Þjóðviljinn - 02.02.1984, Side 9
Miðvikudagur 1. febrúar 1984 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9
Guðmundur
Helgi
Þórðarson
Á síöustu mánuöum hafa
gerst atburðir, sem bent hafa til
þess, aö vænta megi stefnu-
breytingar í íslenskum heil-
brigðismálum og e.t.v fleiri
þáttum þjóðlífsins. Svo er aö
sjá, aö núverandi heilbrigöisyf-
irvöld hafi tekið þá ákvöröun,
að hverfa að meira eöa minna
leyti frá þeirri stefnu, sem fylgt
hefur veriö hér á landi síðustu
áratugi, aö leysa heilbrigö-
isvandamál á félagslegum
grundvelli, en iáta þess í stað
einkaaðila annast þessa þjón-
ustu og láta hana þróast sam-
kvæmt markaðslögmálunum
marglofuðu. í raun þýöir þaö,
aö ágóðavonin á að vera það
afl, sem knýr þessa þjónustu
áfram, og á það að tryggja
ódýra og hagkvæma þjónustu.
Vonandi verður horfið frá þess-
ari hugmynd aftur, en það, að
henni skyldi vera hreyft, sýnir, að
ástæða er til fyrir almenning að
vera á verði.
Lyfja kostnaður
Þriðja dæmið í þessum dúr er sú
hugmynd, að láta sjúklinga greiða
meiri hlut en nú er í lyfjakostnaði
og læknishjálp utan sjúkrahúsa. Á
þessa hugmynd hefur verið drepið,
og mikil hætta á, að hún verði
framkvæmd. Þar er að sjálfsögðu
verið að létta á opinberum sjóðum
og auka greiðslubyrði almennings.
Allar þessar tilfærslur frá al-
mennum sjóðum yfir á einstaklinga
eru sagðir stafa af efnahagsþreng-
ingum, af því að þjóðartekjur hafi
minnkað o.s.frv. Hér er hlutunum
snúið við. Einmitt á tímum efna-
hagslegra þrenginga er meiri þörf á
því en nokkru sinni að leysa heil-
„Er þér ljóst, að það kemur fyrir í öllum stéttum í Bandaríkjum Norður-
Ameríku, að menn verða að veðsetja eigur sínar til að greiða sjúkrakostn-
að, selja hús sín, taka börn sín úr skóla og jafnvel lýsa yfir gjaldþroti?
Margir eru hundeltir af skuldheimtumönnum á vegum lækna og sjúkra-
húsa, laun eru gerð upptæk, fólk er lögsótt o.s.frv.“- Þannigspyr Edward
Kennedy í bók sinni um kreppu bandarískra heilbrigðismála.
lagslegra lausna og samhjálpar,
sem hefur verið grundvöllur þessa
kerfis síðustu áratugina, en taka
þess í stað upp harða peninga-
stefnu, þar sem hver áað sjá um sig
og heilbrigðisstofnanir eru reknar í
ágóðaskyni. Það fer ekki á milli
mála, að þau öfl eru til hér á landi,
sem vilja ganga miklu lengra í þess-
um efnum og munu gera það, þeg-
ar tækifæri býðst. Hins vegar mun
félagshyggjan eiga enn sem komið
er það djúpar rætur í þjóðlífinu, að
ekki þykir tiltækilegt að ganga
lengra í bili.
Falskur
sparnaðartónn
Eitt af því, sem vekur sérstaka
athygli manns, þegar þessi mál
eru hugleidd, er hinn falski
sparnaðartónn. Það er talað um að
spara, þegar um er að ræða annað
hvort yfirfærslu á greiðslum frá op-
inberum aðilum til almennings,
þ.e. sjúklinga, eða beinlínis aukna
eyðslu, eins um er að ræða í Garða-
bæ. Engin þeirra ráðstafana, sem
hér hefur verið minnst á, hefur í för
með sér nokkurn sparnað. Þegar
greiðslur sjúklinga eru hækkaðar,
þýðir það einfaldlega, að skatt-
heimta vegna heilbrigðisþjónust-
unnar færist að hluta til frá hinum
Er heilbrigðisþjónusta fésýsla
eða félagsleg þjónusta?
Þá hefur jafnframt gætt til-
hneigingar til þess, að yfirfæra
kostnað við heilbrigðisþjón-
ustuna frá hinu oþinbera yfir á
einstaklinga, þ.e. sjúklingana,
og er þar um að ræða grein af
sama stofni.
Útboðin
Sem dæmi um þessa viðleitni má
nefna það tiltæki heilbrigðisyfir-
valda, að bjóða út vissa þætti
sjúkrahússtarfseminnar til einka-
aðila s.s. matreiðslu, þvotta o.fl..
Það voru aldrei færð fram nein rök
fyrir þessu uppátæki, en látið í
veðri vaka, að verið væri að auka
sparnað og hagkvæmni. Það kom
hins vegar í ljós, þegar farið var að
leita tilboða, að einkaaðilar treystu
sér ekki til að inna þessa þjónustu
af hendi eins hagkvæmt og ódýrt
og hið opinbera hafði gert,
enda varla von, þar sem einkaað-
ilinn rekur ekki starfsemi til annars
en að hagnast verulega á henni, þar
sem opinbert fyrirtæki lætur sér
nægja kostnaðarverð. Af tiltækinu
hlaust aðeins aukinn kostnaður, en
horfið var frá einkareksturshug-
myndinni að sinni. Grunur minn er
þó sá, að henni geti skotið upp aft-
ur síðar. Það er líka grunur margra,
að á bakvið þessa hugmynd hafi
ekki búið áhugi á sparnaði ein-
göngu, enda ekki færð nein rök
fyrir því, að þarna væri illa farið
með fjármuni, heldur hafi hér búið
á bak við viðleitni tiltekinna hópa
til að bæta stöðu sína.
Sjúklingaskattur
Annað dæmi, og kannske það
þekktasta og jafnframt það alvar-
legasta, er hinn svokallaði
sjúklingaskattur, en þar er átt við
það, að sjúklingar greiði ákveðið
gjald fyrir hvern legudag á sjúkra-
húsum. Með þessu móti er taíið, að
verið sé að spara. Manni verður á
að spyrja: Fyrir hvern er verið að
spara?
Meiningin er sú, að hér er ekkert
verið að spara, ekki einn einasta
eyri, heldur er verið að færa hluta
af greiðslubyrðinni frá hinu opin-
bera yfir á sjúklingana. Skatt-
heimtan minnkar ekki, en hluti
skattseðilsins kemur hins vegar
sem reikningur til sjúklinga, þ.e.
þegar fólk er veikt og hefur þar af
leiðandi minnsta gjaldgetu.
brigðismálin á félagslegum grund-
velli. Það voru hinar efnaminni
stéttir þjóðfélagsins, sem börðust
fyrir almannatryggingum og öðr-
um félagslegum heilbrigðisráðstöf-
unum, vegna þess að þær fundu, að
með þeim hættí var hægt að sigrast
á vanda, sem ekki var viðráðanleg-
ur með öðrum hætti.
Tregða í heilsugœslu
Fjórða dæmið um einkarekst-
ursástríðuna, sem hefur gripið um
sig í heilbrigðiskerfinu, er tregðan,
sem komið hefur fram hjá a.m.k.
þremur bæjarfélögum á höfuð-
borgarsvæðinu gegn skipulagningu
og uppbyggingu heilsugæslukerfis-
ins á svæðinu, og sú árátta að reyna
að troða þessari þjónustu inn í ein-
hvers konar einkarekstursform
með góðu eða illu, gera úr þessu
bissniss. Hér á ég fyrst og fremst
við bæjarstjórnir Garðabæjar,
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
Það hefur hins vegar reynst erfitt
að koma þessu í verk, svo að í lagi
sé, og hefur því orðið úr þessu
skrípamynd af einkarekstri eða
einkarekstur á opinberu framfæri.
Slíkur einkarekstur á opinberu
framfæri hefur löngum verið talinn
óheilbrigðasta rekstrarform sem
um getur.
í Garðabæ hefur að undanförnu
verið að fara í gang rekstur, sem er
dæmigerður fyrir okkar opinbera
einkarekstur. Þar hafnaði bæjar-
stjórn þeirri leið, sem gildandi lög
um heilbrigðisþjónustu gera ráð
fyrir, og felst í því m.a. að ríkið
kostar að 85 hundraðshlutum
byggingu stöðvarinnar og greiðir
laun lækna og hjúkrunarfræðinga
Guðmundur Helgi Þórðarson: Enn
er félagshyggjan það sterk að gróð-
aöflin geta ekki gjörbreytt heil-
brigðiskerfinu, en þau vilja ganga
mun lengra en þegar hefur komið í
ljós.
að fullu. í nafni hins frjálsa fram-
taks er sú leið farin að láta bæjarfé-
lagið standa undir öllum bygging-
arkostnaði stöðvarinnar og greiða
læknunum þar að auki kauptrygg-
ingu og rekstrarstyrk. Þetta er svo
kallaður sparnaður fyrir bæjarfé-
lagið. Með þessu hafa bæjaryfir-
völd hleypt sér og viðkomandi
læknum í úlfakreppu, sem erfitt
mun reynast að komast úr m.a.
vegna þess, að launakerfið, sem
þarna er ríghaldið í, stendur ekki
undir neinum heilsugæslurekstri,
ef miðað er við sómasamleg vinnu-
brögð.
í Hafnarfirði hafa bæjaryfirvöld
ríghaldið í hið svokallaða einka-
rekstursform. Hins vegar er það
launakerfi, sem það byggist á, orð-
ið svo gersamlega ónothæft miðað
við viðunandi þjónustu, að bæjar-
yfirvöld hafa orðið að standa að
verulegu leyti undir rekstri heim-
ilislækna, og verður aldrei hjá því
komist, svo lengi sem einkarekst-
ursformið verður þar við lýði.
Þarna er þvf enn um að ræða einka-
rekstur á opinberu framfæri.
Heimilislæknar í Hafnarfirði hafa
árum saman reynt að fá þessu
breytt í löglega heilsugæslustöð,
þar sem þeir telja rekstur af þessu
tagi óheilbrigðan í hæsta máta, en
bæjaryfirvöld hafa staðið þar á
móti eins og veggur. Þau hafa ríg-
haldið í hinn opinbera einkarekst-
ur og margsinnis lýst því yfir, að
þau telji eðlilegast að heilsugæslan
sé rekin á reíkning lækna alfarið og
bæjarfélagið komi þar hvergi
nærri. Þeim hefur ekkert komið
það við, þó að heilbrigðisráðherra,
heilbrigðisráðuneyti, læknar, heil-
brigðisráð Hafnarfjarðar og Hafn-
firðingar almennt séu á annarri
skoðun.
Hættuleg
tilhneiging
Þegar hugleiddar eru þær stað-
reyndir, sem hér hafa verið tilfærð-
ar, og má raunar nefna fleiri, er
nokkuð ljóst, að það er fyrir hendi í
þjóðfélaginu ákveðin tilhneiging til
að breyta íslenska heilbrigðiskerf-
inu í grundvallaratriðum. Það er
verið að sveigja af þeirri braut fé-
almenna skattgreiðanda yfir á
sjúklinga, en það þýðir, að fólk
verður að greiða þennan hluta
skattanna, þegar verst stendur á,
og auk þess fer þessi hluti skatt-
heimtunnar ekki eftir efnahag og
verður þar af leiðandi óréttlátur.
Kennedy
blygðast sín
Um sparnaðinn af einkarekstri
mætti margt segja. Það er varla til
meira öfugmæli en að einkarekstur
í heilbrigðisþjónustu leiði til sparn-
aðar. f því sambandi mætti kanns-
ke minna á það, að ríkasta þjóð
veraldar, Bandaríki Norður-
Ameríku, rekur sína heilbrigðis-
starfsemi að langmestu Ieyti sem
einkarekstur, en þar í landi er
heilbrigðisþjónustan íangdýrust í
veröldinni. Hins vegar er það ekki
besta heilbrigðisþjónusta í veröld-
inni. Um það mætti skrifa langt
mál, en ég læt mér nægja að tilfæra
hér nokkrar setningar úr bók
Edwards Kennedys um bandarísk
heilbrigðismál „The Crises in Am-
erican Health Care“: „Er þér ljóst,
að það kemur fyrir í öllum stéttum í
Bandaríkjum Norður-Ameríku, að
mcnn verða að veðsetja eigur sínar
til að greiða sjúkrakostnað, selja
hús sín, taka börn sín úr skóla og
jafnvel að lýsa yfir gjaldþroti.
Margir cru hundcltir (hounded) af
skuldheimtumönnum á vegum
lækna og sjúkrahúsa, laun cru gerð
upptæk, fólk er lögsótt o.s.frv.“. Á
öðrum stað segir hann: „Ég blygð-
ast mín fyrir að verða að viður-
kenna, að þetta skuli gerast í
Bandaríkjum Norður-Ameríku,
ríkasta landi heimsins“.
Þarna talar ntaður, sem þekkir
gjörla afrakstur einkaframtaks í
heilbrigðismálum. Hann var for-
maður þingnefndar, sem gerði út-
tekt á bandarískri heilbrigðisþjón-
ustu og gerði tillögur um að breyta
henni til samræmis við þau kerfi,
sem giltu á Norðurlöndum. Það er
dálítið einkennilegt, að á sama
tíma skuli íslenskir ráðamenn
streða við að breyta íslenskum
heilbrigðismálum í þetta horf, á
sama tíma og þarlendir stjórnmála-
menn vilja breyta sínu heijbrigði-
skerfi í það kerfi, sem ríkt hefur á
íslandi.
Guðmundur Helgi Þórðarson er
læknir í Hafnarfirði.
„ Það er fyrir hendi í þjóðfélaginu ákveðin tilhneiging
til að breyta íslenska heilbrigðiskerfinu í grundvallaratrið-
um. Það er verið að sveigja af þeirri braut félagslegra
lausna og samhjálpar sem verið hefur grundvöllur þessa kerfis
síðustu áratugina, en taka þess í stað upp harða
peningastefnu, þar sem hver á að sjá um sig og heilbrigð-
isstofnanir eru reknar í ágóðaskyni.“