Þjóðviljinn - 25.02.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.02.1984, Blaðsíða 3
Helgin 25'.-r26. febr'úar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÓA 3 Æskulýðssamband íslands Fordæmir hár- greiðslumeistara „ÆSÍ lýsir yfir fullum stuðningi við málstað hárgreiðslu- og hár- skeranema, en eins og kunnugt er eru þeir eini launþegahópurinn í landinu sem ekki nýtur umsaminna lágmarkslauna. Ástæðan fyrir því er sú að hárgreiðslu- og hárskerameistarar felldu einir aðildarfélaga VSÍ rammasamning milli ASI og VSÍ frá því í nóvember 1981. Sambandsstjórnarfundur ÆSÍ harmar þessa furðulegu afstöðu hárgreiðslu- og hárskerameistara og skilur ekki hvernig þeir ætla fólki að lifa á launum sem eru frá kr. 7.775.-.“ Þessi ályktun var samþykkt á fundi sambandsstjórnar nú á dög- unum. -óg N orðurlandar áð í Stokkhólmi Guðrún Helgadóttir er fulltrúi þingflokks Alþýðubandalagsins á þingi Norðurlandaráðs. 32. þing Norðurlandaráðs verð- ur haidið í Stokkhólmi 27. febrúar til 2. mars næstkomandi. Fulltrúar íslands á þinginu kynntu dag- skrána á blaðamannafundi í Al- þingishúsinu í gær. Fyrir ísland verða á þinginu þau: Guðrún Helgadóttir, Stefán Bene- diktsson, Ólafur G. Einarsson, Pétur Sigurðsson, Friðjón Þórðar- son, Eiður Guðnason og Páll Pét- ursson formaður nefndarinnar. Búist er við að umræður um efnahags- og atvinnumál setji mjög svip sinn á þetta þing, en atvinnu- leysi hefur vera vaxandi á liðnu ári á Norðurlöndum. óg Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 29. marz 1984 í Kristalssal Hótel Loftleiða og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins Reykjavíkurflugvelli, frá og með 22. marz nk. frá kl. 08.00 til 13.00. Afhending atkvæðaseðla lýkur á hádegi fundardag. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar i hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Stjórn Flugleiða hf. MOÐVIUINN Fréttímar sem fólktalar um ORUGGASTA OG BESTA VALIÐ MICRfl ÖRYGGIÐ FELST f: - GÆÐUM 0G ENDINGU SEM NISSAN VERKSMIÐJURNAR EINAR GETA TRYGGT. GULLTRYGGÐ ENDURSALA - VERÐISEM ER ÞAÐ LANGBESTA SEM N0KKUR KEPPINAUTANNA GETUR B0ÐIÐ Á BÍLUM SEM EIGA AÐ HEITA SAMBÆRILEGIR. ÞETTA FÆRÐU ÞEGAR ÞÚ KAUPIR NISSAN MICRA: • Framhjóladrif • Útvarp • Upphituð afturrúða • 5gírakassi • Halogenljós • Þurrka og vatnssprauta á afturrúðu • Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum • Litað öryggisgler • Tveir baksýnisspeglar. • 57 hestafla vél • Hlíf yfir farangursskut stillanlegir innan frá • Tvískipt aftursæti sem hægt er • Vandað áklæði • Skuthurð opnanleg úr að leggja niður, annað eða bæði • 3ja hraða kraftmikil miðstöð. ökumannssæti • Quartsklukka alveg nauðsynleg á íslandi • Þykkir hliðarlistar • Sígarettukveikjari • Geymsluhólf í báðum hurðum • 2ja ára ábyrgð á bíl • Hanskahólf • Innbyggð öryggisbelti • 6 ára ryðvarnarábyrgð • Pakkahilla • Blástur á hliðarrúður • Tökum allar gerðir eldri bíla upp í • Eigin þyngd 615 kg • Þurrkur á framrúðu m/biðtíma • Góð lánakjör nýjar. LEGGÐU ÞETTA Á MINNIÐ EF ÞÚ GETUR 0G GERÐU SAMANBURÐ N0KKUR DÆMI UM ÞAÐ HVERNIG MICRA HEFUR VERIÐ TEKIÐ HÉRLENDIS SEM ERLENDIS: DAGBLAÐIÐ VÍSIR. Fyrirsögn greinar Ómars Ragnarssonar um Nissan Micra var svona: „Fisléttur, friskur bonsinspari sem leynir á sér." Og Ómar segir ennfremur: . . mér fannst billinn betri en ég átti von á, þægilegri og skemmtilegri i bæjar- akstri en vonir stóöu til og það virðist vera erfitt að fá hann til að eyða bensini svo nokkru næmi, þótt frísklega væri ekið". AUTO MOTOR SPORT: „Að meðaltali eyðir NISSAN MICRA aðeins 5,4 I á hundraði. Enginn annar bill nálgast MICRA i bensin- sparnaði." MOTOR: „MICRA er eyðslugrennri en nokkur annar bill sem Motor hefur reynsluekið og það er þeim mun lofsverðara að MICRA kemst mjög hratt og er þess vegna bensíneyðsla bilsins mæld á meiri hraða en venja er til." QUICK: „Bensineyðsla er aðeins 4,21 á hundraði á 90 km hraða og 5,91 á hundraði i borgarakstri." BILEN, MOTOR OG SPORT: Stór fyrirsögn á grein er fjallaði um reynsluakstur á NISSAN MICRA var svona: „Nýtt bensinmet — 19,2 km á litranum." Pað jafngildir 5,2 á hundraði. i greininni segir m.a.: „MICRA er langsparneytnasti bill sem við höfum nokkurn tima reynsluekið. Bersýnilega vita NISSAN framleiðendur hvað bensínspamaður er því sá sem kemst næst NISSAN MICRA er NISSAN SUNNY 1,5 með 17,2 km á litranum." Það jafngildir 5,8 é hundraði. AUTO ZEITUNG: Eftir mikið lof á NISSAN MICRA segir svo: „En einnig hið mikla innrými á lof skilið. MICRA býður ekki bara öku- manni og farþega i framsæti upp á frébært sætarými heldur gildir það sama um þá sem í aftursæti sitja." NISSAN MICRA DX 249.000,- - NISSAN MICRA GL 259.000,- E 1INGVAR HELGASON HF. IJ Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.