Þjóðviljinn - 27.01.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. janúar 1984
Willy Brandt forseti Alþjóðasambands jafnaðarmanna og Bettino Craxi formaður ítalska sósíalistaflokksins
og núverandi forsætisráðherra á Italíu. Italskir sósíalistar ásaka þá þýsku um svik við Nato og varnir
Vesturlanda.
Klofningur í
Alþj óðasambandi
jafnaðarmanna?
Eru sósíalistaflokkarnirog
jafnaöarmannaflokkarnir í
Evrópu klofnir í afstöðunni
tilöryggismálaog til
Sovétríkjanna og
bandalagsríkja þeirra í A-
Evrópu?
Segja má að sósíalísku
flokkarnir í Evrópu skiptist
í tvær fylkingar hvað þetta
varðar, þarsem
sósíalistaflokkar Ítalíu og
Frakklands hafa markað
sérstöðu meðfullum
stuðningi við uppsetningu
nýrra bandarískra
kjarnorkueldflauga í
Evrópu, á meðan þýski
jafnaðarmannaflokkurinn,
breski
verkamannaflokkurinn,
sósíaldemókratar á
Norðurlöndumogí
Hollandiog Belgíu og
sósíalistar á Grikklandi
hafa markað aðra stefnu
og lagtáhersluáað
uppsetning bandarísku
eldflaugannaverði
stöðvuð.
í síðasta hefti þýska vikuritsins
Der Spiegel er ágreiningur þýskra
jafnaðarmanna og ítalska sósíalist-
aflokksins gerður að umræðuefni í
viðtali við Willy Brandt, formann
þýska jafnaðarmannaflokksins
(SPD) og forseta Alþjóðasam-
bands sósíalista. Ber ritstjóri blaðs-
ins upp þá ásökun ítalskra sósía-
lista á SPD að þeir hafi svikið
grundvallarforsendur sósíalismans
með því aðskjótastundan merki-
um Nato íöryggismálum. Bend'r
blaðamaðurinn jafnframt á að ítal-
skir sósíalistar séu ekki einir um
þessa skoðun, þar sem svipaðra
sjónarmiða hafi orðið vart í franska
sósíalistaflokknum.
Sjálfstœð
utanríkisstefna
Brandt segist ekki geta tekið á-
sakanir þessar alvarlega og það
sýni best að ekki sé fótur fyrir slík-
um áfellisdómi, að þrátt fyrir að
svo virðist sem djúpstæður á-
greiningur eigi sér stað ámilli fran-
skra sósíalista og SPD, þá hafi sér-
fræðingar beggja flokkanna í ör-
yggismálum haldið með sér reglu-
lega mánaðarlega fundi um alllangt
skeið, þar sem fram hafi farið ýtar-
leg umræða um sjálfstæðari örygg-
isstefnu fyrir Evrópu, stefnu sem
miðaði ekki að samvinnuslitum við
Bandaríkin, heldur að því að gera
Evrópu óháðari Bandaríkjunum.
Brandt bendir í viðtalinu einnig
á að ásakanir þær sem ítalskir
sósíalistar hafa borið fram gegn
SPD eigi sér nokkra forsögu, sem
nái til ársins 1981, þegar nokkrir af
bandamönnum þýskra jafnaðar-
manna í Suður-Evrópu hafi ásakað
þá fyrir að vera veikir fyrir í Pól-
landsmálinu. Þegar við fórum hins
vegar að ræða hin áþreifanlegu
málefni okkar í millum kom í ljós
að um aildjúpstæðan misskilning
hafði verið að ræða, segir Brandt.
Brandt segir að SPD hafi í Pól-
landsmálinu eins og í öðrum mál-
um byggt afstöðu sína á eigin
reynslu, og flokkurinn hafi jafn-
framt beitt eigin aðferðum. Flokk-
urinn leggur meiri áherslu á að
beita sér þar sem möguleiki er fyrir
hendi á breytingum, en frábiðji sér
stóryrðin sem mörgum öðrum séu
hjartfólgnari.
Brandt segir að það kunni einnig
að hafa haft áhrif á afstöðu róm-
önsku sósíalistaflokkanna að jafn-
aðarmenn á Norðurlöndum, sem
eitt sinn hafi verið hin stóra fyrir-
mynd, eigi nú í vök að verjast. Þá
kennir hann ágreininginn einnig
því, að jafnaðarmannaflokkar í
Evrópu hafi vanrækt það innan
ramma Alþjóðasambands jafnað-
armanna að vinna upp vel grund-
aða skilgreiningu á stöðu vesturs
og austurs í álfunni. Þar þurfi al-
þjóðasambandið að taka sig á.
Arangur
slökunarstefnu
Brandt svarar þeirri fullyrðingu
ítölsku og frönsku sósíalistanna að
slökunarstefnan hafi siglt í strand
með þeim orðum, að slökunar-
stefnan hafi strandað á því að aðil-
ar hafi haldið áfram að vígbúast á
meðan þeir voru að semja um
aukna samvinnu og auknar pólit-
ískar skuldbindingar. Það hefði
betur farið eins og okkur Bresjnef
kom saman um árið 1971, að sam-
vinna austurs og vesturs á sviði
efnahags og menningarmála væri
skilyrt og bundin hernaðarlegri
slökun. Það eru fleiri en einn aðili
sem bera ábyrgð á að úr þessu varð
ekki, sagði Brandt, en Sovétríkin
bera þar vissulega stóra ábyrgð.
Hins vegar segir Brandt að
reynsla hans sem borgarstjóra
Berlínar f'15 ár og síðan sem utan-
ríkisráðherra og kanslara sam-
bandslýðveldisins hafi kennt hon-
um að slökunarstefnan hafi í raun
borið mikinn árangur, þrátt fyrir
lævísa gagnrýni. Til dæmis sé Berl-
ín ekki lengur einangruð þannig að
ekki sé hægt að ferðast þangað
hindrunarlaust. Miljónir manna
hafa getað skipst á heimsóknum
yfir þýsku landamærin og þúsundir
manna af þýsku þjóðerni fluttust
frá Póllandi og Sovétríkjunum, þar
sem þeir kærðu sig ekki um að búa.
Þetta hefur mikla þýðingu fyrir
okkur Þjóðverja þótt öðrum hætti
til að gleyma. Einnig á efnahags-
sviðinu eru viðskiptatengsl austurs
og vesturs mun nánari nú en var
fyrir 15 árum, þrátt fyrir allt.
Rómönsk rang-
túlkun á friði
Brandt segir að SPD fylgi ekki
skilyrðislausri friðarstefnu, jafnvel
þótt slíka friðarsinna sé að finna
innan raða flokksins. Hann segir
að það sem á þýsku sé kallað friðar-
hreyfing hafi verið mistúlkað í
ítölsku og frönsku máli með orðinu
„pasifismi“ sem merki skilyrðislaus
friðarstefna með skilyrðislausri af-
neitun á öllu vopnavaldi ðg her-
vörnum. Brandt segir að mönnum
væri hollt að minnast þess að fram-
lag Sambandslýðveldisins til sam-
eiginlegra hervarna Vesturveld-
anna hafi ekki minnkað á meðan
jafnaðarmenn voru við stjórn. Og
Sambandslýðveldið hafi fylgt
Italskir og
franskir
sósíalistar á
öndverðum
meiði við
Willy Brandt
í öryggis-
og varnar-
málum
ákvörðunum Nato betur en flest
önnur bandalagsríki á meðan jafn-
aðarmenn fóru með kanslaraemb-
ættið og varnarmálaembættið. Sér-
fræðingar geta staðfest að þýski
herinn er ekki veikari nú en hann
var fyrir 15 árum.
Blaðamaður Spiegel heldur því
fram í viðtalinu að núverandi
stefna SPD í öryggis- og varnar-
málum sé að mati ftalskra sósíalista
á góðri leið með að kljúfa Alþjóða-
samband jafnaðarmanna, og vitnar
í því sambandi í þingmann ítalskra
sósíalista á Evrópuþinginu, Carlo
Ripa di Meana, sem hafði lýst því
yfir að úrsögn ítalska sósíalista-
flokksins úr Alþjóðasambandinu
væri ekki útilokuð, þar sem áhrif
kommúnista innan sambandsins
væru orðin svo sterk.
Brandt segir Ripa di Meana
þennan ekki merkilegan pappír þar
sem hann hafi á sínum tíma borið
sjónarmið á borð sem voru runnin
beint undan rifjum frú Kirkpatr-
ick, sendiherra Reagans hjá Sam-
einuðu þjóðunum. Brandt segist
einnig hafa fengið margar staðfest-
ingar frá félögum ítalska sósíalista-
flokksins þar sem fram komi að
sjónarmið Ripa di Meana séu ekki
dæmigerð fyrir PSl.
ítalskir
kommúnistar
áhugaverðir
Þá ber blaðamaður Spiegel þær
bitru ásakanir ítalskra sósíalista á
Brandt og flokk hans, að hann hafi
átt í daðri við ítalska kommúnist-
aflokkinn, en ítalskir sósíalistar og
kommúnistar hafa löngum eldað
grátt silfur sín á milli.
Þessu svarar Brandt á þann veg
að honum og þýskum jafnaðar-
mönnum sé fullvel ljóst, hverjir
eigi aðild að Alþjóðasambandi
jafnaðarmanna og hverjir ekki.
Hins vegar hafi það ekki hvað síst
verið fyrir milligöngu ítalska sósíal-
istaflokksins sem þýskir jafnaðar-
menn komust að því að ítalski
kommúnistaflokkurinn sé bæði á-
hrifamikill og áhugaverður stjórn-
málaflokkur. Hins vegar sé hér
engin hætta á ferðum með það að
þýskir jafnaðarmenn villist á
bandamönnum sínum. í þessu
sambandi minnir Brandt á að
fyrstu raunverulegu viðræðurnar
sem hann hafi átt við Enrico Berl-
inguer hafi átt sér stað í Róm árið
1976 í boði hjá Bettino Craxi for-
manni ítalska sósíalistaflokksins,
svo þar geti varla hafa verið um
nokkurt syndsamlegt athæfi að
ræða.
Lengra varð viðtalið í Spiegel
ekki, en hinu mætti við bæta að
áhugi ítalskra kommúnista á þýska
jafnaðarmannaflokkinum hefur
ekki síður farið vaxandi á síðustu
tveim árum, enda blandast fáum
hugur um að þessir tveir flokkar
virðast eiga meira sameiginlegt í
öryggis- og varnarmálum en SPD
og ítalski sósíalistaflokkurinn.
ólg/Spiegel
Enrico Berlinguer, formaður ítaiska kommúnistaflokksins. Þegar ég hitti
Berlinguer í boði hjá Craxi komst ég að því að ítalski kommúnistaflokkur-
inn er bæði áhrifamikill og áhugaverður flokkur, segir Willy Brandt.