Þjóðviljinn - 14.02.1984, Qupperneq 1
DJÚÐVIlllNN
„Ánægður með
að hafa verið á
undan Gotta“.
Sagt frá keppni á
vetrarólympíu-
leikunum
Sjá 9
Gúmmíbobbingur til skoðunar
hjá vísindamönnum
Fínnst þetta skrítið
Ekkert annað finnst en gúmmíið sem bendir
til jarðhitans, segir Guðmundur Sigvaldason
- Okkur finnst þetta allt saman
mjög skrítið, sagði Guðmundur
Sigvaldason forstöðumaður Nor-
rænu eldfjallastöðvarinnar í viðtali
við Þjóðviljann í gær, en vísinda-
menn fengu til skoðunar í gær bút
úr bobbingnum sem talið er að
komist hafi í mikinn hita á rúmiega
300 metra dýpi við togveiðar út af
Vestmannaeyjum á dögunum.
- Menn hafa verið að skoða
þetta hérna og eru litlu nær. Páll
Imsland sem rannsakar þetta er
þeirrar skoðunar að þetta hafi
komið í sjó einhvern tíma. Það
finnast í þessu leifar af skeljum og
smádýrum, og eitthvað af gömlu og
fornfálegu móbergi. Það eru engin
merki um nýtt efni í þessu. Okkur
finnst þetta allt mjög skrítið og vilj-
um helst ékkert um þetta segja.
Mesta atvinnuleysi frá 1969:
febrúar 1984
þriðjudagur
49. árgangur
37. tbl.
Páll Imsland jarðfræðingur hjá Norræna eldfjallastöðinni með bútinn
undir smásjánni í gær
- Það eru ekki önnur merki um
hita heldur en formið á þessum
bút. Það er erfitt að álykta sem svo
að bobbingurinn hafi farið yfir
hraun, því það finnst ekki arða til
sannindamerkis um það. En við
vitum ekki hvernig gúmmíið hefur
fengið á sig þessa lögun. Það eru
allir hérna á gati, sagði Guðmund-
ur Sigvaldason forstöðumaður
Norrænu eldfjallastöðvarinnar.
-óg
3.900 eru atvinnulausir
Atvinnuleysi er nú meira hér
á landi en dæmi eru til allar göt-
ur frá hinum hrikalegu atvinnu-
leysisárum 1968-69. Samtals
voru skráðir um 3.900 atvinnu-
leysingjar í lok janúarmánaðar
en það þýðir rúmlega 84.000 at-
vinnuleysisdagar. 54% þeirra
sem eru án atvinnu eru konur.
Atvinnuleysið jafngildir því að
3.4% af mannafla hafi verið án
atvinnu í janúar.
Óskar Hallgrímsson hjá
vinnumáladeild félagsmála-
ráðuneytisins sagði að vertíð
hefði farið illa af stað og at-
vinnuástandið lítið farið að
lagast þótt komið væri fram
undir miðjan febrúar. Þorsk-
aflinn hefði aðeins verið hálf-
drættingur miðað við janúar í
fyrra sem þó hefði ekki verið
sérlega aflasæll mánuður.
Loðnan væri þó bót í máli en
enn sem komið er væri hún ekki
mjög mannaflafrek. Ykist vinn-
an þó verulega þegar að
hrognatöku kæmi.
Síðasta dag janúarmánaðar
voru 1300 verkamenn og sjó-
menn af rösklega 1800 körlum á
skrá og 1600 verkakonur af
1900 konum alls á atvinnu-
leysisskrá. Um 77% af skráðu
atvinnuleysi var því á almennri
verkamannavinnu, þar með tal-
inni fiskvinnslu. Sama dag voru
til samanburðar um 190 iðnað-
armenn án atvinnu og 666 í öðr-
um greinum.
Stöðvun togara og fisk-
vinnslu í desember sl. á víðast
þátt í hinu mikla atvinnuleysi
svo og það hversu vertíð hefur
farið seint af stað eftir áramót.
Hins vegar virðist atvinnuleysið
á tveimur svæðum ekki að öllu
skýrt með ástandinu í útgerð,
þ.e. á höfuðborgarsvæðinu og
Norðurlandi eystra. _ v.
Guðmundur Albertsson, KR, í slag við Víkingana Guðmund Guðmundsson og Hörð Harðarson. Mynd: - eik.
Verðum Islandsmeistarar
þrátt fyrir hrakspár - Víkingar bera sig vel eftir naumt tap
„Við höfum orðið íslandsmeist-
arar undanfarin fjögur ár, þrátt
fyrir hrakspár oft á tíðum, og get-
um því alveg eins haldið því
áfram“, sagði Viggó Sigurðsson,
handknattleikskappinn kunni úr
Víkingi, eftir naumt tap, 22:23,
fyrir KR í 1. deildinni á laugardag.
Þrátt fyrir tapið eru Víkingar ör-
uggir með sæti í 4-liða úrslitunum.
Þegar aðeins fimni leikjum er ó-
lokið í undankeppninni er ljóst að
FH, Valur og Víkingur eru komin í
4-liða úrslitin um meistaratitilinn.
Fjórða liðið verður líklegast Þrótt-
ur eða Stjarnan en KR á veika von.
Tvö þessara þriggja fara í
fallkeppnina ásamt Haukum og
KA.
„Takmarkið hjá okkur er sigur,
og ekkert annað. Við höfum æft vel
og stefnum að því að vera á toppn-
um á réttum tíma. Úrslitakeppnin
leggst vel í mig“, sagði Kristján
Arason, stórskyttan úr FH.
„Ég reikna með að baráttan um
meistaratitilinn verði milli okkar
og FH-inga og tel okkar möguleika
ekkert síðri. Við leikum til sigurs“,
sagði Valsmaðurinn Brynjar Harð-
arson.
„Það stefnir í hreinan úrslitaleik
gegn Þrótti um fjórða sætið í úrslit-
unum. Ég treysti mér ekki til að spá
neinu, við höfum orðið fyrir mikilli
blóðtöku þar sem Hannes Leifsson
meiddist illa gegn KA og verður
líklega ekkert meira með“, sagði
Eyjólfur Bragason, markaskorar-
inn úr Stjörnunni í Garðabæ.
„Við eigum litla möguleika, við
hefðum þurft að vinna Víking með
þremurmörkum. Okkarmöguleiki
felst í því að óvænt úrslit eigi sér
stað, Haukar taki stig af Þrótti á
miðvikudagskvöldið", sagði Guð-
mundur Albertsson KR-ingur.
Nánar um leiki helgarinnar á
íþróttasíðum.
Frosti/VS