Þjóðviljinn - 14.02.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 14.02.1984, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNjÞriðjudagur 14. febrúar 1984 NOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.. Umsjónarmaður Sunnudagsbiaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjömsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritarl: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. LjÓ8myndir: Einar Karisson, Magnús Ðergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Pókkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsia og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Sjálfstœðisflokk- urinn verslaði með kjördœmamálið Morgunblaðið hefur vaknað til vitundar um að fram- kvæmd kjördæmabreytingarinnar hefur verið stefnt í hættu. í leiðara blaðsins á föstudag er kvartað yfir því að endurflutningur stjórnarskrárfrumvarpsins hafi dregist úr hömlu: „Vonandi dregst ekki jafn lengi að nefndin sendi málið frá sér og það tók að leggja frum- varpið fram á þingi.“ Morgunblaðið bætir því svo við að sá grunur falli á ýmsa þingmenn að þá skorti vilja til að tryggja að kjördæmabreytingin komist heil í höfn. Áréttar blaðið að það „hlyti að hafa hin alvarlegustu áhrif á trúnað og traust milli flokka, ekki síst ríkisstjórnarflokka, ef í ljós kæmi að þetta réttlætismál væri látið sitja á hakanum vegna þess að ekki sé ætlunin að standa við gerða samninga.“ Þessi leiðari Morgunblaðsins ber annað hvort vott um sérkennilega gleymsku eða hann er lítt dulbúin ádeila á þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega fyrrverandi formann flokksins Geir Hallgrímsson. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hvað eftir annað á undan- förnum misserum staðið gegn því með Framsóknar- flokknum að kjördæmabreytingin fengi greiðan fram- gang. Það er rétt að rekja þá sögu í stórum dráttum. í viðræðum flokkanna á Alþingi á fyrstu mánuðum ársins 1983 höfðu Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn komið sér saman um að hafa sams konar ákvæði í stjórnarskrárfrumvarpi nú og var 1959 og 1942 til að tryggja framkvæmd Ieiðrétt- ingar á úreltri kjördæmaskipan. Framsóknarflokkur- inn neitaði og Geir Hallgrímsson féllst á þessa neitun Framsóknarflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðubandalagið og Alþýð- uflokkurinn töldu rétt að hafa ýtarleg ákvæði í sjálfri stjórnarskránni um eðli hinnar nýju kjördæmaskipunar en Geir Hallgrímsson lét strax undan þegar Framsókn- arflokkurinn neitaði að standa að hinu nákvæma orða- lagi. Forystumenn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks vildu láta afgreiða frumvarp um breytingar á kosningalögum um leið og stjórnarskrárfrumvarpið væri afgreitt til að koma í veg fyrir undanbrögð og tafir á síðari stigum. í fyrstu virtist forysta Sjálfstæðisflokks- ins vera á sömu skoðun. Þegar Steingrímur Hermanns- son og þingmenn Framsóknarflokksins neituðu einnig þessari ósk hljóp Sjálfstæðisflokkurinn til í þriðja sinn og samþykkti neitun Framsóknarflokksins. Með aðstoð og stuðningi Sjálfstæðisflokksins tókst. Framsóknarflokknum á fyrri hluta síðasta árs að fella burtu allar tryggingar fyrir því að leiðréttingin á kjör- dæmaskipuninni kæmi í raun og veru til framkvæmda. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn gerði Steingrím Her- mannsson að forsætisráðherra var vináttuhugurinn í garð Framsóknarflokksins slíkur að Sjálfstæðisflokkur- inn hélt áfram að færa Framsóknarforystunni sigri í kjördæmamálinu á silfurfati. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þá kröfu Framsóknarflokksins að ekkert yrði gert í kjördæmamálinu fyrr en í fyrsta lagi undir lok kjörtímabilsins. Það yrði ekki fyrr en veturinn 1986- 1987 sem því máli yrði hreyft. Á yfirstandandi þingi hafa forystumenn annarra flokka reynt að knýja á um afgreiðslu þeirra tveggja frumvarpa sem fela í sér framkvæmd kjördæma- breytingarinnar. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur í þeim umræðum greinilega verið í Framsóknartjóðri. Það tók margra vikna skak að fá frumvörpin lögð fram og verulegur þrýstingur reyndist nauðsynlegur til að koma málunum á formlegt umræðustig. Þessi saga sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn ber alla sök j á undandrætti í kjördæmamálinu. Hann notaði það sem verslunarvöru í samningum við Framsóknarflokkinn. klippt Nauðvörnin Þórarinn Þórarinsson skrifar heilsíöugrein um helgina í blaðið sem nú nýverið skipti um eigend- ur. Þórarinn er maður glöggur og finnur að landið og þjóðin er að skríða undan Framsóknarflokkn- um sem situr eins og þurs á þjóð- lífinu. Nú er flokkurinn að verða eins og Alþýðuflokkurinn á sín- um tíma; er að glata sjálfum sér eftir áratugs stjórnaraðild. Þórarinn reynir að þvo snöggu blettina úr opinberri umræðu um Framsóknarflokkinn af forystu- liðinu um leið og hann heggur til þeirra sem sækja harðast að spill- ingaröflunum. Þannig sýnir Þór- arinn enn og aftur að hann er besti og máske eini bardaga- maðurinn sem eftir er í hinum heillum snauða stjórnmálaflokki. En það er sama hve Þórarinn reynir að þvo og nudda, honum teicst ekki í þessari grein að afmá spillingarorðið af Framsóknar- flokknum. Það er heldur ekki í mannlegu valdi. Bílakaup ráðherra Meginhluti greinarinnar er nauðvörn fyrir Framsóknarfor- kólfana vegna bflakaupa þeirra. Þórarinn segir Þjóðviljann ekki hafa efni á því að fjargviðrast yfir himinhrópandi spillingu Fram- sóknarmanna vegna bílakaupa þeirra, svona bflakaup hafi alltaf tíðkast! Spilling eyðir spillingu Þórarinn er reyndar ekki einn um röksemdarflutning af þessu tagi, menn þekkja þetta úr máls- vörn Tómasar Árnasonar á dög- unum. Hún gengur sumsé út á það, að það sé réttlátt að fá bíl á niðursettu verði á kostnað al- mennings í landinu núna, af því það hafi tíðkast áður. Þetta er semsagt þannig, að ef spilling réttlætir ekki spillingu af sjálfu sér, þá sé alténd hægt að uppræta spillingu með meiri spillingu. En meira að segja þetta dugir ekki Framsóknarforkólfunum, því bflakaup þeirra Steingríms og Tómasar í vetur eiga sér enga hliðstæðu. Efnahagsástandið og fórnarkröfur ríkisstjórnarinnar eiga sér ekki hliðstæðu - en samt fékk Steingrímur sér Blazerinn. Tómas faldi bflinn sem hann fékk á þessum kjarakjörum fyrir al- menningi í nær hálft ár. Af hverju? Af því hann óttaðist á- fellisdóm almennings eftir Blaz- ermálið. Slík athöfn stjórnmála- manns á sér heldur ekkert for- dæmi - og hefðu orðið tilefni dramatískari eftirleiks meðal sið- prúðari þjóða eins og Þórarinn veit. Forsagan rifjuð upp Þórarinn Þórarinsson reynir að rifja upp það sem hann kallar for- sögu bflakaupanna. Hann segir að Tómas Árnason hafi í fjármál- aráðherratíð sinni árið 1978 lagt tillögu fyrir Alþingi um að fella niður undanþáguheimildina um bflakaup ráðherra. „Tillagan dagaði uppi í efri deild, og mun þáverandi formaður fjárhags- nefndar efri deildar Ólafur Ragn- ar Grímsson hafa átt mestan þátt í því“, segir Þórarinn. Þetta er því miður ekki rétt. Ólafur Ragnar var ekki formaður fjár- hagsnefndar efri deildar þingið 1978-79, heldur Jón Helgason flokksbróðir Þórarins, Stein- gríms og Tómasar. Fjármálaráðherra fékk gefins fé Ástæðan fyrir því að málið dag- aði uppi í nefnd var heldur ekki andstaða eins né neins við hana innan nefndarinnar eða á alþingi. Hins vegar kom enn eitt hneykslismálið upp á meðan fjár- hagsnefnd efri deildar hafði mál- ið til meðferðar. Þannig var nefnilega að Tómas Árnason þá- verandi fjármálaráðherra hafði keypt sér bfl - og eftir að nefndin hafði kallað til sín menn frá fjár- málaráðuneytinu og forsætis- ráðuneytinu til skiptis eins og venjulega þegar hið opinbera er spurt um bflakaup til að veita um- beðnar upplýsingar um bflakaup Tómasar, þá kom á daginn að fjármálaráðherra hafði einn allra ráðherra fengið peninga fyrir bflnum að láni (!) frá ríkissjóði með lægstu hugsanlegu vöxtum. Það kom sem sagt á daginn, að Tómas vildi flýta afgreiðslu nefndarinnar til að þetta vand- ræðamál hans kæmi ekki í ljós. Þetta gerðist á síðustu dögum þings 1979 - og þrátt fyrir tilburði Tómasar komst málið upp og var rætt á þingfundum, eins og Þórar- inn getur sannfærst um þegar hann les þingtíðindi frá þessum tíma. En í spillingarhringiðunni er gleymskan hollur förunautur Framsóknarmönnum, sem vilja ekki vamm sitt vita, eins og sést á grein Þórarins. En því miður, flokksbræður hans eru og hafa verið spilltir og það þýðir ekki að malda í móinn. Niðurstaðan Það er von að Þórarinn Þórar- insson komist að rangri niður- stöðu þegar hann hefur meðtekið forsendurnar með svo ólánlegum hætti. Niðurstaða Þórarins verð- ur sú að Þjóðviljinn sé á móti bændum, af því blaðið hefur sagt frá „smá óhöppum“ í landbúnað- armálum. Og af því að Þjóðvilj- inn hefur sagt frá hneykslismál- um Framsóknarforkólfanna, þá er Alþýðubandalagið á biðilsbux- unum við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta sagði nú Þórarinn og skrif- aði fyrir síðustu kosningar, að Al- þýðubandalagið og Sjálfstæðis- flokkurinn væru á leið í stjórn- arsamstarf. Það kom enda á dag- inn að Framsókn var komin í ból- ið með íhaldinu þegar Þórarinn reit þetta á vordögum í fyrra. Og fyrst sú spásögn Þórarins reyndist jafn röng og raunin er, hvað þá um þessa nýjustu spá Þórarins? -óg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.