Þjóðviljinn - 25.02.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. febrúar 1984
af víkingasveit
Ég var frammí eldhúsi um daginn, held ég hafi verið
að fá mér sviðasultusneið, þegar einhverskonar
skelfingaróp kvað við innanúr stofunni. Mér brá nátt-
úrulega ónotalega, því skelfingaróp eru ekki rekin upp
á mínu heimili, nema ástæða sé til.
Þegar ég kom inn í stofuna, sat konan mín náföl í
sjónvarpsstólnum mínum og starði á skjáinn stjörfum
augum og einsog hálf lömuð af angist.
„Hvur djöfullinn gengur eiginlega á?“ sagði ég blíð-
lega, en hún jesúsaði sig í bak og fyrir, augljóslega
útaf því sem var á sjónvarpsskerminum. Eg leit á
skjáinn og get ekki neitað því, að ekki var laust við að
færi um mig svolítill hrollur.
Víkingasveit lögreglunnar var að vígbúast í fréttun-
um.
Ég lét á engu bera, en sagði ástúðlega við konuna:
„Hvaða andskotans hýstería er þetta? Mennirnir
eru bara að búa sig í vinnuna".
Þá byrjaði hún á geðshræringarræðu um það hverj-
um hún vildi mæta í myrkri og hverjum ekki, en ég
sagði henni að halda sig bara innandyra á meðan
„Víkingasveitin" væri að athafna sig í bænum.
Ástæðan til þess að „Víkingasveitin" var að vígbú-
ast var einfaldlega sú, að skolhærður maður með
hárkollu, innstæð hné og dökkhærður, illa klipptur,
með málað yfirvararskegg, fyrir neðan nefið, eða
hökutopp málaðan á sig fyrir neðan neðri vörina, hafði
með dólgshætti og skothríð úr haglabyssu, sem búið
var að saga hlaupið af, náð tæpum tveim miljónum af
sendisveinum „áfengisins" fyrir framan Landsbank-
ann á Laugaveginum, nánartiltekið í hiaðvarpanum á
lögreglustöðinni.
Sagt er að tíu mínútur hafi liðið frá því að hringt var á
lögregluna og þar til hún kom á staðinn, en þetta er um
þrjúhundruð og fimmtíu metra vegalengd. Lögreglu-
menn hafa semsagt farið með rétt rúmlega tveggja
kílómetra hraða á klukkustund frá lögreglustöðinni að
Landsbankanum við Laugaveg.
Illvirkinn mun hafa verið eitthvað fljótari í förum og
komst þess vegna undan í skjóli myrkurs.
Þetta væri nú allt gott og blessað, ef bara konan mín
neitaði ekki að fara út fyrir hússins dyr á meðan Vík-
ingasveitin „leikur lausum hala“, einsog hún kallar
það.
„Ég ætla sko ekki að láta skjóta mig á færi!“ æpti
hún að mér í gærmorgun þegar ég var að reyna að
koma henni í vinnuna.
Svo ég ákvað að leita mér upplýsinga um „Víkinga-
sveitina", ef vera kynni að hægt væri að sefa konuna
með staðreyndum um þennan vinnuflokk.
Og nú er ég semsagt búinn að viða að mér nokkrum
fróðleik um „Víkingasveitina".
í viðtali við lögreglustjórann í Reykjavík, í ejnu dag-
blaðanna fyrir nokkru, er skýrt frá því, að tólf manna
víkingasveit lögreglumanna hafi að undanförnu verið í
ströngum æfingum til þess að mæta - eins og segir
orðrétt: hugsanlegum aðgerðum alþjóðlegra af-
brotamanna hér á landi“.
Og nú vaknaði að sjálfsögðu forvitni mín á því, í
hverju þessar æfingar væru fólgnar, svo ég náði mér í
desemberhefti Lögreglublaðsins, það sem skýrt erfrá
því, hvernig „Víkingasveitin“ er sérhæfð.
I Lögreglublaðinu segir að æfingarnar séu bæði
andlegar og líkamlegar. Til dæmis er frá því greint,
að eitt af viðfangsefnum sveitarinnar hafi verið að
skríða eftir sláturhússgólfi á Selfossi, „eftir að búið
var að þekja það vandlega með innyflum úr slát-
urfénaði“, einsog segir orðrétt í Lögreglublaðinu.
Þá voru tólfmenningarnir látnir grafa sig í sand í
Bláfjöllunum en dínamíthleðslur allt að 12 kílóum
sprengdar allt í kringum þá fyrir tilstilli varnarliðsins.
Þegar þetta var svo afstaðið segir í Lögreglublaðinu,
að þeim hafði verið troðið inní skólprör og brunaliðið
fengið til að sprauta á þá með háþrýstislöngum, þar
sem þeir húktu í rörinu, líklega til að fjarlægja þá úr
svelgnum aftur, svo það, sem þar átti að fara um,.
kæmist sína leið hindrunarlaust.
Þegar „Víkingasveitin" hafði staðið af sér þessar
hrellingar án þess að æmta né skræmta - enda bann-
að - var þeim, að sögn Lögreglublaðsins.fleygt út á
Elliðavoginn í júníforminu og með alvæpni, og þeir
látnir synda, gráir fyrir járnum, út íGeirsnef.
Jæja. Þegar ég var búinn að afla mér þessara upp-
lýsinga um „Víkingasveitina", fór ég heim til konunnar
minnar og sagði:
„Heyrðu, elskan mín. Víkingasveitin er bara tólf
menn í ósköp venjulegu starfi og verið að reyna að
sérhasfa þá í því að finna menn með útstæð herða-
blöð, innstæð hné, fjaðrandi göngulag, skolhærða,
með hárkollu, illa klippta, með máluð yfirskegg og
hökutoppa. Bara ósköp venjuleg víkingasveit í vinn-
unni“.
Enginn efast um að andleg og líkamleg sérþjálfun
„Víkingasveitarinnnar" verður til þess að byssubófar
og bankaræningjar „stjrúka ekki lengi um frjálst
höfuð“, eins og kellingin orðaði það.
Víkingasveitin mun finna skúrkana, knúin þessum
fleygu hvatningarorðum yfirboðaranna:
í viðbragðsstöðu, Víkingasveit!
Vopnist byssu á læri!
Skotglaðir hefjið að skúrknum leit!
Skjótið hann svo á færi!
sKráargatiö
Albert
er kominn heim og reyndist
hvorki vera með spenntan
ramma né teygðan til hins ýtrasta
heldur allt annan ramma heldur
en menn voru að taía um í samn-
ingum milli ASÍ og VSÍ. Mikil
leynd hvílir yfir erindum Alberts í
Lundúnum. Fyrst var hann sagð-
ur í opinberum aðgerðum, en síð-
an í einkaerind.um, og mjög
stönguðust upplýsingar á um hve-
nær hann væri væntanlegur heim.
Þetta leiddi til þess að DV fór að
slúðra því að Albert væri slyngur í
fjárhættuspili, en illa trúum við
því að fjármálaráðherrann hafi
verið að fást við fjárhættuspil
með Bretum, miklu fremur að
hann hafi verið að gera samninga
til heilla landi og þjóð.
En sem það var ljóst að Albert
væri á leiðinni heim upphófst
mikið írafár hjá íhaldsliðinu og
Þorsteinn Pálsson, Ólafur G.
Einarsson og Geir Haarde keppt-
ust við að búa til skýringar sem
Albert gæti notað við heimkom-
una, svo að hann hengdi sig ekki í
4% ramman fræga, eftir að ASÍ
og VSÍ höfðu samið um 6 - 7%
ramma á ársgrundvelli. Eftir
mikil og mörg símtöl varð niður-
staðan sú að Albert skyldi gefa
yfirlýsinguna um að hann ætti
ekki við þann ramma heldur
hinn.
Eyjólfur
Konráð Jónsson
hefur í Sjálfstæðisflokknum verið
ötull talsmaður hagsmuna íslend-
inga í landgrunns- og fiskveiði-
réttarmálum. Hann er líka
Albert Guðmundsson
hollvinur Geirs Hallgrímssonar
og stendur sú vinátta á gömlum
merg Morgunblaðssamskipta og
lögfræðisamvinnu frá yngri
árum. En nú reynir á vináttuna til
hins ýtrasta því Eyjólfi mun vera
farið að blöskra linkind og sinnu-
leysi Geirs sem utanríkisráðherra
í hafréttar- og hagsmunamálum
sjávarútvegsins. Þannig hafi Geir
klúðrað Grænlandsmálinu með
sinnuieysi og látið Efnahags-
bandalagið stela senunni, þó að
Eyjólfur Konráð hafi verið búinn
að ýta á eftir athöfnum með til-
löguflutningi á Alþingi. Þá er
Geir búinn að vera með í hálft ár
samninga við Breta og íra um
Reykjanessvæðið svokallaða,
þar sem Rokkurinn kemur við
sögur, og þar gengur hvorki né
rekur. Þolinmæðin hjá Eyjólfi
Konráð ku víst vera að bresta.
Ráðherrar
núverandi ríkisstjórnar eru mikl-
Matthías Bjarnason
ir fyrir sér, og stjórnlyndir. Það
hvessir tam. oft milli ráðherra og
forseta sameinaðs þings og neðri
deildar á Alþingi. Ingvar Gísla-
son og Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson taka forsetahlutverk sitt
alvarlega og vilja standa vörð um
virðingu Alþingis og réttar
leikreglur. Ráðherrarnir vilja
hinsvegar að forsetarnir sitji og
standi að þeirra geðþótta, og
sama kvöldið og Matthías
Bjarnason upplýsti á Alþingi að
ellilífeyrisþegarnir veltust um á
veitingastöðum allar helgar tók
hann Ingvar Gíslason í gegn úr
ræðustóli vegna þess að honum
líkaði ekki fundarstjórnin.
Þegar frumvarpið
um breytingu á tekju- og eignar-
skatti, sem gera á hina ríku ríkari,
var til umræðu í þinginu sl. mið-
vikudagskvöld gegndi Matthías
Bjarnason fyrir Albert, en for-
sætisráðherra var fjarverandi og
Eyjólfur Konráð Jónsson
sagður vera í veislu. Þingmenn
töldu það mjög ofsagt hjá Matthí-
asi Bjarnasyni að ellilífeyrisþegar
væru að veltast á veitingastöðum,
og það væri miklu fremur að ráð-
herrar hefðu efni á því að vera í
veislum eins og Steingrímur.
Greip þá Matthías frammí og
sagði: „Ég fer aldrei í veislur".
En viti menn,
kvöldið eftir, er Matthías mættur
ásamt tveimur öðrum ráðherrum
Sjálfstæðisflokksins í veislu
þýska sendiherrans í tilefni af
opnun þýskra daga á Loftleiða-
hótelinu. Með því hefur hann
væntanlega ætlað aðgeraundan-
tekninguna sem sannaði regl-
una, en svo var líka allt ókeypis.
Og til þess að kóróna veisluhöld-
in þá vann samgönguráðherrann
aðalvinning í happdrætti kvöld-
sins, sem þýska ferðamálaráðið
efndi til, lúxusferð til Múnchen-
ar. Allt fór því eins og best varð á
Geir Hallgrímsson
kosið, enda voru fáir ellilífeyris-
þegar að veltast um á Hótel Loft-
leiðum þetta kvöld í miðri viku.
Að sögn samgönguráðherra eru
þeir helst á ferðinni með veskin
úttroðin á börunum um helgar.
Þeir Mogga-
menn urðu ævareiðir úr af vís-
unni okkar hér í Skráargatinu sl.
sunnudag um að Denni forsætis
hefði krossað yfir kistu Androp-
ovs þegar hann fylgdi honum til
grafar á dögunum. Sagði í Stak-
steinum Mogga að vísan væri lýgi
enda Andropov hundheiðinn
kommúnisti sem enginn maður
krossaði yfir. Þar sem Þjóðviljinn
er ákaflega sannleikselskandi
blað og vill ætíð hafa það sem
sannara reynist birtist hér ný vísa
eftir -s um atburðinn:
Pjóðin að sér Ijúga lœtur
lipra tunguristuna.
Sprœkur Denni spratt á fœtur
og sparkaði í kistuna.