Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Hvernig telur þú að best verði hægt að tryggja hag hinna lægst launuðu? Allir eru sammála unt að lœgstu laúnin sem greidd eru í þessu landi eru ekki mannsœmandi og raunar útilokað að framfleyta séráþeim. Ekki liggurljóstfyrir hversu margir verða að láta sérnœgja tœplega 11.000 krónurá mánuði en vísterað þeireru fjölmargir. Verkalýðsforingjar láta gjarnan þau orðfallaþegar samningarfara íhöndað nú verði að hœkka lœgstu launin. Það hefur einnig verið ákveðið, bœði itinan BSRB og Verkamannasambandsins, að lágmarkslaun verði 15.000 krónur. Menn virðast hins vegar ekki á eitt sáttir hvernig eigi aðfara að því að framkvæma þá lausn. Við hringdum ífulltrúa3ja verka- lýðsfélaga og spurðum þá hvaða leið vœri vœnlegust til að tryggja kaupmátt lœgstu launanna. Magnús L. Sveinsson formaður VR Hœkka ber kauptrygginguna „Brýnasta hlutverk okkar í komandi gerð kjarasamninga er að tryggja kaupmátt þeirra sem lægst hafa launin í raun og veru. Það verður ekki gert öðru vísi að mínu mati en með því að beita kauptryggingarákvæðinu sem er í samningum og hækka það lág- mark verulega“, sagði Magnús L. Sveinsson formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur í gær. „Núna eru lægstu launin í þessu landi ekki nema 10.961 króna á mánuði og það vita allir að það er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi á þeim launum. Það vita það einnig allir að fjöldi fólks hefur þessi smán- arlaun og ekkert annað.“ Telurðu raunhæfan möguleika að verkalýðshreyfingin krefjist þess að þetta launamark verði 15.000 krónur? „Það væri mikill ávinningur ef það næðist fram að lægstu laun sem mætti greiða út yrðu ekki undir 15.000krónum. Þaðereng- inn ofsæll af þeim tekjum. Aðal- atriðið er að koma í veg fyrir að allir launamenn í landinu fái verulegar kauphækkanir því eins og ástatt er fyrir okkur núna er Magnús L. Sveinsson: eins og nú er ástatt í þjóðfélaginu er útilokað að allir launþcgar geti fengið hækkun á laun sín. Þcir lægst launuðu verða að ganga fyrir. það einfaldlega ekki hægt. Menn þeir sem eru með lægstu tekjurn- ættu einmitt af þeim sökum að ar fái þó hækkun“, sagði Magnús sýna skilning og sætta sig við að L. Sveinsson. _ v. Helgi Bjarnason á Húsavík Sömu krónutölu á öll laun „Menn hafa alla tíð talað fjálg- lega um að tryggja verði þá sem lægst hafa launin en það virðist á hinn bóginn ganga erfiðlega. Ég er þeirrar skoðunar að krónu- töluhækkanir séu vænleg leið til að koma í veg fyrir að launabilið haldist jafn breitt og nú er og jafnvel haldi áfram að breikka“, sagði Helgi Bjarnason formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. „Þið á fjölmiðlunum ættuð að spyrja t.d. Steingrím Hermanns- son forsætisráðherra hvort hann treysti sér til að lifa á 10.-12.000 krónum á mánuði og láta hann ekki komast upp með að snúa sig út úr þeirri spurningu. Það getur auðvitað enginn lifað mannsæmandi lífi á slíkum launum og menn hljóta að gera verið sammála um að ráða þar bót á. Atvinnurekendavaldið hefur komið með tilboð um að Helgi Bjarnason formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur: þeir sem gagnrýna verkalýðshreyfinguna harðast eru oft þeir sem ckkert vilja gera. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir: alltaf talað um að tryggja beri hag þeirra lægstlaunuðu, en þeir sitja samt alltaf á botninum þegar upp er staðið. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir í Sókn Verðum að koma á afkomutryggingu „Mínar skoðanir í þessum efn- um ættu ekki að koma neinum þeim á óvart sem fylgst hefur með verkalýðsmálum. Við verðum að leggja alla áhcrsluna á þá sem eru langt undir nauðþurftartekjum og við gerum það best með því að koma á sérstakri afkomutrygg- ingu sem hið opinbera trygginga- kerfi sæi um“, sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Starfsmannafélagsins Sóknar er hún var spurð í gær. verkafólk selji félagsleg réttindi en þar eru þeir að bjóða vöru til kaups sem þeir eiga ekkert í. Þeir eru einfaldlega að bjóða upp á að verkafólk greiði sjálft launin sín.“ Hvað finnst þér um kröfuna um að engin laun verði undir 15.000 krónum? „Út af fyrir sig væri harla gott ef hún næðist fram því enginn er ofsæll af þeim launum. En hins vegar hlýtur að vera erfitt að .framkvæma þá leið því bónusfólk 'færi illa út og eftir- og nætur- vinnukaup yrði litlu hærra Hjá því fólki en dagvinnutaxtarnic" Verkalýðsforystan hefur verið ^agnrýnd fyrir að fara of hægt af stað með kröfurnar. Hvað viltu segja um það? „Þeir sem gagnrýna verka- lýðshreyfinguna hvað harðast eru oftast þeir sem ekkert vilja gera. Það er okkar reynsla. Menn verða að átta sig á að staðan er slæm en sú kemur tíð að verka- fólk þolir ekki meira og þá verður vafalaust slegið til baka.“ - v. „Menn hafa talað um að tryggja beri hag hinna lægst launuöu fyrir hverja einustu samningagerð sem ég man eftir. En alltaf gerist það sama þegar upp er staðið: þeir sem búa við lökust kjörin sitja eftir á botnin- um en aðrir tleyta rjómann. Til að koma í veg fyrir allsherjar- hækkun á öll laun innan launa- stigans tel ég að leiðin sé að hækka lægstu launin þannig að þau verði lífvænleg og að almannatryggingakerfið annist það. Það þýðir ekkert að segja mér að ekki séu til peningar í þessu þjóðfélagi, vandamálið er aðeins hvernig á að skipta því fjármagni sem tii er. Þannig ástand hefur nú skapast hjá lág- launafólkinu að það verður að koma því til hjálpar. Það hefur líklega aldrei verið brýnna en ein- mitt núna." Hvernig hefur verið tekið í hugmyndina um afkomutrygg- ingu innan verkalýðshreyfingar- innar? „Það hefur verið tekið vel í hana innan láglaunafélaganna en þar sem ég hef reifað hana annars staðar hefur hún frekar mætt þögn viðstaddra. Hvað það merkir verður að koma í ljós en á næstunni þarf að kynna þessa hugmynd og útfæra nánar og ég er sannfærð um að þar er að finna leiðina til að bæta í raun kjör þeirra sem lifa á hungurmörkun- um“, sagði Aðalheiður að síð- ustu. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.