Þjóðviljinn - 02.02.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.02.1984, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Ums|°n: Vidir Sigurðsson Enska knattspyman: Tottenham féll í Norwich! Enn eitt stórliðið féll útúr ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Tottenham sótti Norw- ich heim á Carrow Road í Norwich og tapaði 2-1 en liðin höfðu gert jafntefli í London á laugardag. Der- by sigraði Telford 3-2, Hudd- ersfield tapaði 1-2 fyrir Notts Co- unty og WBA sigraði Scunthorpe 1-0. Þá vann Sheff.Wed 3-2 sigur á Coventry í leik á mánudag og því er Ijóst um öll sæti nema eitt í 5. um- ferð, Gillingham og Everton mæt- ast í þriðja sinn í Gillingham á mánudag. Oll mörkin í Norwich komu á nokkura mínútna kafla kringum leikhlé. Á lokamínútum fyrri hálf- leiks skoraði Norwich tvívegis, fyrst Hollendingurinn Dennis Van Wyk og síðan hinn gamalkunni Mick Channon, sem þar með hefur gert 250 mörk á ferli sínum í ensku knattspyrnunni. Norwich heimsækir Derby í 5. umferð en Derby vann utan- deildaliðið Telford með þrennu frá Metþátttaka í Sarajevo Ljóst er að alger metþátttaka verður í vetrarólympíuleikunum 1984 sem hefjast í Sarajevo í Júg- óslavíu í næstu viku. Keppendur frá 49 þjóðum mæta til leiks, gamla metið var sett í Lake Placid hvar 37 þjóðfánar voru að húni dregnir. Bikar yngri flokkanna Þegar dregið var í bikarkeppn- unum í körfuknattleik í fyrrakvöld var einnig dregið í bikarkeppnum 2. flokks karla og kvenna og 3. fiokks karla. Niðurstaðan þar varð þessi 2. flokkur karla: Haukur-Keflavík Valur-Njarövik 2. flokkur kvenna: ÍR-KR Keflav./Haukar-Skallagrímur 3. flokkur karla: Haukar-Grindavík Keflavík/ÍR-Njarðvik Iþróttir í kvöld Körfubolti Laugdælir og KR mætast í bikar- keppni karla í körfuknattleik á Sel- fossi í kvöld og hefst leikurinn kl. 20. Sigurliðið kemst í 8-liða úrslit og mætir þar Njarðvík. KR fær heimaleik með sigri, en vinni Laugdælir verða þeir að fara til Njarðvíkur, samkvæmt reglum bikarkeppninnar. Blak Fjórir leikir eru á dagskrá í kvöld, allir í höfuðborginni. Þrír fara fram í Hagaskóla. Þróttur og Víkingur mætast í 1. deild kvenna kl. 18.30, sömu félög í 1. deild karla kl. 19.30 og kl. 21.10 eigast við Fram og HK í 1. deild karla. ÍS og Þróttur frá Neskaupstað mætast í bikarkeppni karla í íþróttahúsi Háskólans og hefst leikurinn kl. 20. Það er fyrsti mótsleikur ÍS í tvo mánuði, kyndug niðurröðun það, þar sem Þróttur R. og HK hafa t.d. mæst þrívegis á því tímabili. Bobby Davison í gærkvöldi. Stað- an var þó 1-1 í hálfleik, Davison kom Derby í 3-1 en utandeildaliðið minnkaði muninn. WBA marði sigur á næstneðsta liði 3. deildar, Scunthorpe. Það var blökkumaðurinn ungi Noel Luke sem skoraði eina mark leiksins. WBA fær annað 3. deildarlið, Plymouth, í heimsókn í 5. umferð. Bearzot breytir litlu ítalir og Mexíkanar, einu þjóð- irnar sem komast sjálfkrafa í loka- keppni HM í knattspyrnu árið 1986, leika landsleik á Ítalíu um helgina. ítalir völdu 18 manna hóp í vikunni og í honum eru níu af heimsmeisturunum frá 1982 og að- eins tveir nýliðar. Enzo Bearzot landsliðseinvaldur fer því afar hægt í breytingar þrátt fyrir hörmulegt gengi ítala frá því heimsmeistara- titillinn vannst fyrir hálfu öðru ári. -VS Notts County vann Huddersfield 2- 1 úti og leikur í Middlesborough. Watford afgreitt fyrir hlé á Anfield Road Liverpool náði fimm stiga for- ystu í 1. deildinni í gærkvöldi, vann_ þá Watford 3-0 á Anfield Road í Liverpool. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik, fyrst skoraði Ian Rush sitt 20. mark í deildinni og 30. á keppn- istímabilinu, síðan Steve Nicol og Svíi fær dópbann Þekktasti skautahlaupari Svía, Granad að nafni, var nú í vikunni dæmdur í 15 mánaða leikbann að sögn breska útvarpsins. Hann not- aði ólögleg „steroid" lyf, og ástæð- una sagi hann sjálfur vera þá að með því móti hefði hann ætlað að losria við annars óhjákvæmilégan uppskurð á fæti. -VS loks Ronnie Whelan. Liverpool hefur51 stigenManchesterUnited 46 og leik færra. í 3. deild vann Lincoln Brentford 2-0. - VS. Draugaliði burtvísað! Kyndugt mál hefur komið upp í ungversku knattspyrnunni. Þar í landi gilda þær reglur að félög geta ekki sent lið í deildakeppni nema að starfrækja einnig unglingalið. Knattspyrnusambandið ungverska fór að gruna ýmislegt þegar ung- lingaliö Neg lauk heilu keppnis- tímabili þannig að það tapaði 0-3. Við rannsókn kom í Ijós að ung- lingaliöið hafði aðeins verið til á pappírunum, var búið til svo að aðallið Neg gæti tekið þátt í deilda- keppninni. Knattspyrnusamband- ið meðhöndlaði málið á húmorísk- an hátt, vísaði „draugaliðinu" úr keppni á formlegan máta! - VS. Fyrirtækjakeppm í badminton Sólargluggatjöld sf sigruöu í fyrirtækjakeppni Badmintonsambands sem fram fór í TBR-húsinu við Gnoðarvog í Reykjavík sl. sunnudag. Vildís K. Guðmundsdóttir og Sigfús Ægir Árnason kepptu fyrir fyrirtækið. í úrslitaleik unnu þau Friðleif Stef- ánsson og Víði Bragason 15:5 og 15:6 en þeir spiluðu fyrir Friðleif Stefánsson tannlækni. („heiðursflokki", en hann skipuöu þau lið sem töpuðu fyrsta leik sínum, sigraði Hans Petersen hf. B-lið Aburðarverksmiðjunnar 15:8 og 15:1. Elín Agnarsdóttur og Ari Edwald kepptu fyrir Hans en Gunnar Ólafsson og Steinþór Árnason fyrir Áburðarverksmiðjuna. Á myndinni að ofan eru frá vinstri Vildís, Sigfús Ægir, Víðir og Friðleifur, en á þeirri neðri Ari, Elín, Steinþór og Gunnar. Gary Gilliespie, einn af fjötmörgum hjátrúarfullum í ensku knattspyrnunni. Enskir molar Hér kemur framhald á mulunum úr ensku knattspyrnunni sem áhugamaður sendi okkur: Preston-leikmaðurinn Andy McAtc- er var bókaður á þriðju sekúndu leiks gegn Fulham í 3. deild. Ástæðan var fólskulegt brot! Keppnistímabilið I924-25 var fyrsta ár Southampton í 2. deild. Liðið varð í 11. sæti af 22, hlaut 42 stig úr 42 leikjum, vann 14 leiki, gerði 14 jafntefli og tapaði 14 leikjum. skoraði 40 mörk og fékk á sig 40. Ólíklegt er að þetta met vcrði slegið. Þann 26. scptember 1981 gerðist það í fyrsta og eina skiptið að ahorfenda- fjöldi var mciri á leik í 4. deild en á leik í 1. deild sama dag. Þá sáu 11.687 leik Sheff. Utd og Scunthorpe í 4. deild en aðeins 11.594 leik Wolvcs og Notts Co- unty í 1. deild. Denis Smith. lyrrum leikmaður Stoke og núverandi framkvæmdastjóri York City, á meiðslametið í ensku knattspyrnunni. Hann hefur fótbrotn- að 5 sinnum (þrisvar á hægri fæti og tvisvar á vinstri), snúið sig illa nokkrum sinnum á ökkla, tvær tær brotnað, sömuleiðis annar handleggurinn og nef- iö þrívegis. Þrátt fyrir allar þær fjarvist- irsem þetta hefur haft í för með sér, lék Smith hátt í fimmhundruð leiki með Stoke á ferli sínum sem er nýlokið. Hjátrúin á sér engin takmörk og eru knattspyrnumcnn ekki síður hjátrúa- fullir en margar aðrar stéttir. Hjá mörg- um eru síðustu klukkustundirnar fyrir leik alltaf eins skipulagðar. Gary Gill- espie hjá Liverpool heldur aldrei á bolta útá völl til upphitunar. Trevor Brooking er alltaf síðastur í röð leik- manna West Ham inná völlinn. Mark Higgins, Everton, fer alltaf í vinstra fót- boltaskóinn á undan þeim hægri. Mark Waltcrs, Aston Villa, leikur ávallt í út- hvcrfum sokkunum og félagi Itans, Dcnnis Mortimcr, leikur alltaf með giftingarhring konu sinnar á fingri. Sundmót Ægis Sundmót Ægis verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur sunnudginn 5. febrúar kl. 15. Þátttökutilkynn- ingar berist fyrir 4. febrúar til Kristins Kolbeinssonar, Grana- skjóli 17 Reykjavík, sími 10963. Þátttökugjald er kr. 30 fyrir hverja einstaklingsgrein og kr. 60 fyrir boðsund. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 400 m skriðsund karla, 200 m baksund kvenna, 100 m bringusund karla, 100 m bringu- sund kvenna, 100 m flugsund karla, 200 m flugsund kvenna, 100 m skriðsund karla, 200 m fjórsund kvenna, 4x100 m skriðsund karla og 4x100 m skriðsund kvenna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.