Þjóðviljinn - 25.02.1984, Side 26

Þjóðviljinn - 25.02.1984, Side 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 25.-26. febrúar 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandaiagið Vestmannaeyjum Viðtalstímar Framvegis veröur Garðar Sigurðsson alþingis- maður með viðtalstíma að Bárugötu 9, síðasta laugardag í mánuði kl. 16-19. Næsti viðtalstími verður laugardaginn 25. febrúar. Kaffi á könnunni. - AB Vestmannaeyjum. Garðar Húsvíkingar -Þingeyingar Alþýðubandalagið á Húsavík auglýsir árshátíð sína sem haldin verður laugardaginn 25. febrúar í Félagsheimili Húsavíkur. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.00. Húsið opnað kl. 19.30. Steingrímur og Stefán koma og verða með ef færð og veður leyfa. Skemmtiatriði við allra hæfi. Látið skrá ykkur sem allra fyrst í símum 41813 og 41397. Athugið: Hátíðin er ætluð öllum Allaböllum í Þingeyjarþingi. Hafið samband. - Nefndin. Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur Miðstjórn Alþýðubandalagsins er boðuð til fundar laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars n.k. að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13.30 á laugardag. Á dagskrá fundarins verða m.a. kjaramál, utanríkismál, fjármál Alþýðu- bandalagsins, undirbúningur stefnuskrárumræðu flokksins, nefndakjör og önnur mál. Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsfundur ABK heldur félagsfund í Þinghól 29. febrúar nk. Fundurinn hefst kl. 20.30 stundvíslega. Dagskrá: 1) Félagsmál Svavar Bjarnfríaur 2) Tengsl verkalýðshreyfing- arinnar við flokkinn og kjaramálin. Framsögur hafa Svavar Gestsson og Bjarnfríður Leós- dóttir. Athugið: Mætið vel og stundvíslega. Allir velkomnir. stjórn ABK Stjórnmálafundir á Skagaströnd og Blönduósi Alþýðubandalagið efnir til almennra stjórn- málafunda á Norðurlandi vestra um næstu helgi á eftirtöldum stöðum: Skagaströnd í félagsheimilinu, kl. 13 n.k. laugardag 25. febrúar. Blönduós í félagsheimilinu, sama dag kl. 16.30. Ragnar Arnalds alþingismaður hefur framsögu á fundunum. Frjálsar umræður og fyrirspurnir. Fundirnir eru öllum opnir. Ragnar Söfnum leikföngum Félagið okkar í Reykjavík er nú komið með nýja og glæsilega aðstöðu að Hvertisgötu 105. Stórátak meðal félagsmanna hefur gert drauminn um gott húsnæði að veruleika og skapað góða aðstöðu til starfs og leikja. , En ennþá vantar fé. Meðal þess sem foreldrar hafa rekið sig a að sárlega vanhagar um er leikaðstaða barna. Leikföng eru fá til í flokks- miðstöðinni enn sem komið er. Nú er hafin söfnun meðal flokksfólks og velunnara Alþýðubandalagsins til að bæta úr þessu. Allt verður vel þegið, hvort sem það eru fjárframlög eða gömul nothæf leikföng. Ef þið lúrið á einhverju, vinsamlega látið Kristján Valdimarsson vita í síma 17500 eða Auði Styrkársdóttur í síma 81333 (heimasími 79017). Framlög verða sótt heim ef óskað er. Alþýðubandalagið á Sauðárkróki Bæjarmálaráðsfundur veröur haldinn mánudaginn 27. febrúar í Villa Nova. Dagskrá: Fjárhagsáætlun. - Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akureyri Stofnun kvennahóps - breyttur fundartími Konur í Alþýðubandalaginu og aðrar sem áhuga hafa eru hvattar til að mæta á rabbfund í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, mánudaginn 27. febrúar kl. 20.30. Kaffiveitingar. Athugið breyttan fundardag, þ.e. mánudagskvöld í stað sunnudagskvölds eins og áður hafði verið auglýst. - Áhugasamar konur. Æskulýösfylking Alþýðubandalagsins Framhaldsstofnfundur Æskulýðsfylkingarinnar á Húsavík Fundurinn verður haldinn laugardaginn 25. febrúar í Félagsheimilinu. Allir ungir vinstrimenn á Húsavík og nágrenni mæti hressir og kátir. Á fundinn koma Steingrímur Sigfússon, alþingismaður, og Ólafur Ólafs- son, stjórnarmaður ÆFAB. Nefndin Verkalýðsmálanefnd ÆAFB Rabbfundur verður í verkalýðsnmálanefnd ÆFAB laugardaginn 25. febrúar kl. 13 í flokksmiðstöðinni Hverfisgötu. Skagstrendingur hf. borgar eina miljón á ári í þóknun Okur í Landsbankanum? Fyrir að útvega 12.793.750 svissneskra franka lán tekur Landsbanki íslands í þóknun 7.350.015 kr. ísienskar, sem dreifist á átta ár eins og lánið, þannig að árlega fær Landsbank- inn 931.518 krónur fyrir það eitt að útvega lánið. Þannig segir í bréfi frá Skagstrendingi h.f. á Skaga- st rönd scin sent hefurverið til bank- aráðs Landsbankans, en í bréfinu kvartar útgerðarfélagið yfir allt of hárri þóknun til bankans. Forsaga málsins er sú, að Lands- bankinn útvegaði Skagstrendingi h.f. lán uppá 12.793.750 svissneska franka þegar skuttogarinn Örvar HU 21 var smíðaður. Á því 1 Ví ári sem liðið er síðan lánið var tekið hefur Skagstrendingur h.f. greitt í vexti og þóknanir til Landbankans og þess erlenda banka sem útveg- aði lánið 1.159.968,10 svissneska franka. Af þessu hefur 185.314 svissneskir frankar runnið til Landsbankans eða sem svarar 2.465.269 íslenskum krónum. Síðan segir í bréfi Skagstrend- ings h.f.: „Á meðfylgjandi fylgi- skjali nr. 2 (það fylgir með bréfinu) höfum við reiknað út heildarþókn- un Landsbankans samtals 552.510 sv. franka eða ísl. kr. 7.350.015, sem fellur til á endurgreiðslutíma skuldabréfsjns, 8 árum. Að með- altali er því Skagstrendingi gert að greiða Landsbankanum kr. 937.518 árlega vegna þessarar láns- töku og svarar sú fjárhæð til rúm- lega 3% af brúttóaflaverðmæti meðal skuttogara á árinu 1983. Eins og tekið er fram í upphafi lítum við svo á að þóknun til Landsbankans sé í hæsta máta óeðlileg og í engu samræmi við þann kostnað og fyrirhöfn sem bankinn óhjákvæmilega hlýtur að hafa vegna þessa...“ Þetta bréf er sent til ráðherra, þingmanna Norðurl.kjd. vestra og LÍU. -Óg.-S.dór Helgi Bergs bankastjóri Landsbankans: STÓR LÁN kosta snr „Þessi þóknun er alveg eðlileg, menn verða að gera sér grein fyrir því að það kostar sitt að taka stór lán og í þessu tilfelli er um afar stórt lán að ræða, en ekkert óeðlilegt við þá upphæð sem þeir verða að greiða í þóknun. Ef þeir geta feng- ið svona lán með ódýrari hætti, þá eru allir viðskiptabankarnir komn- ir með gjaldeyrisviðskipti", sagði Helgi Bergs bankastjóri Lands- bankans er Þjóðviljinn leitaði til hans vegna bréfs Skagstrendings h.f. til bankaráðs. Helgi benti á að þetta lán væri til mjög langs tíma, bankinn þyrfti að sinna mikilli vinnu í sambandi við það, upplýsingastreymi til lán- veitenda og ekki bara það, heldur kostar það mikið að halda þeim samböndum sem þarf til að geta veitt svona stórlán. Hann benti einnig á að þeir hjá Skagstrendingi h.f. hefðu vitað hvað það kostaði, þegar þeir tóku lánið. „Skipið er mjög dýrt og allar tölur í sambandi við svona dýrt skip verða háar,“ sagði Helgi Bergs bankastjóri. -S.dór Einn eitt hneykslið hjá hárgreiðslumeistara Nema sagt upp eftir 15 mánaða starf! Barnshafandi stúlku sagt upp í iðnnámi - Enn eitt hneykslismálið í sam- bandi við hárgreiðslumeistara er nú í uppsiglingu, sagði Kristinn Einarsson formaður Iðnnemasam- bandsins í viðtali við Þjóðviljann í gær. - Iðnnemasambandið þarf nú að kæra hárgreiðslustofu vegna þess að hún hefur sagt upp stúlku sem er ófrísk. Stúlkan hefur verið 15 mánuði í starfsþjálfun. Hér telj- um við að sé um skýlaust lagabrot að ræða, og því grípum við til við- eigandi ráðstafana til að verja okk- ar félaga. - Tildrög málsins eru þau að hárgreiðslustofa sem hér um ræðir hefur haft nema í 15 mánuði í starfsþjálfun, þ.e. án námssamn- ings. Við höfum áður þurft að leita leiðréttinga vegna vangoldinna launa og orlofs hjá þessum hár- greiðslumeistara, en nú tekur þó steininn úr - Hárgreiðslumeistarinn hefur nú sagt nemanum upp eftir 15 mán- aða starf frá og með 1. mars n.k. Hún hefur allan tímann unnið undir lágmarkslaunum og hefur ekki fengið greitt eftir að hún kom ur skóla fyrir mánuðina janúar og febrúar. Nú er hún ófrísk og henni er sagt upp. Hér er að sjálfsögðu um skýlaust lagabrot sem og mannréttindabrot og algert siðleysi að ræða. - Við höfum lagt málið fyrir lögfræðing, sem og Jafnréttisráð. Og á næstunni munum við grípa til víðtækari ráðstafana ef ekki fæst viðunandi leiðrétting. -óg Laus staða Staða húsvarðar í Safnhúsinu v/Hverfisgötu í Reykjavík er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu eigi síðar en 15. mars næstkom- andi. Menntamálaráðuneytið, 22. febrúar 1984. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Adda Bjarnfríður Vilborg Guðrún Hverju eru konur bættari með kjarasamningunum? Miöstöö kvenna boðar til fundar aö Hverfisgötu 105 n.k. þriðjudagskvöld, 25. febrúar kl. 20.30. Umræðuefni: Kjarasamningarnir og kjör kvenna. Málshefjendur: Bjarnfríöur Leósdóttir, Vilborg Harðardóttir og Guörún Ágústsdóttir Fundarstjóri: Adda Bára Sigfúsdóttir. Allt áhugafólk velkomið. — Miðstöð kvenna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.