Þjóðviljinn - 27.01.1984, Page 1

Þjóðviljinn - 27.01.1984, Page 1
janúar 1984 föstudagur 49. árgangur 22. tölublað „ViS áskiljum okkur allan rétt ef iðnaðarráðherra lætur orð sín eftir ganga“. Ásbjörn Vigfús-son trúnaðarmaður starfsmanna í kerskálum Aiversins lýsir stöðunni á fundi með starfsmönn um síðdegis í gær. Þjóðviljamynd - eik. VERKFALL „Það hefur sýnt sig að hér fœst ekkert í gegn nema rrieð verkfalli. Verkfall er það eina sem þessir menn skilja. Við rísum upp núna, það er einungis spurning hvenærþolinmæðin þrýtur hjá öðru launafólki, “ sögðu starfsmenn í Straumsvík á fundum sínum í gær. Ummœli iðnaðarráðherra Sverris Hermannssonar hafa blásið mikilli baráttu í verkamenn, sem segjast ekki œtla að sitja og standa eins og þessi ráðherra boði. Engu líkara sé aftali hans en hann sé einn af éigendumfyrirtœkisins. „Mérfinnast þessi ummœli ráðherra alveg forkastanleg. Pessi maður er ekki hœfur til að sitja á ráðherrastóli. Ég lýsi fyllsta vantrausti á þennan mann“, sagði einn starfsmanna Álversins í gær. Straumsvík. Eigendur fyrirtækisins völdu að haldið yrði heitu á bræðslukerjum í stað þess að slökkva undir þeim.Þarsem verka- lýðsfélögin eru bundin af því í samningum að ekki verði skemmd- ir á framleiðslutækjum álversins, eru nú 13 starfsmenn við eftirlits - störf í kerskálunum.Verður þeirri skipan haldið fram á laugar- dagsmorgun en þá verða kallaðar út aukavaktir til að áltaka kerin og skipta um skaut. Á fundum sem trúnaðarmenn verkalýðsfélaganna héldu með starfsmönnum í Álverinu í gær kom fram að starfsmenn eru til- búnir í langa baráttu ef á þarf að halda. Sjá frásögn af fundi starfs- manna og samtöi við starfsmenn á bls. 3. Hótanir iðnaðarráðherra Sverris Hermannssonar í garð starfsmanna í Straumsvfk eiga ekki minnstan þátt í samstöðu þeirra hundruða starfsmanna fyrirtækisins sem hófu verkfall vegna launadeilna við fyr- irtækið á miðnætti sl. nótt. Þetta er í fyrsta skipti sem alls- herjarverkfall skellur á í Álverinu í Hitaveita Reykjavíkur Líffræðingar svara Hafrann- 903% hækkun á fjórum árum Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur hœkkað um 868% á sama tíma Á síðustu fjórum árum hefur vatnið hjá Hitaveitu Reykjavíkur hækkað um 903% og rafmagns- verð Rafmagnsveitu Reykjavíkur um 868% á sama tíma og laun hafa hækkað um 345% og byggingarvís- itala um 474%. Segja þeir sem gerst vita að verð á heitu vatni frá Hita- veitu Reykjavíkur hafi ekki verið hlutfallslega hærra síðan árið 1955. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá á dögunum hækkaði heita vatnið hjá HR um 119% á síðustu 12 mánuð- um en heimtaugagjaldið um rúm 70%. Þessar tölur voru lagðar sam- an í fréttinni en ber að halda að- skildum, nóg er það nú samt. Það vekur athygli á sama tíma sem þessar hrikalegu hækkanir urðu hjá HR var henni gert að skila 11 miljónum króna til borgarsjóðs að kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins fyrir árið 1983. Þá hefur Hita- veita Reykjavíkur byggt yfir starf- semi sína eitt af stærstu og giæsileg- ustu húsum borgarinnar á sama tíma og heita vatnið hefur hækkað um 903%. Hún er einnig að greiða fyrir mistök sem yfirmenn hennar gerðu í kringum 1970 þegar farið var út í tilraunastarfsemi við lagnir í Fossvogshverfi og Breiðholt I, lagnir sem nú eru ónýtar og verður að endurnýja. _ S dór Bls. 7 Álver við Eyjafjörð Engar ákvarðanir „Umræðan um álver við Eyja- álvers við Eyjafjörð. Hún sagði að Qörð hefur skyggt á aðra og mikil- • Jón Sigurðarson formaður At- vægari umræðu um atvinnumál á vinnumálanefndar hafi lagt á þetta Akureyri. áherslu. Rannsóknum á lífrfki fjarðarins Sigríður sagði að stefna Alþýðu- er ekki lokið en niðurstöður þeirra bandalagsins varðandi byggingu ál- eru forsendur þess að raunhæf um- vers yrðu grundvölluð á niðurstöð- ræða um byggingu álvers geti haf- um rannsókna og því að tryggt yrði ist. forræði íslendinga yfir iðjuverinu. Signður Stefánsdóttir bæjar- Umræðan um álver við Eyja- fulltrúi Alþýðubandalagsins á Ak- fjörð er ekki ný á Akureyri og Sig- ureyri sagði í samtali við Þjóðvilj- ríður sagði að ekkert nýtt væri að ann að Framsóknarmenn í bæjar- gerast í málinu annað en það að stjórn gangi nú fram fyrir skjöldu Framsóknarmenn væru orðnir og styðji við byggingu hugsanlegs meðmæltariþvíenfyrrhefðiverið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.