Þjóðviljinn - 02.02.1984, Blaðsíða 16
DJOÐVIUINN
Fimmtudagur 2. febrúar 1984
A&alsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er
hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er
hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348
og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld.
Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81333 81348 81663
Ríkisstjórnin óskar eftir heimild til að selja Siglósíld
Kaupendur hafa ráðið
kaupverðinu sjálfir
Ragnar Arnalds og Hannes Baldvinsson mótmœla
fáránlegum söluáformum
Ragnar Arnalds alþingismaður og Hann-
es Baldvinsson stjórnarformaður Siglósíld-
ar hafa í bréfí til iðnaðarráðherra mótmælt
sölu fyrirtækisins til einkaaðila, og nefna til
Qórar ástæður sem hvcr um sig sé næg rök-
semd til þess að hafna frumvarpi um sölu
Siglósíldar. Meðal annars telja þeir að
kaupendur hafi fengið að ráða kaupverðinu
sjálfir.
í gær var lagt fram á Alþingi fyrsta frum-
varpið um heimild fyrir ríkisstjórnina til
þess að selja ríkisfyrirtæki. Það er lagmetis-
iðjan Siglósíld, sem á að selja til hlutafé-
lagsins Sigló, sem er í eigu einstaklinga á
Siglufirði, ísafirði og Kópavogi.
Ragnar Arnalds sagði í samtali í gær að
ástæðurnar sem þeir Hannes teldu mæla
gegn sölunni væru þær að ekkert ræki á eftir
því að Siglósíld væri rifin út úr samrekstri
við Þormóð ramma, engin skuldbinding tii
áframhaldandi reksturs í bænum fælist í
kaupsamningi við hina nýju aðila,
kaupverð fyrirtækisins væri í engu samræmi
við verðmæti eignanna og vinnubrögð við
undirbúning sölunnar hefðu verið fyrir neð-
an allar hellur.
„Ég vísa til bréfsins um frekari efnisat-
riði, en svo eitt atriði sé tekið út úr þá er
ljóst, að kaupverð fyrirtækisins er í engu
samræmi við verðmæti eignanna. Menn,
sem fjölluðu um verðmæti eigna fyrirtækis-
ins nú í haust, töldu að lágmarksverð þeirra
væri 24 milljónir króna en umsamið verð er
18 milljónir króna. Útborgun er engin, þótt
núverandi fjármálaráðherra hafi í haust sett
það skilyrði, að amk. fimmti hluti
kaupverðs yrði almennt greiddur út við sölu
ríkisfyrirtækja. Kaupendur setja aðeins
25% tryggingu fyrir greiðslu en að öðru
leyti er veð tekið í því sem þeir kaupa. Ljóst
er því að kaupendur hætta litlu öðru en
hlutafé.
Hitt er vitað, eftir reynsluna frá í sumar,
þegar rækjuvinnslan stóð sem hæst og fyrir-
tækið velti um 10 millj. króna á hverjum
mánuði, að Siglósíld getur skilað miklum
hagnaði á skömmum tíma, ef vel gengur.
Fáum er þetta betur ljóst en einmitt fram-
kvæmdastjóra Þormóðs ramma, Sæmundi
Árelíussyni eða vélstjóra Siglósíldar,
Guðmundi Skarphéðinssyni, svo og spari-
sjóðsstjóranum Birni Jónassyni, sem gjör-
þekkir fjármál Siglósíldar, en þessir þrír
menn hafa lagt fram 40% hlutafjár. Okkur
Hannesi, sem höfum átt náið samstarf til'
styrktar og stuðnings þessum mikilvæga at-
vinnurekstri í bænum allt frá upphafi, þykir
það einkennileg meðferð á sameiginlegum
fjármunum landsmanna að selja fyrirtæki,
sem búið er að endurskipuleggja og gengur
ágætlega, til manna sem ekki greiða raun-
virði fyrir það sem þeir eignast og hvorki
greiða hæfilega útborgun né veita venju-
lega tryggingu fyrir greiðslu kaupverðsins."
Bréf þeirra Ragnars og Hannesar verður
birt í blaðinu á morgun. - ekh.
„Launafólk
hefur sýnt
ótrúlega
biðlund“
segir Magnús E. Sigurðsson
einn fulltrúa launafólks í
kjarabaráttu
„Hvað varðar þau mál sem við leggj-
um áherslu á við þessar samning-
aumleitanir hefur hvorki gengið né
rekið. Við erum búin að sitja þrjá
iúndi hjá ríkissáttasemjara með
prentsmiðjueigcndum og einungis
fengið að heyra gömlu plötuna um að
svigrúmið til kauphækkana sé lítið
sem ekkert“, sagði Magnús E. Sig-
urðsson formaður Félags bókagerðar-
manna er Þjóðviljinn innti hann frétta
af gangi viðræðna um kaup og kjör.
„Launafólk hefur sýnt ótrúlega bið-
lund þennan kjaraskerðingartíma sem
ríkisstjóm atvinnurekendavaldsins
hefur setið að völdum. Það er stöðugt
klifað á því að þjóðarbúið þoli ekki
nema um 4% kauphækkun en fólk
gerir sér auðvitað ljóst að þar em á
ferðinni hreinar blekkingar því við vit-
um, að afkoma flestra fyrirtækja er
mjög góð og hefur ekki verið betri um
langt skeið. Það er því sorglegt til þess
að vita að nokkrir forystumenn verka-
fólks skuli ganga á undan og gera uni
það tillögur að atvinnurekendur verði
firrtir þeirri ábyrgð og þeim skyldum
að greiða láglaunafólkinu
mannsæmandi laun. Það er verið að
biðja um að hið opinbera trygginga-
kerfi axli byrðar í þeirra stað og að
stór hluti launamanna verði gerður að
ölmsusumönnum", sagði Magnús
ennfremur.
„Þessi viðbrögð stjómvalda og
atvinnurekendaklíkunnar við óskum
launafólks um að fá til baka það sem
af því hefur verið stolið, sýnir vel mat
þeirra á verkalýsðhreyfingunni í heild.
Hún hefur um margra ára skeið ítrek-
að látið undan þrýstingi stjómmála-
manna og sætt sig við hverja kjara.
skerðingu á fætur annarri sem hefur
verið boðuð af ríkisvaldinu. Þama
verður að snúa við blaðinu og hefja
pólitíska og faglega baráttu innan
hreyfingarinnar til vegs og virðingar á
ný. Ef það tekst ekki munum við tapa
í því stríði sem blásið hefur verið tíl.
Á þeim vinnustaðafundum sem ég
hef farið á undanfamar vikur hefur vel
komið í ljós að verkafólk hefur ekki
efni á því lengur að sitja hjá og gera
ekki neitt. Kröfur okkar bókagerðar-
manna og kröfur starfsmanna Álvers-
ins í Straumsvík sýna að glæðumar em
þó ekki alveg kulnaðar og þær hafa
líka sýnt öðmm launamönnum fram á
að ríkisstjóm sem er í eðli sínu fjand-
samleg hagsmunum hinna vinnandi
getur reynst skammlíf í valdastólum
sínum“, sagði Magnús E. Sigurðsson
að síðustu.
- v.
Magnús E. Sigurðsson formaður Félags bókagerðarmanna: það er sorg-
legt til þess að vita að forystumenn launafólks skuli hafa komið fram með
hugmyndir um ölmusu til handa umbjóðendum sínum. Ljósm.: Atli.
fetaa
bókagerðar-
manna
Ekkert
bólar á
nýja físk-
verðinu
Ekkert bólar á nýja fiskverðinu,
sem átti að liggja fyrir í gær, en sem
kunnugt er bannaði ríkisstjórnin
með bráðabirgðalögum hækkun
fiskverðs þar til 1. febrúar, en þá
átti það að liggja fyrir. Stutt er síð-
an yfirnefnd Verðlagsráðs fékk
málið til meðferðar og aðeins þrír
fundir verið haldnir hjá nefndinni
um málið og sá fjórði er boðaður í
dag.
Nefnd sú, sem gengur undir
nafninu „Kvótanefndin“ og skilað
hefur tillögum um það mál, fæst nú
við að finna rekstrargrundvöll fyrir
fiskiskipaflotann og á að skila til-
lögum þar um til sjávarútvegs-
ráðsherra. Síðan hefur ráðherra
sagt að kvótakerfið eigi að vera til-
búið 20. febrúar n.k..
Margir sem Þjóðviljinn hefur
rætt við um þetta mál segj a að þetta
þrennt muni allt sett fram í einu.
Þar með muni umræðan um fisk-
verðið sem að sögn verður á bilinu
4-6% drepast á dreif vegna þeirra
deilna sem upp munu rísa þegar
kvótakerfið kernur. Þá er því einn-
ig haldið fram, að „pennastrikið“
hans Alberts verði notað til að
bjarga þeim útgerðarmönnum sem
mest skulda og því verði sjómenn
skildir einir eftir með fyrrnefnda
fiskverðshækkun. - S.dór.
Tilboð
frá ÍSAL
Samningaumleitanir starfs-
manna í álverinu og viðsemjenda
þeirra héldu áfram í gærkvöldi eftir
að tilboð hafði borist frá ÍSAL
varðandi bónusgreiðslur til starfs-
manna.
10 manna samninganefnd BSRB
fékk skrifleg svör frá fulltrúum
fjármálaráðuneytis og hefur 60
manna samninganefnd bandalags-
ins verið boðuð til fundar á morg-
un. Næsti fundur deiluaðila verður
trúlega ekki fyrr en eftir helgi.