Þjóðviljinn - 25.02.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.02.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.—26. febrúar 1984 Afmœliskveðja til Asa í Bœ Ekki ansa ég því að þú sért tek- inn að reskjast, strákur. Hefur ekki gálkn tímans gleypt r-mánuðina úr árunum 40 sem senn eru liðin síðan fundum okkar bar fyrst saman í lít- illi skel á ævintýrasiglingu kringum Eyjar með viðkomu í furðuhellum þar sem báruskellir og þungur súgur skutu sumum skelk í bringu, en „sólin skein í gegnum dauðans göng“ og gerði leiðsögumanninum kátt í geði? Þá eru þetta ekki nema rösk 13 ár, og það væri líklegra þeg- ar á allt er litið, sjálfan þig ekki síst. Það voru ekki horfur á að kunn- ingsskapur okkar yrði lengri þegar sló í brýnu um borð í strandferða- skipinu á austurleið fáum dögum síðar, af því ég vildi ekki þiggja dropa af dýrasta koníaki sem til var í Ríkinu hjá Sveini. Auðvitað gat sjómannssonur ekki viðurkennt það væri vegna sjóveiki, sægarpur því síður skilið það stafaði af öðru en hortugheitum, og skildumst í styttingi. Það var góðsviti. Vinátta ætti alltaf að hefjast á rimmu: hyggilegt að kanna innviðina með hranalegum áþreifingum, áður en lokið er upp. Þegar við hittumst aftur um haustið varst þú búinn að reyna á sjálfum þér hvílíkur póetískur vím- ugjafi birkiilmurinn í Hallorms- staðaskógi er, ég farinn að meta hollustu seltunnar og sveljandans í Eyjum. Þá gátum við mæst á miðri leið og litið í glas án væringa, enda fast land undir fótum. Ég veit ekki hvar byrja ætti hvað þá enda, færi ég að tíunda öll þau aflaföng sem ég hef borið frá borði á langri og skemmtilegri tíð í skip- rúmi með þér. Maríufiskurinn? Trúnaðurinn sem þú sýndir mér með því að leyfa mér að Iesa frum- drög að fyrstu skáldsögu þinni, Breytilegri átt. Þá skreið ég líka út úr skelinni hægt og hægt og þurfti þó nokkuð til, því ekki hef ég síðar á ævi sýnt neinum hálfkarað verk. Frá þeim degi hef ég litið á þig sem fóstbróður, og það skýrir fleira en þig grunar. Ég mætti líka muna þér að hafa leitt mig ungan til fundar við skáldið og töframanninn Sigur- björn Sveinsson eða tónskáldið Oddgeir sem breytt gátu hverri hversdagsstund í þjóðhátíð. Án ykkar þriggja hefði fáum andans- pysjum verið sleppt út af Eiðinu. Bjart er yfir vordögunum þegar við smelltum í lás hjá Jóni skatt- stjóra, keyptum okkur púrtara, lögðumst í sólhlýja sandfjöruna austan við hafnargarð, fórum með ljóð og töldum fuglana í Heima- kletti í staðinn fyrir að yfirfara taln- adálka í framtölum sem aldrei gátu orðið rétt hvort eð var. Og svo var ástin allt í einu komin í spilið: sterkasta aflið í heiminum. Og styrkist í sorg sem þið Friðmey þekkið. En lífið er stórgjöfult, og stjörnurnar tindra í kringum ykk- ur. Því nefni ég barnsaugu að eng- an vissi ég horfa í þau af dýpri hrifningu né minnugri á þau í fjar- ska. Ég þekki konu sem oft hefur glaðst við endurminningu um þeg- ar hún var að hlaupa milli barnafat- abúða í Stokkhólmi með þorst- látum manni sem þótti naumum gjaldeyri betur varið í annað en bjór. Slíka sjálfsafneitun munu bindindismenn seint skilja. Aldrei gleymum við heimsprem- íer í Huddinge á Undrahattinum við gítarspil höfundar nýstigins af skipsfjöl þar sem freistingar höfðu gerst enn nærgöngulli við hann en nokkurn tíma afa gamla á öllu hans volki frá Singapúr til Mexíkó. Og hatturinn til sannindamerkis á undrastóru höfðinu, þó nú sé hann ekki til nema í alkunnum söng. Hafðu heila þökk fyrir að greiða mér för til Grænlands um árið í hópi útvalinna eyjatrölla: Ása, Árna Johnsen og Páls Steingríms- sonar. Engu luguð þið Sigurður Breiðfjörð um Önnurnar í Si- simiut, ogseintmunurennaafokk- ur kumpánum áhrif þess úmíaks sem kynni við kajakþjóðina eru. Hér nem ég staðar, því ég má ekki við því að drukkna í þakkar- skuldafeni, meðan við eigum allt hið besta ólifað. Sumum reynist ókleift að standa uppréttir á stofugólfi, þó tvo fætur hafi og báða heila (að því er sýnist). Aðrir standa brattir á einum jafnvel í veltingi (þessu mun Binni bátasmiður breyta í gráan orða- leik). Og skortir ekki stærilætið. Láta sig til dæmis ekki um muna að gefa bankanum bát. Það er vissara að fara með gát að slíkum mönnum. Ekki mátti rétta þér hönd þegar þú varst að brölta um borð í færabátinn í Vestmannaeyjahöfn í vor, þó svo væri lágsjávað að ég sæi hann varla þarna dýpst niðri í dokkinni. En þú stóðst þig við að sleppa róðri í besta sjóveðri til að geta rölt upp í Hraunbúðir og rabbað dagstund við gamla vini þína. Það kemur alltaf nýr tími, engin hætta á öðru. Hann Ögmundur forfaðir þinn í Auraseli kunni á ólmum fljótum tök og breytti farvegi þeirra að vild sinni. Þú máttir ekki vera minni galdrakarl: lagðir til atlögu við straumfall tímans og snerir því við. Sjötugur ertu flestum yngri í anda: í fararbroddi háðfuglanna. Oft var gleðimannsins þörf, en nú er nauð- syn þegar þjóðmálarolurnar reiða fýluna í svo troðnum þverpokum að sjónvarpsskermar splundrast af leiðindum yfir að þurfa að sýna fólki framan í þessi ógnarsúru and- lit. Skál fyrir framtíðinni, skáld og skemmtanamaður. Einar Bragi Það þýðir ekki að prútta um það þó maður þykist hafa öll tromp á hendi og svara þegar það er borið í mann að Ási sé sjötugur, segja sjá- ittu við GÓLF eöa ÞAKVANDAMÁL að stríða? Betokem SUM gólfílögn Betokem gólílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á gólfið eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur verið í þróun í Þyskalandi, Svíþjóð og Noregi sl. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakröfur, sem settar voru í upphafi og síðar hafa komið fram. Það hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á ferðinni algjör byltíng í gólfílögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. "S ■í-«. t T/: v EPOXY - GÓLF Engin lamsknyti FILLCOAT gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL: Við erum með f jölmargar gerðir af gólf- ílagningarefnum sem þola ótrúlegt álag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið í sturtuklefanum, matsalnum eða á bílaverkstæðinu. Vandamálið leysum við á fljótan og öruggan hátt. ÍVIlil>lS#kll>>F HAFNARFIRÐI SÍMI 50538 iö þið bara manninn: sjötugur þessi? Heyriö þið ekki í honum? Haldið þið að sjötugur maður geti látið svona? En það verður ekki undan komizt, enda þýða tölurnar raunar eitthvað allt annað þar sem slíkur maður fer. Afl sitt og geð sækir hann í þrotlausar lindir nátt- úru, og þarf ekkert að láta straumbreyta svo hann megi með- taka guðmóðinn ómengaðan. Það mætti segja mér að glaðastur sé Ási þegar öfl náttúrunnar bekkjast svolítið til við hann svo hann megi sýna atgervið þar sem hann stýrir sínu fleyi í úfnum sjó, veiðimaður skáld og trúbador. En Ási þarf ekki storminn til að njóta sín, kröfu um karlmennsku og krafta og þessa klassísku þrjózku sem ræður því að til er ís- lenzk þjóð; má ég vitna í ennta skipti í Jón Hreggviðsson: Allir dóu sem gátu. Ósjaldan hafa þau orð komið upp á fundum okkar Ása þar sem stundum verður veðrasamt. Ærna á hann blíðu og milda tóna, og reyndar vel ferðafær um allan skalann, fundvís á það sem hæfir. Og hlýr er Ási þegar hann pírir augun, hallar undir flatt með rykkjum sitt á hvað, tvíhendir stafinn römmum greipum, og gæg- ist í svip þér eftir viðbrögðum þeg- ar hlé verður á sagnahrinu, brim- froða enn í lofti og selta sjávarins. Og fallega fer hann með ljóðin eftir vin sinn Stefán Hörð þegar sá gállinn er á honum og ber þau fram samanrekinn sjálfur á einhverju bili milli þess að raula eða hvísla, og finnur hvernig styrkurinn felst stundum í því hvað ljóðið er brot- hætt. En áður en viðkvæmnin verði of sár bröltir hann á fætur með látum og þrífur gítar sinn og syngur mér suðrænt dægurlag með fuðr- andi texta eftir sjálfan sig og lýkur við að yrkja í þeim látunum, kann- ski. í þessu margþætta og litríka geði er einn þátturinn öfundarleysið þessa vaska manns sem gleðst inni- lega þyki honum öðrum takast vel í því sem honum er kannski einna kærast, skáldskap, og gerir þá stundum í gleði sinni yfir hlut ann- ars sinn eigin hlut að óþörfu rýran þegar hann fagnar skáldbróður sem honum finnst hafa tekizt vel upp. Svo hreinn er Ási örlátur og örlundaður, á þessu sviði, þar sem hitt vill tíðar sýnast sem enginn sé annars bróðir í leik. En það er Ási: bróðir í leik. Ási var ekki gamall þegar á það reyndi til úrslita hver maður byggi í honum. Og það var ekki nóg fyrir hann að rísa undir sjálfum sér í langvinnum veikindum, þola ör- kuml sem rústuðu ýmsa drauma um líf á sjó, heldur varð hann að vera fremri öðrum og sanna það aftur og aftur. Nú er hann nýkom- inn af vertíð skipstjóri á lítilli trillu á heimaslóðum,og flytur af endur- efldum þrótti fagnaðarerindi sitt um handfæraveiðarnar sem muni gera ísland að þeirri paradís sem var í fornum sögum með alla firði fulla af fiski. Heill þér aflakóngur, og vona að nokkuð verði eftir af okkur þegar við sláum saman staupum þú hundrað ára og ég eins og fyrri dag- inn þó nokkuð á eftir þér í aldri og atgervi til veizlu og veiðiskapar. En mundu mig um það góði vinur að snúa þér aftur að sögunni þinni hinni stóru af sérstæðu mannlífi úr Vestmannaeyjum á sjó og landi sem þú hefur sagt mér frá og leikið fyrir mig, og sannfært mig um að ekki verði aðrir til að skrifa hana á þá vísu sem þú einn ert til þess fær og kjörinn, þess gleði, karl- mennsku í sorg, undarlegum ör- lögum, söng að fagna lífinu, og draumum sem dyljast í þögn mannsins og bak við ærsl og önn. Thor Vilhjálmsson. Afmœlisbókin um Kjarval: Fyrsta bindið að verða tilbúið Bók Indriða G. Þorsteinssonar um meistara Kjarval mun trúlega koma út í tveimur 250 síðna bind- um á 100 ára afmæli hans, 1986. Tndriði er nú að ganga frá fyrra bindinu og að sögn Björns Frið- finnssonar, fjármálastjóra Reykja- víkurborgar, liggja fyrir drög að samningi við Almenna bókafélagið um útgáfu verksins. í Þjóðviljanum sl. sunnudag var mishermt í „Skráargati" að Indriði hafi verið á föstum kennaralaunum árum saman við samningu verks- ins. Björn Friðfinnsson sagði að Indriði hefði á undanförnum árum framvísað reikningum fyrir heim- ildasöfnun, m.a. hjá ættingjum listamannsins í Danmörku og hefði hann fengið greitt fyrir þá vinnu eftir tímakaupi sem miðað væri við menntaskólakennaralaun. Frá áramótum er Indriði hins vegar á fullum launum við ritstörf- in, enda sinnir hann ekki öðru að sögn Björns. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.