Þjóðviljinn - 02.02.1984, Síða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. febrúar 1984
Fasteignaskattar lífeyrisþega:
Sjálfkrafa niður
fellinghjá þeim
tekjulægstu
Eins og undanfarin ár mun
Framtalsnefnd Reykjavíkurborgar
fara yfir skattframtöl allra elii- og
örorkulífeyrisþega í horginni og
lækka álagða fasteignaskatta og
fella þá alveg niður hjá þeim sem
engar tekjur hafa utan bóta Trygg-
ingarstofnunar.
Borgarráð hefur samþykkt eftir-
farandi viðmiðunarreglur, sem far-
ið verður eftir við lækkunina:
1. Fella skal niður fasteignaskatt
hjá þeim elli- og örorkulífeyrisþeg-
um sem á árinu 1983 höfðu ekki
aðrar tekjur en elli- og örorkulíf-
eyri, tekjutryggingu og heimils-
uppbót frá Tryggingastofnun, þ.e.
91.020 krónur fyrir einstakling og
133.918 fyrir hjón.
2. 80% lækkun fá þeirsem höfðu
á árinu 1983 110 þúsund krónur
eða minna hver einstaklingur en
170 þúsund fyrir hjón.
3. 50% lækkun fá þeir einstak-
lingar sem höfðu 110-130 þúsund
krónur í tekjur 1983 og hjón sem
höfðu sameiginlega kr. 170 - 205
þúsund á árinu 1983.
Vakin er athygli á því að heimild
til lækkunar á fasteignaskatti nær
ekki til annarra gjalda á fast-
eignagjaldseðlinum en fast-
eignaskattsins. Þar sem ákvörðun
um niðurfellingu er tekin eftir að
skattframtölum hefur verið skilað
inn, mega menn ekki búast við til-
kynningu um lækkun fasteigna-
skatts fyrr en í mars eða apríl. Til
að foraðst dráttarvexti verða menn
því að greiða a.m.k. fyrstu afborg-
un fasteignaskattsins, en þeir fá
hana þá eridurgreidda þegar út-
reikningi er lokið.
Aðalfundur Hjúkrunarfélags íslands:
Sjúklingaskatti
mótmælt
Á aðalfundi Hjúkrunarfélags
íslands (Reykjavíkurdeildar)
sem haldinn var 26. janúar s.l.
voru gerðar tvær samþykktir - í
annarri er hugmyndum um
sjúklingaskatt eindregið mót-
mælt en í hinni er krafa BSRB
um 15 þúsund króna lágmarks-
laun ítrekuð og kjaraskerðingu
ríkisstjórnarinnar mótmælt.
Jón Karlsson var kjörinn form-
asður en aðrir í stjórn eru: Ragn-
heiður Sigurðardóttir, Hrafnhildur
Baldursdóttir, Sigurbjörg Ólafs-
dóttir, Lilja Steingrímsdóttir.
Samþykktir fundarins eru svo-
hljóðandi:
„Aðalfundur Reykjavíkurdeild-
ar Hjúkrunarfélags Islands þann
26. janúar 1984 mótmælir eindreg-
ið framkomnum hugmyndum
stjórnvalda þess efnis að fólk sem
þarf á sjúkrahúsvist að halda verði
látið taka á sig að hluta kostnað,
sem af þeirri dvöl leiðir.
Aðalfundurinn mótmælir harð-
lega kjaraskerðingu ríkisstjórnar-
innar. Fundurinn lýsir furðu sinni á
viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við
hógværri kröfugerð BSRB í yfir-
standandi kjaradeilu. Fundurinn
krefst þess að ríkisstjórnin semji nú
þegar um fimmtán þúsund króna
lágmarkslaun."
f STAÐARNEM!
Öll hjól eiga að stöðvast
algerlega áðuren
að stöðvunarlínu
V er komið.
Framkvæmdastofnun
ríkisins
Áætlanadeild auglysir:
Nýlega kom út ritið:
Vinnumarkaðurinn 1982
(mannafli, meðaliaun, atvinnuþátttaka).
Jafnframt er enn fáanlegt ritið:
íbúðaspá til ársins 1900
Ritin eru tii sölu í afgreiðslu áætlanadeildar og kosta kr.
100 og kr. 50.
FRAMKVÆMDASTOFNUN RÍKISINS
Áætlanadeild,
Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík
Vélritun
Prentsmiöja Pjóðviljans óskar aö ráöa
ábyggilegan starfsmann til vaktavinnu á
innskriftarborö. Góö vélritunar- og íslensku-
kunnátta nauösynleg.
Upplýsingar eru veittar í síma 81333.
Atvinnulaust ungt fólk í Kópavogi á námskeiði:
Unglingarnir í Kópavogi sem komu saman til að ræða atvinnumál sín og möguleika til starfsmenntunar
ásamt umsjónarmanni námskeiðsins Ásdísi Skúladóttur. Ljósm. Sigurjón Jóhannsson.
Allir ákveðnir í
framhaldsnámi
„Ég gafst upp í skóla og hafði þá
enga hugmynd um hvað stæði til
boða í atvinnu og skóla. Ég var
fyrst til sjós en síðan atvinnulaus.
Éftir þetta námskeið sé ég að marg-
ar leiðir eru til“, sagði Jón Þór
Grímsson á fundi í gær. Hann var á
námskeiði í Olfusborgum þar sem
ungu fólki úr Kópavogi, sem dottið
hefur út úr skólakerfinu, var
kynntur atvinnumarkaðurinn og
menntunarlciðir í skólum landsins,
ásamt því sem upplýsingar um fé-
lagsleg réttindi voru veittar.
Félagsmálastofnun Kópavogs,
Skólaskrifstofa Kópavogs og
Menningar- og fræðslusamband al-
þýðu kóðu að námskeiði þessu.
Markmiðið var að uppörva ungt
fólk sem dottið hafði út úr skóla-
kerfinu og síðan orðið atvinnu-
laust. Starfshópur á vegum ofan-
Vissu ekki um
allar menntunar-
leiðir sem bjóðast
greindra aðila kannaði fjölda
þeirra sem áhuga hafði á þátttöku
og reyndist hann mikill.
f undirbúningsstarfinu og síðan á
námskeiðinu kom skýrt í ljós að
margt ungt fólk veit ekki hvert það
á að snúa sér varðandi félagsleg
réttindi sín, þekkir ekki
menntunarleiðir í landinu, þekkir
ekki þá aðstoð sem sveitarfélag eða
opinberir aðilar geta veitt og ekki
hvert skal snúa sér varðandi vinnu
og atvinnumál.
Námskeiðið var haldið í Ölfus-
borgum í síðustu viku. Þangað
komu fulltrúar fjölmargra skóla,
ásamt því sem Gerður Öskarsdótt-
ir námsráðgjafi talaði við hvern og
einn þátttakanda um námsleiðir og
atvinnumöguleika.
Árangur af námskeiðinu var sá
að allir hinir 24 þátttakendur eru
ákveðnir í að fara eitthvað í nám og
sumir eru nú þegar byrjaðir. Það
sem kom unga fólkinu mest á óvart
var hvað margir skólar eru til á
landinu. Svo virðist sem skólanem-
ar fái litlar upplýsingar um vinnu-
markaðinn meðan á námi þeirra
stendur.
Einn þátttakandi sagði að á
námskeiðinu hefði verið greitt úr
stórri flækju og vonleysi í sínu lífi.
Annar sagðist nú þegar vera byrj-
aður í námi sem hann vissi ekki
áður að væri mögulegt og horfði
hann bjartari augum til framtíðar-
innar.
-jp
Jóhanna Bogadóttir
sýnir á Akureyri
Jóhanna Bogadóttir myndlistarmaður opnar á laugardag
tveggja daga sýningu á verkum sínum í Iðnskólanum á Akureyri.
Sýningin verður aðeins opin á laugardag og sunnudag, kl. 14-22
báða dagana. Á henni eru um 25 myndir, grafík og málverk sem
Jóhanna hefur gert á síðustu tveimur árum. Sýningin er sölusýn-
ing.
Nýr Volvo
á markaðinn
Volvo-verksmiðjurnar hafa haf-
ið framleiðslu á nýrri gerð fjöl-
skyldubíla, eins konar millistigi
milli hinnar hefðbundnu 240 gerð-
ar og 760 gerðar, sem sett var á
markað fyrir tveimur árum. Nýi
bfllinn heitir Volvo 740 GLE,
sparneytinn með fjögurra strokka
vél, en rúmgóður og búinn
fullkomnustu öryggistækjum.
í frétt frá Volvo kemur fram að
10 þúsund bílar af þessari nýju gerð
verða framleiddir til vorsins. Mikið
er lagt í innréttingu og sæti bifreið-
arinnar og má nefna að í bílstjóra-
sætinu er sjálfvirkur hitari, sem
kviknar á þegar hiti fer niður fyrir
14 gráður og slokknar þegar hitinn er hægt að fá bílinn með Turbo-vél.
kemst í 30 gráður. Fjögurra Þá geta menn valið á milli bein-
strokka vélin eyðir 7,2 lítrum á skiptraog'sjálfskiptrabílaenbáðar
hundraðið á 90 km hraða en einnig gerðir hafa svonefndan yfirgír.