Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.01.1984, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. janúar 1984 BLAÐAUKI Greinarhöfundur ásamt drengnum sínum sem enn nýtur móðurmjólkurinnar. - ljósm. Atli. rungbatíi ífjölskyldunni eða vinahópnum? Pá getur þú valid um tvær afbragðs góðar gjafír. Ungbarna- bækur AB. Fyrstu ár barnsins í þessa fallegu myndabók er hægt að safna saman og skrifa upplýsingar um fyrstu árin i lífi barnsins, hvernig það dafn- ar og þroskast, byrjar að tala, lærir að skríða og ganga, hvað það segir og hvað það gerir. Þessi bók verður bæði foreldr- unum og barninu sjálfu að dýr- mætri perlu, er tímar líða. é Brjóstagjöf og barnamatur Það er stórkostleg stund, þeg- ar barn fæðist. Ný mannvera er komin í heiminn, sem þarf á ástúð og hlýju foreldra sinna að halda. í þessari bók fjallar Sigrún Daviðsdóttir um tím- ann bæði fyrir og eftir fæð- ingu og gerir brjóstagjöf og barnamat ýtarleg skil. Bókin er full af hollráðum um næringu og umönnun ungbarna og það hvernig foreldrar fái sem best notið þeirrar ánægju, sem barnið veitir. Aö gefa 1 Um greinarhöfund Hallfríður Ingimundardóttir er höfundur þessarar grein- ar. Hún er þriggja barna móðir. Auk móðurhlutverksins starfar hún sem kennari. Greinin er skrifuð á haustmánuðum fyrir rúmu ári síðan. Þá var drengurinn hennar rúmlega sex mánaða gamall, og hún staðráðin í því að halda brjóstagjöfinni áfram. Nú er drengurinn, sem heitir Örvar Þorri, að verða tveggja ára gamall. Samband þeirra er afar gott. Bæði njóta þess að enn þiggur hann mjólkursopann hjá móður sínni. Auk móðurmjólkurinnar fær hann allan venjulegan mat og er ekki lengur háður því að fá brjóst á ákveðnum tíma. Tilefni eftirfarandi hugleiðinga má í upphafi rekja til lítils hnokka. Þessi sex mánaða pattaralegi snáði hefur til þessa nærst á því besta sem allflestar mæður geta gefið börnum sínum - mjólkina úr sér. Reyndar var móðir hans færður bæklingur um mat handa ungbörnum og sam- kvæmt honum gæti hún gefið hon- um, fyrir utan mjólkursopann, grauta, grænmeti, ávexti auk ýmiss konar viðbótarfæðu s.s. eggja- rauður, lifur, hrogn, jógurt, ýmir, súrmjólk, skýr og fisk. En henni finnst mjólkin nægja og vel það. Þessi móðir er ekkert einsdæmi, síður en svo, þótt hún tilheyri minnihlutahópi kvenna sem hafa börn sín svo lengi eingöngu á brjósti. Nú mætti ætla að fólk væri ekki í nokkrum vafa hversu vel þessum stubbi líður og það eru vissulega margir. Þó eru sumir tortryggnir gagnvart „svona einhæfu matar- æði“ og eiga það jafnvel til að spyrja móður hans hvort hún hafi látið efnagreina í sér mjólkina. Enn aðrir verða undirleitir á svip og botna alls ekkert í þessu mjólk- urstreymi. Síðar, þegar æ fleiri mæður bætt- ust í hóp hinna vantrúuðu, fór hún enn frekar að velta fyrir sér matar- æði ungbarna... Brjóstamjólk er hollur matur og miklu meira en það Um hollustu móður- mjólkurinnar þyrfti ekki að fara mörgum orðum. Hún liggur í augum uppi, svo framarlega sem móðirin vandar fæðuval sitt. Sem dæmi um næringargildi hennar er sú viðurkennda staðreynd, að móðurmjólkin ein fullnægir alger- lega matarþörf barnsins fyrsta hálfa æviárið og lengur takist móð- urinni að rækta vel mjólkina í sér. A- og C-vítamín, í formi lýsis og appelsínusafa, er þó nauðsynlegt að gefa með brjósti. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að sumar tegundir þurrmjólkur komast næst næring- argildi móðurmjólkurinnar, en verðið er alveg óheyrilega hátt á þessu dufti og á fárra færi að kaupa það að staðaldri. Kúamjólkin er og verður aftur á móti fyrir kálfa. f það minnsta þarf að gefa hvítvoðungnum mikið með henni til þess að hún uppfylli lág- marks gæðaskilyrði. Og litlir „mallakútar" eru langt í frá að vera nægilega þroskaðir til þess að taka við miklu úr þeirri áttinni fyrstu mánuðina. Ekki nóg með það, að brjósta- mjólkin er það hollasta sem barnið á völ á, heldur er hún fjarska ódýr- að ekki sé talað um hversu hag- kvæm hún er í notkun. Pelanum fylgir jú alltaf mikið umstang eins og allflestir vita. Og hún leiðir fleira gott af sér. Eftir því sem kon- ur eru lengur mylkar, knýr þekk- ingin á mikilvægi mjólkurinnar þær til þess að útbúa hollan mat fyrir börn sín þegar þörf krefur. Þ.e. þann tíma sem þær gefa með brjósti og þangað til börnin geta neytt þess matar sem er á borðum dag hvern. Gervimatur í öllum stærðum, gerðum og litum fær því blessunarlega að standa áfram óhreyfður í búðarhillunum. En það er líka annað og meira en hollur matur sem móðir gefur litl- um anga sínum þegar hún leggur hann á brjóst. Það sem beinar rannsóknir ná trauðla til, en mæli- stika framtíðarinnar ein sker úr um. Hér er um að ræða þetta ólýs- anlega og nána tilfinningasamband móður og barns sem eykst með hverjum nýjum degi sem barnið fær brjóst og nær hámarki þegar konan hefur yfirstigið þá örðug- leika sem óhjákvæmilega fylgja í kjölfar brjóstagjafar, þ.e. þegar um er að ræða of mikla eða litla mjólkurframleiðslu, samspil þess- ara tveggja þátta ásamt líðan kon- unnar fyrstu vikurnar eftir barns- burð. Þegar jafnvægi er náð milli móð- ur og hvítvoðungs annars vegar og konunnar og kropps hennar hins vegar, verða brjóstagjafir þær stundir sem hún vildi síst verða án. í ljósi þess, að mæður gera allt hvað þqr geta til þess að börn þeirra fái allt hið besta, sætir þó furðu hversu fáar eru mylkar lengur en hálft ár. Til þess liggja þó oft gildar ástæður sem komið verð- ur að síðar. Brjóstagjöf í dag Svo virðist sem aðalsmerki of margra íslenskra mæðra í dag sé að gefa börnum sínum fyrst og sem mest af fastri fæðu fyrstu mánuðina - ekkert ósvipað því sem hástétt- arkonurnar gerðu áður fyrr. Og það segir sig sjálft, að mjólkur- framleiðslan snarminnkar um leið og ítroðsla matar eykst. Engar kannanir hafa að vísu verið gerðar á mataræði ungbarna hér á landi að því ég best veit, svo fyrrnefnd stað- hæfing tekur mið af því umhverfi sem ég gerst þekki. En nú vilja mæður börnum sín- um það besta eins og áður sagði og helst það allra besta. Að ekki sé talað um nýburamóðurina sem er altekin af sínu nýja hlutverki og leggur sig í líma við að anginn hennar dafni sem best. Samt eru þær allt of margar sem hætta að vera mylkar örfáum vikum eftir barnsburð. Hverju skyldi slíkt sæta? Oft heyrist, að konur nenni ekki að hafa börn sín á brjósti vegna þess hversu bindandi það er. Eitthvert sannleikskorn leynist í þessu, en varla er þetta einhlít skýring. Annað og meira hlýtur að koma hér til. Kvennamenning - ómenning Ein veigamikil, ef ekki veiga- mesta ástæða þess að konur eru

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.