Þjóðviljinn - 02.02.1984, Page 6

Þjóðviljinn - 02.02.1984, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. febrúar 1984 Daily Mail um hundamál Alberts: Hrói höttur snýr á lögreglustjórann illa Breska blaðið Daily Mail birti á fimmtudaginn var all- mikla grein um hetjuskap Alberts Guðmundssonar, sem blaðið segir að hafi afnumið verðbólgu og vísi- tölukerfi á íslandi og þess- vegna hafi andstæðingar hans ráðist á tík ráðherr- ans, Lucy - sem hann verji með miklum garpskap rétt sem aðra hunda í höfuð- borginni. Greinin hefst á átakanlegri lýs- ingu á þeim lífsháska sem hund- um í Reykjavík er búinn og er haldið svo áfram: „Og það er af þessum sökum að fjármálaráðherrann Albert Guðmundsson er að skrifa nýja hetjusögu inn í ríkulegar bók- menntir íslendinga, söguna af því hvernig einn maður og hundur- inn hans hafa gert opinbera smán stjórnmálamanna sem hafa glat- að sambandinu við fjölskyldulíf- ið“. Síðan rekur blaðið knattspyrnu- feril Alberts hjá Glasgow Rang- ers og Arsenal skömmu eftir stríð. Þá er vikið að Albert og tíkinni hans og dæmið sett svo upp sem hér sé um að ræða taugastríð milli Sigurjóns lög- reglustjóra og A.lberts, sem heitir nú ekki aðeins söguhetja forn heldur og Hrói höttur. Rifan á brynjunni Síðan segir útsendari Daily Mail á fslandi, June Southworth: „Sem fjármálaráðherra hefur hann skorið verðbólguna niður úr áttatíu prósentum í.fyrra í tíu prósent í dag og hann hefur af- numið vísitölugreiðslur á laun. . Stefna hans hefur skipt þjóð- inni í andstæðar fylkingar. Það var óumflýjanlegt að andstæðing- ar hans reyndu að flnna rifu á brynju hans. Þeir fundu hana ■ gegnum tíkina Lucy. Nýlega skoðanakönnun bendir til þess að um 70 prósent af íbúum höfuðborgarinnar séu á móti hundum, en í höfuðborginni býr helmingur þjóðarinnar. En lögreglustjórinn ætlar ekki að gera hann (þ.e. Albert) að píslarvætti með því að drepa hund hins gamla andstæðings síns. Svo verður að taka tillit til túr- istanna, sem skapa meiri tekjur en rollurnar. Hvernig mundu þeir bregðast við þeirri sjón, að lögregla dregur gæludýr fjöl- skyldunnar á brott frá tárvotum eigendum?" Svo mörg eru þau orð. (áb) Ládevða í Stokkhólmi Á þeim tveim vikum sem liðnar eru síðan Stokkhólms- ráðstefnan var sett hafa Nato-löndin settfram tillögu í 6 liðum um aukna gagn- kvæma upplýsingastarfsemi varðandi öryggi og vígbún- að, Sovétríkin og banda- lagsríki þeirra hafa hins veg- ar haft sig lítið í frammi að öðru leyti en því að þau hafa hvatttil sameiginlegra skuld- bindinga um að beita ekki vopnavaldi gegn gagnaðil- anum. Óháðu ríkin sem standa utan hernaðarbanda- laganna hafa lítið haft sig í frammi, en meðal þeirra hef- ur orðið vart viðleitni til sam- eiginlegrar stefnumótunar. Prövdu um „gægjugöt" fyrir Nato eru í samræmi við þessa túlkun. Almennar upplýsingar Sovétmenn og fulltrúar A- Evrópuríkjanna hafa talað í al- mennu orðalagi um versnandi sambúð austurs og vesturs og varp- að ábyrgðinni á Bandaríkin og V- Evrópuríkin. A-Evrópuríkin hafa ekki bryddað upp á áþreifanlegum aðgerðum í líkingu við Nato- tillögurnar, heldur hafa þau lagt meira upp úr almennum yfirlýsing- um og samningum um að beita ekki hervaldi eða kjarnorkuvopnum að fyrra bragði, sem og tillögum um bann við efnavopnum og um upp- setningu kjarnorkuvopnalausra svæða. Tillögur þessar hafa þó ekki ver- ið gefnar formlega út á ráðstefn- unni, heldur hafa þær eingöngu verið settar fram sem hugmyndir af einstökum ræðumönnum. Afstaða Nato-landanna til hug- mynda Sovétmanna hefur verið sú að þær séu meira og minna gagns- lausar þar sem þær taki ekki til áþreifanlegra aðgerða sem trygg- ing sé fyrir að skila muni árangri. Menn hafa einnig velt því fyrir sér hvers vegna Sovétríkin hafi ekki komið fram með ákveðnari og betur fram settar hugmyndir. Telja sumir fréttaskýrendur að Sovét- menn séu ekki færir um að stíga afgerandi skref í þessum efnum vegna veikinda Andropovs, en aðrir telja líklegri skýringu þá að Sovétmenn hafi reiknað það út að eftir að uppsetning bandarísku eld- flauganna í Evrópu hófst sé þeim fyrir bestu að hafa hægt um sig og láta tímann vinna með sér. Allra síst vildu þeir gera nokkuð það sem Reagan gæti túlkað sem ávinning í utanríkismálum fyrir kjósendum sínum nú eftir að hann hefur ákveðið að bjóða sig aftur fram til forseta. í Ijósi þeirrar ládeyðu sem nú ríkir á ráðstefnunni hafa óháðu rík- in borið saman ráð sín á bak við tjöldin í þeirri viðleitni að móta sameiginlegar tillögur, sem orðið gætu til þess að koma hreyfingu á málin. Innan þessa hóps þátttöku- rfkja mun þó vera uppi nokkur á- greiningur, þannig að vafalaust tekur nokkurn tíma fyrir þessi ríki að koma fram með sjálfstæðan mótleik við stórveldin. Á meðan- sitja fréttaritararnir yfir lá- deyðunni og búast margir við því að hún verði langvinn og þreytandi til lengdar. ólg./DN V. -Pýskaland: Hommakæra feUdi ráðherra Hugmyndir Nato-ríkjanna 16 eru í sjálfu sér ekki nýjar, en þær byggjast á þeirri hugsun, að með því að skiptast á upplýsingum um hernaðarstyrk og hernaðarumsvif geti aðildarríki ráðstefnunnar eytt gagnkvæmri tortryggni og mis- skilningi. Þannig er gert ráð fyrir að tilkynnt verði með allgóðum fyrirvara um meiriháttar heræfing- ar og hergagnaflutninga og jafn- framt að erlendum sjónarvottum verði boðið að vera viðstaddir slík- ar æfingar. Reglubundin upplýs- ingaskipti um herafla og samsetn- ingu hans falla undir þessar hug- myndir, sem og samkomulag um reglur sem gilda eigi um eftirlit með því að samkomulag af þessu tagi sé haldið. Skráargatsgægjur Sovétríkin og fylgiríki þeirra hafa tekið þessum hugmyndum illa og í grein í flokksmálgagninu Prövdu var þessari hugmynd líkt við „gægjur á skráargat", eða með öðrum orðum að samkomuiagið ætti að fela í sér að njósnir um ör- yggismál yrðu gerðar löglegar. Sumir fréttaskýrendur hafa skýrt þessa afstöðu Sovétmanna og fylgi- ríkja þeirra þannig, að sú leynd, og það lokaða kerfi sem einkenni þessi þjóðfélög, sé í rauninni í og með hernaðarlegur ávinningur fyrir þau, þar sem Ieyndin geti látið þessi ríki líta hættulegri út í augum andstæðingsins en þau eru í raun og veru. Þannig veiti leyndin og hið lokaða kerfi þessum ríkjum „ódýr- an“ fælimátt gagnvart and- stæðingnum. Þannig sé Nato- tillagan ógnun við allt öryggiskerfi Sovétríkjanna og um leið sé það litið mjög óhýru auga af forsvars- mönnum herjanna í A-Evrópu, sem einnig byggi stöðu sína á hinu leynilega og lokaða kerfi. Skrif Hvert hneykslismálið rek- ur nú annað í V-Þýskalandi: ekki var storminn fyrr tekið að lægja eftir ákæruna á efnahagsráðherrann Otto Lamsdorf um mútuþægni en varnarmálaráðherrann Man- fred Wörner var kominn í sviðsljósið: ákvörðun hans um að víkja Gunter Kiess- ling, fjögurra stjörnu herfor- ingja og einum af æðstu her- foringjum Nato, úr þýska hernum hefur vakið upp því- líkar deilur að allar líkur benda til þess að varnar- málaráðherranum verði gert að segja af sér. Er jafnvel tal- ið liklegt að meiriháttar upp- stokkun verði gerð á vest- ur-þýsku stjórninni þar sem þeir Otto Lamsdorf og Man- fred Wörner verði báðir látnir víkja ásamt einhverjum fleirum. Gúnter Kiessling átti ekki nema hálft ár eftir í þjónustu sinni við þýska herinn þegar honum var sagt upp. Ástæðan sem gefin var upp var sú, að herforinginn hefði um nokkurra ára skeið verið tíður gest- ur á vafasömum knæpum homma í Köln, „Café Wústen" og „Tom- Tom“. Var Kiessling borið á brýn að vera hommi og þar með auðvelt fórnarlamb fjárkúgara er stefndi öryggi ríkisins í voða. Upplýsingar ráðherrans um þessa „afbrigði- legu“ hegðun herforingjans voru komnar frá öryggislögreglu hers- ins, sem jafnframt hafði upplýst Rogers, yfirmann herafla Nato í Evrópu, um málið. Fram hefur komið í fréttum að samstarf þeirra Kiesslings og Rogers hafi verið stirt, og að ákvörðunin um að reka Kiessling hafi verið gerð með hans velþóknun. Það hefur hins vegar komið í ljós við frekari rannsókn málsins að lít- ill fótur sé fyrir meintri „kynvillu“ herforingjans, og maður sá sem ör- yggislögreglan segist hafa fylgst með á fyrrnefndum öldurhúsum er jafnvel sagður vera tvífari hers- höfðingjans. Bendir margt til þess að mál þetta sé uppspuni frá rót- um, og hefur stjórnarandstaðan í V-Þýskalandi þegar farið fram á að málið verði rannsakað og að Wörn- er varnarmálaráðherra segi af sér embætti. Þá hefur Kiessling höfðað mál gegn ráðherranum fyrir v- þýskum dómstólum til þess að verja mannorð sitt og rétt til emb- ættis innan þýska hersins. Helmut Kohl var á sínum tíma gagnrýndur fyrir að leyfa Otto Lamsdorf efnahagsmálaráðherra að sitja áfram í ráðherraembætti eftir að ríkissaksóknari hafði ákært hann fyrir mútuþægni og þingið hafði svipt hann þinghelgi svo rétt- arhöld gætu farið fram í málinu. Margir töldu að aðalástæðan væri sú að Kohl vildi fyrir allan mun koma í veg fyrir að Franz Josef Strauss leiðtogi kaþólska flokksins í Bayern yrði ráðherra. Nú þykir flest benda tii þess að Kohl muni losa sig við Manfred Wörner úr stjórninni, og mun þá Franz Josef sitja yfir ráðherraembættinu eftir sem áður. Franz Josef Strauss var varnarmálaráherra þegar Spiegel- málið svokallaða kom upp í Þýska- landi 1962, og varð að segja af sér af þeim sökum þá. Þetta er þó ekki talið koma í veg fyrir að hann geti sóst eftir varnarmálaráðherraemb- ættinu nteð nokkrum rétti, en heimildir herma að hann vilji þó setja enn fleiri skilyrði: að Otto Lamsdorf og jafnvel nokkrum fleiri ráðherrum verði einnig sagt upp. Það er hins vegar talið geta stefnt stjórnarsamvinnu kristilegra og frjálsra demókrata í hættu, komist Franz Josef í stjórnina. Síðustu fregnir herma að sam- ráðherrar Manfreds Wörner varn- armálaráðherra hafi endanlega snúið við honum bakinu eftir að þeir fréttu að ráðherrann hefði stefnt til sín í varnarmálaráðuneyt- ið vafasömum persónum úr hópi fastagesta á umræddum knæpum í Köln, til þess að safna vitnum gegn Kiessling hershöfðingja. Talið var að Helmut Kohl myndi taka ákvörðun um málið þegar hann kæmi úr opinberri heimsókn sinni til Israels. ólg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.