrir börn og fullorðna. í dag bjóöum viö öllum krökkum á grunnskólaaldri í spurningakeppni þar sem vegleg verölaun eru í boði. Við tengjum spurningarnar, sem eru krossaspurningar, sögu Eimskips í sjötíu ár og bendum ykkur á að leita ráðlegginga hjá eldri kynslóöinni ef eitthvaö reynist erfitt. Gangi ykkur vel - og góöa skemmtun! 1 i Svarseðill 1 Krossið við réttan bókstaf 1 □ a □ a □ a □ a □ a I 1) Db 2) Db 3) □ b 4) □ b 5) Db □ c □ c □ c □ c □ c □ a □ a □ a □ a □ a i 6) nb 7) Db 8) □ b 9) □ b 10) □ b □ c □ c □ c □ c □ c i Nafn \ ' Heimilisfaili' i Sími | Skilafrestur er til 1. febrúar 1984. Verölaunin 1. Hringferð fyrir tvo með Álafossi eða Eyrarfossi til Englands, Hollands, Belgíu og Þýskalands næstasumar. 2. HringferðfyrirtvomeðDettifossieða Mánafossi til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur næsta sumar. 3.-10. Vandaðar sjálfvirkar myndavélar. 10.-50. Bókaverðlaun. Utanáskriftin er: EIMSKIP Pósthússtræti 2 Afmælisgetraun 101 Reykjavík Flutningur er okkar fag v EIMSKIP 0 0 Sími 27100 *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.