Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.01.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. janúar 1984 ísland í bandarísku þingtíðindunum Þannig er staða Islands staða leppríkisins.. Árni Hjartarson. Atómstðð er atómstöð, hvort sem þar eru geymd kjarnorkuvopn að staðaldri eða ekki. Byssaer byssa hvort sem hún er hlaðin eða ekki. Viðtal við Árna Hjartarson formann SHA Umræðurnar í fjárveitinga- nefnd bandaríska þingsins sýna, að fyrir hernum er Island ekki annað en leppríki og það þarf ekki einu sinni að biðja um leyfi fyrir áformunum, sagði Árni Hjartarson formaður miðnefnd- ar Samtaka herstöðvaandstæð- inga í viðtali við Þjóðviljann: - Hvað kemur fram nýtt að þínu mati í birtingu hinna opin- beru bandarísku gagna um Ilelg- uvík? - I sjálfu sér kemur ekkert nýtt fram, að öðru leyti en því að Ijóst er að yfirlýsingar utanríkisráð- herra fyrir einu eða tveimur árum um að þessi stöð þýði ekki stækk- un birgðarýmisins reynast stað-' lausar. Það var farið fram á fimmföldun birgðarýmis fyrir eldsneyti úr ca. 40 þús. rúm- metrum í 200 þúsund rúmmetra. Ólafur Jóhannesson þáverandi utanríkisráðherra kvaðst ekki leyfa þessa aukningu heldur að um sama birgðarými yrði að ræða. Nú kemur hins vegar á dag- inn, að öll áform bandaríska hersins virðast hafa miðað við margfalda stækkun án þess að utanríkisráðuneytið hafi nokkuð við það að athuga. Fyrir hvern er aukningin? - Þarna rekur mann í fyrstunni í vörðurnar, því hér er um hern- aðarleyndamál að ræða. Hins vegar kemur fram í þessum bandarísku þingtíðindum að þarna er ætlunin að geyma forða fyrir langdrægar sprengjuflugvél- ar sem geta borið kjarnorku- vopn. B-52 sprengjuflugvélar til- heyra hinu svokallaða SAC- kerfi, en það er sú deild banda- ríska hersins sem fer með stjórn langdrægra sprengjuflugvéla og eldflauga. Sverrir Haukur Gunn- laugsson deildarstjóri í varna- máladeild utanríkisráðuneytisins’ neitar staðfastlega að þetta standi til. Ég leyfi mér að draga í efa, að fulltrúi varnarmáladeildar uppá íslandi viti gerr um áform banda- ríska hersins hér á landi en her- foringjarnir sjálfir Varnarmál- deild og íslenska utanríkisráðu- neytið er orðið bert að því hvað eftir annað uppá síðkastið að vera ókunnugt um þau hernaðar- áform sem hér eru í bígerð. I þingtíðindunum er einnig fjallað um stjórnstöð, rammgera og þar með er mikið um útstrik- anir, hefur þú áður heyrt um þessa stjórnstöð? - Um tíma hélt maður að hinn rammgeri kjallari í nýju flugstöð- inni yrði slík stjórnstöð en nú virðist annað uppi. Að öðru leyti endurspeglar umræðan um þessa stjórnstöð einsog hún birtist í þessum þingtíðindum þá afstöðu sem herinn hefur til vígbúnaðar- uppbyggingar hér landi. Það koma hvergi fram neinar áhyggj- ur af því hvort þeir fái leyfi fyrir slíka stjórnstöð hjá íslenskum stjórnvöldum, heldur er aðal- vandamálið fjárveitingar frá bandaríska þinginu. Þannig er staða íslands, staða leppríkisins. Jáyrði þaðan kemur þegar á þarf að halda. Stjórnstöð í þeirri mynd sem fram kemur í banda- rísku þingtíðindunum hefur aldrei verið rædd hér á landi, en samt sem áður er hún orðin deilu mál á bandaríska þinginu. Allur búnaður þessarar stjórnstöðvar einsog honurh er lýst í kringum útstrikanir í þingtíðindunum sýnir Ijóslega hvernig öll upp- bygging Keflavíkurhervallar er miðuð við að hann sé og verði stjórnstöð kjarnorkuherafla. Heldurðu að það sé atómstöð í Keflavík? Byssa er byssa hvort sem hún er hlaðin eða ekki, atómstöð er atómstöð hvort sem þar eru at- ombombur að staðaldri eða ekki. Við í SHA höfum aldrei haldið fram að hér væru kjarnorku- sprengjurgeymdaraðstaðaldri þó Mogginn segi annað. Hins vegar er nokkuð víst að flugvélar með kjarnorkuvopn hafa átt viðkomu í Keflavík, þótt stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á því að kanna þær vísbendingar. A vellinum er allur búnaður fyrir hendi og hægt er að vopna stöðina kjarnorku á innan við hálfu dægri. Er meira um það að hingað berist upplýsingar um hernaðar- brölt Bandaríkjahers á íslandi eða er einfaldlega meira að gerast nú en áður? - Vígbúnaðarkapphlaupið er tryllingslegra bæði hér á landi og annars staðar en áður. En á hitt er vert að benda að tilkoma frið- arhreyfinganna hefur sett víg- búnaðaröflin undirsmásjá. Hing- að til þá hefur verið farið með öll umsvif bandaríska hersins hér einsog mannsmorð. Herinn og stjórnvöld reyna að dylja fólk þess sem er að gerast og reyndar er svo að sjá sem utanríkisráðu- neytið vilji sem minnst vita sjálft um það sem er á ferðinni. Friðarumræðan leiðir það af sér að stjórnvöld komast ekki undan einsog áður því að veita lág- marksupplýsingar um það sem fram fer. Mogginn og önnur víg- búnaðaröfl eru mjög tauga- veikluð og andsnúin þessari þró- un, einsog umfjöllun um eld- flaugamálið og upplýsingarnar úr bandarísku þingtíðindum bera glöggt vitni. Staðreyndin er nefnilega sú, að því meira sem fólk fær að vita um hernaðarupp- bygginguna, þeim mun andsnún- ara verður það henni, sagði Árni Hjartarson formaður miðnefnd- ar samtaka herstöðvaandstæð- inga að lokunt. -óg Umferðarslysin Helmingur lát- inna er yngri en 25 ára Þrefalt fleiri karlar láta lífið í umferðinni en konur. Á árunum 1976-1980 létust alls 138 Islendingar í umferðarslysum og var helmingur þeirra yngri en 25 ára. Þetta kemur m.a. fram í samantekt Jónasar Ragnarssonar ritstjóra og Ólafs Ólafssonar land- læknis i nýjasta hefti Heilbrigðis- mála, fréttarits Krabbameinsfél- agsins. Nær þrír af hverjum fjórum sem látast í umferðinni eru karlar og á þessu fimm ára tímabili létust 100 karlar og 38 konur. Þessi mikli munur milli kynja er fyrst og fremst vegna aldurhópanna frá 5 ára til 29 ára, en eftir þrítugt er minni munur á fornarlömbum umferðarslysa eftir kynjum. Umferðarslys eru pú um 25% af öllum dauðslysum hér landi og hefur fjölgað hlutfallslega vegna aukinnar umferðar og fækkunar annarra slysa, m.a. drukknana. Fyrsta banaslysið í umferðinni hér á landi varð árið 1916,en fyrsti bíll- inn kom hingað til lands 1904. Fram undir 1940 urðu slysin flest fimm á ári, en sum árin lést enginn í umferðarslysum. Síðast bar slíkt við árið 1935. Síðustu tvo áratugina hafa banaslysin í umferðinni orðið flest 39 árin 1975 og 1977 en fæst voru þau árið 1968, 11. í 30% dauðaslysa verður gang- andi maður fyrír ökutæki, um 30% slysanna verða við árekstur og um 30% við það að ökumaður missir stjórn á ökutækinu og það veltur eða fer út af. 10% banaslysa í um- ferðinni verða af öðrum ástæðum. : Umferðaslys eru fjórðungur allra banaslysa hér á landi, Nær 700 landar á tíræðisaldri 1. janúar 1983 voru 694 ísiend- ingar á lífl sem voru 90 ára og eldri. 99 af þeim hópi voru 95 ára og eldri. Þessar upplýsingar koma fram í Heilbrigðismálum, fræðsluriti Krabbameinsfélagsins. Þar segir ennfremur að fyrir hálfri öld hafi aðeins 119 íslendingar verið á tí- ræðisaldri, þar af 13 95 ára og eldri. Á sama tíma og öldungarn- ir eru orðnir sexfalt fleiri, hefur þjóðinni fjölgað um helming.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.