Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 16
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. febrúar 1984 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur Miðstjórn Alþýöubandalagsins er boðuð til fundar laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars n.k. að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13.30 á laugardag. Á dagskrá fundarins verða m.a. kjaramál, utanríkismál, fjármál Alþýðu- bandalagsins, undirbúningur stefnuskrárumræðu flokksins, nefndakjör og önnur mál. Svavar Bjarnfríður Alþýðubandalagið í Kópavogi Féiagsfundur ABK heldur félagsfund í Þinghól 29. febrúar nk. Fundurinn hefst kl. 20.30 stundvíslega. Dagskrá: 1) Félagsmál 2) Tengsl verkalýðshreyfing- arinnar við flokkinn og kjaramálin. Framsögur hafa Svavar Gestsson og Bjarnfríður Leós- dóttir. Athugið: Mætið vel og stundvíslega. Allir velkomnir. stjórn ABK Söfnum leikföngum Félagið okkar í Reykjavík er nú komið með nýja og glæsilega aðstöðu að Hverfisgötu 105. Stórátak meðal félagsmanna hefur gert drauminn um gott húsnæði að veruleika og skapað góða aðstöðu til starfs og leikja. En ennþá vantar fé. Meðal þess sem foreldrar hafa rekið sig á að sárlega vanhagar um er leikaðstaða barna. Leikföng eru fá til í flokks- miðstöðinni enn sem komið er. Nú er hafin söfnun meðal flokksfólks og velunnara Alþýðubandalagsins til að bæta úr þessu. Allt verður vel þegið, hvort sem það eru fjárframlög eöa gömul nothæf leikföng. Ef þið lúrið á einhverju, vinsamlega látið Kristjári Valdimarsson vita í síma 17500 eða Auði Styrkársdóttur í síma 81333 (heimasími 79017). Framlög verða sótt heim ef óskaö er. Alþýðubandalagið á Egilsstöðum: Góðir félagar - Hreppsmálaráð Fundur hjá Hreppsmálaráði Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum verða sem hér segir fram á vor: Mánudagur 5. mars. Umræðuefni: Umhverfismál. Mánudagur 19. mars. Umræðuefni: Staða mála, Dagheimili og Safna- stofnun. Mánudagur 2. apríl. Umræðuefni: Skipulagsmál. Mánudagur 16. apríl. Umræðuefni: Samstarf hreppa á Héraði og sameiningarmál. Fundirnir verða haldnirað Dynskógum 3 (kjallara), og hefjast kl. 20.30 stundvíslega. Hreppsmálaráð hvetur alla félagsmenn til að mæta og láta Ijós sitt skína. -Stjórnin. Svart-hvít Ijjósmyndaþjónusta sf. Auóbrekku 14,200 Kópavogi, RO. Box 301, Sími 46919 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Minning Rögnvaldur Guðjónsson F. 20.9. 1919. D. 17.2. 1984. Þegar mér barst sú fregn að Rögnvaldur Guðjónsson hefði andast á Landskotsspítala 17. þessa mánaðar kom mér það ekki á óvart, svo var af honum dregið er ég heimsótti hann á sjúkrahúsið nokkrum dögum áður, að sýnt var að hverju stefndi - sá hafði sigrað er okkur öll sækir að lokum. Rögnvaldur heitinn var fæddur að Tjörn í Biskupstungum 20. sept- ember 1919, sonur Guðjóns bónda þar, sem jafnframt var kennari við barnaskólann í Reykholti og hreppsnefndaroddvitii Biskups- tungnamanna um nokkur ár. Guðjón var ættaður af Akranesi, sonur Rögnvaldar Jónssonar bónda á Tanga í Innri Akranes- hreppi og mun ætt hans vera úr Dölum vestur og úr byggðum Borgarfjarðar. Guðjón fluttist sem kennari í Biskupstungurnar og gift- ist þar ungri og glæsilegri stúlku, Guðbjörgu Þórðardóttur bónda í Arnarholti Halldórssonar. Hófu þau búskap á jörðinni Tjörn, sem var gott meðalbýli, en jafnframt búskapnum varð Guðjón að sinna kennslunni svo bústörfin að vetrin- um hlutu að hvfla mestanpart á herðum hinnar ungu húsfreyju. Þau hjónin eignuðust 2 börn er upp komust, Arnbjörgu og Rögnvald, en eina dóttur misstu þau korn- unga. Er Rögnvaldur var um 10 ára gamall slitu foreldrarnir samvistum og fylgdu börnin móður sinni er síðar tók upp samnbúð með Guðmundi Ingimarssyni frá Efri Reykjum í Biskupstungum. Þau Guðbjörg og Guðmundur eignuð- ust 3 börn, Erlend, Svöfu og Gyðu, sem öll eru kunn að gjörvileik og manndómi. Þeirbræður Rögnvald- ur og Erlendur áttu síðar hús og heimili hlið við hlið í Hveragerði, og unnu saman sem húsasmiðir. Rögnvaldur kaus síðan að leggja stund á landbúnaðarvísindi, þegar hann hafði aldur til og að loknu búfræðiprófi frá Hólum í Hjaltadal innritaðist hann í Landbúnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn og varð kandídat þaðan vorið 1947. Að námi loknu gerðist hann ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands til ársins 1950. Sjálf- sagt hafa löng ferðalög og fjarvistir frá heimili og fjölskyldu valdið því að Rögnvaldur tók að nema húsa- smíðar í Hveragerði, þar sem hann var búsettur, og lauk verknáms- samningi, en hirti aldrei um að afla sér fullra réttinda í faginu. Vann hann svo við húsasmíðar, fyrst í Hveragerði til ársins 1968, en flutt- ist þá til Reykjavíkur og vann þar að smíðastörfum þar til hann kom til starfa hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1974. Þar starfaði hann við fóðurrannsóknir og fóðu- reftirlit uns veikindi bundu enda á og hann varð að leggjast inn á sjúkrahús - æfiskeiðið var á enda runnið. Kynni mín af Rögnvaldi Guð- jónssyni voru nánast engin þar til leiðir okkar lágu saman á Rannsóknastofunum landbúnað- arins, en ég hafði komið þar til starfa árinu fyrr. Við vissum þó hvor af öðrum enda lengi átt heima á sömu slóðum í Árnessýslu. Sjálf- sagt hefur þetta leitt til þess að við urðum fljótlega málkunnugir og höfðum um fleira að tala eftir því sem árin liðu. Fjarri fór þó því að Rögnvaldur væri það sem kallað er opinskár og lítt eða aldrei vék hann tali að sjálfum sér eða einkamálum sínum. Svarakaldur gat hann verið ef tilefni voru til að hans dómi og vissi ég að sumum fannst hann af þessum sökum fráhrindandi og áttu erfitt með að umbera hina hár- beittu og meitluðu kaldhæðni í svörum er oft fuku og kannski ekki alltaf af fullu tilefni um menn og málefni. Það vissum við þó, sem löng kynni höfðum af manninum, að undir sló heitt hjarta og dýpri og meiri réttlætiskennd en mörgum er gefin. í öllum þeim störfum sem Rögnvaldur vann, hvort sem um var að ræða vísindastörf eða verk- legar framkvæmdir, var hann flest- um snjallari að skipuleggja og koma auga á hagkvæmustu leiðir til lausnar. Vegna þessara yfirburða vannst honum betur en þeim sem meira bar á og voru meiri fyrirferð- ar - framhleypni og yfirlæti voru víðs fjarri hans skapgerð. Vegna hæfileika sinna og áhuga á þjóðféiagsmálum kom að sjálfu sér að Rögnvaldur yrði virkur og áberandi á þeim vettvangi. Hann átti nokkrum sinnum sæti á lista Sósíalistaflokksins í Árnessýslu til þingkosninga. Þá sat hann um tíma í hreppsnefnd Hveragerðis sem fulltrúi vinstri manna og stjórnaði verklegum framkvæmdum hrepps- ins á því tímabili. Átti sæti í nefnd- um og ráðum á vegum sósíalista og Alþýðubandalags, en um þann þátt hans í félagsmálastarfi er mér ekki svo kunnugt að ég geti um það fjall- að. Á námsárum sínum í Kaup- mannahöfn kynntist Rögnvaldur og gekk að eiga Bodil Katrínu, dóttur Marie og Sóren Petersen trésmíðameistara frá Fjóni. Þau eignuðust 3 börn, Gunnvöru, Ásdísi og Hjalta, hinn kunna leikhúsmann. Þeim öllum og öðr- um aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið þeim blessunar. Ásgrímur Jónsson Útför Rögnvaldar Guðjóns- sonar var gerð mánudaginn 27. fe- brúar. Emil Fenger Kveðjuorð til vinar og starfsfélaga Ungur maður fellur í valinn, að- eins þrítugur að aldri. Við hin eldri sem eftir stöndum spyrjum - af hverju? Af hverju eru hinir bestu oft burtkallaðir svo fljótt? Af hverju er lítill snáði sviptur föður Adda Bjarnfríöur Vllborg Guðrún Hverju eru konur bættari með kjarasamningunum? Miöstöð kvenna boðar til fundar að Hverfisgötu 105 n.k. þriðjudagskvöld, 28. febrúar kl 20.30. Umræðuefni: Kjarasamningarnir og kjör kvenna. Máishefjendur: Bjarnfríður Leósdóttir, Vilborg Harðardóttir og Guðrún Ágústsdóttir. Fundarstjóri: Adda Bára Sigfúsdóttir. Allt áhugafólk velkoijiið. - Miðstöð kvenna. sínum svo ungur? Við skiljum það ekki og fáum engin svör. Ég kynntist Emil Fenger haustið 1980 þegar kona hans, Asta Böðv- arsdóttir, réðist kennari að skól- anum á Hellu. Reyndar hafði ég oft heyrt son minn og tengdadóttur tala um vini sína og skólafélaga, Ástu og Emil, en kynntist þeim ekki fyrr. Kynnin við Emil urðu nánari, þegar hann hóf kennslu við skólann haustið eftir. Að öðrum ólöstuðum hef ég aldrei kynnst neinum með slíka hæfileika til kennslu. Hann var svo opinn og tilfinninganæmur að nemendur hans hlutu að elska hann og virða. Frásagnir hans voru svo lifandi og myndríkar að unun var á að hlýða. Ógleymanlegar eru mér samveru- stundir okkar á kennarastofunni þegar hann flutti mig með frásögn- um sínum til Mexikó eða Mið- Ameríku eða sagði mér frá fólki, sem hann hafði kynnst. Sumum er í vöggugjöf gefið að laða fram það besta í öðru fólki. í návist Emils fannst mér ég vera betri manneskja en ella. Aldrei gleymist mér fögn- uðurinn þegar Finnur litli fæddist, þá var veisla á kennarastofunni og bjart yfir öllu. Við sáumst síðast í október sl. Þrátt fyrir að dimm ský hefði dreg- ið fyrir sólu hvarflaði ekki að mér að það yrði okkar síðasta samtal. Ég var að vona að okkar næsti fundur yrði með meiri gleðibrag, en svo átti ekki að fara, a.m.k. ekki hér á jörðu. Ásta mín, Finnur litli, foreldrar Emils og systkini. Orð eru svo lítils megnug. Ég get aðeins sagt til huggunar að eftir lifir minn- ing um góðan dreng. Kæri vinur, far þú í friði. A.M.J. Notum Ijós í auknum mæli — í ryki, regni.þoku A . °£só1- Jú', IUMFEROAR RÁÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.