Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.02.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. febrúar 1984 Bandarískur ósigur í Beirút Hér á síðunni er rakið að nokkru forsaga þess, að hin gamla valdaskipan í Líbanon er hrunin. Og þá sögu er rétt að hafa jaf nan í huga þegar lagt er út af síðustu tíðind- um: brotthlaupi bandarískra hersveita frá Beirút og gjaldþroti stjórnar Reagans þareystra. í yfirliti um þá atburði, sem birt- ist í vikuritinu Newsweek á dögun- um, segir á þá leið, að stjórnin í Washington hafi vanmetið hrapal- lega hve hatrömm bræðravígin voru orðin í Líbanon. Reagan for- seti, Schulz utanríkisráðherra og það lið allt kaus heldur að líta svo á, að í Líbanon færu fram enn ein átökin milli vesturvelda og banda- manna þeirra annarsvegar og Sýr- lendinga og sovéskra verndara þeirra hinsvegar. Það átti að sýna Sýrlendingum og þar með Rússum í tvo heimana með því að láta bandarískt herlið taka sem virkast- an þátt í því að koma á einhvers- konar „röð og reglu" í landinu. Stefna og stefnuleysi En þar var, vel á minnst, einmitt um hið gamla skipulag í Líbanon að ræða, sem hefur verið að hrynja á undanförnum áratug. Reagan kom ekki með sáttalið - hann studdi við bakið á kristnum mar- onítum fyrst og fremst og Gemayel forseta þeirra - og gerði þar með Drúsa, Sjíta og aðra múslíma sem óánægðir voru með sinn hlut enn háðari Sýrlendingum en áður. Ekki nóg með það: bandarískar hersveitir komu á vettvang, en Re- aganstjórnin kom sér aldrei niður á neina stefnu um það, hvernig þeim skyldi beita, í hvaða mæli þær ættu að halda uppi hernaði gegn Drús- um eða þá Sýrlendingum. Niðurstaðan er því sú, að ef nokkuð var hefur Líbanonævintýr- ið bandaríska flýtt fyrir endanlegu hruni þess skipulags sem var dauðadæmt. Og um leið eflt Sýr- land og áhrif þess ríkis. Og banda- rískir fréttaskýrendur keppast nú Bandarískir landgönguliðar bíða brottflutnings og hafa skrifað á sandpokavígið: Til sölu. Gemayel og Assad Sýrlandsforseti: Reagan taldi að hér væri um að ræða heimspólitísk átök milli Austurs og Vesturs eia ferðina enn. við að lýsa því yfir að Bandaríkin hafi í Líbanon beðið „mest auðmýkjandi ósigur sinn, síðan í íran“ eins og Newsweek segir m.a.. Blaðið segir ennfremur á þessa leið: „Hvað sem næst gerist í Líbanon mun undanhald Reagans þar greiða þungt högg áliti Bandaríkj- anna og trausti á þau í heiminum. Þetta hér er haft eftir reyndum ara- bískum sendiherra í Washington: Ef Ronald Reagan, forsetinn, sem hefur haft hæst um það að hann mundi standa með vinum Banda- ríkjanna, getur ekki haldið loforð sín við Amin Gemayel, getur þá nokkur maður borið traust til nokkurs bandarísks forseta?" Assad á leikinn En það er ekki ljóst hvað gerist næst. fsraelski herinn er áfram í suðurhluta Líbanons og ísraelar sjálfir deila hart um það, hvort og hvenær hann á að fara þaðan, og hvort þá verður hörfað aftur að landamærum ísraels, eða haldið einhverjum „stuðpúða“‘þar norður af. Það er betur vitað, hvað Assad Sýrlandsforseti hyggst fyrir. Hann mun ekki keppa að því að innlima austurhluta Líbanons í „Stór- Sýrland" eins og stundum er haft á orði. Hann hefur viljað fá ógildan samninginn frá því í maí í fyrra um væntanlega brottför erlendra herja, sem gerður var milli ísraels og stjórnar Gemayels. Hann vill að komið sé á fót í Líbanon stjórn sem Sýrlandi stafar ekki hætta af og að ísraelskur her verði á brott úr landinu og hafi ísraelar engan ávinning af meira en 20 mánaða hernámi sínu. Að svo búnu væri Assad reiðu- búinn að kalla sýrlenskan her heim frá Líbanon. Þegar fram í sækir vill hann nota þann styrk sem Sýrland nú hefur sem „stórveldi á svæðinu" til að stefna að endurheimt Golan- hæða, sem stjórn Begins hertók og innlimaði í ísrael, sem og hafa for- ystu um lausn Palestínumálsins sem væri á allt öðrum nótum en Camp David-ssamkomulagið milli Begins, Carters og Sadats Egyptal- andsforseta, plagg sem þokast æ lengra út í óraunveruleikann. - áb tók saman. Forsaga atburða í Líbanon: Sambýlí sem reist var á sandi Sjítar berjast á götum Beirút: Rfldsherinn splundraðist og í stjórnsýslu hafa verið að þróast sjálfsstjórnarkerfi hvers hóps. Einu sinni var talað um Lí- banon sem Sviss Austur- landa. Lítið land og auðugt, þar sem ólík þjóðabrot virt- ust þrífast bærilega hlið við hlið. En atburðir síðustu vikna hafa dregið fram með skýrari hætti en áður hefur gerst þau miðflóttaöfl, sem hafa verið til í landinu allt f rá því það var lýst sjálf- stætt árið 1943, en hafði þá um skeið lotið frönsku for- ræði eftir að tyrkneska heimsveldið hrundi í lok heimsstyrjaldarinnarfyrri. Eins og ítrekað hefur verið í fréttum hafa vopnaðar sveitir múslíma og drúsa unnið marga sigra á stjórnarhernum sem var fyrst og fremst tengdur hinum kristnu maronítum sem hafa ráðið því hver er forseti landsins. Það hefur reyndar gerst áður, að her iandsins er klofinn í kristinn og múslímskan helming - til dæmis í borgarastríðinu 1975-76. Stjórnarandstaðan hefur verið að koma sér upp eigin herstjórn og einnig er að skjóta rótum borgar- og bæjarstjórnarkerfi í trássi við miðstjórnarvaldið. í þeim skiln- ingi hafa sjítar í Vestur-Beirút og drúsar í Sjúffjöllum fýlgt fordæmi kristinna maroníta í Beirút, sem þegar í fyrrnefndu borgarastríði fóru sínar leiðir í innri málum. Nú sýnast einkum tveir mögu- leikar fyrir hendi. Annaðhvort leysist Líbanon upp í sjálfstjórn- arsvæði (en varla sérstök ríki - nógu margir öflugir utanaðkom- andi aðilar munu reyna að koma í veg fyrir það). Eða þá að hin ein- stöku þjóðabrot, hvort sem kennd verða við Krist eða Mú- hameð, sameinast um að skipta valdi sín í milli upp á nýtt. Vegna þess - eins og allir skrifa þessa daga - að það Líbanon sem var verður ekki endurreist, dauða- stríði þess er senn lokið. Brúin Það Líbanon sem áður var virt- ist hafa ótrúlega hæfileika til að innbyrða andstæður. Menn köll- uðu landið oft „brúna milli austurs og vesturs“ - ekki síst héldu kristnir Líbanir þeirri mynd á lofti. Hér var allt mögu- legt - múslímskir sértrúarflokk- ar, hinir dularfullu drúsar, ara- bískumælandi, jesúítar, öflug kirkja Armena, braskarar og æv- intýramenn, allra þjóða njósnar- ar, næturklúbbar glæsilegir og baðstrandir. Eina lýðræðisríkið í hinum arabíska heimi og þar var hægt að rekast á fulltrúa allra pó- litískra hreyfinga sem þar voru til - og eins víst að þær væru bann- aðar heima fyrir. Og allt þetta mátti finna á aðeins um það bil tíu þúsund ferkflómetrum lands, eða á sem svarar einum tíunda hluta íslands. Kraftaverk Þetta fyrirbæri, sem sumir kenndu við kraftaverk, gat lifað vegna þess, að fyrirfram hafði verið samið um skiptingu hins pólitsíka valds milli trúfélaga eftir föstu mynstri. Einnig vegna þess, að ríkisvaldið var fremur veikt og tók sér fremur það hlut- verk að miðla málum en knýja fram ákveðna stefnu. Á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda gekk allt fremur vel og velmegun var mikil í landinu - að minnsta kosti þeim til handa sem þar höfðu borgara- rétt og - eða peninga. Frá 1975 hefur hver alda ofbeldisverka og styrjalda af annarri riðið yfir landið og ekkert verið algengara en friðsamir þegnar hafi verið drepnir af þeirri ástæðu að þeir voru ekki af réttum uppruna, þjóðlegum og trúarlegum. Innri og ytri Þegar sú saga er rakin hafa menn á víxl útlistað afleiðingar af árásum og íhlutun ísraela eða Sýrlendinga, eða þá Bandaríkja- manna eða Palestínumanna - hver eftir sinni samúð og túlkun- arviðléitni. En þótt ytri ástæður hafi valdið miklu um hrun Líban- on er ekki ástæða til að gleyma þeim innri meinsemdum, sem gátu brotist út þegar minnst varði. Þær ástæður, sem á sínum tíma héldu velferðarundrinu í gangi, hafa einnig orðið til að flýta fyrir þeim málalokum sem nú eru að fást. Með öðrum orð- um, bæði hið veika ríkisvald og svo skipting valdsins eftir trúfé- lögum. Hvaða umboð? Hvorttveggja gerir það að verkum að mörg stór spurninga- merki eru sett við sjálft umboð líbanskra stjórnvalda- og þá ekki síst forsetans, sem hefur allmikið vald. Forsetinn, hinn kristni maron- íti, Gemayel, sem drúsar og múslímar flestir vilja steypa, var kosinn til sex ára af þinginu í sep- tember 1982 - eins og stjórnar- skráin gerir ráð fyrir. En þingið, sem kjósa á til fjórða hvert ár, hefur setið síðan 1972 - af þeirri einföldu ástæðu að borgarastyrj- aldir og innrásir hafa komið í veg fyrir kosningar. Og skipting valdsins eftir trúfélögum ruglar enn myndina. Samkvæmt „kvótum" kosn- ingalaga eiga kristnir að fá 54 þingsæti en múslímar og drúsara 45. Síðan eru „deildaskiptingar" til hvers safnaðar. Þessi skipting byggist á manntali sem haldið var í Líbanon 1932. Síðan þá hafa kristnir menn komið í veg fyri að manntal væri gert - vegna þess að múslímum hefur fjölgað miklu meira en þeim: Endurskoðun á kerfinu þýðir að kristnir afsali sér meirihluta á þingi. f þessum hnút er margt það saman komið, sem að undanförnu hefur verið að brjótast út í Lfbanon með herfi- legum blóðsúthellingum og sér ekki fyrir endann á enn. - (áb byggði á Information)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.