Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVIL.TINN Þriðjudagur 28. febrúar 1984 Bjarnfríður Leósdóttir um samning ASÍ og VSÍ: Formannafundur ASÍ ályktar um niðurskurð á verkamannabústöðum Alvarleg aðför að launafólki! „Formannafundur Alþýðusam- bands íslands, haldinn 21. febrúar 1984,' mótmælir harðlega þeim 25% niðurskurði á nýbyggingar- framkvæmdum á vegum stjórnar verkamannabústaða, sem nú hefur verið fyrirskipaður. Þessi niður- skurður nær til allra þeirra fram- kvæmda, sem þegar hafa verið gerðir samningar um, og eru í gangi. Einnig varar fundurinn eindreg- ið við því að fjármagn til nýverk- efna á þessu sviði verði skorið nið- ur, eða jafnvel fellt algerlega nið- ur, eins og raddir hafa heyrst um. Hér er um álvarlega aðför að launafólki að ræða, sem skerðir verulega möguleika þess til að koma sér þaki yfir höfuðið, og krefst fundurinn þess, að staðið verði að fullu við áður gefin fyrir- heit um að félagslegar íbúða- byggingar nemi 1/3 af heildar- byggingarmagningu og að fjár- magn verði tryggt til þess.“ Grænlendingar í Norðurlanda- ráð og úr EBE Frá fréttaritara Þjóðviljans á þingi Norðurlandsráðs, Árna Þór Sigurðssyni: Norðurlandaráðsþing var sett í gær í Stokkhólmi af Jo Benkov, fráfarandi forseta, og Karin Söder Svíþjóð var kjörin forseti. Páll Pét- ursson er einn af varaforsetum ráðsins og Guðrún Helgadóttir var kjörin formaður upplýsinganefnd- ar Norðurlandaráðs, og mun hún vera eini sósíalistinn sem gegnir nefndarformennsku að þessu sinni. Það bar helst til tíðinda í gær að fulltrúar Grænlendinga héldu blaðamannafund í Stokkhólmi, og sagði Jonathan Mosfeldt formaður Landsstjórnarinnar í Grænlandi að á fundi Grænlendinga með fulltrú- um Efnahagsbandalagsins daginn áður hefði endanlega verið gengið frá úrsögn Grænlands úr banda- laginu 1. janúar 1975. Á sama tíma tækju Grænlendingar í fyrsta sinn sæti með eigin fulltrúa á þingi Norðurlandaráðs. Það gerðist því samtímis að Grænlendingar væru að ganga inn í norrænt samstarf og út úr Efnahagsbandalaginu. - ekh. Tröppur hússins aS Vesturgötu 29 stórskemmdust þegar bifreið ók á þær í gær. Mynd: -eik. Ekið á tröppur Tröppur hússins að Vesturgötu 29 skemmdust í gærmorgun þegar bfl var ekið á þær. Atburðurinn átti sér stað í morgunsárið eftir síðustu élin og voru greinileg hjólför í snjónum eftir fólksbfl. Bílstjórinn ók á brott og lét engan vita af sér. Auk trappanna skemmdist bfll sem stóð fyrir utan húsið lítillega því einnig var ekið utan í hann. Þorsteinn Bergsson eigandi hússins að Vesturgötu 29 sagði Þjóðviljanum að bifreiðin sem ók á tröppurnar hafi örugglega dældast verulega við áreksturinn. Hann sagðist ekki hafa séð atburðinn en vitni eru beðin um að láta lögregl- una vita. _ jp. Bókmenntir í kennslu: Barna- og unglinga- bókmenntir í kvöld í kvöld, þriðjudaginn 28. febrú- ar kl. 20.30 verður fundur í kennslumiðstöðinni Laugavegi 166 á vegum skólasafnvarða og móður- málskennara. Hvert stefnir í íslenskum barna- og unglingabókmenntum? nefnir Silja Aðalsteinsdóttir erindi sem hún flytur á fundinum og Þuríður Jóhannsdóttir fjallar um þýðingar á barna- og unglingabókmenntum. Fundarstjóri er Rósa Þorbjarnar- dóttir, endurmenntunarstjóri KHf. Skákþing Hafnarfjarðar hefst í kvöld Skákþing Hafnarfjarðar hefst í kvöld, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20 í Öldutúnsskólanum. Teflt verður á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum, samtals 9 um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Skráð verður á mótið á skákstað kl. 19.30-20 í kvöld. Keppni í unglingaflokk fyrir 15 ára og yngri hefst sunnudaginn 4. mars kl. 14. Þór samþykkti Naumur meirihluti samþvkkti samn- ingana hjá verkalýðsfélaginu Þór á Sel- fossi á laugardaginn var. 21 sagði já, 13 sögðu nei og 9 sátu þjá. Stjórn verkalýðsfélaganna ályktaði ekki fyrir fundinn en mælti þó frekar gegn samþykki samninganna. Fundur- inn var ekki vel sóttur og var Þjóðvilj- anum tjáð af skrifstofu Þórs að um 400 manns hefðu setið heima. -jp- Kj araskerð ingar samningur og tilrœði við tryggingakerfi verkafólks Það alvarlegasta við þessa samninga ASÍ og Vinnuveitenda- sambandsins er að í þeim eru gefin eftir réttindi sem verkalýðs- hreyfingin var áratugi að ávinna sér, sagði Bjarnfríður Leós- dóttir í samtali við Þjóðviljann, en Bjarnfríður hefur starfað í samtökum kvenna á vinnumarkaðnum og átti um skeið sæti í stjórn Verkamannasambandsins. Með þessum samningum er verið að selja eftirvinnuna og næturvinnuna á spottprís auk þess sem gengið er á lífeyrissjóðs- réttindi og atvinnuleysistrygg- ingar verkafólks. Eftirvinnan verður nú í sumum tilfellum greidd með einungis 17% álagi og næturvinnan fer niður í 50%. Það er fáheyrt að kauptaxtar sem eru fyrir neðan umsamin lágmarks- laun skuli áfram vera-notaðir fil viðmiðunar. Þetta gerðist reyndar í fyrsta skipti í síðustu samningum, sem Verkamanna- sambandið stóð að gegn mótmæl- um mínum og annarra. Það er ekki bara yfirvinnan sem miðuð er við þessa iágu taxta, heldur líka lífeyrissjóðsgreiðslur, at- vínnuieysisbætur, ellilífeyrir og aðrar tryggingar verkafólks. Hér er verið að fara aftan að fólki og gera atlögu að tryggingakerfi verkafólks með þeim hætti að ég fæ ekki orða bundist. Þetta eru hreinir kjaraskerðingarsamning- ar. Hafa samtök kvenna á vinnu- markaðnum tekið' afstöðu til samningsins? Já, við í Samtökum kvenna á vinnumarkaðnum teljum að samningurinn feli í sér sérstakt tilræði við konur, þar sem verið er að festa í sessi lág laun fyrir konur og ungt fólk á vinnumark- aðnum, og þá sérstaklega í fisk- iðnaðinum. Gagnvart konum sem vinna í bónusvinnu í fiski- ðnaðinum kemur þetta þannig út að bönusinn er reiknaður af 20% lægra kaupi en lágmarkslaunin segja til um. Þetta kemur þannig út að konur í fiskvinnu, sem vinna samkvæmt 9. launaflokki á bónus eða premíu, eru á 9% lægra kaupi en Iágmarkslaunin segja til um. Þá hefur ekkert tiilit verið tekið til sérkrafna kvenna um veikindafrí vegna barna og engin leiðrétting fengin á kauptryggingarsamningi kvenna í frystihúsum, sem atvinnurek- endur hafa misnotað á kostnað atvinnuleysistryggingasjóðs. í hverju er sú misnotkun fólg- in? Verkafólk í frystihúsum nýtur ekki uppsagnarfrests eins og ann- að fólk. Því er hægt að segja upp með viku fyrirv; ra, næstum eftir geðþótta atvinnurekenda, þar sem oft er borið við tilbúnum hrá- efnisskorti. Það kemur atvinnu- rekendum oft betur að setja verkafólk á atvinnuleysisbætur án þess að segja upp vinnusamn- ingi þar sem fara yrði að lögum um uppsagnarfrest. Þetta þarf að leiðrétta að mínu mati. í hverju er atlagan að trygg- ingakerfinu fólgin að þínu mati? Það gerist með þeim hætti að launatengd giöld atvinnurekenda í tryggingakerfið - lífeyrissjóði, atvinnuleysistryggingasjóð o.s.frv. eru ekki miðuð við hin umsömdu lágmarkslaun heldur þá taxta sern eru þar fyrir neðan. Jafnframt skerðast réttindi þessa láglaunafólks til atvinnuleysis- bóta og lífeyristryggingar í sam- ræmi við það. Hér er verið að selja mikilvæg umsamin réttindi láglaunafólks. og með því að halda þessu Ieyndu er verið að fara aftan að þessu fólki á sví- virðilegan hátt. Sú krafa á að verða ófrávíkjanleg að ekki verði látið viðgangast að gengið sé út frá kauptöxtum undir lágmarks- launum, þá á einfaldlega að strika út. Sem betur fer hefur Dagsbrún nú fellt þessa samninga, og trú- lega munu iðnaðarmenn ekki samþykkja þá heldur. Fyrir hverja eru þeir þá gerðir? Jú, þeir eru til þess að festa í sessi lág laun fyrir konur og ungt fólk. Verka- lýðshreyfingin virðist nú heillum horfin, samþykki hún þessa samninga, en atkvæðagreiðslan í Dagsbrún sýnir, að þegar foryst- an sýnir ákveðni þá fylgir fólkið henni eftir. Samtök kvenna á vinnumark- aðnum voru stofnuð nú í ársbyrj- un til þess að veita konum vett- vang til að fjalla um sín kjör. Við höfum ekki samningsrétt og get- Ljarnfríður Leósdóttir: Þeir sem eru á lægstu töxtunum njóta ekki fullra réttinda hjá lífeyrissjóðum og atvinnuleysistryggingasjóði sam- kvæmt hinum nýja samningi ASÍ og VSÍ. Með því að halda þessu leyndu er verið að fara aftan að þessu fólki. um í þetta skipti gert lítið annað greiða unt þá atkvæði í sínum fé- en að skora á konur að skoða iögum. samningana vel áður en þær - ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.