Þjóðviljinn - 27.01.1984, Page 5
Fóstudagur 27. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN
SIÐA 5
Helgi H. Jónsson fréttamaður
ætlar að hætta hjá útvarpinu
BÚSETINN
Málgagn húsnsoðissamvinnufélaga
Búseti fái lán
hefur ásamt fleirum stofnað
nýtt fréttaþjónustufyrirtœki
Helgi H. Jónsson fréttamaður
hjá útvarpinu hefur stofnað fjöl-
miðlafyrirtæki ásamt Magnúsi
Bjarnfreðssyni og Vilhelm G.
Kristinssyni. Um næstu mánaða-
mót ætlar hann að segja upp starfi
sínu á útvarpinu. Nýja fyrirtækið
heitir Kynningarþjónustan sf. og
mun m.a. aðstoða fyrirtæki og ein-
staklinga við gerð fréttatilkynninga
og bæklinga.
Þjóðviljinn fór í heimsókn til
þeirra félaga í gær og fékk upplýs-
ingar um hið nýstofnaða frétta-
þjónustufyrirtæki. Magnús Bjarn-
freðsson er helsti starfskrafturinn
ennþá, jafnframt því sem hann er í
hlutastarfi hjá sjónvarpinu. Helgi
H. Jónsson mun vinna hjá frétta-
stofu útvarpsins, þangað til hann
verður laus þar, en jafnframt starfa
hjá Kynningarþjónustunni. Vil-
helm G. Kristinsson er fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
bankamanna og ætlar að starfa þar
áfram fyrst um sinn.
Magnús sagði að þeir ætluðu sér
að vera með alhliða þjónustu á
kynningarsviði. „Við verðum með
fréttaþjónustu fyrir þá aðila sem
við vinnum fyrir, en verðum ekki
blaðafulltrúar þeirra. Við munum
m.a. semja fréttatilkynningar og
annast blaðamannafundi án þess
að fara inn á svið auglýsingastof-
anna. Við gælum síðan við þá hug-
mynd að geta miðlað fréttum út úr
landinu og ef til vill síðar meir inn í
það.
Menn leggja mikla áherslu á
kynningu þegar þrengir að í
Tobacco Road
sýnt í Eyjafirði
Leikfélag Öngulstaðahrepps og
Ungmennafélagið Arroðinn frum-
sýna í kvöld Tobacco Road eftir
hinni frægu skáldsögu Erskine
Caldwell í Freyvangi. Sýningin
hefst kl. 20.30 og er tekið við mið-
apöntunum í síma 24936.
Leikstjóri er Hjalti Rögnvalds-
son og aðstoðarleikstjóri Agústína
Haraldsdóttir. Með helstu hlut-
verk fara Jónsteinn Aðalsteinsson,
Emilía Baldursdóttir, Stefán
Gunnlaugsson, Ingólfur Jóhanns-
son og Jóhanna • Valgeirsdóttir.
Ljósamenn eru Halldór Sigurgeirs-
son og Pétur Haraldsson og bún-
inga gerðu María Haraldsdóttir og
Hjördís Pálmadóttir.
Tobacco Road var sýnt í Iðnó
fyrir nokkrum árum en Jökull Jak-
obsson þýddi leikritið sem er eftir
Jack Kirkland. Önnur sýning verð-
ur á sunnudag á sama tíma.
Þórsarinn fremst-
ur í KA-mótinu!
KA sigraði í öllum yngri flokkum
KA-mótið í stórsvigi var haldið í
Hlíðarfjalli við Akureyri sl. laugar-
dag og var keppt í fimm flokkum en
keppni í kvennaflokki var frestað.
Björn Víkingsson, Þór, sigraði í
karlaflokki, Guðrún H. Kristjáns-
dóttir, KA, í flokki stúlkna 15-16
ára, Björn B. Gíslason, KA, í flokki
drengja 15-16 ára, Hulda Svan-
bergsdóttir, KA, í flokki stúlkna
13-14 ára og Valdemar Valdemars-
son, KA, í flokki drengja 13-14 ára.
Um svipað leyti fór fram hið ár-
lega Kjarnagöngumót, sem er
skíðagöngumót á vegum Skóg-
ræktarfélags Akureyrar. Mótið fór
fram á upplýstri braut í Kjarna-
skógi. Einar Ingvason frá ísafirði
sigraði í flokki 17-34 ára, Sigurður
Aðalsteinsson, Akureyri, í flokki
Gegn framvísun
þessa miða færð
þú 12 %
kynningar-
afslátt
á plötum
í nýrri og
endurreistri
STUS-búð.
Laugavegi20 Sími27670
34 ára og eldri, Ingvi Oskarsson,
Ólafsfirði, í flokki 13-16 ára og
Baldvin Þ. Ellertsson, Akureyri, í
flokki 12 ára og yngri.
Ármenningar
sigursælir á
drengjamótinu
Um síðustu helgi var haldið
drengjamót Júdósambands íslands
og voru keppendur 57 frá Ár-
manni, Júdófélagi Reykjavikur,
Akureyri, Gerplu, Grindavík og
UMFK.
Haukur Garðarsson, Ármanni,
sigraði í flokki 10 ára og yngri undir
35 kg og Jón A. Jónsson í sama
aldursflokki, yfir 35 kg.
Jón Kr. Þórsson, Gerplu, sigraði
í flokki 11-12 ára, undir 38 kg, Júl-
íus Sigurðsson, Grindavík, 38-45
kg, og Grétar Þ. Grétarsson, Ár-
manni, hjá þeim sem voru yfir 45
kgf
I flokki 13-14 ára sigraði Magnús
Kristinsson í keppni þeirra sem
voru undir 47 kg, Magnús Magnús-
son, Ármanni, í keppni 47-57 kg,
og Ástvaldur Leo Sigurbergsson,
Armanni, í keppni þeirra sem voru
yfir 57 kg að þyngd.
Auglýsið í Þjóðviljanum
P
y . t* '
r
; 1
Helgi H. Jónsson og Magnús Bjarnfreðsson hjá Kynningarþjónustunni sf.
Þjóðviljamynd-eik.
þjóðfélaginu. Við finnum vilja hjá þjónustu og höfum nú þegar tals-
mönnum til að hagnýta sér þessa vert af verkefnum." -jp
Lada-LUX verður sýnd um helgina að Suðurlandsbraut 14. Ljósm. -eik.
Sparneytnari Lada
Nú um helgina kynna Bifreiðar
og Landbúnaðarvélar nýja Lödu,
Lada LUX, sem er glæsilegri og
sparneytnari en aðrar Lödur.
Bflasýningin verður opin laugar-
dag og sunnudag kl. 1-5 að Suður-
landsbraut 14, baklóð, og verður
boðið upp á kaffi og glaðning fyrir
börnin.
Ladan hefur verið flutt til íslands
í 10 ár og notið mikilla vinsælda en
fyrirtækinu tókst að fá fyrstu bílana
af Lödu LUX á sérstöku kynning-
arverði. Við hönnun hennar hefur
verið kappkostað að halda styrk-
leika og aksturseiginleikum fyrri
Lödu-bíla, en aukin áhersla er lögð
á gott rými fyrir farþega, samfara
öryggi, og eru framsæti þægilegri.
Öryggisbelti eru einnig í aftursæt-
um.
-ÁI
Eindrcginn stuóningur S r.j'iji ijí ll'll
vcrkalýdshrcyfingarinnar rT.'.TTTT,;'.^
zJtlz "It
MMbS
É_«l - iililf.
Búsetinn
kominn út
Búsctinn, málgagn húsnæðis-
samvinnufélaga er kominn út og
hefur verið sendur ölium félags-
mönnum. Samhliða Búsetanum
hefur verið sent úr spurningaeyðu-
blað til félagsmanna um húsnæðis-
þörf þeirra, en könnuninni er ætlað
að verða ráðgefandi um alla stefnu
félagsins í fjármálum og bygging-
armálum.
Forsíðu Búsetans prýðir viðtal
við félagsmálaráðherra, Alexand-
er Stefánsson, þar sem hann segir
m.a.:
„Ég vil á engan hátt draga úr
mikilvægi verkamannabústaða, en
ég lít ekki á búseturéttaríbúðir sem
ógnun við það kerfi. Það fyrir-
komulag er alveg nýtt og þarfnast
sérstakrar löggjafar til viðbótar því
að það sé tekið inn í húsnæðislög-
gjöfina".
Af öðru efni blaðsins má nefna,
að skýrt er frá fundi, sem stjórn
húsnæðissamvinnufélagsins Bú-
seta átti með ýmsum forystu-
mönnum verkalýðsfélaga. Að sögn
blaðsins ríkti einhugur á fundinum
um það að Búseti ætti að vera með í
húsnæðislöggjöfinni og að tryggt
yrði fjármagn til félagsins, sem
fengi lán úr Byggingarsjóði verka-
manna. Fundarmenn lögðu
áherslu á að lánahlutfall hjá Bygg-
ingarsjóði verkamanna yrði óskert
og sjóðurinn fengi í það minnsta
þriðjung lánsfjár til nýbygginga í
landinu og að lögbinda þurfi vaxta-
hlutfall af húsnæðislánum.
Húsnæðissamvinnufélagið Bús-
eti hefur nýverið gefið út upplýs-
ingabækling um félagið þar sem til-
drög að stofnun þess eru skýrð, og
ýmislegt annað, sem upplýsir um
tilgang og markmið félagsins.
Skrifstofa Búseta er að Hávalla-
götu 24 í Reykjavík og síminn er:
91-25262.
Að lokum skulu félagar minntir
á að greiða félagsgjald sitt eigi síðar
en 1. febrúar n.k.
••••••%£
GLÆSILEGT URVAL
HÚSGAGNA
\ TVEIMUR HÆÐUM
RAFTÆKI - RAFLJOS
k og rafbúnaður.
Raftækjadeild ||. hæð
ð á markaðsverði.
OPIÐ
í KVÖLD TILKL. 8
FLATEY, II. HÆÐ,
bækur, búsóhöld,
gjafavörur
JL-PORTIÐ
Hárgreiðslustofa
Gunnþórunnar Jónsdóttur
sími 22500
aluIgarni
Sólbaðstofa
Siggu og
Maddviar,
simi 22500
Munið okkar hagstæðu
greiðsluskilmála
JL-GRILLIÐ Grillréttir allan daginn
EUBOCABD
Jón Loftsson hf. ________________
Hringbraut 121 Simi 10600