Þjóðviljinn - 26.01.1984, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 26.01.1984, Qupperneq 1
DIQÐVIUINN Hvað viltu fá að vita um ungbörn og uppeldi þeirra? Þú lest það í blaðauka Þjóðviljans í dag. Sjá 9-17 Ríkisstjórnin kastar stríðshanska „Þeirra ráða verður neytt sem duga til að hindra slíka ósvinnu og sprengingu í okkar efnahagslífi sem slíkt framferði myndi hafa í för með sér. Það verða gerðar ráðstafanir sem duga til að hindra að menn fari fram eins og þeir áforma nú í launamálum. Eg útiloka enga aðferð. “ Sverrir Hermannsson í útvarpsviðtali í gœr. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra Iýsti því yfir í viðtali síðdegis í gær að ríkisstjórnin væri að undirbúa að afnema á ný samningsfrelsi launafólks. Viðtalið var tekið vegna þess að á miðnætti á að koma til fram- kvæmda löglega boðað verkfall í álverinu í Straumsvík. Ráöherrann var spurður um álit hans á launakröfum starfsmanna ísal: „Þetta er nú einhver sú fárán- legasta kröfugerð sem ég minnist að hafa séð“, var svar Sverris Her- mannssonar. í viðtali við Þjóðvilj- ann fyrir skömmu lýsti Ragnar janúar 1984 fimmtudagur 49. árgangur 21. tölublað VIÐ NOTUM ÞÁ AÐFERÐ SEM DUGIR“ Halldórsson forstjóri ísal því yfir að afkoma fyrirtækisins væri mjög góð og það gæti vel greitt mun hærri laun. Hins vegar myndi sam- þykkt á kröfum starfsmanna skapa fordæmi sem ekki yrði liðið. Yfir- lýsing iðnaðarráðherra í gær sýnir vel samspil ríkisstjórnarinnar og forstjóra ísal. „Kröfugerðin er útí hött. Það kemur ekki til neinna álita að við henni verði litið eða á hana fallist. Ég hef að vísu ekki úrslitaákvæði um það eins og er - eins og er - því samningsfrelsi er í landinu". Á þennan hátt útskýrði Sverrir Hermannsson nánar afstöðu sína til samninganna í Straumsvík og bætti síðan við þeirri hótun sem vitnað er til orðrétt í inngangi þess- arar fréttar. Þar kemur skýrt fram að ríkisstjórnin er að búa sig undir að afnema samningafrelsi með lag- asetningu eða öðrum þvingunarað- ferðum. Iðnaðarráðherra segist ekki útiloka neina aðferð. „Við munum nota þá aðferð sem nægir,“ voru lokaorð hans í viðtalinu. Guðlaugur Þorvaldsson. Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjari: „Yfirlýsingar ráðherrans á afar viðkvœmu augnabliki eru furðulegar og geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar“. - Þessar yfirlýsingar ráðherrans á afar viðkvæmu augnabliki í samningaviðræðum eru furðulegar og geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á gang mála í deilu starfsmanna og Islenska álfélagsins. Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem ráðamenn láta slík orð falla á viðkvæmu augnabliki, sagði Guðlaugur Þor- valdsson ríkissáttasemjari er blaðamaður Þjóðviljans innti hann álits á ummælum Sverris Hermannssonar iðnaðarráðherra í gærkvöldi. Ríkissáttasemjari þarf ekki að leggja fram sáttatil- lögu í þessari deilu þar sem eiga í hlut starfsmenn innan almennu verkalýðsfélaganna. Þegar opinberir starfsmenn eða bankamenn eiga í kjaradeilum og hafa boðað til verkfalls, verður ríkissáttasemjari sam- kvæmt lögum að leggja fram sáttatillögu. Hann getur einnig frestað verkfalli í slíkri deilu. Ef ríkisstjórn ætlar að banna verkföll verður hún að setja sérstök lög um það hverju sinni og fá samþykki Alþingis ef það situr. Síðast var það gert í deilu flug- stjóra árið 1981. Hér á landi eru ekki fyrir hendi gerðardómslög sem ríkisvaldið getur gripið til í slíkum tilfellum, að sögn lögfræðings ríkissáttasemjara. • • Orn Friðriksson trúnaðarmaður: „Efísal hefurslíka baktryggingu, þá undrast ég ekki að þeir hafi enga kauphœkkun boðið. Þetta skýrir afhverju ekki eitt einasta jákvœtt orð hefur komið fram á fundum hjá sáttasemjara. “ „Eftir þessa yfirlýsingu ráðherra þá sýnist okkur málin vera að taka nýja stefnu. Við erum að ræða hvort það hafi einhvern tilgang að halda áfram við- ræðum við þessar aðstæður. Það hefur ekkert komið fram hjá viðsemjendum okkar nema tilboð um 5% kauplækkun, svo það er ekki að sjá að stefni í samn- inga fyrir verkfallsboðun", sagði Örn Friðriksson í samtaíi við Þjóðviljann í gærkvöldi. Þá höfðu samningafundir staðið yfir hjá sáttasemj- ara með hléum frá því í gærmorgun. Það benti því allt til þess í nótt þegar blaðið fór í prentun að til boðaðs verkfalls komi hjá verkamönnum í Straumsvík á miðnætti í nótt. Ig/v Yfirlýsing starfsmanna - Sjá 3 Offursti í KGB Arbeiderbladet í Osló segir í gær að það hafí heimiliiir fyrir því að njósnarinn Arne Tre- holt hafl haft offíseratign innan sovésku leyniþjónust- unnar KGB og sé það til vitnis um mikilvægi hans fyrir njósnastarf Sovétmanna á Vesturlöndum. Þá er því einn- ig haldið fram í norskum fjöl- miðlum í gær að KGB sitji nú um líf Arne Treholt, þar sem hann búi nú yfir svo mikilvæg- um upplýsingum um sovésku leyniþjónustuna að það geti valdið henni óbætanlegu tjóni ef hann leysi frá skjóðunni. Þá kemur einnig fram í norskum fjölmiðlum í gær að Jens Evensen fyrrverandi hafréttarmálaráðherra Nor- egs muni falla frá umsókn sinni um stöðu dómara við Al- þjóðadómstólinn í Haag, vegna máls þessa, en þéss var vænst að hann tæki við dóm- araembættinu innan skamms. Njósnarinn Arne Treholt var nánasti ráðgjafi Evensen meðan hann gegndi ráðherra- embætti. ólg. Sjá bls 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.