Þjóðviljinn - 02.02.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.02.1984, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Áhrif kvótakerfisins koma víða fram Laumað framhjá vigt! Flutningur á ferskfiski framhjá vigt við löndun hefur verið stundaður að undanförnu í allnokkrum mæli víða í verstöðvum á iandinu, einkum á Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn telur mjög áreiðan- legar. Einn heimildarmanna blaðsins sagði að fyrst hefði farið að bera alvarlega á þessum „fiskstuld" á síðustu síldarvertíð og hefði kvótafyrirkomulag við veiðarnar haft þar mest um að segja. Allt aðrar tölur voru gefnar upp á löndunarskýrslum en raun- verulegt magn við löndun. Nokkuð hefði borið á þessu á rækjuver- tíðinni og nú væri farið að stunda slíkar framhjávigtanir í stórum mæli við þorsk- landanir. Væri Ijóst að ef aflakvóti yrði sett- ur á hvern togara og bát á komandi vertíð yrði lítið að marka þær tölur sem gefnar væru upp á löndunarskýrslum. „Fiskstuldurin,n“ fer þannig fram að við löndun á bátafiski er farið með bílfarma framhjá vigtum og við togaralöndun er gef- in upp lægri kassatala en í raun er, þegar reiknað er út aflamagn, og rangt upp gefið um þorskmagn í heildarafla. Einnig hefur verið nefnt að umtalsverðu magni af fersk- fiski sé smyglað framhjá vigtum og skýrsl- um og flutt til útlanda í gámum með flugi. Þessi mál bar m.a. á góma á fundi Hall- dórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra með útvegsmönnum á Suðurnesjum á dög- unum. Var þeirri fyrirspurn beint til ráð- herra hvort kvótakerfið myndi ekki skapa hættu á slíku misferli með afla, sem hér hefur verið lýst, og að þriðj a flokks fisk yrði ekki komið með að landi. Svaraði ráðherra því til að rnenn yrðu að vera ábyrgir gerða sinna en fékk það svar til baka að menn gætu ekki verið ábyrgir fyrir því sem þeir fengju ekki að ráða sjálfir. - <g- Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra Hættan aukist - Hættan hefur aukist á slíku misferli, sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra aðspurður um hættu á því að ekki yrðu gefnar upp réttar aflatölur við löndun eftir að kvótakerfi væri komið á, eins og surnir útvegsmenn hafa óbeint gefið í skyn. Halldór sagði að menn hefðu nefnt að óvíst væri hvort skemmd- ur og gallaður fiskur kæmi að landi. Það væru viðurlög við því að brjóta reglur og hert viðurlög hefðu sýnt að verulega drægi úr misferli sam- anber landhelgisbrot sem voru tíð hér fyrrum. - Hættan er ávallt fyrir hendi en það verður haft eftirlit með þessum málum sem áður og að sjálfsögðu beitt meira aðhaldi og fylgst betur með vegna þeirra aðstæðna sem við búum við. Sjávarútvegsráðherra sagði að yrðu menn uppvísir að misferli við löndun gæti það þýtt missi veiði- leyfa og slíkt mál snerti ekki ein- ungis útgerð viðkomandi heldur alla þá sem hefðu atvinnu af verk- un og vinnslu aflans. Menn yrðu því að átta sig á hver ábyrgð þeirra væri í þessum efnum. -Ig- Bílainnflutningur Dróst saman Innflutningur bifreiða dróst gífurlega saman á síðasta ári miðað við árið á undan og voru fluttir inn 4.620 færri bílar á árinu 1983 en á árinu 1982. Söluhæsta bifreiðin á síðasta ári var Subaru og seldust 283 bifreið- ar. í 2. sæti kom Daihatsu Char- ade, 249 bílar, og í 3. sæti kom enn ein japönsk bifreið, Mazda 626, 222 bílar. Samtals voru fluttar inn 10.480 bílar árið 1982 en á síðasta ári nam innflutningurinn aðeins 5.860 bíl- um. - v. Hin tvítuga Pia Cramling frá Svíþjóðleiðirennmótið. Ljósm.:-eik. Pia er enn í efsta sæti Fimmta umferð Búnaðarbank- amótsins var tefld í gær og lauk flestum skákanna með jafntefli. Pia Cramling, sænska skákstjarnan, er enn ein í efsta sæti og hefur nú 3'/2 vinning en fimm karlmenn fylgja fast í kjölfar hennar. Úrslit einstakra skáka í gær voru þau að de Firmian vann Jón Krist- insson, Helgi Olafsson gerði jafn- tefli við Margeir Pétursson og sömuleiðis Pia og Sævar Bjarna- son, og Jón Hjartarson og Knese- viv. Alburt og Guðmundur Sigur- jónsson eiga jafnteflislega biðskák en Jón L. Árnason og Shamkovich eiga tvísýna biðskák. Jón hefur skiptamun yfir en Shamkovich á góð færi. Eins og áður sagði er Pia Cram- ling efst með 3‘/2 vinning en næstir henni koma þeir Knesevic, Helgi, de Firmian og Jóhann Hjartarson með 3 vinninga. De Firmian á auk þess eina biðskák við Margeir Pét- ursson en hún er svo gott sem töpuð og ef svo fer kemst Margeir upp í þennan flokk. Staðan að öðru leyti í mótinu er sú að í 6.-8. sæti eru Margeir, Shamkovich og Guðmundur með 2 vinninga og eina biðskák hver. í 9. sæti er Sævar með IV2 vinning og biðskák, í 10. sæti Alburt með 1 vinning og tvær biðskákir, í 11. sæti. Jón L. Árnason með V2 vinn- ing og tvær biðskákir og lestina rekur Jón Kristinsson með '/?> vinn •ngog biðskák. - GFr. Birtir - nýtt blað á markaðnum vinstrisinna Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins hefur gefið út glæsi- legt blað sem hefur hlotið nafnið Birtir og er ætlað að vcra almennt tíðindablað ungra vinstrisinna, eins og scgir í haus þess. Að sögn Ólafs Ólafssonar, eins af for- svarsmönnum blaðsins, stefnir útgáfuhópurinn að því að blaðið komi út 4-5 sinnunt á ári og er næsta blað fyrirhugað í mars. Birtir er prentaður í 5000 cin- tökum og dreift í framhaldsskóla. „Viðtökurnar við þessu fyrsta tölubiaði Birtis lofa góðu þvt ásóknin íframhaldsskólunum hér í Reykjavík var siík að við sjáum okkur því miður ekki fært að senda blaðið til ungs fólks út á landi en með næsta blaði verður gerð bragarbót og þaö prentað í stærra upplagi“, sagði Ólafur í samtali við Þjóðviljann. Þessi fyrsti Birtir er 16 síður að stærð í dagblaðsbroti. Efni þess er fjölþætt og má nefna greinar ■öÁÍfTD)ú]Tu;jfT5) um hungur í heiminum, hvað leynist í heiðinni, New York, punkta úr sögu íslensks terror- isma, heimsmynd Ronalds Reag- ans, Che Guevara, atómstríð, klám og margt fleira. í ieiðara Birtis scgir rn.a. þetta: „Stjórnin er að leggja í rúst það velferðarþjóðfélag sem hefur verið byggt upp á fslandi á síð- ustu áratugum. En hvað skal gera? Albert getur farið til Frakklands með hundinn sinn, hann hefur aldrei neitað því að eiga þar peninga á leynilegum bankareikningum, þótt tslensk lög banni slíkt. En hvert eiga aðr- ir að flýja, við sem ekki eigum dollara í Sviss eða Frakklandi? Hvert á atvinnuleysinginn að flýja? Auðvitað á ekki að flýja neitt. Við skulum sjá til þess að Albert og hans líkar flýi sjálfir með skottið á milli fótanna. Við segjum: þaðerekkisamahvernig ríkisstjórn er í landinu og það á að berjast gegn siæmum stjórn- unt. Burt með stjórnina". - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.