Þjóðviljinn - 27.01.1984, Page 2

Þjóðviljinn - 27.01.1984, Page 2
2 SÍfiA - Þj'Ófi'VÍLjÍr^N L'öátudagur 27.'. janúár 1984 Fyllti tvo flutningabíla Stolið frá Aðalverktökum Starfsmaður Aðalverktaka staðinn að verki með fullan bílskúr af góssi íslenska lögreglan á Keflavíkur- flugvelli handtók á dögunum starfs- mann íslenskra Aðalverktaka þar sem hann var að bera birgðir af kjöti úr mötuneyti fyrirtækisins í bfl sinn um miðja nótt. Starfsmaður þessi var nætur- vörður hjá fyrirtækinu og hafði sem slíkur aðgang að ýmsum húsa- kynnum aðalverktaka á Keflavík- urflugvelli. í vetur hefur orðið vart við rýrnun á ýmsum vörutegundum og verkfærum í eigu Aðalverktaka á Vellinum. Fylgdist lögreglan því með ferðum næturvarðarins í síð- ustu viku og handtók hann er hann kom klyfjaður út úr mötuneytinu. Við leit í bílskúr næturvarðarins við heimili hans í Keflavík fannst mikið af verkfærum og öðrum hlutum sem horfið höfðu úr húsa- kynnum aðalverktaka. M.a. fannst í bílskúrnum mikið af frystu kjöti, byggingarefni, verkfæri, málning, bensín í miklu magni og einnig vél- avinnuspíri sem maðurinn hugðist eima. Þurfti að flytja allt þýfið í tveimur flutningabílum upp á völl aftur. Hljótt hefur verið um þessi tíð- indi ofan af Velli og mun það stafa af áskorun forstjóra fyrirtækisins um að halda þjófnaðarmáli þessu leyndu fyrir fjölmiðlum, vegna ál- itshnekkis sem það gæti valdið fyrirtækinu. -lg- íslenskir Aðalverktakar Leyndinni verði aflétt milli íslenskra aðalverktaka og varnarliðsins; Hverjir eiga íslenska Aðalverk- taka, hvað um tollfrjálsan innflutn- ing og annan innflutning tengdan hernum? Lögð hefur verið fram beiðni um skýrslu á alþingi með út- listuðum svörum við spurningum sem slíkum. Það eru þingmenn Al- þýðuflokksins og Bandalags jafn- aðarmanna sem leggja fram beiðn- ina til utanríkisráðherra. í skýrslunni eigi að koma fram m.a.: 1. hverjir eru eignaraðilar í ís- lenskum aðalverktökum, ann- aðhvort beint eða gegnum önnur félög, og í hvaða hlut- föllum; 2. eiginfjárstaða íslenskra aðal- verktaka og matsverð varan- legra rekstrarfjármuna í árslok 1982 a) húseignir b) bifreiðar c) aðrar eignir; 3. hvernig húseignin Höfðabakki 9 hefur verið fjármögnuð og hvaða starfsemi fer þar fram; 4. heildarvelta íslenskra aðal- verktaka árin 1980, 1981 og 1982; 5. árlegur hagnaður fyrirtækisins árin 1980,' 1981 og 1982 og hvernig honum hefur verið ráðstafað; 6. hverjar tekjur íslenska ríkisins hafa verið og eignaaukning hjá íslenskum aðalverktökum s.l. ár og hvernig það hefur verið fært í ríkisbókhald; 7. stofnfjárframlagíslenska ríkis- ins og verðmæti eignarhluta þess í árslok 1982; 8. hversu miklum gjaldeyri ís- lenskir aðalverktakar hafa skilað inn s.l. 5 ár, hversu háar gjaldeyrisyfirfærslur þeir hafa fengið vegna innflutningsskrif- stofu fyrirtækisins í Bandaríkj- unum og hvernig háttað hefur verið skilagrein til bankanna; 9. hvort íslenskir aðalverktakar hafa fengið umboðslaun og ef svo er h ver þau hafa verið s. 1.5 ár og hvernig háttað hefur ver- ið skilagrein til banka; 10. hverjir viðskiptabankar fyrir- tækisins eru og hver var hlut- fallsleg skipting innistæðna í þeim bönkum í árslok 1981 og 1982; 11. verðmæti tollfrjáls innflutn- ings fslenskra aðalverktaka s.l. þrjúársem heimilaðurhef- ur verið af varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins vegna eftirfarandi: a) varnarliðsframkvæmda sem unnar eru á grundvelli verktakasamninga við varnar- liðið b) annars innflutnings sem ekki er skráður á ákveðna verksamninga; 12. upphæð umsaminna efnis- kaupa samkvæmt verktaka- samningum fyrir sama tímabil Herra ritstjóri. Ég undirritaður kannast ekki við að hafa átt það viðtal við Þjóðvilj- ann, sem birtist á forsíðu blaðsins í dag. Virðingarfyllst, Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemari Athugasemd frá blaðamanni Reykjavík 26. janúar 1984 Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær þar sem hann segist ekki kannast við að Þjóðviljinn hefði átt við sig viðtal það sem birtist á for- síðu blaðsins í gær. Af því tilefni vill undirritaður blaðamaður Þjóð- viljans taka fram eftirfarandi: Yfirlýsing Guðlaugs Þorvalds- sonar ríkissáttasemjara hlýtur að byggjast á misskilningi. Strax eftir að Síðdegisvöku útvarpsins lauk í gær fór ég til skrifstofu ríkissátta- semjara og var kominn þangað um kl. 18.30. Tilgangur minn var sá að leita viðbragða samninganefnda starfsmanna í álverinu í Straumsvík og annarra sem þar kynnu að vera staddir. Ræddi ég við allmarga menn, þar á meðal Guðlaug Þor- 13. eftirgjöf ríkisins s.l. 3 ár (fært fram til verðlags í dag) í tollum og aðflutningsgjöldum af vél- um, tækjum og búnaði vegna verktakastarfsemi við Kefla- víkurflugvöll; 14. hvort yfirvöld hafi kannað hvort innflutningur tækja, véla og varahluta hvers konar, sem ekki eru skráð á ákveðna verktakasamninga, séu í sam- ræmi við raunverulega þörf fs- valdsson. Fór samtal okkar fram við ljósritunarvél embættisins, framan við aðsetur skrifstofustjór- ans. Ég spurði Guðlaug hver hann teldi áhrifin af orðum Sverris Her- Aðalfundur Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins verður hald- inn um aðra helgi, og hefst kl. 13.30 Iaugardaginn 4. febrúar, í flokks- miðstöðinni Hverfisgötu 105. Fundinum verður framhaldið á sunnudag ef þurfa þykir. Aðalmál fundarins auk venju- legra aðalfundastarfa eru kjara- El Salvadornefndin á íslandi boðar til fundar á Hótel Borg nk. sunnudag og hefst hann kl. 15.00. A fundinum mun Jón Gunnar lenskra aðalverktaka; 15. hvernig háttað er eftirliti með innflutningi samkvæmt 8. gr. 6. tl. fylgiskjals með varnar- samningi milli íslands og Bandaríkjanna og hverjar hafa verið tollatekjur íslenska ríkis- ins af þeim innflutningi; 16. verkamannakaup pr. klst. í verksamningum á árinu 1983 og starfsmannafjöldi fyrirtæk- isins s.l. 3 ár; 17. utanríkisráðherra hafi áform um að breyta fyrirkomulagi mannssonar í Síðdegisvökunni og svaraði Guðlaugur á þessa leið: - Þessar yfirlýsingar ráðherrans á afar viðkvæmu augnabliki í samn- ingaviðræðum eru furðulegar og geta haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar á gang mála í deilum starfs- manna og íslenska álfélagsins. Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem ráðamenn láta slík orð falla á viðkvæmu augnabliki, - Virðingarfyllst, Valþór Hlöðversson, blaðamaður samningar og atvinnumálin. For- ystumenn í stærstu stéttarfélögun- um munu skýra stöðu samninga- mála. Fundurinn er opinn öllum stuðn- ingsmönnum Alþýðubandalagsins en liðsmenn þess í verkalýðssam- tökunum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Formaður stjórnarinnar er Benedikt Davíðsson. Grétarsson segja frá frelsuðu svæð- unum í E1 Salvador og Björk Gísla- dóttir greinir frá jólasöfnuninni og starfinu framundan. verkútboða á vegum varnar- liðsins og ef svo er þá hvernig, og hvort það fyrirkomulag verkútboða, sem hér ríkir, eigi sér hliðstæður við samsvarandi aðstæður í öðrum löndum og sé ekki svo, hvernig því sé þá háttað. Þess sé óskað með beiðninni að skýrsla utanríkisráðherra verði tekin til umræðu á alþingi fljótlega eftir að henni hefur verið útbýtt meðal þingmanna. Eins og fram hefur komið í Þjóð- viljanum, fór Svavar Gestsson fram á slíka skýrslu í október sl. og er hún langt komin í vinnslu. Það má því vænta hennar mjög fljót- lega. Lífleg sala a snjósleðum Frá því í september í haust og þar til nú um miðjan mánuðinn hefur Véladeild SÍS selt samtals 44 snjó- sleða. Deildin hefur flutt inn Yama- ha sleða frá Japan í 15 ár og mun vart meira af annarri tegund snjó- sleða hérlendis. Lengst af hefur salan verið mest til Austfjarða en í vetur hefur Norðurlandið verið einna drýgst. Annars dreifist salan um allt land. Sleðarnir eru fáanlegir frá 18 og upp í 90 hestöfl. f ár er mest eftir- spurn eftir 50-60 hestafla sleðum. Verðið er yfirleitt á bilinu 100-200 þús. kr., eftir vélarafli. Bændur hafa lengi verið í greinilegum meiri hluta meðal kaupenda, en upp á síðkastið hafa „sportmenn“ sótt mjög í sig veðrið. Að loknum fundinum á Hótel Borg er svo ætlunin að ganga í blys- för að bandaríska sendiráðinu við Laufásveg. _ v< Yfírlýsing frá ríkissáttasemj ar a Reykjavík 26. janúar 1984 Aðalfundur Verkalýðsmálaráðs AB: Kj ar asamningar og atvinnumál -mhg El Salvadornefndin Opinn fundur á sunnudaginn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.