Þjóðviljinn - 14.02.1984, Síða 3

Þjóðviljinn - 14.02.1984, Síða 3
Þriðjudagtir 14. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Nýtt barnaleikrit frumsýnt í Pjóðleikhúsinu: Amma þó! „Til skemmtunar fyrir unga sem aldna“, segir höfundurinn Olga Guðrún Arnadóttir Nýtt íslenskt barnaleikrit, „Amma þó!“ eftir Olgu Guð- rúnu Árnadóttur, er nú í æfíngu í Þjóðleikhúsinu. Er stefnt að frumsýningu þess á stóra svið- inu miðvikudaginn 22. febrúar n.k. Þetta er fyrsta leikritið sem Olga Guðrún skrifar fyrir leiksvið. Þjóðviljinn spurði hana um efni verksins og boð- skap: Þetta er eins konar ævintýri úr nútímanum, segir Olga Guðrún. Það segir okkur frá harðri lífsbar- áttu og óbilandi bjartsýni og hetju- skap óvenjulegrar fjölskyldu, þar sem eru amman, pabbinn og tveir krakkar, 10-11 ára strákur og ung- lingsstelpa. Þetta er ærslafenginn gaman- leikur og ýkjur óspart notaðar í persónusköpun og atburðarás. Leikurinn er gerður fyrst og fremst til þess að skemmta áhorfendum og hann er ekki miðaður við sérstakan aldurshóp. Það er von okkar að fullorðnir geti fundið í honum skemmtun ekki síður en börn og unglingar. - Hefur leikhúsi fyrir börn verið nægur gaumur gefínn hér á landi? - Nei, það finnst mér ekki. Sér- staklega hefur skort á að leikverk Fjölskyldan í gamanleiknum „Amma þó!“ eftir Olgu Guðrúnu Arnadóttur: Edda Björgvinsdóttir sem táningurinn, Jón Gunnarsson sem pabbinn, Gísli Guðmundsson sem strákurinn og Herdís Þorvaldsdóttir f hlutverki ömmunnar. - Ljósm. eik. væru skrifuð fyrir börn. Alþýðu- leikhúsið sýndi talsvert af barna- Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið hefst í dag: Þátttakendur nær 70 Friðrik Ólafsson aftur í slaginn I dag kl. 17 hefst að Hótel Loft- leiðum Alþjóðlega Reykajvíkur- mótið í skák, sem Skáksamband Is- lands stendur fyrir. Að sögn Gunn- ars Gunnarssonar forseta SÍ verða þátttakendur í mótinu nær 70. Hann sagði, að í gær hefðu 68 verið búnir að tilkynna þátttöku, en hér er um opið mót að ræða. Tefldar verða 11 umferðir eftir Monrad- kerfí. Útlendir skákmenn verða um 40, þar af nokkrir mjög þekktir skákmenn, eins og Sovétmennirnir Geller og Balashov. Þá munu allir erlendu skákmennirnir sem tefldu á Búnaðarbankamótinu verða með, sem og allir okkar sterkustu skákmenn, þar á meðal sá þekkt- asti þeirra Friðrik Ólafsson stór- meistari. „Ég geri þetta nú af vanefnum og er alls ekki undirbúinn fyrir svona sterkt mót, enda liðið rúmt ár síðan ég tók síðast þátt í skákmóti“, sagði Friðrik, þegar við röbbuðum við hann í gær. Hann sagðist kvíða dá- lítið fyrir þessu, það væri alltaf erf- itt að fara í svona sterk mót án undirbúnings. „Nema þá að maður trúi á að kraftaverkin gerist enn“, sagði Friðrik að lokum. Teflt verður frá kl. 17 til 22 að Hótel Loftleiðum. Umferðirnar verða 11 og gert er ráð fyrir aðeins tveimurfrídögum, þannig að mótið stendur yfir í 13 daga. Biðskákir verða tefldar daginn eftir að þær fara í bið og byrjar taflmennskan kl. 13. Sem fyrr segir verður mótið sett og 1. umferð tefld í dag og hefst setningarathöfnin kl. 17. - S.dór leikritum á meðan það var í blóma, og sýndi bömunum ræktarsemi, en jafnvel þar voru flest leikrit þýdd. Nú, hér í Þjóðleikhúsinu hafa þeir haft þessi kassastykki eins og „Dýr- in í Hálsaskógi“ og „Línu lang- sokk“, og það er ekkert auðvelt að koma hér upp með barnasýningu í kjölfar á Línu langsokk. Mér þykir vænt um að Þjóðleikhúsið skuli hafa tekið við þessu verki. Hér er gott starfslið og góður andi, og leikararnir hafa komið með margar góðar hugmyndir inn í verkið. Annars finnst mér að foreldrar ættu að gera meira af því að fara með börn sín á venjulegar leiksýn- ingar. Það þarf að kenna börnum að horfa á leikhús og nota þau skilningarvit, sem til þarf. Það er ekki endilega nauðsynlegt að börn- in séu beinir þátttakendur í lf iksýningunni með frammíköllum og látum, þau þurfa fyrst og fremst að læra að hlusta, horfa og skynja. - Hvernig á gott barnaleikhús að vera? - Það þarf fyrst og fremst að vera skemmtilegt, fullt af húmor og lífsgleði. Sé hún fyrir hendi er hægt að koma hvaða boðskap sem er á framfæri við börnin. Annars tel ég ekki að til sé einhver ein kórrétt leið til að gera leikhús, það er bara nauðsynlegt að það sé ekki leiðin- legt. Og okkar markmið er fyrst og fremst að skemmta áhorfendum. Amman í leikritinu „ Amma þó!“ er leikin af Herdísi Þorvaldsdóttur. Jón Gunnarsson leikur pabbann, en þau Edda Björgvinsdóttir og Gísli Guðmundsson leika krakk- ana. Alls koma 10 leikarar fram í sýningunn, en leikstjóri er Þórhall- ur Sigurðsson. Messíana Tómas- dóttir gerir leikmynd og búninga, en tónlist í sýningunni er eftir Olgu Guðrúnu. ólg Banaslys á Rauðanúpi Banaslys varð um borð í togaranum Rauðanúpi frá Raufarhöfn sl. laugardag. Háseti um borð, Ingi Viðar Ásgeirsson til heimilis að Að- albraut 36, Raufarhöfn, slas- aðist við vinnu sína það alvar- lega að hann lést eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað. lætur eftir sig börn. Ingi konu Viðar og tvö - v Eitirmaöur Andropovs Talinn fulltrúi kerfismanna í flokknum og forréttindahópanna er verndarvœng Leonids Mosk vuútvarpið tilkynnti á há- degi í gærdag að Konstantín Chernienko hefði verið útnefnd- ur eftirmaður Júrís Andropovs sem aðalritari sovéska kommún- istaflokksins. Konstantín Chernienko er 72 ára bóndasonur frá Síberíu, sem lauk formlegri skólagöngu með barnaskólaprófi 12 ára að aldri. Framhaldsmenntun hlaut hann síðan í skóla kommúnistaflokks- ins. Samstarf hans við Leoníd Bresjnef hófst á síðari hluta 5. áratugarins og Bresjnef gerði hann að yfirmanni skipulags- deildar flokksins eftir að hann hafði tekið við af Krústsjov 1964. Hann varð síðan eins konar starfsmannastjóri Bresnjevs og skipulagði fundi framkvæmdan- efndar. Hann varð félagi í fram- kvæmdanefnd flokksins 1978, og þá þegar virtist ljóst að Brésjnev leit á hann sem ákjósanlegan eft- irmann. Þegar Andropov var síðan val- þrifust undir Bresjnevs inn eftirmaður Bresjnefs 1982 var það talin málamiðlun andstæðra fylkinga innan framkvæmda- nefndar flokksins, enda var það Chernienko sem bar fram til- löguna um Andropov. Val Chernienkos nú þykir benda til þess að „yngri“ umbótasinnar í miðstjórninni hafi orðið undir í baráttunni um aðalritarasætið, en tillagan um Chernienko var borin fram af Tikhonov forsætis- ráðherra, sem sjálfur er sagður tilheyra nánum samstarfsmönn- um Bresnjevs. Fulltrúar þeirrar fylkingar sem hefðu viljað ganga jafnvel enn lengra í efnahags- legum umbótum en Andropov eru taldir þeir Dimirti Ustinov vamarmálaráðherra og Mikhail Gorbachov, sérfræðingur í efnahags- og landbúnaðarmál- um. Eftir lát Suslovs, sem um árabil var virtasti hugmyndafræðingur sovéska kommúnistaflokksins, tók Chernienko stöðu hans. I Þegar Andropov forfallaðist á byltingarhátíðinni 7. nóvember sl. hafði Chernienko tekið stöðu hans (5. frá vinstri) við hlið Ustinovs varnarmálaráðhcrra, sem er í marskálksbúningi fyrir miðju. Síðan koma þeir Tikhonov forsætisráðherra, Grischin, Gromyko, Gorbatsjov og Romanov. október síðastliðnum birtist eftir hann ýtarleg hugmyndafræðileg úttekt á stefnu flokksins í tímarit- inu Kómmúnist. í ræðu þeirri sem Chernienko flutti eftir að hann hafði hlotið útnefningu sem flokksleiðtogi bar hann lof á fyrirrennara sinn og frumkvæði hans til umbóta. En í ræðunni mátti einnig merkja gagnrýni: sumar af skipulags- breytingum Andropovs hefðu verið gerðar á kostnað flokksins, flokksfélaganna og hugmynda- fræðinnar sem hvata til framfara: „Sú stefna að verðlauna stjórn- endur fyrirtækja gerir flokksfé- lagana óvirka og felur í sér hætt- una á að dregið verði úr hlutverki flokksnefndarinnar sem pólitísks forystuafls“, sagði Chemienko. Hann sagði jafnframt að nauðsynlegt væri að líta með raunsæi á það sem áunnist hefði, án þess að vera með ýkjur eða úrdrátt. Þá lagði hann ennfremur áherslu á „réttlátari skiptingu launa og gæða innan hins komm- úníska kerfis“ og er það túlkað sem gagnrýni á viðleitni Androp- ovs til þess að launa aukin afköst með kaupauka. Chernienko er þekktur fyrir að boða þröngsýna pólitíska stefnu í menntamálum, þar sem allri list- sköpun sem ekki þjóni markmið- um flokksins verði ýtt út í kuld- ann. Þannig hefur hann meðal annars ráðist gegn vestrænum áhrifum í sovéskri tónlist og kvik- myndum. Telja margir að með valdatöku hans verði þrengt til muna að tjáningarfrelsi lista- manna. Almennt er Chernienko talinn málsvari þess valdakerfis og þar með þess forréttindakerfis sem flokksforystan ávann sér undir valdatíma Bresjnevs, en Androp- ov var einmitt talinn höggva nærri hagsmunum ýmissa forrétt- indahópa innan kerfisins. Endur- koma Chernienkos eftir ósigur- inn fyrir Andropov er því talinn vitnisburður um styrk flokkskerf- isins og forréttindahópanna innan þess með öldungaveldið á toppnum. Ef hins vegar er litið til aldurs Chemienkos sést að út- nefning hans er aðeins til bráða- birgða: hin sársaukafullu kyn- slóðaskipti hljóta að koma fyrr eða síðar. ~(úa

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.