Þjóðviljinn - 14.02.1984, Síða 8

Þjóðviljinn - 14.02.1984, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. febrúar 1984 Þriðjudagur 14. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Tíminn kastar okkur sífellt til og frá Tíminn hlœr og hann kastar okkur sífellt til og frá og ég geng götu reiðinnar sem er grá og dimm og Ijót en það er ég sem gœti fundið farveg fyrir þig því að innst innst í allri minni reiði œpir von syngur Silja í Sjallanum þessa dag- ana, en nú líður að frumsýningu á Súkkulaði handa Silju hjá Leikfé- lagi Akureyrar. Leikritið Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 30. des. 1982 og var sýnt þar fyrir fullu húsi fram á vor. Nú hefur höfundurinn í samráði við leikstjórann Hauk J. Gunnars- son breytt leikritinu að hluta. Endirinn er nýr og hlutur einnar persónu gjörbreyttur en sagan sú sama. Súkkulaði handa Silju er marg- slungið verk. Þar geta margir séð eitthvað í sjálfum sér, einstæðar mæður, unglingar, miðaldra karl- menn með „gráa fiðringinn“ og aðrir þeir sem lífsbaráttuna heyja. Þungamiðja leiksins er líf Önnu, einstæðrar móður í láglaunavinnu og samskipti hennar við 15 ára dóttur sína, Silju, sem vill finna sér annan lífsstfl en móðirin. Frumsýningin verður fimmtudaginn 16. febrúar nk. í Sjallanum á Akureyri, en þarhefur verið útbúin ágætis aðstaða til leiksýninga með viðbótum við svið, áhorfendapöllum og leiklýs- ingu. Þar sem söngleikurinn My Fair Lady er enn á fjölum leikhúss- ins hefur Leikfélag Akureyrar fengið sitt „litla svið“ í Sjallanum. Þar mun leikhúsgestum vera gefinn kostur á sérstökum mat fyrir sýn- ingu og fjölbreyttari veitingum fyrir og eftir sýningu og í hléi. Aðalhlutverkið, verkakonuna Önnu, Ieikur Sunna Borg, Silju dóttur hennar leikur Guðlaug Mar- ía Bjarnadóttir, Dollý vinkonu hennar leikur Þórey Aðal- steinsdóttir, Theodór Júlíusson og Gestur E. Jónasson leika tvo af mörgum karlmönnum í lífi Önnu, Þráinn Karlsson leikur fylgisvein Dollýjar, vini Silju leika Gunnar Rafn Guðmundsson og Ragn- heiður Tryggvadóttir og Edda V. Guðmundsdóttir er Hin konan, ráðgjafi Önnu. Tónlistin, sem er eftir Egil Ólafs- son, er flutt af Ingimar Eydal og Ingu Eydal. Lýsingu annast Viðar Garðarsson og hönnun leikmyndar og búninga er eftir Guðrúnu Sig- ríði Haraldsdóttur. Önnur sýning á Súkkulaði handa Silju verður sunnudaginn 19. fe- brúar. Dúlla: Troddí pípuna. Elsku bínusinn minn. Við förum svo að koma okkur út og ná í milljón köggla svo við getum farið að díla og lifa eins og alminlegt fólk. Silja: Síðasti köggullinn, ha..? Og mamma fer að koma heim úr vinn- unni. Mamma, oooo, - mamma og heitt súkkulaði og bláir draumar og bíó og mamma og allt i lagi mamma mín, ég veit að við höfum ekki efni á öðru en láta sjúga úr okkur lífið. Óg til hvers er annars okkar líf, - og allt í lagi mamma mín, ég veit að pungarnir leggjast bara ofan á þig og þú ert svo þreytt og sljó og steinsofandi. En af hverju ertu þá svona hundsár yfir öllu saman, ha - og af hverju er þinn sársauki hnífur í hjartanu á mér, - ha - af hverju ertu svona djöfulli hundsár, mamma, ha, fyrst þú vilt heldúr ekki gera neitt í þessu... Reyndu að skilja það maður... - af hverju selurðu þig ekki bara eins og Dollý, - líður glöð inn í maskínuna, - heilaþvegin og heppin með einn giftan gaur, - ha? Dollý draumur dúllaði sér í drullunni.... Dollý draumur svamlaði þar sæl... en við... við gerum eitthvað í þessu... við byltum - ...ha félagar.... Örn: Við byltum engu. Við reykjum. Og þó svo við reyktum ekki. Við erum hinn fullkomlega útskúfaði og getulausi aldursflokkur. Silja... comon, svona, - vertu sterk stelpa... Silja: (Við Örn) Blúndubínus. (Við Dúllu) Og Bangsalína. (Dúlla: Ragnheiður Tryggvadóttir. Silja: Guðlaug María Bjarnadóttir. Örn: Gunnar Rafn Guðmundsson.) Ljóðrænn þokki Sigurður A. Magnússon skrifaði í gagnrýni um sýningu Þjóðleik- hússins á Súkkulaði handa Silju m.a.: Styrkur leiksins felst fyrst og fremst í einfaldleik og réttri tilfinningu. Hvert einstakt atriði orkar á mann eins og lifuð og mikilsverð reynsla. Blæbrigði öll eru fínleg og hárnákvæm.... Hve margar skyldu þær einstæðu mæður og einmana dætur vera í íslenska allsnægtar þjóðfélaginu sem hitta sjálfar sig fyrir í gervum mæðgnanna? Leikritið er vissulega tímabært af því það leiðir okkur fyrir sjónir veigamikinn part af lifandi veruleik samtíðarinnar og knýr okkur til að taka þátt í kjörum olnbogabarna samfélagsins, þó ekki sé nema eina stutta kvöldstund. Slík reynsla ætti engan að skaða. Það sem gerir leikrit Nínu Bjarkar hugtækt er þó ekki fyrst og fremst efni þess, heldur efnistökin, hin nárnákvæma tilfinning fyrir því sem um er fjallað og hin skáldlega skynjun sem rýfur raunsæisramman og ljær þessu nöturlega verki mikinn innileik og ákveðinn ljóðrænan þokka. Þjóðviljinn 4. jan. 1983. Jóhann: Jú. En þú þarft ekki að vera hrædd við mig. Mundu það. (Þögn). Ég hef hugsað um Þ«g- Anna: Mig? Hvaða vitleysa. Er það? Jóhann: Já, - ég hef hugsað um þig. Það hefur haldið í mér líflnu upp á síðkastið. Þó ég þekki þig ekkert. Anna: Ja... jæja, er það? Jóhann: Þó ég þekki þig ekkert, þá... þá þekki ég þig samt. Anna: Er það? Jóhann: Já - þú ert falleg og mild og augun í þér eru blá og góð og hrædd. Anna: Er það? Jóhann: Og þú getur sagt mér frá ótta þínum. Anna: Já - það er s'att. Ég er hrædd. Hrædd við allt mögulegt. Hræddust um Silju. Jóhann: Dóttur þína? Anna: Já. Dóttur mína. Jóhann: Ég skil. Komdu. '■ Anna: Já. Dönsum. Sjáðu stuðið á Sigga og Dollý. (Jóhann: Theódór Júlíusson. Anna: Sunna Borg.) Anna: Silja mín. Reynum að... reynum... á ég kannski að hlýða þér yfir? Silja: Nei, það þýðir ekkert. Anna: Þýðir það ekkert? Silja: Nei, það setur okkur bara báðar í frost. Anna: Frost? Silja... Gerðu það fyrir mig, reyndu allavega að klára skólann. Silja: Fyrir þig? Fyrir þig? Heyrðu.. gerirðu þér grein fyrir... nei annars, þetta þýðir ekkert. Anna: Ég meina... sjáðu nú hvernig ég stend að hafa ekkert lært. Silja: Já, en er það ekki bara af þvi að þú eignaðist mig? Anna: Eignaðist þig? Sifja: Æ, það þýðir ekkert að vera að pæla í því. (Þögn). Ég hef kynnst krökkum, sem kunna að lifa án þess að pæla of mikið. Maður á ekki að standa í endalausum pælingum. Ha? Þær þreyta heilann og... það er alveg ástæðulaust... ég meina... Anna: Silja mín. Ég ætia að laga súkkulaði, ha? Okkur flnnst það báðum gott, ha? Sijja: Ja... já. (Þögn) Á ég að... á ég að hlaupa út og kaupa kex eða eitthvað? Anna: Já - gerðu það. Kex og ost. Þú lætur skrifa það hjá mér. Og einn pakka af winston. (Silja fer). (Silja: Guðlaug María Bjarnadóttir. Anna: Sunna Borg.) Dollý: (Hlær vandræðalega) Já og eiginlega bjóst ég við þér í gær. Eigin- lega sko. Siggi: I gær? Sagði ég það kannski líka? Dollý: Þú sagðir að það gæti vel verið að þú myndir ná því að droppa inn, - ég bjóst sko eiginlega við þér... Siggi: Dollý, þú veist ég kem bara þegar ég get komið. Heyrðu, engan fýlusvip. Og ekkert múður. Þú ert ekki vön því, - og þú veist að það er heldur ekki meiningin, - ha, - Dollý... Dollý: Nei, - nei. Siggi: Dollý... Já, þetta, var betra - og svo bara gamla, góða stuðið, - ha - Dollý... DoUý: (Brosir enn meir) Guð - já, auðvitað, Siggi. Auðvitað. (DoIIý: Þórey Aðalsteinsdóttir. Siggi: Þráinn Karlsson.) Anna: ... Ég er alltaf búin að vera klukkan flmm. En meðan hún og ég vorum vinir gerði þetta svo miklu minna til. Þá vaknaði ég líka klukk- an hálfsjö. Fór út að glugganum. Gladdist yflr því að anda að mér tæru loftinu. Gladdist yfir því að útbúa nestispakkann. Hita súkkul- aði syngjandi. Henni fannst svo gott að hafa það með sér. Heitt á brúsann. Vekja hana. Vaknaðu Utla blóm. Hún teygir sig. Hún faðmar mig. Hún faðmaði mig. Ég hugsaði víst aldrei nógu vel um hana. Ég gat aldrei gefið henni neitt... ekki gott líf... ekkert fal- legt... ekkert spennandi. Það eina sem ég hef gerið henni er þetta nafn...Silja... Si|ja. (Anna: Sunna Borg.) Dollý: Já, blessuð vertu ekki svona vonlaus. Við getum farið öll út saman um næstu helgi. Þeir töluðu um það. Sjarmerandi þessi vinkona þín, sagði hann. Hann heitir Jóhann. Fráskilinn. Anna: (Háðslega) Fráskilinn... Dollý: Ja - allavega er hann að skilja. Allavega er hjónabandið alveg vonlaust... allavcga. Anna: Dollý mín... þú ert svooooooo, Dollý, ég man ekki einu sinni hvernig hann leit út, ég meina þessi sem kom heim með mér. Dollý: Vertu bara fegin. Hugsaðu þér ef þú myndir það, það væri áreiðanlega bara enn verra maður... Anna: Já.....ætli það ekki. (Dollý: Þórey Aðalsteinsdóttir. Anna: Sunna Borg.) Þau koma „Súkkulaði handa Silju“ á fjalirnar. Sitjandi á gólfi, frá vinstri: Gunnar Rafn Guðmundsson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir. Fyrir aftan, frá vinstri: Þórey Aðalsteinsdóttir, Inga Eydal, Sunna Borg, Edda V. Guðmundsdóttir, Þráinn Karlsson, Ingimar Eydal, Nína Björk Árnadóttir, Theodór Júlíusson, Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, Viðar Garðarsson, Gestur E. Jónasson og Haukur Gunnarsson. Súkkulaði handa Silju frumsýnt í breyttri mynd í Sjallanum

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.