Þjóðviljinn - 27.01.1984, Side 15

Þjóðviljinn - 27.01.1984, Side 15
-íKucmi. Af. /YWfAlta'CIA - /GS *.r Föstudagur 27. janúar 1984 ÞJÖÐVÍLJÍNN — SIÐA 15 RUV 1 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Eriings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Ragnheiður Haraldsdóttir tal- ar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Skóladag- ar“ eftir Stefán Jónsson Þórunn Hjartar- dóttir les (15). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn (RÚVAK). 11.15 „Vegferð í myrki“, Ijóð eftir Garðar Baldvinsson Höfundur les. 11.30 „Sjaldan hef ég orðið eins hissa“ Brot úr dagbók leiðsögumannsins eftir Jón R. Hjálmarsson. Höfundur les. 11.50 Tónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.25 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 „lllur fengur“ eftir Anders Bodelsen Guðmundur Olafsson les þýðingu sína (4). 14.30 Miðdegistónleikar Sinfóníuhljóm- sveitin í Liege leikur Rúmenska rapsódíu nr. 1 op. 11 eftirGeorges Enescu; Paul Strauss stj. 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eiriksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar Heimz Holliger og útvarpshljómsveitin í Frankfurt leika Óbó- konsert í g-moll eftir Bernard Molique; Eliahu Inbal stj./Eva Knardahl og Fílharm- óníusveitin í Osló leika Píanókonsert í Des- dúr op. 6 eftir Christian Sinding; Öivin Fjel- dstad stj. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Guðlaug Mar- ía Bjarnadóttir. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynrtir. 20.35 Ísland-Noregur í handknattleik Her- mann Gunnarsson lýsir síðari hálfleik þjóð- anna í Laugardalshöll. 21.15 Hljómskálamúsík Guðmundur Gilsson kynnir. 21.40 Fósturlandsins Freyja Umsjón: Hösk- uldur Skagfjörð. Lesari með honum: Guðrún Þór. 22.15. Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Traðir Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sig- fússon. 23.15 Kvöldgestir - þáttu- Jónasar Jónas- sonar 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 he.st með veður- fregnum kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00. RUV 2 ■....................... 10-12 Morgunvaktin. Alltaf sömu morgun- hanarnir á vaktinni. 14-16 Pósthólfið. Hróbjartur Jónatansson og Valdís Gunnarsdóttir sjá um opinn vettvang fyrir óskalög og persónuleg sögukom hlust- enda. 16-18 Helgin framundan. Jóhanna Harðar- dóttir sér um umferðarþátt á mesta annat- ima vikunnar. Lifandi útvarp í samræmi við hraða mannlífsins á þessum tíma, ásamt innskotum um það sem verður á döfinni þegar helgin gengur í garð og ró kemst yfir fólk. 23.15 Næturútvarp. Ólafur Þórðarson sér um galsakenndan þátt í anda næturinnar. Eftir veðurfréttir kl. 01 tengist rás 2 við rás 1 og útvarpað verður um allt land. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Skonrokk Umsjónarmaður Edda And- résdóttir. 21.20 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Úmsjónarmenn: Helgi E. Helgason og Ögmundur Jónasson. 22.20 Skriftarkeppni vonbiðlanna Kinversk bíómynd. Leikstjóri Yan Bili. Aðalhlutverk ■ Wang Bozhao og Zhao Jing. Sagan gerist í Kina endur fyrir löngu og segir frá ungum menntamanni sem miklaðist mjög af því hve hann var snjall skrautritari. Á þetta reynir þegar hann verður að keppa í ritlist við með- biðil sinn um hönd stúlku sem ann honum. Þýðandi Ragnar Baldursson. frá lesendum Meðlagsgreiðandi svarar meðlagsgreiðanda: Um kjör ein- stæðra foreldra í Þjóðviljanum þann 11. janú- ar 1984 skrifar meðlagsgreiðandi og fráskilinn faðir og viðrar sjón- armið sín. Ég sem er í nákvæm- lega sömu stöðu og hann sem meðlagsgreiðandi og fráskilinn faðir, ætla að leggja orð í belg um fyrirbærið, hina einstœðu móður. Ég hef svolítið kynnst kjörum einstæðra mæðra í gegn um tíðina og eru þau ekki góð. Eg er félagi í Félagi einstæðraL foreldra og vil biðja meðlagsgreiðandann að nálgast framfærslukönnun félags- ins. Einnig langar mig til að nefna eitt dæmi um einstæða móður sem hefur það helvíti skítt og gæti ég nefnt dæmi um fleiri. Dœmi um einstœða móður Hún á tvo drengi og vinnur á skinnasaumastofu. Hún getur ekki unnið yfirvinnu vegna þess að hún þarf einnig að sinna börn- um sínum og heimili. Tekjur hennar: Iðjutaxti fyrir skinnasaum, 6 ára starfsreynsla kr. 11.501.-. Meðlag með tveimur börnum á mánuði kr. 3.230.-. Mæðralaun með tveimur börnum á mánuði kr. 1.809.-. samtals kr. á mánuði 16.540.-. Gjöld hennar: Húsaleiga fyrir íbúð á frjálsum markaði kr. 9.300.-. Gjöld fyrir drengina á dagheimili og skóladagheimili kr. 3.800.-. samtals kr. á mánuði 13.100.-. 16.540-t-13.100 eru 3.440 krón- ur. 3.440 krónur þarf hún að láta sér nægja fyrir mat, fatnaði á hraðvaxandi stráka og sjálfa sig, rafmagni, síma, hita og fargjöld- um. Hún hefur ekki ennþá haft efni á að kaupa sér sjónvarp. Þessi einstæða móðir hefur það erfitt. Erfiðara en þú meðlags- greiðandi góður sem hefur þó krónur 13.708 plús vaktaálag. Þessi einstæða móðir hefur hrak- ist íbúð úr íbúð á hverju ári með börnin sín. Hún hefur til dæmis sótt um íbúð þrisvar sinnum í Verkamannabústað en úthlutun- arnefndin þar hefur ekki talið hana þess verða að fá þar íbúð og hefur dæmt hana í útlegð og bar- áttu á markaði hinnar frjálsu húsaleigu en úthlutað í staðinn ýmsu vafasömu fólki. Bœði fjárhagslegir og félagslegir erfiðleikar Ég veit ýmislegt um kjör ein- stæðra mæðra sem ég hef kynnst í gegnum vinnu mína sem barna- Einstæðar mæður eiga við enn meiri erfiðleika að etja en einstæðir feður í hlutverki meðlagsgreiðanda. kennari, meðferðarfulltrúi og starfsmaður á geðdeildum Ríkis- spítalanna. Þó að kjör sumra karlkyns launþega séu slæm eftir mesta kjararán í sögu launþega á íslandi þá hafa einstæðar mæður með börn miklu meiri byrði að bera bæði fjárhaglega og félags- lega. Þær eru t.d. einangraðar heima sjö kvöld í viku, komast aldrei út, geta ekki tekið þátt í félagsstörfum og búa einar að sínu vonleysi og er þá oft stutt í það að rauðvínsflaskan sé keypt um helgar og reynt að gleyma. 3.440.- krónur á mánuði Heldur þú meðlagsgreiðandi góður að Steingrímur forsætis- ráðherra myndi láta sér nægja 3.440 krónur á mánuði? Þær myndu ekki einu sinni nægja hon- um fyrir bensíni á Blazerinn og grænum baunum í matinn. Kennaralaun Varðandi kennarann sem þú Ráðlaust Ráðlaust húkir ríkisvald rúið sannri œru. Albert fyrir hundahald hefur fengið kœru. S.H. tekur sem útgangspunkt í skrifum þínum þá veit ég sem kennari að kjör þeirra eru svo léleg að flestir karlmenn hafa hrakist úr þeirri stétt svo að kennarastéttin er að verða algjör kvennastétt. Ég hafði meira að segja hærra kaup fyrir að keyra 15 tonna Internat- ional vörubíl fyrir S.Í.S en ég hafði sem kennari þó kennara- námið sé þriggja ára háskóla- nám. í dag þarf ég að standa undir mörgum þeim útgjöldum sem þú gerir, nema það að Albert borgar mér sem meðferðarfulltrúa krón- ur 15.843 á mánuði plús vaktaá- lag. Ég er að mörgu leyti ánægður með lífið og tilveruna þrátt fyrir léleg laun, enda er ég ekki í sömu sporum og einstæð móðir og ég borga aðeins með einu barni. Aramótaávarp Steingríms Þess vegna ætla ég sem með- lagsgreiðandi, lágtekjumaður og fyrst og fremst sem stuðnings- maður bændastéttarinnar og fyrr- verandi framsóknarmaður að fara eftir áramótaávarpi Stein- gríms forsætisráðherra á gamlárs- dag og taka gömlu Löduna mína, því miður á ég ekki nýjan Blazer og snjósleðakerru eins og forsæt- isráðherrann, og halda til fjalla við fyrsta tækifæri þegar ég á næst helgarfrí. Ég ætla að gleyma kreppu og bágum hag mínum eins og Steingrímur gerir og von- andi hef ég efni á bensíni og^ræn- um baunum í Kaupfélagi Arnes- inga. Virðingarfyllst Jóhann Þórhallsson meðferðarfulltrúi sími 12253 Rás 1 kl. 21.40: Fóstur- landsins Freyja Þátturinn Fósturlandsins Freyja veröur á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 21.40. Höskuldur Skagfjörð sér um þátt- inn sem er hinn fyrsti í samnefndri þáttar- öð. I hverjum þaetti verður fjallað um eina konu sem fædd er fyrir aldamót og er móðir einhverra merkra Islendinga. Synir og dætur þessara kvenna hafa gef- ið Höskuldi upplýsingar um þær. Höskuldur sagði Þjóðviljanum að hann ætli að fjalla um 8 konur, eina úr hverju kjördæmi. I þættinum í kvöld verður fjallað um Sigrúnu Sigurhjartardóttur frá Tjörn í Svarfaðardal. Hún var móðir Kristjáns Eldjárns. Síðan verðurfjallað um Bersa- be á Kirkjubóli móður Guðmundar Inga skálds, Ingibjörgu á Torfalæk, Grétu Ás- geirsson, Guðrúnu frá Deildartungu og Steinunni Friðjónsdóttur móður Huldu Stefánsdóttur. Kristin frá Skútustöðum verður í sjöunda þættinum og Sigríður Jónsdóttir Bjarnason úr Reykjavík mun reka lestina. I hverjum þætti verður lesið eitt kvæði frá heimabyggð konunnar sem fjallað er um og tilheyrandi tónlist verður leikin milli atriða. bridge Flestir kannast við bévitis aftursætis ökumanninn sem er alfullkominn í akstr- inum þegar ÞÚ ert við stýrið. En árinn sá hefur alltof oft rétt fyrir sér! Norður S K7432 H A9 T 732 L 753 Vestur S 65 HK103 T AD95 L A986 Austur S- H 87654 TG108 LKG1042 Suður S ADG1098 H DG2 TK64 L D Spiliö kom á borð í hrað sveitakeppni i Breiðholti einmitt i sama mund og ég hlammaði mér í stúkusætið. Sögnum var hespað af; tvö pöss og 4 spaðar í suður. Dobl. Útspil: Hjarta-3. Spilið er afar skemmtilegt og eftir þvi vandasamt en í augum sagnhafa var það aðeins eitt í röð margra. Hjarta nía átti fyrsta slag. Ás og kóngur í trompi og lauf á drottningu og ás. Vestur var ekki svo vænn að skila laufi til þaka, spilaði hjarta og niu slagir náðust. Samgangs- leysi í trompinu bannaði allar bjargir. Þetta var nú ekki vel leikið. Ef þú færðir þig í framsætið og tækir við? 1 öðrum slag spilar þú laufi úr borði. Austur er enginn kappi I vörn, lætur litið og vestur á slaginn á ás. Spilar hjarta, á ekkert betra. Eftir að hafa trompað lauf tekur þú tvisvar tromp, endar í þlindum og trompar enn lauf. Hjarta drottning, yfirtekin og þú biður um tígul úr borði, OG stillir þig um að glotta framaní vestur. Ekki átti HANN lauf kónginn. Tikkanen Hvers vegna er síminn hleraður hjá fólki sem enginn þykist vilja hlusta á opinberlega? Gœtum tungunnar Sagt var: Ég á ekki annars úr- kosta en að borga. Rétt væri: Ég á ekki annars úrk- osti en að borga. (Ath.: Það eru mínir úrkostir; ég á ekki úrkosti neins annars.) Einnig væri rétt: Ég á ekki ann- að úrkosta.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.