Þjóðviljinn - 02.02.1984, Page 1

Þjóðviljinn - 02.02.1984, Page 1
LAUNAFOLKI STOR Auglýsingabœklingur ríkis- stjórnar sendur til útlanda Lokka til sín auðhringa með því að benda á lágu launin hér Ríkisstjórnin og Rockefeller hrósa landinu fyrir óhóflegan vinnutíma Bjóða raforku á svipuðu verði og Alusuisse hringurinn fœr nú! Ódýrari raforka en í Astralíu og Brasilíu segir ríkisstjórnin! Fáheyrð óskammfeilni gagn- vart launafólki í landinu Ríkisstjórnin býður erlendum auðhringum blygðunarlaust uppá viðvarandi lág laun í landinu! ^.sVV*>,v. Forsíða auglýsingabæklings ríkisstjórnarinnar þarsem hún gyllir ísland sem land fjárfestinga með því að vísa til lágra launa og vinnuþrælkunar á íslandi. Verður svarið við kvótakerf- inu það að menn skjóta ómældu magni af fiski fram- hjá vigtun? Sjá3 febrúar 1984 fimmtudagur 49. árgangur 27. tölublað OWÐVIUINN Ríkisstjórn íslands segir í auglýsingabæklingi tii stórfyrirtækja erlendis að hér séu lág laun viðvarandi og vinnutími lengri en í nágrannalöndunum. Þá gyllir ríkisstjórnin enn fremur í bæklingnum orkuverð á íslandi sem hún segir vera undir orkuverði í Ástralíu og Brasilíu þarsem það er einna lægst sem þekkist í heiminum eða um 10 mills til orkufreks iðnaðar. Eins- og kunnugt er mun kostnaðarverð frá nýjum virkjun- um vera nokkuð yfir 20 mills en Alusuisse kaupir raf- orkuna á svipuðu verði og iðnaðarráðuneytið nú býð- ur næsta auðhring. „Vinnulaun á íslandi eru hagstæð í samanburði við laun í Skandinavíu og mjög hagstæð í samanburði við laun í Bandaríkjunum", segirí auglýsingabæklingi rík- isstjórnarinnar og dótturfyrirtækis Rockefellers bank- ans (Chase Econometrics). Þá segir að samanlagðar vinnustundir launamanna á ári séu miklu fleiri á Is- landi heldur en annars staðar á Norðurlöndum. Auglýsingabæklingurinn er ætlaður stórfyrirtækjum sem hugsanlega hefðu áhuga á að reka Kísilmálmverk- smiðjuna á Reyðarfirði. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að snúa sér til Birgis Isleifs Gunnarssonar alþingismanns í iðnaðarráðuneytinu Arnarhvoli eða Kísilmálmverksmiðjunnar Höfðabakka 9 í Reykjavík. Auglýsingabæklingurinn ber heitið „Tækifæri fyrir fjármagnendur í Kísilmálmverksmiðju á Islandi" og að hann sé gerður á vegum iðnaðarráðuneytisins af Kísilverksmiðjunni og Chase Econometrics sem mun vera dótturfyrirtæki hins víðfræga banka Rockefeilers Chase Manhattan Bank í Bandaríkjunum. Dótturfyr- irtækið mun vera ráðgjafarfyrirtæki í fjármálum, þar- sem háar upphæðir eru í húfi. í bæklingnum segir m.a.: „Kísilmálmverksmiðjan fær miðlað rafmagni frá Landsvirkjun. Raforkuverðið mun verða samningsatriði milli Landsvirkjunar og fyrirtækisins. Það er líklegt til að verða undir því raf- orkuverði sem nú fæst í lundum einsog Ástralíu og Brasilíu og öðrum löndum sem bjóða uppá ódýra raf- orku og til greina koma fyrir staðsetningu hugsan- legrar kísilmálmverksmiðju og annars orkufreks iðn- aðar“ (Undirstrikun Þjóðviljans). Bæklingur þessi hefur verið sendur víða um lönd til að lokka auðhringa til fjárfestingar af þessum toga. -óg. Leikdómar um Andardrátt Alþýðuleik- hússins og Jak- ob og meistar- ann í upp- færslu Stúd- entaleikhúss- ins Fyrirlitning atvinnurek- i Á i ii formaður bóka enda er takmarkalaus &*«*»*> - Það er með ólíkindum hvað verka- fólk og samtök þess hafa sýnt mikla biðlund gagnvart kaupráni ríkisstjórn- arinnar og í ljósi þess hlýtur að vekja undrun og óbeit hvað stjórnvöld og at- vinnurekendur sýna því fólki mikla fyrirlitningu með því að hundsa allar kröfur um lágmarksúrbætur, sagði Magnús E. Sigurðsson formaður Fé- lags bókagerðarmanna í samtali við Þjóðviljann í gær. - Það þarf að leita langt hliðstæðu til að finna ráðamenn í einu landi sem umgangast launamenn sem hreinrækt- aða glæpamenn af þeirri einu ástæðu að þeir eru að fara fram á að fá ti) baka það sem af þeim hefur verið stolið. Fólk er úthrópað og stimplað fyrir skentmdar- verkastarfsemi í fjölmiðlum atvinnu- rekendavaldsins af því það andæfir gegn broti á frumstæðustu mannrétt- indum, sagði Magnús ennfremur. » - v. Sjá bls. 16

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.