Þjóðviljinn - 27.01.1984, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 27.01.1984, Qupperneq 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 27. janúar 1984 UODVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðalustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Biaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóbannesdóttir, ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Hótanir Sverris Málstaður starfsfólks álversins í Straumsvík í þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir hefur verið herfilega affluttur af ráðherrum í ríkisstjórninni, formælendum atvinnurekenda og stjórnarblöðunum, Morgunblað- inu, Tímanum og DV. Því hefur verið haldið fram að þarna sé hálaunafólk á ferðinni sem geri óheyrilegar kröfur er sprengja muni efnahagskerfið upp í 200% verðbólgu, og vinna mikinn skaða í álverinu með verk- falli. Undan svona þokkaliði megi með engu móti láta hvað sem það kosti. Hið rétta í málinu er það að samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum þurftu starfsmenn álversins að leggja fram sínar kröfur í september á sl. ári og voru þeir því á undan öllum öðrum í kröfugerð. Á þeim tíma þótti ekki annað fært en að setja fram þá eðlilegu kröfu að í samningum bæri að stefna að því að endurheimta kaupmáttinn frá 1982. Það þýðir að ef svo yrði gert í einu stökki þyrfti kaup álversmanna að hækka um 40%. Það er misjafnt hvernig verkalýðsfélög hafa sett fram kröfur sínar, stundum eru þær miðaðar við senni- lega niðurstöðu, en stundum, og þá sérstaklega þegar á undan er gengin mikil kjaraskerðing, er þess krafist að launafólk endurheimti það sem af því hefur verið tekið. Álversmenn hafa sett kjarabaráttu sinni markmið, en þeir hafa tekið fram að stefna megi á að ná því í áföng- um. Hvenær hafa ýtrustu kröfur verið samþykktar í samningum? Yfir þessu hafa stjórnarliðar þagað. Því er haldið fram að fólkið í álverinu sé á háu kaupi. Sannleikurinn er sá að kaupið er ekkert til þess að hrópa húrra fyrir fyrir, 12-15 þúsund kr. í byrjunarlaun t.d. Tekjurnar sem menn hafa í álverinu eru til komnar vegna vaktavinnu og álags sem er á starfsfólkinu. Og þar hefur fólk ekki aðeins verið að selja vinnu sína heldur einnig heilsu. Það er látið liggja að því að verkfallsaðgerðir í álver- inu séu óábyrgar. Þvert á móti háttar málum þannig til að starfsmenn eru bundnir af því í kjarasamningum að framleiðslutæki álversins skemmist ekki. Samkvæmt samningum getur ÍSAL valið um tvær leiðir frammi fyrir verkfalli, annarsvegar að láta starfsmenn taka bræðsluker úr sambandi og tæma þau og tekur það fjórar vikur, en hinsvegar að halda kerjunum heitum. Það stöðvar ekki framleiðsiuna en dregur úr henni og gerir hana dýrari. ÍSAL hefur þegar valið síðari leiðina að þessu sinni og það þýðir að starfsmenn álversins verða að halda uppi lágmarksvöktum í verkfallinu. Allur sá ófrægingaráróður sem stj'órnarliðar hafa haldið uppi gegn starfsmönnum álversins er því byggð- ur á sandi, sem þyrlað er upp í fjölmiðlum þeirra. En í krafti þessa áróðurs er nú um það rætt í herbúðum ríkisstjórnarinnar að knýja gegnum þingið lög um bann við verkfallinu í álverinu. Sverrir Hermannsson iðnað- arráðherra kom hótunum á framfæri í útvarpinu í fyrradag, og forstjórar Alusuisse á íslandi eru hinir rólegustu, vitandi um þá baktryggingu sem þeir hafa í ríkisstjórninni. Launafólk á ekki að láta þennan skolla- leik blekkja sig. Alusuisse í VSÍ? DV skýrir frá því í gær að ÍSAL muni hreppa það að launum fyrir að semja ekki við starfsmenn sína að fá inngöngu í Vinnuveitendasamband íslands. Þar með yrðu þáttaskil í stéttabaráttu á íslandi. Samtök verka- fólks ættu þá ekki aðeins í höggi við samtök íslenskra atvinnurekenda, heldur einnig erlenda auðhringa innan vébanda VSÍ. Með vaxandi ítökum erlends fjár- magns á íslandi gæti þróun sem þarna er fitjað upp á fært ákvarðanir um heildarkjör íslensks launafólks út úr landinu. klippt HvaO viltu fá aS vita um ungbórn og uppeldi þeirra? Þú lest það f blaSauka Þjóðviljans í dag. Sjá 9-17 janúar 1984 fimmtudagur 49. árgangur 21. tölublað ,VIÐ NOTUM framferði ráðstafanir sem Samningsfrelsi en... „Þeirra ráða verður neytt sem duga til að hindra slíka ósvinnu í okkar efnahagslífi sem slíkt fram- ferði hefði í för með sér. Það verða gerðar ráðstafanir sem duga til að hindra að menn fari fram einsog þeir áforma nú í launamálum. Ég útiloka enga að- ferð“, sagði Sverrir Hermanns- son á síðasta degi fyrir verkfall í Straumsvík. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar felur í sér ótvíræða hótun um lag- asetningu um bann við verkföll- um og kauþhækkunum. Til hvers er þá fyrir verkalýðshreyfingu að hafa samningsrétt? Sverrir sagði enn fremur í útvarpsviðtalinu fræga: „Ég hef að vísu ekki úr- slitaákvæði um það - eins og er - því samningsfrelsi er í landinu". Er þetta samningsfrelsi? Kosningar á næstu grösum? Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra er ekki eins hroka- fullur að þessu sinni í yfirlýsing- um sínum. f DV í gær segir hann: ráðherranna Sverris og Alberts, þá er auðsætt að ríkisstjórnin unir ekki aðilum vinnumarkaðarins einum að semja um kaup og kjör. Varla trúir nokkur maður að launafólk í landinu sætti sig við 4% kauphækkun uppí 30% kaupmáttarskerðingu á meðan ríkisstjórnin heldur áfram að mala undir hátekjufólk og fyrir- tæki. Fyrirtækin treysta sér vel til að greiða eitthvað af kaupráninu til baka, þannig að 4% í þessu sambandi hljóta að teljast hlægi- leg. Þegar og ef semst um kauphækkanir og kjarabætur á næstunni gerist annað tveggja: 1) Ríkisstjórnin setji lög sem banna verkföll og tekur hugsan- legar kauphækkanir beint til sín og fleiri lagasetningar í þeim dúr. 2) Ríkisstjórnin segir af sér og efnt verður til kosninga. Þetta eru þeir tveir kostir sem ríkisstjórnin hefur sett launa- fólki. En ef að líkum lætur er því miður ekki hægt að taka mark á loforði Alberts frekar en fyrri daginn. En Albert segir nú þetta líka áður en hann hefur Ieitt hug- ann að útreiðinni sem ríkisstjórn- arflokkarnir fengju í slíkum kosningum. yfir ijög gæti vcl greitt mun .n. Hins vegar mvndi sam- samningsfrelsi er í landinu“. Á þennan hátt útskýrði Sverrir Hermannsson nánar afstöðu sína til samnincanna í Straumsvík og „Það er stefna ríkisstjórnarinn- ar að samningar eigi að vera frjálsir. Hún hefur hins vegar sett það markmið að launakostnaður í landinu hækki ekki umfram 4% á árinu. Ef sú stífla verður sprengd á ríkisstjórnin þann eina rökrétta leik að skjóta málinu til þjóðarinnar í kosningum tafar- laust“. Semsagt ef aðilar vinnumark- aðarins semja um meira en 4% kauphækkanir verður þing rofið og efnt til kosninga. Eða er máske ekkert að marka Albert Guðmundsson að þessu sinni? Samningar eða kosningar? En ef reynt er að ráða í ummæli „Efnahags- örðugleikarnir“ Bjarni P. Magnússon formað- ur framkvæmdastjórnar Alþýð- uflokksins bregst ókvæða við fréttum Þjóðviljans um fjárhags- örðugleika Alþýðublaðsins í gær. Fréttirnar séu „meira og minna rugl“, segir Bjarni og „efnahags- örðugleikar“ eru settir í gæsa- lappir til að sýna hversu fjarstæð- ar fréttirnar eru. Eftir að Bjarni hefur losað um hnútana f garð Þjóðviljans í við- tali við Alþýðublaðið í gær með ofangreindum hætti staðfestir hann fréttir Þjóðviljans í öllum greinum: „Það hefur ekki verið neitt launungarmál, hvorki innan flokks né utan, að fjárhagstaða Alþýðublaðsins er og hefur verið erfið“. Selja sölu- nefndinni hlutinn Um hitt meginatriðið í fréttum Þjóðviljans um Alþýðublaðserf- iðleikana, að ákveðnir aðilar í flokknum hefðu áhuga á að selja af eignarhluta Alþýðublaðsins segir Bjarni m.a.: „25% eignar- aðild að Blaðaprenti er ekkert heilagt mál“. Og hann liggur ekki á skoðun sinni: „mitt persónulega mat hefur verið það að við ættum að fara þarna út. Það hefur ekki orðið ennþá; ákveðin öfl í flokkn- um hafa verið því andvíg af ein- hverjum ástæðum". Með öðrum orðum: Bjarni P. Magnússon staðfestir fréttir Þjóðviljans svo ekki verður um villst. Én hvaða „ákveðunu öfl“ eru þetta og hverjar eru þessar „einhverjar ástæður“? Það fer hins vegar ekki á milli mála að Bjarni P. heyrir til þeirra afla í Alþýðuflokknum sem vilja af- henda eignarhlut Alþýðublaðsins í hendurnar á sölumönnum hers- ins: „Formaður framkvæmda- stjórnar Alþýðuflokksins sagði að uppá síðkastið hefði verið rætt við ýmsa aðila um hugsanleg kaup á hlut Alþýðublaðsins í Blaðaprcnti“. • óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.