Þjóðviljinn - 25.02.1984, Side 19

Þjóðviljinn - 25.02.1984, Side 19
Helgiir 25.-26. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 bridge Bridgehátíð 1984: Sterkasta mót á Islandi Brigdehátíð 1984 verður sterk- asta mót sem haldið hefur verið á íslandi fram að þessu, en hún hefst nk. föstudagskvöld. Til leiks mæta nokkrir af allra frægustu keppnis- spilurum heims, fyrr og síðar. Sjálfur Belladonna með félagana Garozzo og DeFalco mætir og mun takast á við íslenska brigdespilara. Sú frétt flýgur fjöllum hærra, að Belladonna og Garozzo hafi ekki tapað tvímenningskeppni saman undanfarin ár. Hvað hæft er í því selur þátturinn ekki dýrara en hann keypti það, en þau tvímennings- mót sem þeir félagar taka þátt í saman, sem makkerpar, eru víst orðin teljandi, svo fá sem þau eru. Allt þetta og meira til gerir hingað- komu þeirra enn merkilegri og verður seint full þakkað það starf sem ábyrgðarmenn Bridgehátíðar 1984 hafa innt af höndum. Góðvinur okkar að vestan, Alan Sontag, nýbakaður heimsmeistari í sveitakeppni með U.S.A. landslið- inu, kemur hingað þriðja árið í röð. Að þessu sinni koma ungir spilarar með honum og raunar hafa tveir af þremur þeirra komið hingað áður, þeir Molson og Sion. Molson spil- aði í fyrra á móti Mittelmann, þá nýbökuðum heimsmeistara í tví- menningskeppni í blönduðum flokki. Sion kom hingað með Sont- ag og félögum í fyrra, en tók ekki þátt í Brigdehátíð 1983, þó hann hafi látið til sín taka á öðrum bri- dgevígstöðvum, þ.e. í heimarú- bertu með Einari Guðjohnsen á móti helstu stórspilurum okkar, t.d Þórarni o.fl. Einar Guðjohnsen (sonur Aðal- steins Guðjohnsen) býr í U.S.A., og tekur þar þátt í helstu keppnum. Hann hefur átt drjúgan þátt í undirbúningi og komu frægra spil- ara frá Bandaríkjunum, enda spil- að með Sontag og Sion í sveit þar vestra. Fróðlegt væri að sjá til kappans, gæfi hann sér tíma til að spila hér heima á móti. Fjórði meðlimur bandarísku sveitarinnar er svo Cokin, sem mun spila við Molson. Frá Bretlandi koma svo Sowter og Lodge, sem sigruðu í fyrra í sveitakeppninni á Bridgehátíð ’83. Sterkt par. Frá Svíþjóð koma Hans Göthe og Tommy Gullberg, margreynt sænskt landsliðspar. Hafa þeir báð- ir komið hingað áður, Göthe á Bri- dgehátíð og Gullberg með sænska landsliðinu á NM ’78, sem spilað var í Reykjavík. Gullberg er frægur „nöldrari" við græna borðið, og frægur varð makkerskapur þeirra Gullbergs og Pyk hér á árum áður, þegar allt var í háloftunum, þó árangurinn væri oftast góður eða frábær. En Göthe hlýtur að bæta félags- skapinn og vel það, enda með prúðari mönnum við græna borðið (Hann er einn af þeim sem dregur upp Alberts-vindla í upphafi hverr- ar setu og spyr hvort andstæðing- unum sé ekki sama hvort hann reyki. Ef þeim er sama stingur hann þeim í vasann og glottir í- skyggilega). Eða þannig.... Og að lokum koma þrír gestir frá kóngsins Kaupinhöfn. Par á eigin vegum og makker Sævars Por- björnssonar, sem nú dvelur við nám ytra. Heitir sá Torben Bernes og veit þátturinn lítið um hann, annað en að hann hlýtur að vera nokkuð glúrinn fyrst Sævar gerir sér ferð til þátttöku á Bridgehátíð 1984 á móti honum. Hver veit. Bridgehátíð 1984 hefst á Loft- leiðum næsta föstudagskvöld, með setningu. Eitthvert stórmennið mun þá setja mótið og að því loknu hefst sjálf tvímenningskeppnin, með þátttöku 44 para. Þeirri keppni lýkur á laugardagskvöldi en á sunnudegi hefst svo sveitakepp- nin, sem er öllum opin. Þar verða spilaðir 7x16 spila leikir eftir Monr- ad kerfi, sem lýkur á mánudags- kvöld og verður þá móti slitið. Frá Bridgefélagi Breiðholts Sveit Gunnars Traustasonar vann verðskuldað í aðal- sveitakeppni félagsins, sem lauk s.l. þriðjudag. Auk hans urðu fé- Umsjón Ólafur Lárusson lagsmeistarar Guðjón L. Sigurðs- son, Ólafur Tryggvason, Sveinn Harðarson, Trausti Eyjólfsson. Alls tóku 12 sveitir þátt í keppn- inni. Röð efst; 1. Gunnar Traustason 166 2. Anton Gunnarsson 152 3. Heimir Þ. Tryggvason 151 4. Rafn Kristjánsson 139 5. Baidur Bjartmarsson 119 6. Gunnlaugur Guðjónsson 118 Ekkert varð af fyrirhugaðri heimsókn Húsvíkinga þessa helgi, og verður því ekki af spilamennsku í dag. Næsta keppni félagsins er 3ja kvölda „Butler-tvímenningur“ sem eins og fyrr greinir er tvímenning- ur, með sveita-útreikningi, eða meðalskor yfir sal. Öllum heimil þátttaka, meðan fjöldi leyfir. Spilað er í Gerðu- bergi, Breiðholti, þriðjudag kl. 19.30. Mætið tímanlega til skráningar. Frá Bridgefélagi Hornafjarðar Úrslit í sveitakeppni B.H.: sv. Jóns G. Gunnarssonar stig 115 sv. Skeggja Ragnarssonar 106 sv. Árna Stefánssonar 100 sv. Björns Gíslasonar 64 sv. Stefáns Helgasonar 60 sv. Svövu Gunnarsd. 45 sv. Ragnars Snjólfssonar 39 sv. Jóhanns Magnússonar 31 Auk Jóns Gunnars eru í sveitinni: Kolbeinn Þorgeirsson, Gísli Gunnarsson, Guðbrandur Jó- hannsson og Ingi Már Aðalsteins- son. S.l. fimmtudagskvöld hófst að- altvímenningur félagsins. Spilað verður 4 kvöld. Veitt verða þrenn verðlaun, en til að geta hlotið þau verður par að hafa spilað 3 kvöld af 4. Sigurður og Valur langefstir Eftir 30 umferðir af 43 í aðaltví- menningskeppni B.R., hafa þeir Sigurður Sverrisson og Valur Sig- urðsson tekið afgerandi forystu. Má mikið vera ef þeir láta hana af hendi. Staða efstu para er: stig 1. Sigurður Sverrisson - Valur Sigurðsson 495 2. Ásgeir P. Ásbjörnsson - Guðbrandur Sigurb.ss. 326 3. Jón Ásbjörnsson - Símon Símonarson 304 4. Guðmundur Pétursson - Sigtryggur Sigurðss. 302 5. Aðalsteinn Jörgensen - Runólfur Pálsson 289 6. Júlíus Snorrason - Sigurður Sigurjónss. 225 7. Hclgi Jóhannsson - Páll Valdimarsson 185 8. Jón Baldursson - Hörður Blöndal 9. Guðmundur P. Arnarson ■ Þórarinn Sigþórsson 10. Halla Bergþórsdóttir - Kristjana Steingrímsd. Frá Brigdedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 21. febr. var spiluð síðasta umferð í aðalsveitakeppni deildarinnar og lauk með sigri sveitar Magnúsar Torfasonar, með Magnúsi spiluðu Guðni Kolbeins- son og Keflvíkingarnir Jóhannes Sigurðsson, Gísli Torfason, Guð- mundur Ingólfsson og Karl Her- mannsson: stig sv. Magnúsar Torfasonar 125 sv. Sigmars Jónssonar 119 sv. Guðmundar Theódórssonar 113 sv. Guðrúnar Hinriksdóttur 104 sv. Björns Hermannssonar 103 Þá var einnig spiluð Boáfd and Match sveitakeppni sem sveit Sig- mars Jónssonar vann með 24 stig- um. 2. Sveit Sverris Kristinssonar 23 stig. Næsta þriðjudag hefst ný kepp- ni, spilað verður Board and Match sveitakeppni og verða veitt 1. og 2. verðlaun (peningar). Skráning er þegar hafin hjá Sigmari Jónssyni í síma 687070 eða 35271, og hjá Guðmundi Kr. í síma 21051. Spilað er í Drangey, Síðumúla 35, kl. 19.30 stundvíslega. Frá Bridgefélagi Akureyrar Nú er lokið firmakeppni Brigde- félags Akureyrar sem spiluð var jafnhliða Tvímenningskeppni fé- lagsins, Akureyrarmóti. Spiluð voru alls 24 spil fyrir hvert fyrir- tæki, eftir Barometersfyrirkomu- lagi, þ.e. allir spiluðu sömu spilin. Að þessu sinni sigruðu með yfir- burðum matsölustaðirnir Bautinn- Smiðjan sem eru bæjarbúum svo og ferðafólki að góðu kunnir. Hlaut Bautinn-Smiðjan 184 stig en þeir sem spiluðu voru Stefán Gunnlaugsson einn af eigendum Bautans-Smiðjunnar og spilafélagi hans Arnar Daníelsson. Röð fyrirtækjanna var þessi: Bautinn-Smiðjan Arnar Daníelsson - Stefán Gunnlaugss. 184 Almenna tollvörugeymslan Magnús Aðalbjörnsson - Gunnlaugur Guðmundss. 135 Verktœkni s.f. Gissur Jónasson - Ragnhildur Gunnarsd. 133 Höldur s.f. Ármann Helgason - Jóhann Helgason 128 Iðnaðardeild Sambandsins -fataiðnaður Soffía Guðmundsd. - Þormóður Einarsson 127 Lögfrœðiskrifstofa Gunnars Sólnes Tryggvi Gunnarsson - Reynir Helgason 125 Brunabótafélagið Alfreð Pálsson - Júlíus Thorarensen 120 Hafskip - umboð Akureyri Kári Gíslason - Sigfús Hreiðarsson 111 Ljósgjafinn Grettir Frjmannsson - Olafur Ágústsson 108 Fasteigna- og skipaþjónustan Kristján Guðjónsson - Jón Sverrisson 107 Næst að stigum voru íspan með 106 stig, Sjallinn 104, Flugleiðir 99, Mjólkursamlag KEA 96, Pan 93, Kjötiðnaðarstöð KEA 88, Al- mennar tryggingar 83, Nudd- og gufuabaðstofan 81, Teiknistofa Hauks Haraldssonar 78 og Sjó- mannaféiag Eyjafjarðar með 77 stig. Bridgefélag Akureyrar þakkar öllum er þátt tóku í firmakeppni félagsins fyrir velvild og stuðning. Frá Bridgedeild Barðstrendingafélagsins Aðalsveitakeppni félagsins lauk ntánudaginn 20. febrúar með þátt- töku 14. sveita. Sveit Þórarins Arnasonar sigraði. Auk hans spil- uðu í sveitinni Ragnar Björnsson, Sigurbjörn Ármannsson, Ragnar 183 Þorsteinsson og Helgi Einarsson. Garðar Guðjónsson og Urslit 8 efstu sveita: stig Gunnar Þórðarson Geir Eyjólfsson og 114 182 Þórarinn Árnason 223 Kristinn Ólafsson 112 164 Ingvaldur Gústafsson Viðar Guðmundsson 173 163 B-riðill: stig Sigurður Kristjánsson 153 Skúli Jónsson og Hannes Ingibergsson 144 Einar Svansson 128 Þorsteinn Þorsteinsson 139 Björn Guðnason og Ólafur Jónsson 123 Margrét Guðvinsd. 118 Guðmundur Jóhannsson 122 Stefán Skarphéðinsson og - Mánudaginn 27. febrúar hefst firmakeppni félagsins og er þegar fullskráð í hana. Spilað er í Síðu- múla 25 og hefst keppni stundvís- lega kl. 19.30. Frá Bridgefélagi Sauðárkróks Mánudaginn 13. febrúar var spil- aður tvímenningur hjá félaginu. Úrslit urðu þessi: A-riðill: stjg Geirlaugur Magnússon og Agnar Kristinsson 121 Agnar Sveinsson og Valgarð Valgarðsson 116 116 114 Kristján Sölvason Jón Dalman og Sigrún Angantýsd. Happdrœtti Bridgesambandsins Bridgesamband íslands hefur hleypt af stokkunum happdrætti í fjáröflunarskyni fyrir starfsemi þess. f boði eru stórglæsilegir vinningar, m.a. nokkrir ferðavinn- ingar til Evrópu. Er hérmeð komið á framfæri við velunnara bridgehreyfingarinnar sú beiðni að þeir bregðist vel við þessari málaleitan og styrki B.í. Hjúkrunarfræðingur óskast Hjúkrunarfræðing vantar sem fyrst í fullt starf til haustsins. Upplýsingar í símum 97-8118 og 97-8221. Elli og hjúkrunarheimilið Höfn Hornafirði Starfsfólk , \V-S í V tó' /v $Z\\ J5 OOO £ í w veitingahúsum! ^ Fundur um samningana verður haldinn á Hótel Esju mánudaginn 27. febrúar kl. 20.30. Stjórnin Lausar stöður Stöður fulltrúa við embætti ríkisskattstjóra, rannsóknardeild, eru hér með auglýstar lausar til umsóknar. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endur- skoðendur, eða hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi stað- góða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist rannsóknar- deild ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, Reykja- vík, fyrir 21. mars. n.k.. Reykjavík 21. febrúar 1984. Ríkirannsóknarstjóri Iðja, félag verksmiðjufólks, heldur almennan FÉLAGSFUND í Iðnó mánudaginn 27. febrúar n.k. kl. 17.00. Dagskrá: Samningarnir. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og koma beint úr vinnu. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.